Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						18
TÍMINN
FOSTUDAGUR 13. nóvember 1964
,Þú bregöur st órum svip
yfir dálítið hverfV ...
VIÐ ÓKUM af stað í sunnan
roki og rigningu suður með
sjó, en þegar nálgaðist Krýsu-
vík, stytti upp ug sólin braust
gegnum skýjaþykknið á stöku
stað. Hjá Herdísarvík áðum
við, og þótt ekki skini þar sól
þá stundina, var einkennilega
lygnt í landi, en sjórinn reis
oft hátt áður en hann féli í
faðma við ströndina stutt neð-
an við túnfótinn.
Ekki höfðum við áður komið
heim að bænum, sem skáldið og
heknsborgarinn Einar Bene-
diktsson lét reisa þarna við
hraunströndina aldraður og
Hlín Johnson djó honum heim-
ili síðustu æviárin, en okkur
fannst túnið fallegur og hlýleg-
um dagana. Það var mörg ár í
£imíðum, að því er Valgerður
kona hans hefur sag't. — Að
nokkru leyti mun það sprottið
af æskukynnum hans við sjó-
ist einnig að ýmsu leyti geta
átt heima á þessum stað lands-
ins, Herdísarvík, þótt fullskap-
að og prentað væri nærri tutt-
ugu árum áður en skáldið sett-
inn norðan lands, en það virð-   ist þarna að.
Útsær — þú ber mér lífsins sterkustu minning.
Ég sé þig hvíla í hamrafanginu víðu,
ég finn þig anda djúpt yfir útskaga grynning.
Ofsinn og mildin búa þér undir bránni,
þú bregður stórum svip yfir dálítið hverfi,
þar lendingarbáran kveðst á við strenginn í ánni,
en upplit og viðmót fólksins tekur þitt gervi.
Næstu grannar Einars þar
syðra voru bændurnir í Selvogi,
þeir litu oft inn til hans, og
hann tnat þá meira en marga
svokallaða heldri menn og átti
um, sem enn býr þar syðra,
Snorra bónda Þórarinsson í
Vogsósum, og þangað er ferð-
inni heitið til að hitta hann að
máli.
Hús skáldsins í  Herdfsarvik.
ur blettur, þótt hraunið sé úf-
ið í kring, og ýmsir hafa furð-
að sig á, að skáldið hafi kosið
að setjast að á svo eyðilegum
stað. En þessi jörð hafði lengi
verið í hans eigu, svo og Krýsu
vik. Þarna er skammt I milli
fjalls og fjöru, utsærinn ekki
nema steinsnar frá stofuglugga
skáldsins. Einar lét það ein-
hvern tíma í ljós við kunningja
sinn, að honum fyndist hann
hafa ort eitt kvæði sæmilegt
vináttu þeirra margra, þeir
voru honum og Hlín innan hand
ar um ýmislegt, sem gera
þurfti í Herdísarvík.
Og þegar Einar var allur,
báru bændurnir hann um há-
vetur yfir Hlíðarvatn á ísi,
fyrsta spölinn á leið í síðasta
hvílustað.
Þessir vinir hans eru nú flest
ir á brott af jörðum sínurn,
látnir eða fluttir til annarra
byggða. En einn vissum við þó
Tímamynd-KJ
— Hvenær hitturðu fyrst
Einar Benediktsson? Var hann
ekk'i að koma hingað suður áð-
ur en hann settist hér að, þar
sem hann hafði átt þessar jarð-
ir tvær, Herdísarvík og Krýsu-
vík, í mörg ár þar á undan?
spurðí ég fyrst Snorra í Vogs-
ósum.
— Ég hafði ekki hitt hann
f yrr en hann f luttist hingað til
Herdísarvíkur nálægt mið-
sumri 1932, þegar búið var að
ganga frá smíði íbúðarhússins,
sem hann lét þá reisa þar. Hlín
Johnson var þá komin þangað
nokkru á undan honum til að
fylgjast með smíði hússins og
bjó & meðan í gamla bænum
hjá Ólafi Þorvaldssyni, sem
verið hafði ábúandi jarðarinn-
ar um hríð og fram að þessum
tíma. Annars tók það stuttan
tíma að byggja hús þeirra Ein-
ars og Hlínar. Það kom að
mestu leyti í flekum, sem
smíðaðir höfðu verið í Reykja-
vík og var mjög fljótlegt að
koma húsinu upp hér í Her-
dísarvík.
