Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						VUM$L
SS. árgangur.
139. tbl. — Laugardagur 24. ágúst 1946
ís-sloUlsrprentsmiðja h.*.
GUNNJIR HUSEiY E¥RÚPUMEISTMI I KÚLU¥1RPI
Ný Indversk sljórn
vætífanleg
Lcndon í gærkvöldi.
Wavell varakonungur Ind-
lands mun flytja útvarpsræðu
á mofgun vegna hinnar vænt-
anlegu bráðabirgðastjórnar, er
mun taka við völdum á næst-
unni undir forustu eins af að-
alleiðtogum Þjóðþingsflokksins,
Pandit Nehru. Wavell ræddi
einnig við Nehru um daginn og
er talið að þeir hafi rætt um
skipan stjórnarinnar. Bráða-
birgðastjórn sú, sem hefir farið
með völdin á Indlandi, hefir nú
sagt af sjer. Nehru mun ræða
við Gandhi og Azad næstu
daga. — Reuter.
Sendiherra Júgó-
siava s oriKkia:
kvaddur heim
London í gærkveldi.
SENDIHERRA Júgóslava í
Grikklandi hefir verið kvadd-
ur heim og er farinn áleiðis til
Belgrad. Sendiherra Sovjet-
ríkjanna í Grikklandi fylgdi
honum á járnbrautarstöðina, en
áður hafði Júgóslavinn rætt
við aðstoðarutanríkisráðherra
Grikkja og sagt honum að þessi
heimköllun hans þýddi það
ekki, að stjórnmálasambandi
milli landanna yrði slitið.
¦—Reuter.
Omurlegl ástand í
Calculla
London í gærkveldi.
ENN er ástandið ömurlegt í
indversku borginni Calcutta, og
liggur við hungursneyð. Oft
kemur líka til viðureigna og
hafa enn margir særst af hníf-
stungum. Rústirnar af húsum
og farartækjum sem eyðilögð-
ust í óeirðunum á dögunum,
hafa enn ekki verið numdar á
brott, og aðeins fáar búðir eru
opnar og vörur að ganga til
þurðar. Sumsstaðar liggja lík-
in enn á götunum. Stjórnin hef
ir útvegað járnbrautarlestir til
þess að flytja það fólk burt úr
borginni, sem missti allt sitt í
róstunum og er heimilislaust.
Menn óttast mjög að drepsótt-
ir kunni að koma upp í borg-
inni.
í Allahabad varð lögreglan
að skjóta á hópa Múhameðs-
manna og Hindúa, sem stóðu
og ögruðu hvorir öðrum. I
Bombay hefir lögreglan gert
mikla leit að földum vopnum,
þar sem hún óttaðist uppþot.
—Reuter.
Fyrsli Evrópumeisfari íslendinga
innbjörn í úrslitum
í 100 m. hlaupinu
Á EVRÓPUMEISTARAMÓTINU í Osló í gær vann
Gunnar Huseby það einstæða afrek að verða Evrópu-
meistari í kúluvarpi með allmiklum yfirburðum yfir
keppinauta sína. Varpaði hann kúlunni 15,56 m., en næsti
maður, sem var Rússi varpaði henni 15,28. Lengsta kast
Gunnars í gær var 15,64 m. í undankeppni. — Þá vann
Finnbjörn Þorvaldsson það glæsilega afrek, að komast í
urslit í 100 m. hlaupi. Finnbjörn vann í riðli á 10,8 og varð
annar í milliriðli á sama tíma, en í úrslitunum varð hann
6. á 10,9 sek. — Skúli Guðmundsson varð 7. í hástökki,
stökk 1,90 m., sem er ágætt afrek. — Kjartan Jóhannsson
hljóp 400 m. á 50,8 sek., en komst ekki í úrslit.
Gunnar Huseby
Engar sætlir en milli
Bandaráfcjamasma ©g
Júgóslala
Málið gelur enn farið fyrir Gryggísráð
London i gærkveldi.
Einkaskcyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
EKKI lítur sem best út með samkomulag Bandaríkja og
Júgóslava enn, þótt Tito hafi látið lausa hina 9 flugmenn og
farþega, sem voru í annarri flugvjelinni. Bandar'íkjamenn
segjast ekki vera ánægðir, og Tito segir að „Bandaríkjamenn
sýni  vopnavald  með  flugferðum  yfir  Júgóslavíu."
Acheson ekki ánægður.
