Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						Smjörlíkisgerðt Reykjavíkur
er yngst þessara smjörlíkis-
gerða. Hún tók til stárfa 20,
febr. 1931, við Háteigsveg.
Verksmiðjan býr til eftirfar-
andi vörur: Ljómasmjörlíki,
ljóma-jurtafeiti, sauðatólg og
nautatólg og mataroliu. Þessar
vörur hafa, þrátt fyrir mikla
samkepni, rutt sér til rúms og
líkað ágætlega, eins og sjá má
af því, að fyrstu 6 mánuðina,
sem verksmiðjan starfaði,fram
leiddi hún rúmar 50 smálestir,
en á þeim þrem mánuðum,
sem liðnir eru af þessu ári,
haf a verið f ramleidar rúmlega
42 smálestir.
UUariðnaður og klæðagerð.
Klæðaverksmiðjan Álafoss
(forstjóri Sigurjón Pétursson)
er eina ullarverksmiðja á Suð-
urlandi, sem býr til dúka úr
íslenskri ull. Þessir dúkar
þykja góð vara, og er verk-
smiðjan nú búin að stofnsetja
1. fl. saumastofu, sem getur af-
greitt föt með eins dags fyrir-
vara, ef með þarf. Auk þess
býr Álafoss til ágæi ullarteppi,
dyratjöld, værðarvoðir, ábreið-
ur og sokka. Álafoss hefir lagt
mjög kapp á að gera vörur sin-
ar samkepnisfærar við útlend-
ar ullarvörur. Álafoss hefir að-
alútsölu sina á Laugaveg 44, og
i útbúinu i Bankastræti 4.
Vllarverksmiðjan Framtíðin
(eigandi Bogi A. J. Þórðarson)
á Frakkastig 8 var stofnuð ár-
ið 1925. Var tilgangurinn sá, að
vinna 1. fl. ullarvinnu með ný-
tísku tækjum. Þetta hefir tek-
ist. I fyrstu var aðallega kembt
og spunnið fyrir íslensk heim-
ili, en brátt varð eftirspurn á
vörum verksmiðjunnar svo
mikil, að hún varð að færa út
kvíarnar. Hefir verksmiðjan
nú fengið sér prjónavélar og
býr til ýmsar prjónavörur, svo
sem sokka og vetlinga. Vörurn-
ar eru fingerðar og grófgerðar,
eftir vild, og ættu þær að út-
rýma fljótlega sams konar er-
lendum vörum.
Prjónastofan Malin er fyrsta
fullkomna prjónastofa, sem
stofnsett hefir' verið hér á
landi. Forstöðukona hennar
hefir numið iðn sína erlendis,
og hefir hún kappkostað, að
framleiða prjónavörur úr is-
lenskri og erlendri ull, baðm-
ull og silki, sem jafnist á við
erlenda framleiðslu af sama
tæi. Vörur prjónastofunnar
hafa þótt góðar og smekklegar,
og hefir starfsemi hennar auk-
ist jöfnum höndum. Útsölu hef-
ir prjónastofan á Laugaveg 20B
(horninu við Klapparstíg).
Trésmíðaverksmiðja.
Verksmiðja Jóh. J. Reykdal
á Setbergi er mjög fullkomin
vélavinnustofa, að þvi er vélar
og allan útbúnað snertir.
Vinnuvélarnar eru alls 14 að
tölu, og vinna þær það, er að
húsagerð lýtur. Einnig eru vél-
ar þessar vel fallnar til vinnu
við húsmunasmíði. Húsnæði er
rúmgott og ágætt. Mætti þvi
vinna þar meira en gert er nú,
en þar eru nú 6 fastir menn.
Þurkhús hefir verksmiðjan
einnig af fullkomnustu gerð.
Um húsið er dælt 60—70 stiga
heitum loftstraum með sterkri
dælu, svo að trjáviðurinn þorn-
ar á tiltölulega stuttum tíma.
Er þá eigi hætt við innþornun
eða vindingi í þeim hlutum,
sem smiðaðir eru. Nú hefir
verksmiðjan útbúið sérstök
tæki til að smíða hurðir á sama
hátt og hinar eftirsóttu amer-
isku hurðir úr Oregon-furu, og
geta menn nú fengið þessar
hurðir við sérstaklega lágu
verði. Verksmiðjan hefír í vet-
ur smiðað flesta algengustu
husmuni úr furu og eik, og
verða þeir seldir við mjög lágu
verði. Einnig verða tilbúin fyr-
ir sumarið allskonar amboð til
heyskapar, að ógleymdum á-
gætum skiðum og skiöastöfum.
