Morgunblaðið - 08.08.1934, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.08.1934, Blaðsíða 3
MORGTJNBL AÐIÐ 3 Breiðafjarðarför verslunarmanna. Frásögn Brynjólfs Þor- steinssonar form. Versl- uaarmannaffel. Keykja- víkur. Verslunarmannafjelag Rvík- ur stóð fyrir skemtiför vestur á Breiðafjörð um helgina, sem kunnugt er, í tilefni af frídeg- inum. Upprunalega var það til- ætlunin, að Skipaútgerð ríkis- ins leigði Esju í ferð þessa. En er ketill Esju bilaði, varð að fá annað skip, og var Ægir feng- inn í staðinn. í gær átti blaðið tal við Brynjólf Þorsteinsson banka- fulltrúa og spurði hann um ferð þessa. En hann var, sem form. í Verslunarmannafjelagi Reykjavíkur, í fararnefndinni. — Alls tóku þátt í ferðinni um 150 manns. Var þáttaka minni en ella, vegna þess að menn vantreystu Ægi sem þægilegu farþegaskipi fyrir svo marga farþega. En svo mikil var umönnun og greiðvikni skipshafnarinnar á Ægi, að svo mátti heita, að vel færi um allan þeiinan far- þegafjölda. Þó má ekki gleyma því, að hepni var og með, því alla leið- ina var sama sem sljettur sjór. — Ferðin var í stuttu máli þessi, heldur Brynjólfur áfram. Við fórum hjeðan kl. 8Ys> á iaugardagskvöld og komum heim kl. 12 á mánudagskvöicí, Fyrst komum við að Stapa kl. 1 á sunnudagsnótt, þar fóru nokkrir í land. Næsti viðkomu- staður var Kvíabryggja. Þang- að komum við kl. að ganga 7 á sunnudagsmorgun. Þar tók- um við Oscar Clausen kaup- mann sem leiðsögumann. Sigld um síðan inn Grundarfjðrð. Lýsti Clausen örnefnum og landslagi inn fjörðinn. Var farið alt inn að Gröf. Veður var hið besta. Síðan var haldið inn í Stykkishólm. Þar komum við kl. IOV2 á sunnudagsmorgun. Sunnudaginn notaði svo skemtiferðafólkið til þess að fara um nágrennið. Fóru marg ir á Helgafell. Aðrir fóru út í eyjar. Um kvöldið var efnt til dansleiks í Hólminum. Þátt- takendur voru 250. Stóð hann til kl. 3 aðfaranótt mánudags. Annars var 6 manna hljóm- sveit á Ægi, svo mikið var dansað báðar leiðir. Kl. 1 miðdegis á mánudag var haldið heimleiðis með Ægi. Áður en skipið lagði frá bryggjunni mælti formaður Verslunarmannafjel. Stykkis- hólms, Sig. Ágústsson, nokkur orð, þakkaði fyrir gestkomuna og óskaði komumönnum góðr- ar ferðar, en jeg þakkaði Breiðfirðingum ágætar viðtök- ur og hina bestu gestrisni þeirra. Er þá sagt hið helsta af ferð þessari, segir Brynjólfur, en hún var að öllu leyti hin á- nægjulegasta. Hingað komum við kl. 12 á mánudagskvöld, og höfðum hjer flugeldasýningu til hátíða brigðis um það leyti, sem skip okkar lcom að landi. Vil jeg að endingu færa skipstjóra og skipshöfn Ægis hinar bestu þakkir ferðafólks- ins, segir Br. Þ. að lokum, fyrir ágæta umhyggju og að- hlynningu á ferðalaginu. Frú Polly Ölafson. Skólaferðin til lorðiirlnda. Mynd af hópnum um leið og hann steig af járnbrautarlest- inni í Stokkhólmi. Með Lyru kom hingað í fyrradag skólafólkið, sem fór til Noregs og Svíþjóðar á veg- um Norræna fjelagsins hinn 12. júlí. Voru það 24 unglingar 13—19 ára, úr ýmsum skólum, og þrír kennavfir. Eins og áður er sagt ferðað-. ist hópur þessi um Noreg pg Svíþjóð, undir -eiðsögn ke^n- aranna og með aðstoð þeiira fjelaga í Norræna fjelaginu, sem áttu ao raka á móti þeim á hverjum stað. Farið vav um fegursf i suð- uroygðir Noregs og Svíþjóðar og mun unglingunum hafa þótt hfést gaman ' vt því, að fara 1 með Bergensbrautinni, og að heimsækja skáldkonuna Selmu ! Lagerlöf á Márbacka, heimili hennar í Dölunum. Og Siigði þá skáldkonan, að óvíst væri, hvort hún hefði ekki meira gaman af heimsókninni, því að aldrei hefði hún sjeð jafn marga íslendinga í einum hóp og líklega hefði hún aldrei á æfi sinni fengið skemtilegri heimsókn, Skáldkpnan er nú orðin hrum að líkamskröftum, en andlegi þrótturinn er óbilandi. Hún l.jet þess getið, að bÓK- mentir Svía ættu engu meira að þakka heldur en fornbók- mentum Islendinga — og sjer- staklega sagði hún að þetta