Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 189. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						-Laugardagur 17. ágúst 1940.
• 1
Útjref.: H.f. Árvftknr, K«jr*j».vlk.
Bltatjörar:
Jðn KJartanwKiB,
Vii.ltýr Stef&naum  (AbTTrðcTTD.).
Anclísingar: Áml 01«.
KiUtjórn, auslýalncror oar «í*»«itlij;«.:
Austuratrætl S. — Skal XMO.
JUkrlftarKJald:  kr.  !,*•  *  BtaailVl
innanlanda, kr. 4,M iilaailaatla
I lauaasölu:  20 aura otntiikHl,
18 aura. m«0 L*»tx5k.
Langt stríð
'Í^Ai) hefir ekkert enn orðið
¦^    úr  hinni  miklu  innrás
"IÞjóðverja í Bretland, sem menn
íha'fa altaf verið að búast við.
.JEinhvérntíma, fyrir all-löngu —
.l>að var víst þegar þýski herinn
fór hina miklu sigurför yfir
Holland, Belgíu og Frakkland
-----kom fregn um það, að hinn
15. ágúst myndi Hitler halda
innreið sína í London. En 15.
ágúst leið, án þess að neitt sjer-
stakt gerðist og þann dag var
ekki vitað, að einn einasti frjáls,
jþýskur hermaður væri í Bret-
landi.
Síðustu dagana hafa loftbar-
dagar við strendur Bretlands og
yfir landinu færst mjög í auk-
.ana og orðið ægilegri með degi
hverjum. En eftir þeim fregn-
um að dæma, sem breska her-
stjórnin  hefir  sent  út,  hefir
M>ýski  loftherinn  síður  en  svo
:farið sigurför í þessari viður-
eign. Hinsvegar koma alt aðr-
¦ ar fregnir frá þýsku herstjórn-
inni og því ókleift fyrir okkur,
ísem áhorfendur að hildarleikn-
<um, að vita hið sanna. Hitt er
: staðreynd, sem allir vita, að inn-:
rásin í Bretland hefir ekki átt
sjer stað ennþá, hvað sem tafið
Ihefir hana.
Allar  líkur  benda  til  þess,
i að það ætli að rætast, sem Bret-
ar hafa frá upphafi sagt,  að
stríðið taki ekki enda á þessu
-ári, og ekki því næsta, heldur
:verðum við að horfast í.augu
við langt stríð. En hvernig verð-
i ur umhorfs þá í ýmsum þeim
. löndum, sem hertekin hafa ver-
ið og allar bjargir eru bannað-
-ar?  Menn eru þegar farnir að
• tala  um  fæðuskort i  sumum
þessara  landa.  Hvað  mun  þá
verða, þegar frá Iíður og vetr-
-arkuldarnir koma?
Við Islendingar getum verið
! hamingjusamir yfir okkar hlut-
skifti, er við berum það saman
við hlutskifti ýmsra annara
|)jóða. Við höfum nóg að bíta
¦ og brenna og við getum unnið
að  okkar framleiðslustörfum.
Eitt er þó, sem skyggir á.
Allmargir íslenskra námsmanna
o. fl., dvelja á Norðurlöndum,
- sem haf a hug á að komast heim,
en ekki tekist ennþá, að verða
þeim til liðsinni? í því efni. ís-
lenska stjórnin vinnur stöðugt
að þessu máli og heíir sti;ndum
heyrst, að jr"°;*a.st myndi úr
því. En *\*o hefir afturkippur
Iltomið a ný.
Við væntum þess fastlega, að
"'.rccVn hí>rst.it6rrn'n íreroi okkur
^i i;* .,„;,, nm ^ptia mál, og að
dlir ^iendingar,?!''n heim vilja,
9-p-í-  «mH hin?-<ð fyrir yetur-
Starfaði í þrjátíu ár fyrir
Reykjavíkurbæ
Þættir úr sðgu Reykjavikur, rifjaðir upp á 65 ðra
afmæli Kaud Zirnsea fyrv. borgarstjðra
Knud Zimsen fyrv. borg-
arstjóri er tvímæla-
laust sá maður, sem lengst
og mest hefir fylgst með
stækkun og framþróun
Reykjavíkur. Liðin eru nál.