Dean Acheson, aðstoðarutan-
ríkismálaráðherra Bandaríkj-
anna hefir sagt, að hann og
stjórn hans vri óánægð með
ummæli Titos og vel gæti verio
að Bandaríkjamenn krefðust
enn að málið yrði lagt fyrir Ör-
yggisráðið. — Hann sagði að
stjórnin yrði að fá allar stað-
reyndir áður erí hún gæti tekið
fullnaðarákvarðanir  í  málinu.
Ummæli Belgradútvarpsins.
Útvarpið í Belgrad, höfuð-
borg Júgóslafíu sagði í kvöld,
að Tito myndi neita öllum frek
ari kröfum Bandaríkjamanna í
málinu, eftir að hann væri bú-
inn að skila aftur hinum níu
flugmönnum og farþegum ann-
arar flugvjelarinnar, scm nauð
lenti í Júgóslafíu. Ekki hefir
þetta verið staðfest, en hins-
vegar sagði Tito, „að þessi flug
Bandaríkjamanna væri sýning
á hernaðarmætti þeirra og
væru Júgóslafar nauðbeygðir
að verja sjálfa sig gegn þeim,
þar sem Bandaríkjamenn æstu
upp með þessu andstæðinga
stjórnar hans í landinu.
Truman heimtar skaðabætur.
Eins og kunnugt er voru
flugvjelarnar, sem Júgóslavar
skutu niður fyrir Bandaríkja-
mönnum, alls tvær, en ekki er
vitað annað en allir er voru
með fyrri flugvjelinni hafi far-
ist. Hefir Truman forseti látið
svo um mælt að Bandaríkin
muni krefjast skaðabóta fyrir
farþega og flugvjel.
Nauftlenti eftir skothríð.
Blaðamenn hafa átt tal v>3
flugmenn  þeirra  Bandaríkja-
flugvjelar,  sem neydd var til
Fi-amh. á 2. síðu.
Pafferson harðorSur
í garð Júgóslava
Washington í gærkvöldi.
frá Reuter.
PATTERSON, hermálaráð-
herra Bandaríkjanna ljet í
ljósi mikla þykkju yfir því,
að Júgóslavar skutu niður
amerískar flugvjelar í dag, er
hann flutti ræðu á þingi
þingi Bandaríkjahermanna-
sambandsins í Lowell, Mass.
„Hverjum Bandaríkja-
manni finnst þjóð hans hafa
verið vanvirt, þegar banda-
þjóð okkar, — bandaþjóð sem
varla myndi vera til í dag,
nema vegna stuðnings þess
sem við höfum látið henni í
tje, lætur af ásettu ráði skjóta
niður flugvjelar okkar og
reynir svo að afsaka það",
sagði Pattereson.
„Við vitum ekki einu sinni
enn, hvort flugvjelarnar flugu
yfir Júgóslavneskt land",
sagði ráðherrann ennfremur.
„Þær voru vopnlausar og frá
vinaþjóð. Stjórn okkar hefir
sett fram löglegar og sann-
gjarnar kröfur. Jeg er viss um
að öll Bandaríkjaþjóðin styð-
ur þær aðgerðir, sem beitt
var við Júgóslava", bætti
hann við. Patterson skoraði
á stjórnarvöldin að láta alla
karlmenn fá hernaðarþjálf-
un. Um þetta sagði hann: —
„Við vonurc að þjóðin hafi
lært að í nútímastyrjöld get-
ur maður ekki beðið þangað
til stríðið byrjar og það byrj
ar altaf án þess að nokkur
fyrirvari sje. Að æfa og útbúa
sterkan her er eina lausnin
á því vandamáli að hafa næg
an mannafla í tíma".
Heistu úrslit í gær urðu
annars þessi:
Hástökk:
Bolinder, Svíþjóð 1,99 m
Paterson, England 1,96 m
Nicalen, Finnland 1,93 m
Leirud, Noregur 1,93 m
Lindecrantz, Svíþj. 1,93 m
Campagner, ítalía 1,90
Skúli Guðmundsson, ísl. 1.90 m
5C'00 m hlaup:
Wodderson, Engl. 14:08,6 mín.
Slykhwis, Holland 14:14,0
Nyberg, Svíþjóð 14:23,2
Heino, Finnland 14:24,5  -
Zatoper, Tjekkóslóvak. 14:25,8
Reiff, Belgía 14:45,8
.  bYamh. 6 2. síSu
LONDON: — Norður-Borneó
sem breska Norður-Borneo fje
lagið hefir stjórnað frá 1882,
hefir verið formlega innlimað
í breska heimsveldið.
Finnbjörn Þorvaldsson.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12