ætti við um það, sem hún hefði lagt til bókmentanna. Þriðja skemtilegasta stund- in og eftirminnilegasta fyrir flokkinn var sú, er hann fór efíir skipaskurðinum hjá Troll- háttan og sá stórskipi lyft þar upp húshæð. Og mörg önnur undur sáu unglingarnir, er þeir höfðu eigi áður gert sjer grein fyrir hvernig væri, þótt þeir hefði heyrt sagt frá þeim, og fanst oft og tíðum sem þessi furðuverk væri verið að sýna til heiðurs sjer og gamans. | Flestum ber saman um það, að á leiðinni frá Voss til Ull- vik hafi verið fegurst landslag og hrikalegast af því sem fyr- ir augun bar á ferðalaginu. Veður var alt af framúrskar andi hagkvæmt, sólskin og blíða alla daga nema tvo, en þá var hópurinn á ferð í járnbrautar- lest. 1 dag verður frú Polly Ólaf- son jarðsungin frá Dómkirkj- unni. Undanfarna mánuði hafði hún liðið margvíslegar sjúkj dómsþjáningar, er læknar fengu ekki ráðið bót á. Beið hún uppskurðar á Landakots- spítala, er henni þyngdi skyndi lega. Töldu læknar það vera heilabólgu, er varð banamein hennar. Frú Polly Grönvold var fædd á Siglufirði 25. mars 1889. Foreldrar hennar voru Karl Grönvold verslunarstjóri |og kona hans frú Vilborg Grönvold. Karl Grönvold var verslunarstjóri hjá Gránufje- laginu, uns hann andaðist skömmu eftir aldamót. Ér Polly misti föður sinn, fór hún til frænda síns, Jó- hanns Vigfússonar verslunar- stjóra við Guðmanns verslun á Akureyri. Árið 1910 giftist hún Gísla J. Ólafson símastjóra, er þá var á Akureyri. Þau fluttust hingað til Reykjavíkur árið 1912. Þau hjónin eignuðust tvær dætur, Helgu, og Nönnu, sem gift er Halldóri Dungal verslunarmanni. Frú Polly misti mann sinn, eftih 21 árs hjúskap, í ágúst 1931, Þessi þrjú ár, sem liðin éru síðan, urðu henni á ýmsan hátt þungbær reynsluár. En vonbrigði og erfiðlöika bar hún jafnan með þolinmæði og jafnaðargeði. í æsku var Polly glaðvær með afbrigðum, og helst sú æskuljetta glaðværð lengur en við var að búast. Gat stundum kent í tali hennar og viðmóti gáskafullrar kátínu, sem óvanaleg er á svo norðlægum breiddargráðum. Fyrir þessar sakir varð hún mörgum, er henni mættu, ógleymanleg. En ógleymanlegri varð hún þeim, sem kyntust hennar hlýja hjartalagi, viðkvæmni hennar og drenglund. Mikill iiinflufniiigiir jan.—júni i ár. Samkvæmt innflutningsskýrsl- um hefir innflutningurinn í ár frá áramótum til júníloka numið kr. 24.546.000. Á sama tíma í fyrra var innflutningur sá, sem, á skýrsl- ur var kominn 8 miljónum minni, eða kr. 16.166.000. Utflutningurinn fyrstu 6 mán. ársins í ár var kr. 16.173.000, en í fyrra á sama tíma lítið eitt minni eða kr. 15.530.000. Blaðið hefir spurt ritara geng- isnefndar, Halldór Jónasson, að því, í hverju þessi mikli innflutn- ingur í ár muni aðallega li^gja. Hann sagði m. a.: — Jeg býst við því, að tölur innflutningsskýrslnanna í ár, sjeu ekki að öllu leyti sambærileg'ar við skýrslurnar í fyrra, vegna þess, að í ár hefir verið gengið ríkara eftir því en áður, að fá innflutninginn færðan sem fyrst á skýrslur, Annars er það venjan, að inn- flutningurinn er tiltölulega meiri e'n útflutningurinn fyrri hluta j ársins. Svo koma aðalútflutnings- mánuðirnir seinnipart ársins. En mismunur innflutnings og útflutnings var þó svo mikill 30. júní í ár, að ekki er hægt að bú- ast við því að það jafni sig seinni hluta ársins, svo útflutn- ingur og innflutningur standist á um áramót. Nýtt heimsmet. Rússneskur flugmaður, Evdoki- mov að nafni, setti nýlega heims- met í stökki með fallhlíf. Hann henti sjer úr flugvjel í 8100 metra hæð, og opnaði ekki fallhlífina fyr en liann hafði fallið 7900 metra, eða þegar hann átti aðeins 200 metra til jarðar. Þessa 7900 metra fell hann á 2 mínútum og 22 sekúndum. Skrllstolur vorar eru fluttar i Husturslrœti 14,1. lolt, (hú§ Jóns Þorlákssonar). Líf§ábyrgðarfjelágið XIIU L E h.f. Carl D. Tulinius & Co. unnj;r» '1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.