Morgunblaðið - 30.05.1945, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.05.1945, Blaðsíða 2
e MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 30. maí 1043 SVIPAST UM Á REYKJANESSFLUGVELLI ; FLUGVÖLLURINN á Reykja nesi með öllum þeim bygg- ingum, sem honum fylgja, er langmesta mannvirki hjer á landi. Það hafa menn lengi vit- að. ÍJm það leyti sem byrjap var á flugvallargerðinni í Miðnes- heiði fyrir ofan Keflavík, snemma á árinu 1942, heyrðist það nefnt, að þarna myndi vera um mannvirki að ræða, sem kostaði eina miljón í dollurum. Síðan hefir það heyrst, að doll- aramiljónirnar hafi orðið 4 eða 5, eða hver veit hvað margar. Jeg sel það ekki dýrara en jeg keypti. Og kanske veit enginn um þetta fyrir víst, því hjer, sem oftar, fari það eftir þvi, hvaða tölur eru teknar. „Mest í heimi“ Haft er eftir kunnugum tnönnum, að flugvöllurinn á Reykjanesi sje með þeim Stærsta í heimi. Eigi hafa menn alment lagt trúnað á þá sögu- sögn. Sumpart vegna þess, hve oft heyrisl í munni Ameríku- rnanna, að þetta eða hitt, sem þeir hafa með höndum, sje mest í heimi. Kanske er þetta alveg rjett alt saman. En menn eru því svo ó'vanir hjer á landi, að hafa það nálægt sjer, sem hægt er að „Jelja „stærst í heimi“, að þeir ósjálfrátt verða •efagjarnir.Og svo er hitt. Aldr- oi var því spáð, að hin eyðilega Miðnesheiði yrði nokkurn tíma *ett í samband við nokkurn htut, sem væri nokkuð í átl- ina við heimsmet. I-ej ndarmál. Yfir mannvirki þessu hefix frá byrjun ríkt leynd. Flug- völlurinn, með öllu saman, var, ■eins og menn vita, hernaðar- leyndarmál, þó naumast geti hann hafa leynst fyrir glögg- \tm augum njósnaflugmanna, ■er hjer voru við og við á ferð. Nú er frjettabannihu Ijelt af hlöðunum. Þess vegna tók jeg xrrjer ferð um daginn á hendur til að skoða flugvöllinn. Þegar við nálgumst Keflavík, íer að hylla undir ýms mann- "virki, uppi í heiðinni, sem eng- ii:i eru þó sjerlega há í loftinu. 35n umferðar gætir hið efra ekki síður en á vegum niðri, þar uem hver silfurgrá flugvjelin -af annari kemur utan af hafi «ög lækkar flugið, ellegar hún kemur úr heiðínni og flýgur á Tiaf út. Krmau girðingar. Fyrir ofan Keflavík rennur bíllinn að varðhliði mikillar ígirðingar. Þar spyr varðmaður \im erindi okkar. Við segjum Ihonum sem er, og fáum siðan jmunnlegan reisupassa hjá hon- tirn, til þess að fara hvert sem ■Við viljum, um hið afgirla rvæði. Þegar inn fyrir hlið þelta er komið, blasir margt við augum, •Eem bendir til að þarna sje al- 'hafnasVæði mikið. Þar er röð £márra beúsíngeyma. Þar eru Lraggabúðir miklar, sem not- aðar eru til geymslu fyrir verk- fræðingadeild. Þar eru miklir hlaðar undir beru lofti, af alls konar efnivörum. En ekki er ástæða til að staðnæmast hjer. Áfram er hald ið til stjórnarstöðvar þessa flug Áfangastaður Atlantshafsleiða u Íll Á einni af rennibrautum Reykjanessflugvallar. vallar, eða ,,loffhafnar“, sem kallað er á ensku máli. Saga og landafræði. Við hittum þar yfirmann að máli, sem fengið hefir tilmæli um að leiða okkur í allan sann- leika um það, sem þarna er. Við komum fyrst í matstofu, sem ætluð er fyrir gesti þá, sem ber að garði og hafa stutta við- dvöl. En Reykjanesflugvöllur- inn er sem kunnugt er einskon- ar áningarstaður á flugleiðinni milli heimsálfanna. Hjer erum við í svonefndum Turner-búð- um. Að þeim renna hinar stóru fjögurra hreyfla flutningaflug- vjelar, sem nú eru notaðar til þess að flytja sæ?