Morgunblaðið - 01.06.1947, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.06.1947, Blaðsíða 5
| Sunnudagur 1.júní 1947 MORGUNBLAÐIÐ 8 Errol Flyrin. eftirmaður Casanova Sannleikurinn um mikið um rcedda kvikmyndaleikara ERROLMLYNN Hvort sem það er rjettmætt ieða ekki, þá er það sarnt stað- reynd, að mjög margir menn etanda í þeirri meiningu, að Jírrol Flynn, hinn kunni kvik- jnyndáleikari, rithöfundur, skútueigandi, þrælakaupmaður jog heimilisfaðir, sjefyrsta flokks þrjótur. Það, sem þessu veldur, mun yera, að minna er vitað um [Flýnn, scm cr einn mest um talaði kvikmyndaleikarinn í Hollywood, en nokkurn annan ieikara þar í borg. Samkvæmt heimildum Warn- Vr Brothers tr FJynn fæddur í asorður-írlandi og „beinn af- komandi Fletcher Christian, sem er frægur fyrir þátttöku sína í upprei'sninni á Bounty“. Flynn er sonur prófesors í líf- fræðí við háskólann í Cam- bridge og Queen’s University í Belfast. Samkvæmt fyrirgreind- u-m heimiidum naut hann fræðslu við Lycée Louis le Grand í París og St. Paul’s I London. Ennfrcmur kvað hann hafa verið í hnefaleikaflokki Englands á Olympíuleikunum 3928. -Menn eru almennt þeirrar skoðunar, að Flynn sé mjög blóðheitur elskhugi, og hefur ymisl-egt verið nefnt því til styrktar. Þetta er í fám orðum það, seni almenningur heldur um Fiynn. En þótt einkennilegt snegi virða-st, þá er þetta miklu minna spennandi en sannleikur- Snn urn Flynn. Uppruni og ættferill Errol Leslie Flynn, sonur fTheodore Thomson Flynn, pró- fessors við hóskólann í Tasman- íu, er fædciúr 20. júní 1909 í Hobart, Tasmaníu. Þegar mað- nr talar við hann um þá sögu- isögn, að hann sé írskur, þá ypp- fr hann öxlum og segir með sín- lim brezka hreim: „Það er enn einn tilbúningurinrí úr blaða- mönnunum. Og þú veizt það, gamli seigur, hvernig þessir þlaðasnápar eru<£. Flynn er ekkett sérlega stima- snjúkur við blaðamenn, og kær- Ir sig hréint ekki um, að neitt Bnakk um sig sje sett í blöðin. Frjettaritari einn bað hann að Begja sjer eitthvað um slagsmál sín við Dan Topping. Flynn ðvaraði: „Það .hlýtur að hafa fvcrði einhliða rifrildi, því að jjeg myndi ekki hafa farið að ríf- ast við Dan“. En staðreyndin er sú, að Topping sló Flynn nið- jir í einu hö-ggi. „En hvernig Bcm það nú var, þá sló hann anig víst, svo að jeg datt. En haún hefði nú mátt lumbra S’æki.lega á mér, áður cn ég hefði tsl-egið 'hann aftur. Því að Daff <er einn af beztu vinum mín- snm. Og ef hann má e-kki berja jmig, þegar liann langar til, þá yeit ég ekki; hver ætti að m-ega það“. Þrælaverslun sióarans Svona rólegheit gagnyart smávegis hneykslismálu-m afla Flynn vinsælda í kvikmyndum. „Hann er að vísu brokkari“, sagði einn leikarinn um hann. „En viðkunnanlegur brokkari, það er hann“. Og svo bætti hann við, mjög alvarlegur á svip: „En þú skalt ekki trúa honum fyrir konu þinni, mömmu cða dóttur, hvað sem á dynur“. Hollywood, sem hefur alltaf tekið Flynn eins og haan er, hefur stundum orðið undrandi yfir því, hvað hann cr hrein- skilinn. Einn góðan yeðurdag, skömmu áður en hann átti að mæta fyrir rétti til þess að svara til sa’kar fyrir nauðgun, lá hann uppi í dívan og var að spjalla í rólegheitum um heima og geima ...En þegar ég var að kaupa þræla í Nýju Guinea — —“ byrjaði hann. „Errol“, hróp- aði vinur hans. „Mundu það, að þú crt ekki að tala við okkur, blaðamenn“. ■ Plynn leit á hann og virtist mjög særður. „En heyrðu nú, gamli minn-------“. „Þú ert kol- vitlaus“, sagði vinurinn. Rúmu ári síðar var }>essi vin- ur Flynns á ferð í Nýju Guineu. Kvöld eitt lenti hann í samræð- um við gamlan sjóara. . FTollywood, ha?