40 ár síðan hann fyrst
gekk í þjónustu bæjarins, þá
nýútskrifaður verkfræðing-
ur. Með sívakandi áhuga
hefir hann altaf síðan fylgt
framþróun bæiarins og mál-
efna hans og helming þessa
tímabils verið sá maður, er
hafði alla þræði beirra í
sinni hendi.
Hann á 65 ára afmæli í dag.
Fyrir alla þá, sem hafa hug á
að kynnast framfaramálum
Reykjavíkur, er ekki hægt að
finna betri heimildarmann en
Knud Zimsen.
Jeg heimsótti hann hjer á dög-
unum á hinu vistlega heimili hans
við Bjarkargötu. f skrifstofu hans,
þar sem við sátum, eru margar
myndir af frændliði hans og for-
feðrum og barst talið að þeim,
Ymsir þeirra voru athafnamenn í
Reykjavík á öldinni sem leið. Pöð-
urafi Knud Zimsen, er hjer var
búsettur, var Niels Kristján Haf-
stein, sonur Due Hafstein á Hofs-
ósi, og var hann bræðruiigur
við' Pjetur Hafstein amtmann.
Aldamótaárið lauk Knud Zim-
sen verkfræðiprófi í Höfn. Var
hann 3. íslendingurinn er lauk
prófi við þann skóla. Þeir voru á
undan honum Sigurður Thorodd-
sen og Sigurður heit. Pjetursson
frá Ánaiiaustum. Alt næsta ár
vann Zimsen að verkfræðistörfum
hjá bæjarstjórn Kaupmannahafn-
ar. —
Bæjarverk-
fræðingur.
En um fyrstu störf sín hjer
heima fórust honum orð á þessa
leið:
Árið 1901 kom jeg hingað heim.
Var jeg þá ráðinn hjá landsstjórn
inni til að athuga möguleika á því
að koma á fót klæðaverksmiðju
hjer á landi.
Upp úr þeim athiigunum var
klæðaverksmiðjan Iðunn bygð.
Það var að vísu ekki mín upp-
runalega tillaga. Jeg vildi að
verksmiðjan yrði bygð austur á
Vestdalseyri. En fjye fekkst ekki
til að reisa hana þar.
Sumarið 1901 var jeg ráðinn til
þess að verða verkfræðilegur
ráðunautur bæjarstjórnar Reykja-
víkur frá 1. maí 1Q02. Veturhrti
áður var jeg í Höfn og vann að
verkfræðistörfum fyrir bæjar-
stjórnina þar, við holræsagerð og
skipulagsmál í úthverfum bæjar-
ins. Hafði jeg mikið gagn síðar
af þátttöku minni í þeim verkum.
Þá var verið að breyta holræsa-
kerfi borgarinnar, svo það hpfðl
ekki útrás í höfnina, he1 "iur \æri
öllu afreru!i frá borginní dælt út
í Eyrar^nnd.
Aðalverk mitt. er híngað kom,
var að gera uppdrátt af bænum,
og semja fmmvarp að nýrri bygg-
ingarsamþykt. Hafði íi.iklu verið
hrófað upp af húsum hjer á þeim
árum, er voru næsta óvönduð að
öllum frágangi. Sum þeirra fuku.
Jeg var kosinn í bygginganefnd
1903. Og byggingasamþyktin, er
jeg samdi að mestu leyti, gekk í
gildi 1. janúar 1904. Jeg hefi ein-
mitt nýlega fundið uppkast mitt
að henni undirritað 21. febrúar
1903, með blýantsskrifuðum smá-
breytingum Halldórs Daníelsson-
ar, er hjer var þá bæjarfógeti og
mikilsráðandi á öllum sviðum,
enda hinn mætasti maður.