Húsgagnasmíði.
Siðan um aldamót hafa rfcs
ið hér upp allmargar húsgagna-
vinustof ur. Haf a ötulir ísiensk-
ir smiðir farið til útlanda og
fullnumað sig í húsgagnasmiði,
en sett, er heim kom, á stofn
nýtisku húsgagnavinnustofur,
svo að óþarft er nú orðið, að
kaupa erlend húsgögn.
Jón Halldórsson & Co. er elst
þessara húsgagnavinnustofa.
Hún var stofnuð 1905 og hefst
við á Skólavörðustíg 6B. Þessi
vinnustofa er löngu þjóðkunn
og má segja, að flestir yngri
húsgagnasmiðir i Reykjavik
hafi að einhverju leyti lært þar
eða unnið, fram á siðustu ár.
Jón Halldórsson & Co. hafa
smiðað húsgögn, og annast her-
bergjafrágang í ýmsum islensk-
um stórhýsum, svo sem Safna-
húsinu, Eimskipafélagshúsinu,
Landsbankahúsinu og víðar.
En slíkt var áður venja að láta
útlendinga annast. Jón Hall-
dórsson & Co hafa unnið sér
góðan orðstír með húsgagna-
smið sinni og viðgerðum á
vönduðum, gömlum húsgögn-
um.
Húsgagnavinnustofa Þorsteíns
Sigurðssonar var stofnuð 1918,
á Grettisgötu 22. Var hún fyrst
rekin af tveim mönnum í einu
herbergi, en 1920 flutti vinnu-
stofan í nýtt hús, er eigandi
hennar haf ði reist á Grettisgötu
13, og hefir starfað þar síðan.
Nú er vinnustof an rekin i þrem
húsum, og síðan 1930 með ný-
tisku vélum. Vinna þar nú frá
8—15 manns. Vinnustofan hef-
ir kappkostað að búa til vand-
aðar vörur við sanngjörnu
verði, og hefir hún séð um hús-
búnað i stórhýsum, svo sem
Reykjavíkur Apóteki og Skó-
verslun Lárusar G. Lúðvigs-
sonar.             ;
Húsgagnavinnustofa Friðriks
Þorsfeinssonar var stofnuð ár-
ið 1925. Hún var áður til húsa
á Laugavegi 1, en er nú ný-
flutt i stórhýsi Friðriks Þor-
steinssonar á Skólavörðustíg
12, og hefir jafnframt opnað
þar sölubúð. Vinnustofa þessi
hefir búið til allskonar hús-
gögn og lagt mikla stund á
vandvirkni, enda hefir fram-
leiðsla hennar margfaldast á
síðustu árum.
Smíðastofan Reynir var stofn
uð haustið 1930, af þeim Ágústi
Hinrikssyni, Jónasi Sólmunds-
syni og Garðari Hall, er allir
höfðu lokið námi hjá Jóni Hall-
dórssyni & Co., Ágúst Hinriks-
son lést skömmu siðar, en í
stað hans kom Ólafur B. Ólafs,
er einnig hafði lokið prófi hjá
Jóni Halldórssyni & Co.
Allir hafa þeir félagar siglt
til frekara náms, Jónas og
Garðar til Þýskalands, og notið
þar tilsagnar í Detmold og hjá
próf. Franz Schuster i Frank-
furt-am-Main. Kyntust þeir þar
nýjustu tísk'u í húsgagna- og
byggingarlist, enda sáu þeir um
innanhússmíði í Iðnó, er leik-
salurinn þar var endurbættur,
og þótti takast prýðilega. Ólaf-
ur B. Ólafs hefir dvalist árlangt
við nám í Sviþjóð.
Húsgagnaverslun og vinnu-
V I SÍR
stofá-Erlings Jónss&náFt Safika
stræti Ibóg-BaldaFsgötu 3öj-var
stofnsett árið 1927, á Hverfis-
götu 4. Þetta fyrirtæki býr til
og selur bólstruð húsgögn, svo
sem hægindastóla, legubekki o.
fl. Alt fram á síðusu ár hefir
verið flutt mikið hingað til
lands af slikum húsgögnum frá
útlöndum, en nú er svo koraið,
að tekið hefir að mestu fyrir
þann innflutning, með þvi að
íolenskir iðnaðarmenn eru
nú farnir að búa til sams kon-
ar búsgögn eftir nýjustu tísku,
sem cl ^ ..3 öllu ieyti samkepn-
isí'ær við þau útlendu. Hús-
gagnaviiriustofa Erlings Jóns-
sonar er á þessu sviði í f arar-
broddi, og hefir hún eflst jafnt
og þétt, eins og sjá má af þvi,
að eftir þrjú ár varð hún að
flytja af Hverfisgötu 4 i rúm-
betri stað, við Baldursgötu 30.