“ sagði hann. ,,Þú þekkir þá líklega náunga að nafni Errol Flynn?“ Vinurinn lcvaðst þékkja hann. „Jæja“, sá-gði þá sjóarinn. ;,Eg er í mörg ár búinn að geyma hlaðinn riffiT, éf jeg skyldi rekast á þann ,skratta“. Vinurínn várð d.ililið hissa. „Segirðu satt? Hvað gerði 'hann þér?“ Sjóarinn kipraði saman augun. „Hann keypti einu sinni af mér nokkra þræla“, sagði hann. „Er það satt? Borgaði hann þér ekki?“ Sjóarinn kinkaði kolli. „Hann börgaði mér að vísu, sagði hann. „En rétt eftir að hann var far- inn burt, komst ég að raun um að hann hafði borgað mér í merkjum frá heimsýningunni í St. Louis“. „Þetta er nú ekki alveg satt, gamli minn“, sagði hann. „Merk in voru frá San Francisco sýn- ingunhi“. Fyrsta kvikmyndahlutverkið Svo er annað eftirtektarvert atriði varðandi Flynn. Hann hefur haldið öndvegissessi sín- um sem kvikmyndaleikari, enda þótt blöðin ha-fi oft sagt ýmis- legt misjafnt um hann. Hann er staðráðinn í því, að látá ekki skrif um einkalíf sitt draga úr sér kjarlcinn. Þegar hann lék fyrsta hlut- verk sitt, þá kom fyrir atvik, sem myndi hafa dregið kjark- inn úr manni, sem hefði haft minni metorðagirnd til að bera. Þegar verið var að taka kvilc- myndina „The Case o.f the Curioús Bride“, sem Bette Da- vis lék aðalhlutverkið í, þá hringdi Michael Curtiz, kvik- ínymlastjórinn í hlutverkaskrif- stofuna og bað um ungan mann, scm- átti að koma fram i einu atriði, þar sém Icynilögreglu- maður átli að slá hann niður. Einn af nýjustu leikurum Warn er Brothers var sendur á vett- vang, ungur maður að nafni Errol Flynn. Leynilögreglumað- urinn lifði sig svo inn í hlutverk sitt, að hann braut þrjár tenn- ur í Flynn. Curtiz baðst mikil- lega afsökunar, en Flynn vildi ekki heyra slíkt. „Við skulum gleyma þessu“, sagði hann. „Það passar í kramið“. Næstá myndin, sém Cur’iz stjórnaði, var „Captain Blood". Curtiz var búinn að reyna svo ,að segja hvern einasta leikara, sem var samningsbundinn Warn er Brothers, en hafði ekki getað fundið neinn, sem hört-um fannst til þess fallinn að leika Captain Blood. Mervyn Le Rov benti þá á eipn lítt þekktan aukaleikara, sem rcyndist vera Errol Flynn. Hann var reyndur, og fékk hann hlutverkið. Leynilögreglan í hlöðinni V Meðan á myndatökunni stóð, gerðist umboðsmaður Flynns svo óhevrilega djarfur að biðja Jack Warnes að_ borga Flynn 3500 dollara á viku. Warner varð svo forviða, að hann sam- þykkti þetta. En þegar Flvnn hóf leik sinn í myndinni „The Chargé of the Light Brigade“, var kaup lians komið upp í 3000 dollara á vi'ku. Síðan hefur það stöðugt farið hækkandi, og nú íer Flynn einn tekjuhæsti Teik- arinn í Hollywood. Jack L. Warner, húsbóndi F-lynns, virðist ekki vera að fara neitt aftur hvað dugnað snertir. En þeirn, sem hjá honurn vinna, finnst hörmulegt hve litlu hann hefur áorkað um að hafa bæt- andi áhrif á Flynn. Einu sinni hafði Warner til dæmis komist á snöðir um það, að mikið væri um veðmál í kvikmyndastöð- inni, og einn æstasti lögbrjótur- inn væri Flynn. Warner