Alþýðublaðið - 04.01.1946, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 04.01.1946, Blaðsíða 6
ALÞYÐUBLAÐIP Föstúdagur, 4. jauúar 194$. Stúlku vantar nú þegar að HÓTEL BORG Húsnæði fylgir Jólaieikur Leikfélags Reykfavikur: Shálholt ettir Giðoand Kamhan. lasstiMukHi vantar nú þegar að HÓTEL BORG Húsaleigulögin og krafan um afnám þeirra. Framihald af 4. sáðu. líti, að þeir séu ,almenningur.“ Það var líka einu sinni til ein- valdskonungur ,sem sagði: „Eg er ríkið.“ — Mannkynið er þeg- ar búið að fórna allt of miklu, til að kveða þennan hugsunar- hátt niður, til þess að það væri verjandi, að láta hann enn vera ráðandi á meðal „frjálsrar og fullvalda þjóðar“ nú á timum. Svo er það nú þetta með lýð- ræðishugsjónina. Eg hef ekki aðgang að neinum skýrslum yf- ir það, hve margir eru húseig- endur í Reykjavik, og því siður yfir það, hve margir húseigend- ur selja eða gætu selt húsnæði á leigu, en þeir einir koma hér til greina. Trúlegt þykir mér samt, að þeir séu um 3—4 þús- und og mun það þó fullhátt á- ætlað. En setjum nú, að svo sé. Allir íbúar Reykjavíkur munu vera nálægt 46 þúsund að tölu. Af þeim væru þá leigusalar ekki einu sinni 10%. Væri það nú i samræmi við „lýðræðishug -sjón frjálsrar og fullvalda þjóðar,“ að leyfa þessum 3—4 þúsund leigusölum, (sennilega eru þeir mun færri), að nota sér neyð hinna 42ja—43ja þús- unda i Reykjavík, sem ekki eiga hús? Eg spyr nú svona: Væri það i samræmi við lýðræðis- hugsjónina, að leyfa þessum fá- menna leigusalahópi, að merg- sjúga og kúga allan þennan fjölda, sem ekki á hús, með ok- urleigu, útburðarúrskurðum og háum gjöldum fyrir að flytja inn í hús o. s. frv.? Ekki held ég það. Þá skorar fundurinn sérstak- lega á þingmenn Reykvíkinga, að afnema húsaleigulögin á þessu þingi, og felur stjórn hús- eigendafélagsins sérstaklega að fylgjast, með þvi, hverjir hafi staðið í vegi fyrir afnámi lag- anna. Þarna er eiginlega um óbeina hótun að ræða í garð þing- manna, ef þeir vilja ekki hlýða þessum háu herrum, enda mun hafa komið til orða innan félags þeirra, að stilla sérstökum lista við kosningar, ef þingmenn verða ekki þægir og uppfylla allar kröfur þeirra fyrir næstu áramót. Þetta hefði nú einhvern tima verið kallað frekja, eða jafnvel ósvífni. Stilli þeir góðu herrar bara sérlista. Sem betur fer er- um við leigjendur ennþá jafn- réttháir við kjörborðið eins og húseigendur og leigusalar hafa ekki allir komið svo fallega fram við okkur leigjendur á þessum neyðarárum í húsnæðis- méium, að þeir igeti vænzt þess að hafa atkvæði okkar í vasan- um, þótt þeir, ef til vill, haldi það. Hver veit nema við leigu- takar gætum þá líka stillt lista, og þá gætum við séð, hvor skjöldinn ber. Þá lýsti þessi fundur van- trausti á húsaleigunefnd, og hafa þeir lítinn sóma haft af því. Þetta vantraust eitt út af fyrir sig sýnir, að nefndin hef- ur unnið störf sín samvizku- samlega, eftir því, sem unnt er við þau skilyrði, sem fyrir hendi eru, og án tillits til þess, hver í hlut átti hverju sinni. Sambandsfélög í. S. í. orðin 205. HÉRAÐASAMBAND Snœ- fells- o\g Hinaíppadailssýski ihefur nýlega gengið í íþrótta- samlband íslands,- í héraðssamibandinu eru 10 félég með ©11 f élaga. Formaður samlbandsins er Gumnar Guð- íbjartsson, HjarðarfeHi. (Þá hef- ur líþróttafélagið „Skjlöldur" í Hrísey gengið í I.S.Í., formaður Skjaldar er Sigurður B. Brynj- ólfsson. Féiagatala 45. Samíbandsfélög 1. S. í. eru mú orðin 205. Frétfaskeyfi frá Bíldu- dal. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins á BÍLDUDAL AGAMLAÁRSDAG lestaði Baltiaco allan hraðfryst- an fisk, sem til var hjá frysti- húsinu á Bíldudal, rúmum 6 þúsund kössum. Góður afli var þegar síðast var róið á gamlaársdag. Þrir bátar munu stunda róðra frá Bíldudal í vetur, Svanur, Egill Skallagrímsson og Ársæll. Búizt er við að þrír listar komi hér fram við hreppsnefnd arkosningarnar í Suðurfjarðar- hreppi þann 27. þ. m. GUNNAR. Haraldur Björnsson sem Sigurður Torfason. Brynjólfur Jóhann- esson sem Oddur skólameistari Eyjólfsson. ASTIR Ragnheiðar biskups- dóttur i Skálholti og Daða Halldórssonar hafa löng- um verið íslendingum hug- stæðar. Alþýða manna hefur rætt um þær sín á milli og skáldin hafa ort um þessa elsk- endur, sem fórnuðu svo miklu fyrir ást sína. Á síðari árum er það einkum Guðmundur Kamb- an, sem hrifizt hefur af þessu viðfangsefni, skrifað um það greinar, langa skáldsögu og loks leikrit. Leikfélag Reykjavikur hefur nú valið Skálholt Kambans fyr- ir jólaleikrit og var frumsýning annan jóladag síðast liðinn. — Lárus Pálsson hafði leikstjórn á hendi í upphafi, en eftir að hann fór utan, tók Haraldur Björnsson við. Það er vafalaust erfitt að velja svo leikendur í hlutverkin í Skálholti, að íslenzkum áhorf- endum líki fullkomlega. Allir' þekkja þá sögulegu atburði, sem leikiurinn fjaLlar um, oig hafa i huga ákveðna mynd af aðalpersónunum. Á því er til dæmis lítill vafi, að flestir mundu kjósa að yngra fólk færi með hlutverk þeirra Ragn- heiðar og Daða. En hins vegar ber að líta á það, að leikstjór- inn hefur ekki átt hér hægt um vik. Hópur íslenzkra leikenda er ekki fjölmennur og hinir yngri leikendur einmitt margir fjarverandi. Þau Regina Þórðardóttir og Valur Gíslason leika Ragnheiði og Daða. Verður ekki annað sagt en þau leysi þann vanda vel af hendi, þegar litið er á allar aðstæður. Einkum fer leik- ur frú Regínu vaxandi, þegar á líður leikinn. Á því hefði mjög' þurft að halda, að vanda gervi Vals, en það hefur ekki tekizt fyllilega. Ljósa hárkollan fer Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Unnur S. Björnsdóttir, Grettisgötu 78 og Jón Hinriksson, Laufásvegi 64 A. Brynjólfur biskup Sveinsson: Þorsteinn Ö. Stephensen. honum illa og verður ekki ann- að sagt, að nokkuð skorti á glæsileika þann, sem menn gera sér í hugarlund að fylgt hafi Daða Halldórssyni. Annars fer Valur vel með hlutverk sitt, enda er hann jafnan greindur og smekkvís leikari. Hlutverk Brynjólfs Sveins- sonar biskups er að vonum um- fangsmikið og vandasamt. Fyr- ir því er vel séð í höndum Þor- steins Ö. Stephensen, sem leik- ur biskupinn með myndarskap og þrótti. Nokkuð kann stund- um að skorta á þunga og virðu- leik, sem einkenna þarf þennan mikla alvörumann, en höfund- urinn virðist ekki síður vilja sýna hið stóra skap Brynjólfs og tilfinningahita og tekst Þor- steini mjög vel að sýna þá hliðina. Soffía Guðlaugsdóttir leikur matrónuna í Bræðratungu, Helgu Magnúsdóttur, og tekst það vel að leiða fram fyrir sjón- ir áhorfenda hina fastlyndu og tryggu konu, sem neyðist til að taka þátt í þungbærum örlög- um og bregzt ekki, þegar í vandann er komið. Margréti biskupsfrú leikur frú Ingibjörg Steinsdóttir. Frú Margrét er ekki háreist persóna frá hendi höfundar og gersam- lega magnþrota gagnvart járn- vilja manns síns. Enda verður þessi kona furðulega sviplaus og leikur Ingibjargar óþarflega áhrifalítill. Gestur Pálsson leikur séra Torfa Jónsson með alúð og innileik og tekst prýðilega. Haraldur Björnsson leikur séra Sigurð Torfason og sýnir vel órólega samvizku