Vísir - 15.05.1918, Blaðsíða 3

Vísir - 15.05.1918, Blaðsíða 3
Ifeí'- MÍSIE laupakonu yantar. Upplýsingar á Spítalastig 9 frá 12—1 og 7—8. Frá AlþingL Sykurmálið. Stjórnin færist undan þyi, að gefa rannsóknarnefnd neðri deildar upplýsingar um sykurverðliækkunina. í Nd. er frana kotnin fyrir- spurn til stjórnarinnar um hækb- un á yerði á sykri landsyersl- unarinnar á þessa leið: „Hvers vegna hækkaði lands- stjórnin verð á sykri landsversl- xmarinnar síðastliðið haust? Og hvers vegna lækkaði stjórnin sykurverðið aftur ?“ Flutningsmenn fyrirspurnar- innar eru: Einar Arnórsson, Sigurður Stefánsson, Gísli Sveins- son, Björn Stefánsson, Þórarinn Jónsson, Magnús Guðmundsson, Magnús Pétursson, Pétur Otte- sen og Einar Jónsson. Menn muna furða sig á því, að þessi fyrirspurn skuli koma fram nú, einmitt þegar nýbúið ■©r að skipa sérstaka nefnd til þess að rannsaka gerðir stjórn- arinnar í verslunarmálunum, og að fyrsti flutningsmaður fyrir- spurnarinnar er einn nefndar- manna. En svo mun mál með vexti, að nefndin hefir reynt að fá upplýsingar um þetta alræmda tiltæki stjórnarinnar, syburverðs- hækkunina, en stjórnin þykist með engu móti geta snúist við þvi nú að gefa þær upplýsingar. Með öðrum orðum, stjórnin fær- ist undan eða neitar því, að gefa nefndinni skýrslu um þettamál! Yerður óneitanlega fróðlegt að heyra með hverju ráðherrarnir xéttlæta þá óheyrðu lítilsvirðingu og þrjósku, sem stjórnin með þe.ssu sýnir þinginu, Dýrtiðarhjálpin. Annari umræðu um frv. stjórn- arinnar um almenna dýrtíðar- hjálp var lokið i gær. Þýðir ekki ■að rekja þær umræður hér, en úr- slitin urðu þau, að allar breytingar- tillögur meiri hluta bjargráðanefnd- ar voru feldar og stjórnarfrum- varpið samþykt með þeirri einni Jbreytingu á aðalatriðum, að at- vinnubótavinnu má hún ekki reka nema í beinar þarfir framleiðsl- unnar, en heimilað er henni kaupa afurðir af dýrtíðarvinnu sveitar- og bæjarfélaga. Samþ. var að vísa frv. til 3 umr. með 14 :12 atkvæðum. Atvinnu getur stúlka fengið við að gæta leikvallarins við Grettisgötu í sumar daglega frá kl. 10 árd. til kl. 3 eftir hádegl. Tilboð send- ist til frú Bríetar Bjamhéðinsdóttur í Þingholtsstræti 18 og verða að vera komin fyrir hvítasunnu. Leikvallaneíndin. fjúkrunarfélag legkjavíkur. J?eir, sem kynnu að óska hjúkrunarkonu eða vökukonu á heimili sitt, geri svo vel eftirleiðis að snúa sór til læknis Gfunnl. Claessen, Laufásvegi 20 (sími 490). Jón Helgason, p. t. form. Stúlka óskast til eldhúsverka á Skjaldbreið. Tilkynnmg. Þeir viðskiftamenn, sem kunna að hafa í höndum óinnleysta ullarseðla frá „H.f. Nýja Iðunn“, eru hér með ámintir um að senda þá til innlausnar í síðasta lagi þ. 1. júlí 1918, þar eð ákveðið hefir verið að verksmiðjan taki ekki aftur til starfa fyrst um sinn. Skrifstofan í verksmiðjunni er að eins opin hvern virkan dag frá kl. 1—2 síðdegis. Félagsstjórnin, Yísir ®t útbnldd&sta bl&dUI Til minnis. Baðhúsið: Mvd. og Ld. kl. 8—8. Barualeastofan: Md., mvd., föd. kl. 4—S. Borgarstjðraskrifst.: kl. 10—12 og 1—3. Bæjarfðgetaskrifstofan: kl. 10—12ogl—S Bæjargjaldkeraskrlfst. kl 10—12ogl—8 Húsaleigunefad: þriðjud., föstnd. klðcd. IslandBbanki kl. 10—4. K. F. U. M. Alm. samk. sunnnd. 