Og nú í vor lauk jeg ásamt
Sigurði Pjeturssyni byggingafull-
trúa og Einari Erlendssyni bygg-
ingameistara við frumvarp að
nýrri  byggingasamþykt.
Við Þvottalaug-
arnar.
Hver voru hin helstu verkefiii
fyrir hinn verkfræðilega ráðu-
naut bæjarins er þú komst hing-
að?
Þau voru ekki mörg eða mik-
ilsverð. Aðalstarfið fyrst í stað
var að gera uppdráttimi af bæn-
um. Allar mikilsháttar fram-
kvæmdir ,sem að vísu var talað
um, voru þokukendir framtíðar-
órar fyrir hugskotssjónum ýmsra
bæjarfulltrúanna. Þá voru íbúar
Reykjavíkur 6—7000.
Eitt mitt fyrsta verk var að
gera hlífðargrindur yfir Þvotta-
laugarnar. Á þeim árum var fólk
altaf við og við að brenna sig í
Laugunum, og það stundum illi-
lega. Ljet jeg gera grindur, eins
og enn eru þar, úr galvaniseruðu
járni. Sú ga-lvanisering dugar enn
í dag. Sá sem hana annaðist hjet
Mogensen. Jeg kyntist honum í
H°fu. Hann var allur með örum
í andlitinu eftir „lúpus". Hann
var fyrsti sjúklingur Niels Fití-
sens. Mogensen frjetti um tilraun-
ir Pinsens með l.jóslækningar, þeg-
ar þær voru á byrjunarstigi. Hann
sneri sjer til Pinsens og sagði við
hinn unga lækni. Jeg er allur að
grotna niður af þessum sjúkdóm.
Notið þjer mig fyrir tilraunadýr.
En þó verkefnin væru engin
stór, þá var fljótt í mörg horn
að líta fyrir mig sem bæjarverk-
fræðing, eða verkfræðilegan ráðu-
,naut bæjarins, þar sem jeg var
um leið byggingafulltriii, heil-
brigðisfulltrúi og átti að gera upp-
idrátt af bænum í hjáverkum mín-
nm. Á þessum næstu ámm var
t. d. byrjað að jrera hjer holræsi.
Það var í«n heJt.'nn Þorláksson
som átti mestau heiðurinn af því
að hrinda því verki á stað. Hann
f6r fljótlega í ba>jarstjórn eftiv
að hann kom heim frá námi.
Vatnsveitat
Menn, sem ekki vom í Reykja-
¦vík áður en vatnsveitan kom, eiga
erfitt með að átta sig k því, hve
Knud Zimsen.
miklum óþægindum það olli í dag-
legu lífi bæjarbúa að hafa æði
misjafnt vatn og það af mjög
skornum skamti.
Þá var Landakotsspítali bygður.
Vatnsskorturinn var spítalanum
óbærilegur. Þurfti að sækja vatn-
ið niður í bæ ,og var það oft
ljelegt. Þá var ráðist í að grafa
þar brunn er þótti jnikið verk.
Schreiber var þá prestur í Landa-
koti. Hann leitaði ráða til mín.
Jeg eggjaði hann fastlega á að
grafa brunninn uppi við spítal-
ann, og sagði honum í hvaða dýpi
hann myndi fá vatn.
— Var það ekki getgáta þín?
— Nei. Jeg taldi víst að þegar
hann væri kominn með bmnninn
niður í sömu hæð oy grunnvatn-
ið er, í brekkurótinni, þá myndi
þar vera vatnsrenslislag.
Og þetta reyndist svo. En þetta
varð djúpur brunuur. Sprengja
þurfti hann niður í klöppina með
dynamiti. Því voru menn ekki
vanir hjer. Rafþráðarkveiking var
ekki hægt að koma við. Menn ótt-
uðust að sprengingin myndi ein-
hverntíma koma of fljótt, meðan
sá er kveikti á kveikjuþræðinum
væri sjálfur niðri í brunninum.
