Vísir - 13.01.1934, Blaðsíða 3

Vísir - 13.01.1934, Blaðsíða 3
VlSIR „Hermann og kollan". —o— Áður var talað um „Hermann í inýrinni,“ en nú er það „Hermann og kollan.“ Það hefir verið borið upp á Hermann lögreglustjóra, að hann hafi drepið æöaríugl úti viö Örfir- isey á fullveldisdaginn 1930. En tkki er upplýst, hvort hann haf; drepiS fuglinn sér til matar eöa bara af drápgirni, sér til skemtun- ar og hugarhægöar. Og fleiri sög- ur eru á gangi um íugladráp lög- reglustjórans i landareign bæjar- ins. Lögreglustjórinn á meöal ann- ars aö gæta þess, að fuglafriðunar- lögin sé haldin og i heiöri höfð i lcgsagnarumdæmi bæjarins. — Það er nú upplýst og mun veröa sannað fyrir rétti, ef rengt verður, að þessi einstaki embættismaður gæti þeirra laga með þeim hætti, að stunda sjálfur fugladráp að ein- hverju leyti. Það er nú hætt við þvi, að borg- ararnir hér i bænum hafi orðið dálítið undrandi, er þeir heyrðu getið um þessi „afreksverk“ lög- reglustjórans. Þeir höföu heyrt getið urn ýms önnur og látið sér ■fátí um, finnast. En sumt hafði þó orðið fólki til æði mikils gamans, þvi að flestar eru sögurnar um „afreksverk" lögreglustjórans kát- legar í aöra röndina, því að þær vitna um ýmislegt það í gáfnafari bans, sem óhjákvæmilega veldur hlátri. — Og þeir eru ekki svo fáir, sem halda þvi frarn, að þeim detti æfinlega í hug Kran? birki- dómari, (i Æfintýri á göhguför). þegar „kláðableði!linn“ sé að dást að gáfum lögreglustjórans. — En svo bæta þeir því við, svo sem til þess að konta i veg fyrir allan misskilning, að samanburðurinn snerti einungis vitsmunina, þvi að Kranz birkidómari sé allra besti karl að öðru leyti. — Þess heíir ekki orðið vart. að Hermann lögreglustjóri hafi bor- ið af sér æðarkolludrápiö, enda ntun þar ekki hægt um vik. — En hvað veldur því, að rannsókn skuli ekki þegar fyrirskipuð út aí þessu embættisafbroti lögreglu- stjórans? — Er því i raun og veru þannig háttað hér á landi, að embættismenn geti óátalið brotið lögin eítir geðþótta sinum ? Býst dómsmálastjórnin við því, að virð- ing þegnanna fyrir lögum og landsrétti fari vaxandi, ef það er látið viðgangast, að embættisnienn- irnir bjóti lög, sem „sauðsvörtum almúganum“ er refsað fyrir að brjóta? —■ Eg spyr tim þetta vegna þess, að mér þykir skörin vera farin að færast upp í bekkinn, ef stjómin horfir á það með jafnaðargeði og aðgerðarlaus, að cmbættismenn ríkisins brjóti lögin, sem þeim er ætláð að gæta. Væri nú ekki réttara að hún mannaði sig upp og léti rannsaka „kollumái“ Hermanns? Kjósandi. Merkileg nýnng! --O— .4 morgun (sunnudag) kl. síðdegis, efnir Bræðrafélag Fri- kirkjusafnaðarins í Reykjavík til fyrirlestrahalds i fríkirkjunni. — Erindi flytur sira Rágnar iE. Kvaran. Verður það andlegs og fræðilegs efnis; er þar mikils að vænta, og enginn þarf að efast uni cfnismeðferðina. — Er þetta lofs- verð framtakssemi hjá félaginu, og það því fremur, sem aðgöngueyri er mjög stilt í hóf. Mun þegar á- kveðið, að halda 5 slík fræöslu- kveld, — sitt i hverjum mánuði — á tímabilinu frá 14. jan. til maí- loka. Hefir félagið þegar tryggt sér starfskrafta, og eigi verið ó- b.eppið 5 valinu, þvi þeir sem á eftir síra Ragnari koma eru: síra Knút- ur Arngrimsson, sira Árni Sigurðs- son, Einar H. Kvaran rithöfund- ur, og Þorsteinn Jónsson