Tíminn - 23.01.1964, Blaðsíða 13

Tíminn - 23.01.1964, Blaðsíða 13
KASA Musica Nova Fyrstu tónleikar Musica Nova á þessu ári, fóru fram í Þjóð- leikhúskjallaranum sunnudag- inn 19. janúar s.l. Að þessu sinni báru þeir Einar Svein- bjömsson, fiðluleikari og Þor- kell Sigurbjömsson píanó, hita og þunga dagsins. Sáu þeir að öllu leyti um efnisskrána, sem eingöngu var helguð íslenzkum höfundum, að undanskilinni sónötu fyrir fiðlu og pianó eftir Beethoven. Segja má, að með þessum hætti, myndaði efnis- skráin óvenju gott jafnvægi. Um flutning Beethoven-sónöt unnar verður ekki annað sagt, en að vel var að öllu búið, samleikur þeirra félaganna, þrautæfður og samstilltur, — enda leikur þeirra hvors um sig og í samspili mjög vand- aður. Rómansa Hallgríms Helga- sonar er einkar áheyrilegt verk sem hljómaði vel í meðferð þeirra. Sónata eftir Jón S. Jónsson er góð tónsmíð, en nokkuð í Hindemith-anda. Tveir fyrstu kaflamir em skemmtilegir, bæði í formi og vinnubrögðum, og sá þriðji lofar talsverðu í upphafi, en er á líður, slakn- ar á þræðinum og hálfgerð upp lausn bindur endi á verkið. Þeirri, er þetta ritar, fyndist ekki fráleitt, að höfundur ætti eftir að endurskoða að ein- hverju leyti hluta af síðasta kafla verksins. Þrjár „bagatellur" eftir Þor- kel Sigurbjörnsson eru um margt sérkennilegar tónsmíðar í fyrirferðarlitlu formi, sem bera með sér talsvert sjálfstæði og var sú í miðið einkar snot- ur, að undanteknum ýmsum „fidusum" svo sem „banki“ og „strengjakitlum", sem orkuðu vægast sagt truflandi. Leifur Þórarinason, er sá hinna yngri höfunda sem þama sýndi hvað mestan þroska, og gaf hin ðra og breytilega spenna í „Mosaik" hans, verk- inu sterkan .Jheildarsvip, þá er það mjög erfitt og „knúsað" í útfærslu, en þar stóðu þeir Ein ar og Þorkell sig með prýði og var þar hlutur píanóleikarans tiltakanlega góður. Einar Svein bjömsson er góður og traust- ur fiðluleikari, og sýndi hann bæði skilning og smekkvísi í svo gjörólíkum viðfangsefnum sem þarna var um að ræða. — Þeir félagar, hafa leikið þessa efnisskrá, að Beethoven undan skildum, fyrir útvarpsstöðvar í nágrannalöndum okkar. Er það góð og lifandi kynning á nú- tíma tónlist, borin fram af tveim ungum og velvinnandi listamönnum. Það var sönn ánægja að hlusta á samspil þeirra félaga, þar sem vandvirkni, nákvæmni og alúð var uppistaðan. Unnur Arnórsdóttir ALLT Á SAMA STAÐ Nýkomið: Hljóðkútar, pústrðr, allar stærðir Það er yður í hag að verzla hjá Agli Egill Vilhjálmsson h.f. Laugavegi 118, simi 22240 Þorrablót Framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi verður haldið að Glaðheimum, Vogum, laugardag- inn 8. febrúar n.k., og hefst kl. 20. Miðar fást hjá eftirtöldum aðilum: Helga Ólafssyni, Kópavogi, sími 40647 Vilhjálmi Sveinssyni, Hafnarfirði, sími 51173 Sigfúsi Þorgrímssyni, Keflavík, sími 2263 Sigurði Jónssyni, Seltjarnarnesi, sími 15260 Guðlaugi Aðalsteinssyni, Vogum, sími 10 B. Miðanna sé 'vitjað fyrir fimmtudag, 6. febrúar. Skemmtiatriði auglýst síðar. Nefndin Gufuketill notaður 12 ferm., hraðvh’kur, ásamt öryggisstillitækjum. Olíukynditæki fylgir einnig með. Upplýsingar í síma 22235 Smergelpappír Allar gerðir fyrirliggjandi Harpa h.f. Einholti 8 — Sími 11547 FRÉTTABRÉF Framhalc aí bls. 3. Húsið býður mann nú brosandi velkominn. Erfitt er að halda uppi félags- starfi í fámenninu, en eitt er það félag hér, sem öðrum fremur