dóm- kirkjuprestsins. Brynjólfur Jóhannesson fer með hlutverk Odds skólameist- ara Eyjólfssonar. Það er ekki stórt, en laglega leikið. Sama er að segja um þær Nínu Sveins dó'ttur o,g Önnu Guömunds dóttur, sem leika Völu gömlu og Þóru Jasparsdóttur. Tekst frú Nínu að gera sig furðulega elli- lega og óþekkjanlega. Þóra Borg-Einarsson leikur Ingi- 'björgu skólaþernu. Þá eru allmörg smærri hlut- T erk, t. d. prestarnir, sem við- staddir eru eiðinn. Jón Aðils leikur séra Árna Halldórsson, bróður Daða, Þorlákur Guð- mundsson séra Jósep Loftsson. Jón Sigurbj örnsson séra Erasm- us Pálsson. Hendrik Berndsen séra Jón Gíslason. Lárus Ing- ólfsson séra Jón Snorrason. Valdimar Helgason séra Þórð Þorleifsson. Dóra Haraldsdóttir leikur Steinunni Finnsdóttur, Rakel Sigurðardóttir Elínu Hákonar- Þreftán karlar og kot- nr sæmd heiðurs- merkjum hinnar ís- lenzku fálkaorðu. HINN 27. DESEMBER S.L„ sæmdi forseti íslands eft- irgrelinda menn heiðursmerkj- um hinnar íslenzku fálkaorðu3 sem hér segir: Sigurð Sigurðsson berklayfir lækni, sem hefur unnið sérstak lega verðmætt og merkilegt starf í þágu heilbrigðismála landsins og Kjartan Thors sem um tugi ára hefur unnið mjög að aukningu og eflingu atvinnuvega landsins, stórridd- arakrossi. Þá voru eftirtaldir menn sæmdir riddarakrossum: Jakob Einarsson prófastur að Hofi, Vopnafirði, og Guðbrand- ur Björnsson prófastur, Hófsós. Þeir hafa báðir um langan ald- ur unnið mjög að hagsmunamál um sveita sinna og safnaða. Bogi Ólafsson yfirkennari, sem hefur að baki sér gagn- merkan starfsferil sem kennari við Menntaskólann í Reykjavík. Jón Sigurðsson skipstjóri5 sem stundað hefur sjómennsku og síðar útgerð í 60 ár af áhuga og dugnaði. Magnús Guðnason steinsmið- ur, sem lagt hefur gjörva hönd á steinsmiði í rúm 60 ár, og er meðal hinna fáu núlifandi manna, sem unnu að smíði Al- þingishússins. Þá sæmdi forseti íslands, eft- irgreinda menn heiðursmerkj- um hinnar íslenzku fálkaorðu 1. janúar 1946: Georgiu Björnsson forsetafrú, sem staðið hefur við hlið manns síns um langan aldur, í mikils- verðustu embættum og gegnir nú mestu virðingarstöðu ís- lenzkra kvenna, stórkrossi. Jón Sigurðsson, skrifstofu- stjóra alþingis, sem þann dag hafði gegnt því starfi í 25 ár». stór riddarakrossi. Þá voru eftirgreindir menn sæmdir riddarakrossum: Agnar Kl. Jónsson, skrifstofu stjóra utanríkisráðuneytisins, sem um nokkurt skeið hefur starfað í utanríkisþjónustu landsins. Ingvar Gunnarsson kennara, Hafnarfirði, sem verið hefur umsjónarmaður Hellisgerðis frá upphafi og séð um ræktun þess. Emanúel Cortes ,sem í ára- tugi hefur verið yfirprentari í ríkisprentsmiðjunni Gutenberg og unnið merkt starf í þágu prentlistarinnar á íslandi. Guðmund Þorbjarnarson bónda að Stóra-Hofi, formann Búnaðarsambands Suðurlands, sem unnið hefur sleitulaust af hinni mestu ósérhlífni að vel- ferðarmálum bændastéttarinn- ar og sýslufélags síns. dóttur og Mogens Juul leikur klukkusvein. Leikendur eru margir, tutt- ugu alls — og oft þarf að skipta um svið. Verður leikritið því nokkuð margbrotið og þungt í vöfum á köflum. En áhrifaríkt er það víða. Lárus Ingólfsson málaði tjöld og teiknaði búninga, Hallgrímur Bachmann stjórnaði ljósum, en leiksviðsstjóri var að þessu sinni Finnur Kristinsson. Búast má við því, að leikhús- gestir taki þessu leikriti vel. — Efnið er svo kunnugt og mun mörgum leika forvitni á að sjá hvernig Guðmundur Kamban hefiuir fjallað um það í leikrits- formi. R. Jóh.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.