Morgunblaðið - 03.08.1930, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.08.1930, Blaðsíða 4
 4 MORGUNBLAÐIÐ land í Noregi. Þar voru þeir ídcildir eftir í reiðuleysi á ó- bygðri strönd. Þeir komust klak laust til mannabygða. Skiþstjóri fjekk ámæli fyrir framferði sitt. Talað var um það í upphafi að skila mönnunum aftur til Rúss- laAds. En.er þeir fengu tækifæri tií að segja frá högum sínum þar eystra, var horfið frá því ráði. Þeir munu ekki þurfa að óttast að þeir komi undir yfir- ráð rússnesku stjórnarinnar úr þessu. Þeir hafa skýrt frá stjórnar- ástandi Rússlands og hörmung- um. sínum þar eystra. Allir hafa þeir verið hneptir í þrælkun í Árkangelsk. Líðan manna í þessu „barbaríi" er ægileg, erf- m mikið og fæði af skornum skamti. Fangar deyja þar unn- vþrpum úr harðrjetti og drep- sðttum. í vor sem Ieið dóu 1600 f&ngar við eina sögunarmylluna þar, en 400 Iifðu af. Tveir af flóttamönnum þess- unj voru bændur. „Afbrot“ þeirra voru ekki önnur en þau, að þeir höfðu í fyrrasumar tek- ið þátt í kristilegum samkom- unj, og sá þriðji hafði unnið að útbreiðslu kristilegra rita. Sá fiórðí er pólskur stúdent. Hann -fjafði af vangá flækst inn yfir rusSnesku landamærin. Þar var hann tekinn fastur sem njósn- arí og sendur í þrældóm í Ar- kangelsk. Bændurnir segja frá því, hvernig stjórnin tekur allar af- uijðir sveitamanna og greiðir iágt verð fyrir, en lætur þá síð- sta kaupa við okurverði sínar eigin afurðir til lífsviðurværis sjfer og fjölskyldum sínum. Raunasaga þessara rússnesku flótfcamanna talar sínu máli um harðstjórn þá og hörmungar, sem álmenningur-verður að búa við í bolsaríkinu. Elðlilegt er, að . hiíln finski bændaflokkur hafi hug á að verjast því í lengstu lög a,ð bolsar hremmi Finnland. Það er vitaskuld finska bænda- fíok’knum til miska, er einhverj- ir ffokksmenn beita hörku og hrottaskap, eins og við Hakkila fofteta á dögunum. En hvað eru slík hþrkubrögð við hliðina á morðum og misþyrmingum þeim «em bolsastjórnin rússneska beitir? Það eru kátbrosleg fíflalæti, er njálgagn islenskra sósíalista hjer í Reykjavík belgir sig — í nafni frelsis og jafnrjettis — og tekur málstað finskra og rússneskra kommúnista, sem vinna að því með oddi og egg að hneppa Finnland enn á ný í rússneska þrældómsfjötra. I Mitens. Afstaða Mitens lögþingsfor- seta Færeyinga til þingsins er eitthvað einkennileg. Fjarri fer því að Mgbl. ætli að blanda sjer í deilumál Færeyinga ' á nokkurn hátt. En eigi verður hjá því komist að minnast að- eins enn á ný á Mitens og flaggið. Hingað til hefir eigi þótt nein ástgeða til þess að taka það sjer- etaklega fram, að er Mitens kom hingað á hátíðina ,hafði ha^n . meðferðis þrjú flögg, er haiW bað hátíðarnefndina fyrir, með tilmælum um að þau yrðu notuð á hátíðinni. Forstöðumenn hátíðarhaldanna urðu sem kunn ugt er við þessari beiðni. Á þetta hefir verið minst í dönsk- um blöðum. En þó hefir hinum færeyska fólksþingsm. Samuelsen fund- ist ástæða til að taka það fram í blaðagrein, að Lögþingið hafi eigi borið fram neina ósk um það, að hið færeyska flagg sem Mitens kom með yrði sýnt hjer á hátíðinni. Og Samuelsen tók það fram, að í nafni Lögþingsins hafi enginn haft heimild til þess að koma fram með þá ósk. — Flaggið sem Mitens kom með segir Samuelsen að sje Lögþing- inu algerlega óviðkomandi. En hvernig bar Mitens Lög- þingsforseti fram ósk sína, er hann kom með flaggið? Eða er Mitens Lögþinginu ó- viðkomandi? „Agitation“. í danska blaðinu „Morgen- bladet" 8. júlí er grein um Al- þingishátíðina, og eitt og annað sem greinarhöf. hefir heyrt og sjeð hjer heima. Þar er sagt frá ýmsu viðvíkjandi atvinnuveg- um vorum og efnahag. Þar stendur m. a.: „Jeg átti tal við eirin af starfs mönnum Alþýðublaðsins. Hann sagði við mig blátt áfram, að ef hann liti ekki „agitatoriskt" á málið, þá yrði hann að viður- kenna að vart væri nokkurt