8 að. L. F. K. K. Útl. md., mvd., fiitd. kl. 6—8. Landakotsspit. Heimsðknart. kl. 11—1. Landsbankinn kl. 10—3. Landsbðkasafn Útl. 1—3. Lándssjðður, 10—2 og 4—6. Landssiminn, v. d. 8—9, helgid. 10—8. Náttúrugripasafn sunnnd. 1*/«—3l/t. Pðsthúsið 10—6, helgid. 10—11. Samúbyrgðin 1—5. Stjðmarráðsskrifstofurnar 10—4. Vifilsstaðahælið: Heimsðknir 12—1. Þjððmenjasafnið, sunnud. 12Vt—!*/«• óölr Kven- svartir, 0.98, EgilIJacobsen Fyrirspnruir. Háttvirti ritstjóri! Eftirfylgjandi spurningum vildi eg mælast til að heiðrað blað yðar vildi svara. 1. Hér er fjöldi skipa frá Færeyum sem fá ótakmarkað salt og aðrar nauðsynjar, en innlend útgerð verður að hætta vegna saltleysis.' Hver stjómar þessu? 2. Er ekki hægt að reikna þetta undir útflutning á vörum? 3. Sama er að segja um stein- olíu. Nú er bæjarbúum úthlut- að mjög litlum skamti af oliu, en sjónarvottur er eg að því, að Færeyingar þessir fá hana í tunnutali. Er þetta einnig leyfi- legt? 4. Ef nú þetta sem hér er upptalið, er óleyfilegt eða ólög- legt hverjum. ber þá að hafa eftirlitið ? H. x. Svar. Vísir treystir sór ekki til þess að skera úr því, hvað leyfilegt er í þessum efnuro. En þar sem mikið er um þetta talað og margir fullyrða jafnvel að skips- menn á þessum Færeysku skip- um, sem nú eru að búa sig til heimferðar, birgi sig hér upp að ýmsum nauðsynjum, korn- vörum o. fl., sem þeir ætli að hafa heim með sór, þá væri ekki úr vegi að réttir hlutaðeigendur svöruðu framanrituðum spurn- ingum. — Yæri jafnvel ekki ólíklegt, að einhverjum þíng- mönnum þætti þær þess verðar, að bera þær upp fyrir stjórnina á þingi. Þing-hnýflar. í umræðunum um stimpilgjaldH- frumvarpið á döguuum, sagði fjármálaráðherrann, að „Vigur- klerkur" hefði löngum verið „1 o ð i n n“ í sjálfstæðismáluu- um. — Ekki stóð á svarinu hjá háttv, þingmanni Norður-ísfirð- inga, því hann sagði áð þá mætti áreiðanlega með engu minni sanni segja, að fjármála- ráðherrann hefði reynst furðu snoðinn í þeim málum. I»á voru þessar visur kveðnar: Stefnu-„loðinn“ strikið tók starfs að metaskálum. Ráða-„snoðinn undan ók öllum stefnumálum. Gg enn: Enginn rengir ræðu þá, að refurinn só loðinn. ög hver mun bera brigður á, að barnunginn só snoðinn? Pjármálaráðh. gaf það í skyn út af ummælum síra Sig. Stef. um „ Öskj uhlíðarfarganið“, að „guðs- maðurinn fráVigur11 væriekki svo kristilega hugsandi í garð smæl- ingjanna sem skyldi, en hann fekk það svar, að það væri út- látalítið að vera kærleiksríkur í handleggjaslætti og fagurgala i ræóustóluum. En það væri ekki nóg að breiða út faðminn og segja „elsku alþýða“ á málfund- um. Og allföst hélt hann að fátæklingunum hefði þótt faðm- lög fjármálaráðherrans, þegar hann tók sig til fyrirvaralausfc og ætlaði að leggja á þá hálfrar miljónar króna aukaskatt (sykur- verðshækkunina).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.