stud. theol. Á félagið skilið óskiíta þökk allra fróðleiksfúsra manna, og von- andi að bæjarbúar endurgjaldi með þvi að sækja vel þessi fræðslu- kveld. Eigi spillir það heldur til, að snillingurinn Páll ísólfsson mun hafa lofað sinni aðstoð, hvað söng og orgelleik snertir. Ætti þvi hvert sæti að vera þéttskipað í kirkjunni annað kveld, og mim engan er þar kemur iöra eftir. Aðgöngumiðar að öllum íræöslukveldunum kosta aðeins kr. 2,50 og fást i Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar og við ihnganginn. F. ísleazkar Térar öf ísleazk ski|. Messur á morgun: í dómkirkjunni: Kl. 11, síra Friðrik Hallgrímsson. Kl. 5, síra -pjarni Jónsson. í frikirkjunni: KI. 2, síra Árni Sigurðsson. 1 fríkirkjunni í Hafnarfirði: Kl. 2 síra Jón Auðuns. í Kálfatjarnarkirkju: Kl. 1 síra Garöar Þorsteinsson. í Aðventkirkjunni kl. 8 síðdegis. Allir velkomnir. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 1 stig, ísa- firði —5, Akureyri —2, Seyðis- firði 3, Vestmannaeyjum 3, Slykkishólmi —3, Blönduósi •—2, Raufarhöfn —1, Hólum i Hornafirði 2, Grindavik —1, Færeyjum 3, Angmagsalik —4, Hjaltlandi 8 stig. Mestur hiti hér i gær 5 stig, minstur —0. Yfir- | lit: Alldjúp og nærri kjTstæð lægð fyrir sunnan og austan ís- land. Horfur: Suðvesturland: Norðaustan og austan kaldi. Sumstaðar dálitil úrkoma. Faxaflói, Breiðafjörður: Norð- austan kaldi. ÍJrkomulaust. Vestfirðir, Norðurland, norð- austurland: Norðaustan kaldi. | Dálítil snjókoma. Austfirðir: Norðaustan kaldi. Slydda. Suð- j austurland: Norðaustan eða austan kaldi. tlrkomulítið og frostlaust. Landsmálafél. Vörður heldur fund á morgun kl. 4/ '1 Varðarhúsinu. Rætt vcrður um bæjarmál. Á meðal ræðumanna verður borgarstjóri og bæjarfull- trúaefni. Allir sjálfstæðismenn eru velkömnir á fundinn. Bæjarstjórnarkosningar fara fram á Siglufirði i dag. Jlæjarstjórakosning fer fram á fyrsta fundi, sem haldinn verður að kosningunum afstöðnum. Um hana sækja Jón A. Jónsson útgerð- arstjóri og Jens Hólmgeirsson bú- stjóri. Skip Eimskipafélagsins. Goðafoss og Lagarfoss eru í Kaupmannahöfn. Selfoss er á leið til HulL Gullfoss er hér. Detti- foss er á.leið til Austfjarða frá út- löndum. Brúarfoss fer frá Leith í dag áleiðis til Austfjarða. Hjónaefni. 9. þ. m. opinberuðu trúlofun sina ungfrú Torfhildur Sigurðar- dóttir frá Vestmannaeyjum og Bergþór Guðmundsson, loft- skeytamaður á Walpole. Jóhann Gunnar Ólafsson var endurkosinn bæjarstjóri i V estmannaeyjum. Bæjargjaldkeri var kosinn þar Guðlaugur Gísla- son, en forseti bæjarstjómar Ást- þór Matthiasson. Aflasala. Hávarður ísfirðingur hefir selt 60 smál. af bátafiski í Grimsby fyrir 2038 stpd. Markham Cook annaðist urn- saluna. Leikfélag Reykjavíkur. Á morgun verður a^þýðusjón- leikurinn „Maður og kona“ sýndur tvisvar, kl. 2J/2 e. h. og kl. 8 e. h. Aðsókn að leiknum er enn hin besta. Smygltilraunin. Eins og frá ar skýrt í blaðinu í gær fundu tollverðir nokkuð af áfengi í Gullfossi, er hann kom hingaÖ frá útlöndum í gærmorgun. Áfengið fanst milli þilja í klefa fyrsta matsveins. Hefir hann ját- að, að hann eigi áfengið. Hann er danskur og heitir Anker Jörgen- sen. Fisk til útflutnings taka botnvörpungarnir Wal- pole og Skallagrímur. Margir vél- bátar frá Akranesi hafa komið með fisk i þá. Vélbátur lendir í hrakningum. Vélbáturinn