starf- ar, og það er kvenfélagið Grein. Félagarnir sjá um hirðingu og fegrun kirkjugarðsins á Stafafelli og það með slíkum sóma, að leitun mun vera á öllu betra í sveitum þessa lands. T. d. hafa þær árum saman prýtt leiði franskra sjó- manna með blómaskrúði, sem vak- ið hofur-at-hygli. Frlahská rséúdi- Hðið lét setjíúþþ'WiflhiítfártíaGflÍ- varanlegu efni á leiðið í sumár. Meðal þeirra samkoma, sem fé- lagið gengst fyrir, er hin árlega barnasamkoma um jólaleytið. — Segja má, að það sé aðalhátíð árs- ins hér. Þangað er öllum börnum boðið og öllum þeim, er unna æsk unni, og það gera allir hér, þess vegna koma líka allir. BIBLÍAN Framhald af 9 sfðu sjálfsmorðsmöguleika mann- kynsins. — Berggrav biskup var for- seti Heimssambands Biblíufé- laga fyrstu tíu árin, 1946 til 1957. Starfsemi þess var hon- um hjartansmál. Mér þykir við eiga að vitna til orða hans, í lok þessa spjalls um Biblíuna líkt og í upphafi þess. Eitt sinn á Biblíufélagsfundi, fórust hon- um orð á þessa leið: „Hér erum vér komnir sam- an til framkvæmda en ekki orða skaks aðeins. Hér er um áþreif- anlegan veruleika að ræða — bók, — þýðingu, endurskoðun, útgáfu og dreifingu bókar á ótal tungumálum. Og þessi bók er lífið sjálft ótal mönnum í öllum löndum heims . . . — Mun ekki biskupinn þá hafa haft í huga svar Péturs, er Jesús spurði lærisveinana: Viljið þér einnig fara burt? Pétur svarar: „Herra, til hvers ættum vér að fara? Þú hefur orð hins eilífa lífs. Ólafur Ólafsson PILOT-V Pilot V penninn hefur bætii venjulega blekfyllingu og blekhylki fyrir eama pennann. Convörtor 6 blekhylki Ink Sparo fylgja pennanum Pilot V penninn er x glæsilegum gjafakaasa og fylgja 6 blekhylki hver jum penna. Með hverju blekhylki má skrifa 10.000 orB VerCiC aCeiuB-kr. 215.00 Fæst hjá bóka og ritfangaverzlunum vfCa um land ORÐSENDING FRÁ OLÍUFÉLÖGUNUM Þau fyrirtæki og einstaklingar, sem skulda olíufélögunum, útsölumönnum jieirra etSa umboðsmönnum úttektir frá desember eÖa eldri tíma, eru hér me'ð alvarlega áminntir um aÖ gera full skil nú þegar, svo komizt veríi hjá afgreiíJslustöívun. irrvs+Wimr ÍPÍ08 m7. Olíufélagiú H.f. OlíufélagiS Skeljungur h.f. Olíuverzlun íslands h.f. ÚTBOÐ VeiðifélagiS „Leirvogsá“ í Kjósarsýslu leitar hér með eftir tilboðum í rétt til stangaveiði á veiði- svæði Leirvogsár sumarið 1964. Tilboðum ber að skila til formanns félagsins Guðmundar Magnús- sonar, Leirvogstungu, fyrir 10. febrúar 1964 og veitir hann upplýsingar um ána. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. Stjórnin Einangrunarkork 1", l’/z", 4" þykktir Sænskur birkikrossviðurr 4, 5 og 6 mm- Sænskur vatnheldur krossviður 10 og 12 mm. fyrirliggjandi Þ. Þorgrímsson & Co. Suðurlandsbraut 6 — Sími 22235 I 1 1 ■ trulofunar M IhrsnbiilJ jj|AMTMANNSSTIGZ/^J DEILUMÁL Framhald af 7. síðu. hafa háð margar sjálfstæðis- baráttu á síðari árum og 'ið þjóðernisvitund, sem er mikl- um mun öflugri en þekkzt hefir áður. Jafnframt þessu hafa Arabaríkin, vegna olíunnar, eignazt mikinn auð, sem þau HALLOCk KRISTINSSON gullsm<ður — Sími 16979 hefir skort til þessa. Og auði þýðir vopn. Öll Arabaríkin er nú miklum mun betur búin a hergögnum en þau voru ári 1948. Það er því sannfærin okkar, að úrslit tilvonánc stríðs verði ekki í efa dregii Vei ísrael, þegar þar að ken ur. TÍMINN, fimmtudaglnn 23. janúar 1964. r

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.