ða menn frá Evrópu vestur um haf. I matstofu þessari, sem er hreinleg og íburðarlaus, ganga íslenskar stúlkur um beina. Þar er fjölritaður matseðill rjettur að gestum, með fyrirsögninni „Welcome to Iceland“. En mat- skrá bæði á ensku og íslensku. Mun þessi tilhögun frekar vera til þess að benda komumönnum á, að hjer á landi sje talað ann- að mál en enska, heldur en til þess að greiða fyrir viðskift- unum, því fátt mun koma þarna íslenskra gesta- A. m. k. enn sem komið er. Aftan á þessari ensk-íslensku matskrá er saga íslands í 32 línum. Þar er sagt, að land- búnaður, einkum sauðfjárrækt, sje aðalatvinnuvegur íslend- inga og má til sanns vegar færa ef fleiri vinna að búnaði en sjósókn. Og að 70 þús. íbúar sjeu í Reykjavík. Kvenkapteinn frá Californ- iu, frú Carlson að nafni, var þarna stödd með okkur. Það var engin furða, að fengnum þessum upplýsingum, þó hún teldi afkomumöguleika fólks- ins á Reykjanesi dularfulla- Á leið sinni til Reykjavíkur fanst henni kenna ósamræmis milli hinna reisulegu bygginga og náttúruskilyrðanna til land- búnaðar. Hún hafði ekki heyrt um gullið i sjónum. Á stafnvegg í þessari bragga matstofu hangir hin víðkunna þjóðhátiðarmynd Benedikls Gröndal. Hvernig hún er þang- að komin, er mjer ókunnugt. En Gröndal gamli er þá þarna sá eiginlegi landkynnir, með sína 70 ára g'ömlu táknmynd. Löng skýring er fest á vegg- inn með myndinni. Var mjer sagt, að margir langferðamenn, sem þangað hafa komið, hafi falað myndina til kaups og viljað hafa hana með sjer. En ,Gröndal‘ er kyr á veggnum, til þess að fræða sem flesta loft- farendur um sögu þjóðarinnar. Stöðvarbygging. Er við höfðum neytt morgun- verðar þarna á vegum „Air Transport Commans'i, byrjaði skoðunarferðin. En A. T. C. er nafn þeirrar herdeildar, sem hjer er hæstráðandi og er hjer stöð Norðuratlantsdeildar. Gengum við fyrst um þessa braggasamstæðu. Þar eru skrif stofur og varðstofur og biðsal- ir, og gæti þetta alt mint á járn brautarstöð í borg, ef járn- brautarteinar væru þar fyrir utan. I stjórnarskrifstofu í stöð þessari er gríðarmikil vegg- tafla með línum og reitum. Þar er jafnóðum skrifað, þegar von er á flugvjelum, hvenær þeirra er von, hvað þær hafi meðferðis af farþegum og flutn- ingi, hvað þær þurfa af elds- neyti, hvort farþegar þurfi sjer- staka hjúkrun o. fl. o. fl. Hve- nær þær eigi að leggja upp að nýju og hvenær þær hafi kom- ist af stað. Það skeikar kann- ske nokkurum mínúlum milli áætlunar og brottferðartíma. „Loftleslirnarí1 halda sem sje ekki enn áætlun eins og járn- brahtir á friðartímum. Þarna er skrifstofa fyrir far- miðasölu, fyrir vegabrjefaskoð- un, skoðun á farangri o. s. frv. Björgunartæki. En í forsal einum, þar sem allir eiga leið um, eru í einu horninu til sýnis hlutur, sem ótvíræðlega bendir á, að sam- göngustöð þessi tilheyri nýjum tíma í tækninni. Þarna er stór gúmmíbátur reistur upp að veggnum. Áfast við hann er rammgert lofthylki. I því er þrýstiloft, nægjanlegt til að blása flotholtinu í bátinn. Á veggnum yfir bátnum eru til sýnis ýms áhöld og tæki, sem ætluð eru þeim, er þurfa á björgunarbátnum að halda, björgunarvesti fyrst og fremst. Þar eru loftskeytatæki og út- búnaður, sem nota má fyrir loftnet, svo bátverjar geti sagt til sín. Þarna eru malvæli í hentugum umbúðum, vatnsílát, tómatsafi. Tæki eru til að bæta gúmmíið í bátnum ef á þarf að halda, veiðarfæri, net og önglar. Og dósir eru þarna með sterku litarefni, sem helt er í sjóinn, svo sjávar yfirborðið fái áberandi lit. Er þetla gert lil þess að björgunarmenn geti belur komið auga á það, hvar gúmmíbáturinn er og nauðstatt fólk, sem þarf að sækja. Jeg spurði leiðbeinanda minn hvort slík björgunarlæki hefðu komið að fullu gagni, og kvað hann svo verið hafa. Áhafnir flugvjela og farþegar, sem lent lnafi í sjónum, hafi með þessum útbúnaði getað bjargað sjer, uns flugbálar hafi komið