land í heimi, þar sem erfiðis- menn hefðu við eins góð kjör að búa eins og á íslandi. Það er vert að halda þessari „viðurkenningu" til haga, hve: svo sem það er af starfsmönn- um Alþýðublaðsins, sem hjer á hlut að máli. Það er vert að minnast þess, þegar þeir tala „agitatoriskt" um kúgun verka- lýðsins og ágengni ^atvinnurek- enda, að í raun og veru meina þeir ekki stakt orð af þessu. Því að þegar þeir tala samkv. sannfæringu sinni, þá viður- kenna þeir, að einmitt hjer á landi er erfiðisvinna best borg- uð. — S1 ys. Þorsteinn Jónsson lyfjafræðing ur drukknar í Fiskivötnum. í gærmorgun fjekk Þ. Sche- ving Thorsteinsson lyfsali þá sorgarfregn, að Þorsteinn Jóns- son lyfjafræðingur hefði drukn að í Fiskivötnum daginn áður. Hann hefir sem kunnugt er verið starfsmaður í Reykjavík- ur Apóteki. Þ. Sch. Thorsteinsson brá við og fór austur í Landsveit í gær til þess að sækja lík Þor- steins, og hafði Mbl. ekki tal af honum áður en hann fór. Hefir blaðið eigi fengið nánari fregnir af hvernig slys þetta vildi til. Þorsteinn heitinn hafði verið við veiðiskap við Fiskivötn í vikutíma við 5. mann hjeðan úr Reykjavík. Og fylgdarmaður þeirra hafði verið bóndinn frá Króktúni á Landi. Hann kom í síma í gærmorgun til þess að tilkynna þetta hörmulega slys. En lík Þorsteins heitins hafði verið flutt þangað heim. Dagbðk. Veðrið (föstudag kl. 17). Nú er lægðarmiðjan yfir íslandi. Hefir lægðin heldur dýpkað en er að verða kyrstæð. Hún veld- ur NA kalda á milli Skotlands og íslands, og þar eð loftþrýst- ing er há yfir Grænlandi, verð- ur áttin V-Iæg og sumstaðar all- hvöss hjer á Iandi. í dag hafa gengið skúrir víða á S-landi og sunnan til á V-Iandi, en ann- arsstaðar hefir verið úrkomu- laust að mestu, og á V-Iandi er víðast Ijettskýjað. Á morgun verður yfirleitt bjart veður vest anlands, en þyknar sennilega upp á SA-landi. Hitinn er 8— 10 gráður norðanlands, en víð- ast 11 gráður á S-Jandi. Veðurútlit í Reykjavík sunnu dag: N-kaldi. Ljettskýjað. Veislu mikla hjelt Alþingi í gærkveldi á Hótel Borg fyrir V estur-lslendinga. Fjöldi manna hafði orð á því í gær við ritstjórn þessa blaðs, að fregnin um bandalag Jónas- ar og Staunings gegn Helga Tó- massyni væri það ótrúlegasta, se menn hefði heyrst af afglapa ferli dómsmálaráðherrans. — Væntanlega koma nánari fregn ir af því máli innan skamms. Altarisganga fer fram við ár- degismessu í dómkirkjunni í dag. Bílslys. Á föstudagskvöld ók vörubíll jrfir 5 ára telpu á gatnamótum Njálsgötu og Bar- ónsstígs; bíllinn var að aka aftur á bak og fór afturhjólið yfir telpuna og slasaðist hún mjög mikið, svo að tvísýnt er um líf hennar. Ekki gat blaðið fengið upplýsingar um nafn litlu stúlkunnar, en hún er dótt- ir Jóns bakara í Alþýðubrauð- gerðinni. Morgunblaðið er í dag 8 síður auk Lesbókar. Grænmetissalan á torginu við Iðnó á föstudaginn var gekk ágætlega; fyrsta sendingin var uppseld fyrir hádegi og varð að fá nýja sendingu frá Reykjum. Var ös allan daginn á torginu og mikil sala. Vafalaust verður annar torgdagur í þessari viku. Myndir frá lendingu Hirths ogWellers í Kaldaðarnesi eru til sýnis í sýningarglugga Morgun- blaðsins. Vignir Ijósmyndari tók * myndirnar. Bílferð til Mývatns. Bíll frá Aðalstöðinni (Magnúsi Bjarna- syni) kom í fyrrakvöld hingað til bæjarins norðan úr Mývatns- sveit. Farþegar voru Þorsteinn Jónsson bankamaður og tvær enskar konur. Höfðu þau verið 9 daga á ferðinni. Bílfæri reynd ist gott á Kaldadal og eins frá- Akureyri til Mývatns. Holta- vörðuheiðin reyndist erfiðasti kaflinn. Sjálfstæðismaður einn sendi nýlega kvörtun til afgreiðslu ísafoldar yfir því að hann hefði ekki fengið blaðið undanfarnar vikur. Er að var gætt kom það í ljós að nfgreiðslan hafði fengið endursenda blaðasendingu af ísafold með utanáskrift til þessa manns og því hafði blaðið ekki verið sent honum. En þessu var ekki veitt sjerstök