Þar vinna nú samtals 10 manns.
Húsgagnaverslun Reykjavík-
ur tók til starfa fyrir tveim ár-
um, og hefir síðan rekið sam-
hliða sölubúð og vinnustofu.
Firmað hefir smiðað allskonar
húsgögn, einkum borðstofu- og
svefnherbergishúsgögn, legu-
bekki og dýnur. Hefir hin ís
lenska framleiðsla þess farið
hraðvaxandi, og er það áform
þess, að efla hana i sem flest-
um greinum.
Trésmíðavinnustofa Hjálm-
ars Þorsteinssonar, á Klappar-
stig 28, hefir starf að um margra
ára skeið.Smíðar hún allskonar
húsgögn i svefnherbergi, dag-
stofur, borðstofur, skrifstofur,
sölubúðir, veitingahús o. s. frv.
Sérgrein: Stigahandrið og
stigastólpar.
Húsgagnaverslunin Áfram,
Laugavegi 18, var stofnuð árið
1919. Eigendur hennar eru þeir
bræður, Einar og Benedikt G.
Waage, og hafa þeir rekið
vinnustofu i sambandi við
verslunina, þar sem aðal-
áhersla er lögð á að búa til
bólstruð fjaðrahúsgögn. Versl-
unin selur allskon'ar húsgögn,
og ennfremur ýmiskonar
íþróttatæki.
Kaffibrensla.
Til skamms tíma hefir kaffi
verið brent og malað í heima-
húsum eða i einstökum mat-
vöruverslunum, en nýlega er
hér risin upp stórfeld iðja í
þessari grein.
Kaffibrensla O. Johnson &
Kaaber var stofnsett árið 1924
með vélum af fullkomnustu
gerð, knúðum af rafmagni. Sér-
stök vél er notuð til þess að
hreinsa kaffið, áður en það er
brent, og nemur hún burt öll
óhreinindi úr því, en við brensl
una hreinsast kaffið enn betur
og verður loks ekki annað eftir
en sjálfur kjarninn. Þannig fá
neytendur aðeins það besta og
kjarnmesta úr kaffinu. Ná-
| kvæmar gætur eru hafðar á
því, að kaffið sé ávalt hæfilega
brent og mölunin sé við allra
hæfi. Sjálfvinnandi vog vegur
kaffið með mestu nákvæmni.
Þetta fyrirtæki sér neytönd-
um jafnan fyrir nýbrendu og
möluðu kaffi, sem keypt er
beint frá framleiðöndum. Eru
venjulega fyrirliggjandi 12—15
mismunandi kaffitegundir, og
fer salan sífelt vaxandi.
Nýja kaffibrenslan var stof n-
sett í mars 1928. NúVerandi eig-
endur hennar eru Carl Ryden
ogH. Ólafsson & Bernhöft. Carl
Ryden hefir veitt fyrirtækinu
forstöðu frá byrjun. Mun hann
hafa einna mesta reynslu hér-
lendra manna í brenslu á kaffi
í stórum stíl. Hann byrjaði að
f,-tm_ .,,  ^^»«^«
\
Búðin á Baldursgötu.
framleiðir: •
KJÖTFARS.        VÍNARPYLSUR.
FISKFARS.      MEDISTERPYLSUR.
HAKKAÐ KJÖT.     ^___
Hef ir einnig ávalt á boðstólum:
SMJÖR og OSTA.
ANDAREGG og HÆNUEGG
fáum við altaf daglega nýtt frá hænsnabúi skamt
hér f rá borginni.
ALT ÍSLENSKAR VÖRUR.
Verslunin Kjöt & Fiskur,
Laugavegi 48.         Baldursgötu.
Sími: 1764.          Sími: 828.
fást við kaffibrenslu hjá Thom-
sen árið 1905. Vélar Nýju kaffi-
brenslunnar eru af fullkomn-
ustu gerð og eru þar aðeíns not-
aðar góðar kaffitegundir. Fá
kaupendur kaffið daglega ný-
brent og vandlega hreinsað.