En spítalinn þurfti vatn. Og
Schreiber prestur hafði ekki önn-
ur ráð, en fara altaf sjálfur í
tunnu niður í brunninn, sem
dregin var Tipp í snatri, eftir að
hann hafði kveikt.
Afrensli þurfti svo að gera frá
spítalanum. Það varð tíl þess að
fyrsta framtíðarskipulagið var
^gert í Vesturbænum. Holræsið frá
spítalanum var lagt þar sem það
í framtíðinni gat fylgt tilvonandi
^Ægisgötu. Og um leið var gert
ráð fyrir því hvar Öldugata, Rán-
largata og Bámgata fæm yfir Æg-
isgötuna og lega þeirra gatna á-
kveðin þarna á túnunum.
Gullið í Vatns-
mýrinni.
A þessum árum var alvarlega
farið að hugsa um vatnsveitu til
bæjarins, 'og komu fram, ýmsar
tillögur.
Þá fóru fram hinar frægu bor-»
anir í Vatnsmýrinni.
—  Var það ákveðin skoðun
manna, að hægt myndi að ná
neysluvatni til bæjarins með bor-
unumf
— Já, ýmsir höfðu trú á því.
Pirma eitt í Odense var fengiS
til þess að annast borunina, og
sendi hingað maim með bor. Verk-
ið byrjaði 30. september 1904 og
hjelt áfram um veturinn.
En 3.t og 4. apríl vorið 1905
fanst gull á bornum, hvaðan sem
það var komið. Það þóttu mikil
tíðindi í þá daga, eins og menn
muna. Jeg get mjer þess til hvað-
an það gull komi og hvernig í því
lá. En ekki er vert að fullyrða
neitt um það, enda em menn
hættir að hugsa um gullgröft hjer
í Reykjavík.
Boranirnar í Vatnsmýrinni fyr-
ir neysluvatni til bæjarins hættu
fyrst og fremst vegna þess að
vatnið, sem kom upp úr borhol-
unni, var svo heitt.
Merkisdagur
Reykvíkinga.
Talað var um að taka vatnið úr
Elliðaánum. En tillaga frá Jóni
Þorlákssyni sigraði, um að leiða
iþað úr Gvendarbmnnum. Hann
var í undirbúningsnefnd Vatns-
veitunnar. Um tíma, þegar pípurn-
ar náðu upp að ám var vatnið tek-
ið þaðan.
En 16. júní 1909 var stór dag-
ur í sögu bæjarins. Eftir honuns
man jeg vel. Jeg var staddur á
gatnamótum Laugavegs og Vatns-
stígs þegar GrvendarbrunnavatniS
kom til bæjarins. Þar var bruna-
hani er hafðui- var opinn til þess
að leiðslan springi ekki er hleypt
var á ofanfrá. Múgur og marg-
menni var þarna til þess að sja.
með eigin augum er hið tæra berg-
vatn stóð sem gosbmnnur upp
úr götunni. Þetta var fyrsti stór-
sigur tækninnar í daglegu lifi
Refkvíkinga.
Vatnsveitan kostaði 504 þúsunól
krónur. Danskur verkfræðingur,
Hansen að nafni, hafði yfirum-
sjón með verkinu. Jeg vann metSf
honum að undirbúningi og verK-
stjórn.
Gasið sigraði.
Samtímis vatnsveitunni var far-
ið að hugsa alvarlega um raf-
magnsmálið. Margar tillögur komu
fram. Jeg vildi altaf helst virkja
Elliðaárnar. Aðrir hugsuðu mest
um gasið. Ein tillagan var að fá
hvorttveggja í senn og framleiða
rafmagn með gasmótorum. En alt
strandaði á fjeleysi.
Gasstöðin fekst svo, með því
móti, að þýskt fjelag bygði hana
á eigin ábyrgð. Bærinn lagði fram
mMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8