— Hvernig kom Einar þér
fyrir sjónir í fyrstu?
— Mér varð strax starsýnt
á manninn fyrir það, hve stór-
glæsilegur hann var að vallar-
sýn, og þó orðinn þetta rosk-
inn, hár vexti, breiður og mik-
ill um brjóst og herðar, and-
litið frítt og skarpleitt yfir-
bragðið, augun fögur og
snör. Mér fannst hann
þá bæði kátur og hress,
svo sem hann var í við-
móti löngum síðan, eiginlega
fram á síðasta æviár. Og þó
komst ég auðvitað að raun um
það, að hann var orðinn lítil-
fjörlegur til heilsu þegar fyrst
eftir að hann kom til Herdís-
arvíkur. En hann bar veikíndi
sín af mikilli karlmennsku.
Manfti faimst það flálítið ein-
kennilegt fyrst, að þegar þau
Hlín fóru að ferðast á hestum,
var Einar oft nokkuð kvíðinn
áður en lagt var af stað. En
svo eftir að hann var kominn
á bak, var það allt horfið.
Hann var eiginlega mjög
duglegur að ferðast, hef-
ur áreiðanlega verið mik-
ill hestamaður. En þetta,
að hann skyldi vera
svona hálfragur að fara af
stað eða á bak, það f annst mér
skiljanlegt, þegar ég fór að
athuga það. Þegar hann var
sýslumaður á Rangárvöllum og
fór eitt sinn ríðandi yfir Þverá
að vetrarlagi, hrasaði hestur-
inn með hann fram af ísskör.
Einar skall þá svo illa
á hnakknefið, að lær-
beinið brákaðist. Eftir ræki-
lega skoðun bannaði lækn-
ir honum að sitja í hnakk, ef
hann færi á hestbak, og   lét
Snorrt bóndi í Vogsosum
Einar sig hafa það að sitja
í kvensöðli til að komast ferða
sinna um sýsluna næst á eftir.
Gerðu gárungar og andstæð-
ingar hans sér mat úr þessu.
En meiðslin gerðu Einari svo
erfitt að ferðast á hestbaki, að
hann lét af sýslumannsembætt-
inu ekki löngu síðar. Ég gæti
hugsað mér, að tregðu Einars
til að stiga á hestbak þetta
löngu síðar mætti rekja til
þessa óhapps, þegar hesturinn
hrasaði með hann fram af ís-
skörínni á Þverá. En eins og
ég sagði, þá hefur Einari horf-
ið þessi tilfinning um leíð og
hann var kominn á bak og
sprett var úr spori. Við, sem
ferðuðumst með honum og
yngri vorum, urðum að hafa
okkur alla við til að geta fylgt
honum eftir. Það leyndi sér
ekki, að honum, hafði verið
tamt að umgangast hesta og
kunni á þeim tökín.
— Fóru þau oft í útreið-
arferðir úr Herdísarvík, Einar
og Hlín, eða áttu þau eitthvað
af hestum?
— Hlín átti tvo hesta. ' En
það var lítið um það, að þau
færu í útreiðarferðir, nema
helzt til að komast milii bæja,
einna lengst upp í Hveragerði,
þangað sem helzt var farið til
að ná í bíl til Reykjavíkur.
Ég man vel eftír einni ferð
þangað upp eftir, rétt áður en
Einar varð sjötugur og þau
voru að fara í siglingu til út-
landa, það var síðasta utan-
landsferð Einars. Þetta var
seint í október og við fengum
mesta vonzkuveður á leiðinni
uppeftir,   slagveðursrigningu
Brim viS Herdísarvík um vetornætor  1964.
Tímamynd-KJ.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24