Brenslan hefir núá boðstólum:
Riókaffi, Javakaffi og Mokka-
kaffi. —¦ Enda þótt Rydens-
kaffi sé tiltölulega nýtt á mark-
aðinum, hefir það þegar unnið
sér almenna hylli, og eykst sala
þess dag frá degi.
Kaffiverksmiðja Gunnlaugs
Sicfánssonar, Reykjavík. Verk-
smiðja þessi er þegar orðin
landskunn fyrir „G. S." kaffi-
bætinn, sem hún framleiðir í
stórum stíl og á nú miklum
vinsældum að fagna. Verk-
smiðjan, sem hefir margt fólk
i þjónustu sinni, hefir hin full-
komnustu tækj. og framleiðir
kaffibætinn að öllu leyti hér,
nema að þvi leyti, að hún ver>8-
ur að flytja inn hráefnið „G.
S." kaffibætirinn hefir sýnt
Iandsmönnum, að hægt er að
framleiða hér á landi þessa
vöru, svo að hún standi fylli-
lega jafnfætis hinni bestu er-
lendu, sem árlega hefir verið
greitt fyrir stórfé út úr land-
inu.
Verksmiðjan hefir einnig
stóra kaffibrenslu með nýjustu
tækjum, og hefir ávalt til ný-
brent og malað kaffi af bestu
j tegund. Verksmiðjan hefir
jafnan gert sér far um að nota
aðeins hinar bestu kaffiteg-
undir til brenslunnar.
Efnagerðir.
í Reykjavík hafa risið upp
á siðustu árum verksmiðjur, er
búa til margskonar sætindi,
kryddvörur o. fl., sem áður var
eingöngu keypt frá útlöndum.
Magnús Th. S. Blöndahl H/f.
er elsta og stærsta sætindaverk-
smiðja landsins (stofnsett
1912). Samkv. hagskýrslum
framleiddi hún árið 1929 meir
en 25 tonn af brjóstsykri. Auk
margskonar sætinda býr verk-
smiðjan til allskonar krydd-
vörur, sem seldar eru i sérlega
smekklegum umbúðum, merkt-
um með rauðri stjörnu ásamt
nafni firmans. Ennfremur býr
verksmiðjan til margs konai
efni til bökunar og einnig svo
nefndar „Queens vörur", sem
náð hafa miklum vinsældum.
H/f. Efnagerð Reykjavíkur
var stofnuð árið 1919 og breytt
í hlutafélag árið 1926. Eftir það
stækkaði fyrirtækið að mun, og
rekur nú mjög fjölbreytta
framleiðslu. Efnagerðin býr til
álls konar sælgætisvörur, saft,
suðusúkkulaði úr hráefnum,
allskonar kryddvörur, hrein-
lætisvörur og snyrtivörur. Auk
þess selur Efnagerðin flestum
rafstöðvum landsins geymisýru
og eimað vatn. Firmað veitir
nú 22 mönnum atvinnu og hef-
ir á síðustu 5 árum greitt %
miljón króna i opinber gjöld
og verkalaun. —
Efnagerð Friðriks Magnús-
sonar var stofnsett árið 1931, á
Grundarstíg 10, og er hér því
um nýtt fyrirtæki að ræða i
þessari grein. Þessi efnagerð
býr alt til bökunar, svo sem
gerduft, eggjaduft og allskonar
dropa, hvers kyns kryddvörur,
fægilög o. fl. í náinni framtið
er í ráði að auka framleiðsl-
una að miklum mun og fara
inn á ný svið, enda hefir salan
gengið prýðilega það sem af er,
og farið hraðvaxandi.
Klæðskeraiðn.
Klæðskerastéttin hefir á síð-
ustu tímum eflst mjög hér á
landi. Áður fyrr sniðu og saum-
uðu húsmæður sjálfar mestall-
an þann fatnað, sem heimilin
þörfnuðust. Klæðskeraiðnaður
hófst að sjálfsögðu í bæjunum,
og voru klæðskerar fyrst út-
lendir. Það er ekki fyrr en á
þessari öld, að komin er upp
fjölmenn, íslensk klæðskera-
stétt. Mörg klæðskerafirmu í
Reykjavík hafa nú starfað ár-
um saman, afgreitt allskonar
vinnu eftir fullkomnustu er-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4