ákvað að hafa hendur í hári Flynns, svo að hann náði sér í leyni- lögreglumann, sagði honurn að fara í kvikmyndastöðina og fara þar huldu höfði. Klukkán fimm eða sex morguninn eftir var lögginn mættur. Leiksviðið var hlaða. Hann leit þar í kring- um sig og klifraði svo upp á eiim stabbann. Flynn, sem er rnjög vinsæll, bárust njósnir. Allan daginn passaði Flynn ■sig að fara ekki að veðja. En um klukkan sex fór hann úr búningi sínum og beið þess, að allir færu. Þegar hlaðan var loksins orðin tóm, tók hann burt stigann ,sem lá að stabbanum, læsti svo hlöðudyrunum vand- lega að utan og fór svo sæll og ánægður heim til sín. Aumingja lögginn hírðist upp á stabban- um alla nóttina, æpandi og vein- andi . L annáð skipti varð Flynn Téikur. Ilonum var strax skellt í spítala. Þeir hjá Warner vissu, að hánn hafði fengið berkla, svo að þeir vildu' ekki eiga neitt í hætfu um svo dýrmæta eign. Menn voru mjög áhyggjufuTlir allan dagi og næstu nótt, en svo brá þeirn hledur en ekki í brún. Þeir sáu í bTöðúnum frétt frá Associated Press, þess efnis að Flynn hefði daginn áður sjest á skemmtisiglingu rjett fvrir utan höfnina í San Franeisco. Það var hringt í spítlann, og þar var sagt, að Flynn lægi í rúmin'u. En svo kom þangað 'staffsmaður frá Warner til þéss að rannsaka þetta nánar. Hann kónist að raun um það, að sjúkl- ingurinn var ekki Flynn, heldur staðgengill (stand-in) hans á leiksviðinu. Það kom í Ijós, að Flynn hafði langað um borð í bátinn sinn. Bogaveiðar Flynns Árið 1937 bauð Flynn hverj- um sem vildi að veðja við sig 25.000 dollurum, að hann gæti Kfað í Öræfum Mexico í 15 daga án þess að hafa sér til matar neitt annað en það, sem hann gæti veitt af dýrum með boga og örvum. I tilkynning- unni var sagt, að Flynn hefði í síðasta fríinu sínu verið að æfa sig að skjóta af boga, og verið orðinn svo leikinn, að hann hefði skotið villikött. Eitt blaðanna tók þessari fregn með óduldu háði. Þar var svo komist að orði: „Menn skemmta sér nú bonunglega við söguna um það, þegar Flynn var að veiða gölt á Catalina-ey. Flynn var að elta gölt. ILund- arnir hans voru búnir að þrcyta göltinn, svo að hann var orð- örmagna. Þá stje hinn mikli Flynn frain og bjóst til að skjóta göltinn með boganum sínum. En þá fór víst gölturinn að lifna eitthvað við, tók undir sig stökk og stefndi Beint á 'Flynn. Errol hehti þá frá sér boganum og flýði á ofsalegri fleygiferð“. Slagsmálahneykslí 1938 komst Flynn aftur í blöðin. Hann hafði lent í slags- málum við Aidan Roark, póló- spilarann. IJað var ekki fyrr en ári siðár, að aumingja Röark var búinn að ná sér„ 1939 var Flynn ákærður fyrir að hafa lumbrað á sjóara, að nafni White. „Hann sparkaði í mig og lamdi mig“, sagði White fyrir rétti. „Hann gaf mér glóðar- auga á bæði. braut úr mér þrjár tennur, nefbraut mig. Jeg varð frá vinnu í langan tíma“. Vinir Flynns, sem sáu slagsmálin, sögðú, að hann hefði lamið W’hite niður sex eða sjö sinniim *og sögðu stoltir. að hann. hefði bætt met sitt frá því í desember árið áður, þegar hann sló Roark niður þrisvar sinnum. Fm það var éklci fyrr cn árið 1940, að Flynn fór að verða alræmdur. Það ár sættíst Flynn á að greiða konu að nafni frú Shirley 'Ev- ans Hassau 2000 dollara á viku Framh. á bls. 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.