og sótt þá „hröpuðu“. Vcgamót- Nú göngum við út úr stöðv- arbyggingu þessari og komum út á mjög víðan asfaltvöll. Fyr- ir dyrum úti eru mannhæðar- háir tröppupallar, til þess að renna að útgöngudyrum flug- vjelanna. Yfir aðaldyrunum eru letraðar vegalengdirnar til Washington í Bandaríkjunum 2996 mílur og til Prestwick í Skotlandi 850 mílur. Er maður lítur á staðarákvörðun þessa, finnst manni ósjálfrált að lönd- in færisl nær. Sleinsnar frá þessum aðal- inngangi eru sjúkraslofur í 2 skálum. Þegar það kann að koma fyrir, að særðir menn eða veikir á annan hátt, þurfa að gista þarna, er þeim komið fyrir á bráðabirgðaspítala þessum. Ekki veit jeg, hver margt fer þarna um daglega af særð- um mönnum. En vel gæti jeg trúað, eftir beim útbúnaði, sem þarna er, að þeir gælu skift nokkrum hundruðum. Á víðum asfalt-velii. Nú göngum við yfir hinn víða asfallvöll og yfir að mikl- um viðgerðarskála, sem blasir við sjónum á gagnstæðri vall- arbrún. En síðan tekur við melhryggur, sem gnæfir yfii; vöiiinn. Á leiðinni að skálanum kona um við auga á ýms tæki, sera standa á vellinum. Þar eru t. d. tvær beltadráttarvjelar. Þær eru þar til taks til þess að draga flugvjelar sem sestar eru eftir asfaltbrautunum. En þessi „völlur“, sem við erum nú á, tilheyrir ekki hin- um eiginlegu rennibrautum, heldur er hann stöðvarvöllur, og eru vjelarnar dregnar þang- að eftir að þær hafa sest á hin- um eiginlegu rennibrautum. Rennibrautirnar, þar sem flug- vjclarnar setjast og hefja sig aflur til flugs, mun vera 2%—3 kílómetrar á lengd og vel breið ar. Liggja þær í krdss eflit; aðalvindáttum. En auk þeina eru millibrautir og útskot fvr- ir flugvjelar að standa á, :vq þetta er slórt braularkerfi, serrj jeg fjekk ekkert yfirlit yfir aðj þessu sinni. Það skiftir ekki máli. Ljósatæki voru þarna mi'ki( á vellinum, til þess að setja ljósrákir eftir rennibrautunum þegar skyggja tekur, svo flitg- menn geti sest þó dimmt sje. Og margt var þar fleira merki- legra áhatda. I viðgerðarskála. Nú komum við inn í viðgcrð- arskálann. Þar var ein Libera- torflugvjel innan við dyrnar etf inn var komið, fjögurra hreyfla og var verið að skifla bar um einn hreyfil. Leiðsögumaðurinn afsakáði, að þarna væri ekki alt í röð og reglu inni, því kvöldið áöur hafði nokkru fleiri næturgesti borið að garði en rúm var íyrir í hinum venjulegu gistiskálum. Svo búa þurfti um nokkrá þarna. Mjer taldist svo til, að rúmbeddar, sem þarna voru, væru um 300. I hinni miklu breiðu af dáta- beddum kom jeg auga á ivo hermenn, sem af einhverjum ástæðum hafa orðið eftir. Þeir ' sváfu vært, þó ekki væri sjer- lega hljótt í skálanum. Leið- ' sögumaður minn benLi mjer á, 1 að víða sæjust þess merki, að flugvjelin, sem nú var þarna stödd, hefði komist í lianti krappann. Því um hana alla’ voru kringlótlar og ferhyrndar bælur, þar sem bætt höfðu ver- íð skolgöt, er hún hafði fengið í bardögum. Útsýn yfir rennibrautir. Úr skálanum gengum við upp á melhrygginn, sem jeg mintist á. — Þar uppi eru turnbygg- ingar með gluggum á öllurnt hliðum, í lögun áþekkar hafn- arvitum, en mikið stærri. Þarnaf eru varðstöðvar flugvallarins, Þarna eru menn, sem fá ial- samband við alla flugmenn0 sem eru á leið hingað, fylgjasfi með ferðum þeirra, fá að vitsj hvers þeir óska, er hingað kem- ur, og stjórna lending flugvjel- ur, og gefa leiðbeiningar umj það, hvar flugvjelarnar eigi a?5 lenda, á hvaða braut og hvenæq þær megi lækka flugið til lend- ingar. En uppi á melhryggnunj er slór ör á stillum, þrístrend og sjest vel úr lofti. Snýr húnj oddi altaf í vindinn, svo a| Framh. á bls. 7. •{

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.