Brúni frá Sauðár- króki fór í gær til aðstoðar vél- báti, sem sést hafði til frá Hofsósi. Hafði báturinn uppi neyðarmerki. Vegna óveðurs á Hofsósi var sím- að til Sauðárkróks og var þá Brúni sendur þaðan bátnum til aðstoðar. Var hann frá Akureyri og á leið suður til Sandgerðis, en vél- in bilaði í ofviðri. Allt lauslegt tók út af þilfari, en bátsmenn sakaði ekk. Brúni fór meö bátinn til Hofsós og kom þangað kl. að ganga fimm i gær. Skemtifundur K. R. Á sunnudagskvöldið kl. 9 stundvíslega lieldur Iv. R. innan- félags skemtifund í K. R. hús- inu fyrir alla starfandi félaga, konur og karla. Til skemtunar verður: Tómas Guðmunds- son les upp, Einar Markan syngur einsöng, Eggert Gilfer: Píanósóló. Einnig gamanvísur og dans. Stjórn félagsins væntir þess að K. R. félagar fjölmenni á þessa fjölbreyttu og ódýru samkomu. Aðalfundur Í. R. var haldinn miðvikudaginn 10. janúar, í Oddfellowhöllinni. Stjórnin skýrði frá starfsemi fé- lagsins á síðastliðnu ári og lagði fram endurskoðaða reikninga, er sýndu, að fjárhagurinn hafði batnað um kr. 5158.76 á árinu, og má það kalla ágætan árang- ur. Ýms félagsmál voru rædd, en tími vanst ekki til að ljúka aðalfundarslörfum, og var þvi ákveðið, að hafa framhalds-að- alfund innan hálfs mánaðar. Verður þá nánara skýrt frá fundinum. Kvikmyndahúsin. Gamla Bíó sýnir í fyrsta sinni í kveld kvikmyndina „Útvarps- kveldið mikla“. Er það amerisk tal- og söngvamynd, og koma fram í henni ýmsir þeir, sem frægir eru fyrir að skemta í útvarp vestra. -— Nýja Bió sýnir í síðastá sinn í kveld „Húsið á öörum enda“,þýska gamanmynd sem skopleikarinu. George Alexander leikur aðalhlut- verkið í og Magda Schneider, sú af lcikkonum Þýskalands sem á nú mestum vinsældum að fagna. x. Heimdallur. Skemtifund heldur félagið , á morgun kl. 9 e. h. i Oddfellowhús- inu. Öllum sjálfstæðismönnum er heimil þátttaka meðan húsrúm leyfir. Sjá augl. Næturlæknir er í nótt Jón Norland, Laugavegi 17. Simi 4348. Hæturvörður er í nótt i Laugavegsapóteki og Ingólfsapóteki. Pétur Sigurðsson fiytur erindi i Varðarhúsinu annað kveld kl.. 8/, um trúna & snnað líf og áhrif hennar á þetta lif. Allir velkomnir. Gengið í dag. Sterlingspund ......kr. 22.15 Dollar .............. — 4.36% 100 ríkismörk þýsk. — 161.43 — frankar, frakkn.. — 26.80 — belgur ......... •— 94.73 — frankar, svissn. . •— 132.01 — lirur...........36.25 — mörk, finsk .... — 9.93 — pesetar .......... — 56.97 — gyllini .......... — 273.91 — tékkósl. kr. .... — 20.57 — sænskar kr. .... — 114.41 — norskar kr......— 111.39 — danskar kr. .... — 100.00 Gullverð ' ísl. krónu er nú 54.55. miðað við irakkneskan franka. Um Indland flytur frú Kristín Matthiasson þrjú erindi með skuggamyndum í húsi Guðspekifélagsins, Ingólfs- stræti 22, á morgun og sunnudag- ana 2r. og 28. þ. m. Sjá nánar í augl., sem birt er í blaðinu í dag. Ðokað við í Hraunahreppi. ið i sveitunum, eins og sagt er að unga fólkið hafi gert. En eru ástæðurnar þær? Hefði það ekki flesl verið kyrt, þrátt fyrir alt þetta, ef það hefði liaft skil- yrði til að stofna lieimili í sveitunum? Menn vilja vera sjálfra sin og það er eðlilegt. Það er vonin um það, sem aðallega hefir rekið menn á braut úr sveit- unum. Raunar lit eg þeim augum á, að það sé eigi nema eðlilegt, að eitthvað af fólkinu leiti til bæj- anna og leggi fram sinn skerf til þess að byggja þá, en með auknu landnámi í sveitunum mun sá slrauni- ur verða minni, og smám saman komast á betri sam- búð og aukinn skilningur milli þeirra, sem við sjó- inn búa og okkar i sveitunum. Við eigum i rauniuni velferð og gengi hvor til annars að sækja.