athygli vegna þess, að ýmsir flokks- menn út um land fá kunningja sína hjer í Rvík 4il að senda sjer Mgbl. og kæra sig þá ekki um að vera jafnframt áskrif- endur að Isafold. En nú kom í Ijós, að endursendingin var föls- uð. Sennile,ga verður ekki hægt að grafa það upp hver hefir annast þessa miður heppilegu „afgreiðslu" á blaðinu, en vita mega þeir það Framsóknar- menn, að síðan nafnafölsunar- málið sæla í Skaftafellssýslu var á döfinni hefir almenningur grun á Framsóknarfólkinu að það sje tilleiðanlegt til þess að fara miður ráðvandlega með blaðasendingar til pólitískra andstæðinga. Ef einhver Fram- sóknarmaður fæst við að spilla fyrir útsendingu ísafoldar með slíku móti sem hjer hefir verið gert, má hann vita það, að hann magnar óorð það sem hvílir á flokki hans. Pá Islandsfárd heitir bók eft- ir sænskan mann, Nils Ramsel- ius, sem dvaldi í hálft þriðja ár í Vestmannaeyjum sem trúboði (við Betelsöfnuðinn). Hefst hún ó þjóðsöng íslendinga og hefir höf. þýtt fyrsta erindið í Lof- söng Matthíasar. 1 formála seg- ir höf. að hann voni að bókin beri þess vitni að hann elski ts- land. Og það er eflaust rjett. Annars fjallar bókin aðallega um Vestmannaeyjar og lífið þar. — Bókin er prýdd fjölda góðra mynda og framan á káp- unni er litmynd af íslenska fán- anum. Jónas Þór verslunarstjóri Gefj unar er nýkominn hingað til bæjarins og hefir aðsetur á Hó- tel Borg. Dr. Helgi Tómasson Iæknir er kominn heim aftur og tekur á móti sjúklingum á sama stað og áður, Lækjargötu 6 B, mánu- daga og fimtudaga kl. 2—3 og eftir umtali. Sími heima 433 og á lækningastofunni 693. Tvær bifreiðir rákust á inn hjá Lækjarhvammi í gærmorg- un. Var önnur vörubifreið, en hin fólksflutningabifreið. — Áreksturinn var svo mikill, að báðar bifreiðarnar brotnuðu. — Maður, er sat í framsæti fólks- flutningabifreiðarinnar skarst eitthvað í andliti. Kristileg samkoma á Njáls- götu 1 í kvöld kl. 8. Erik Erik- sen talar. Allir velkomnir. ..........--------- Dánarfregn. Þann 3. apríl síðastl. andaðist að heimili sínu Stóra-Ósi í Mið- firði, Þorvaldur Friðriksson, eft- ir mjög skamma legu. Hann var fæddur að Stóra- Ósi 27. maí 1907 og var því að eins tæpra 23 ára að aldri. — B'oreldrar hans voru þau merk- i,shjónin Friðrik Arnbjarnarson j „0rninncc • Karla-, Kven- og Barna- • reiðhjól. 2 „Matalor“ kven og bama- • reiðhjól. J V. C. kven-reiðhjól. • Þessar tegundir eru íslands • bestu og ódýrustu reiðhjól 2 eftir gæðum. • Allir varahlutir til reiðhjóla. I* Reiðhiölaverkstæðið j „Brninnn". J Sími 1161. IVkODIÍÍ: Hvítkál. \ Purrur. Gulrætur. Blómkál. Næpur. Tomatar i/£ kg. 1.10. Radísur. Kartöflur ítalskar. 1 Bjarnasonar hreppstjóra frá. Stóra-Ósi, og Ingibjörg Þor- valdsdóttir prests Bjarnasonar frá Melstað, var hann því af góðu bergi brotinn í báðar ættir. Þorvaldur sál. var hinn mesti efnismaður. Hafði skarpar gáf- ur, og framúrskarandi glaða lund. Hann gekk með dugnaði og áhuga. að hverju því verki er hann vann, og sást þá oft, lítt fyrir, og mun kapp han& oft hafa borið heilsuna ofurliði,. því hún var ekki svo sterk, sem margur mundi ætlað hafa. — Enda var honum ekkert fjær skapi en það, að kvarta fyrir almenningi. — Söngelskur var hann svo, að orð var á gert og varði flestum sínum tóm- stundum til að iðka þá fögru list. Hygg jeg að hann hafi þar staðið eins framarlega og ýmsir þeir, er meira hafa verið til menta settir. Við hið skyndilega fráfall Þorvaldar sál. er sár harmur kveðinn að foreldrum hans,. systkinum, vandamönnum og öðrum kunnugum, og vjer g-et- m naumast annað en horft meó söknuði eftir hinu síglaða og hugreifa ungmenni, þótt vjer hinsvegar sjeum þess fullviss,- að harin sje ekki kallaður hjeð- an í blóma lífsins að ófyrir- synju, heldur til fullkomnari- starfa, á æðra tilverustigí. Blessuð sje minning hans. Kunnugur-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.