“ „Þú óttast þá eklci svo mjög, að börnin þín hverfi frá þér, er þau vaxa upp. Aður fyrr — og það er i rauninni ekki langt undan — liurfu synir og dætur hændanna vestur um liaf. Stundum fór gamla fólkið með vestur. Á síðari árum, er mér sagt, er stöðugur straumur unga fólksins úr svéitunum til sjávarþorp- anna og Reykjavíkur.“ „Eg óttasl ekkert í þeim efnum, er frá líður. Það verður svipað því, sem eg spáði áðan. Það dregur smám saman úr fólksstraumnum i kaupstaðina og bæina, þegar nýræktin er komin vel af stað, ef menn verða ekki um of stórhuga og reisa sér liurðarás uni öxl. Sveitirnar munu altaf missa eitthvað af hörn- um sínum, eu sá tími mun koma, að þær þolaþannút- flutning. Þær hafa ávalt og munu ávalt leggja til menn og konur, er eiga mikilvægan þátt i þvi starfi, sem unnið er i bæjunum, og eg' hygg það gott vera, að badna byggi einnig þeir, sem troðið hafa barns- skó sina i sveitum landsins. Það er heldur eigi litils virði, að börn Jjeirra eru tiðast send á sumrum til dvalar i sveitunum og enda börn ýmissa bæjarbúa annara. Þannig skapast í hugum jæirra rækt og trygð við sveitirnar. Margt er enn áfátt i þessum efnum og stjórnmálaáhrif hafa, illu heilli, haft skaðleg áhrif á hugarfar margra, en okkur ber vissulega að liafa huglast, að velferð lands og þjóðar er ofar öllu sliku. Við megum ekki gleyma því, að við erum öll börn sömu móður og ]jví liöfum við sameiginlegav skyldur að rækja, skyldur, sem oss er um megu að rækja vel, ef við erum ekki samhuga og rik af sam- úð.“ „Þú ert hjartsýnn, gamli vinur!“ „Én það er ekki heimskuleg bjartsýni. Störf störf hins nýja tíma, sem nú eru að hefjast i öllum sveitum lands, skapa ný og betri skilyrði fyrir börn- in okkar. Það væri okkur sjálfum að kenna, ef við gætuin ekki alið þau svo upp, að þau gæti unað glöð við sitt þar, sem þau eiga heima, eins og nú horfir!“ „Eg vildi óska, að þú yrðir sannspár. Eg er sann- færður um, að með flestum þeim, sem hafa troðið barnsskó sína, þar sem gras grær í hverju spori, lifir altaf þráin til þess að lifa lifi sínu þar sem livert strá angar af minningu þess liðna. Og þó örlögin banni þeim það, frjóvast hugir manna af að eiga slíkar minningar og slikar þrár. Það er svo með mig, Þor- geir, og fjölda marga aðra. En spor mín hafa tíðast legið í aðra átt en eg helst vildi —- og er sjálfum mér um að kenna.“ Við þögðum um stuud. „Finst þér ekki, eins og mér, að bernskustöðvarri- ar séu fegursti bletturinn undir sólunni?“ Þorgeir leit á mig, er eg bar fram þessa spurn- ingu. „Þú hefi vist hugsað svo í útlegðinni?“ „Altaf!“ „Það finst vist mörgum, og mér hefir oft tundist það lika. En nú finst mér fegurst hér, þar sem eg starfa, þar sem hugsanirnar um framtíðina hafa skapað nýjar, traustar vonir, þar sem eg sé ávöxt starfs mins, aukinn gróður, bætta jörð, þar sem drengirnir niínir taka við af rriér, ef lánið er með. En eg á altal minar fögru minningar um bernskustöðv-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.