Morgunblaðið - 21.11.1953, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.11.1953, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 21. nóv. 1953 HEIÐRUÐU fundarmenn, full- trúar og gestir! Fyrir hönd stjórn ar L. í. Ú. vil ég bjóða ykkur vel- komna á þennan fund sambands- ins. Að vanda bíða ýmis mál úr- lausnar, og þá fyrst og fremst standa fyrir dyrum samningar um sérstakar ráðstafanir vegna bátaflotans, en eins og kunnugt er, hefir sú hefð myndast, að að- eins er samið um starfsgrundvöll vélbátaflotans fyrir eitt ár í senn. Það er von mín, að fundurinn haldi þannig á þeim málum, sem og öðrum, sem úrlausnar bíða, að til heilla horfi. Á þessu ári, sem senn er á enda, hafa útgerðarmenn séð, eins og svo oft áður, að í útgerð- armálum eru fáir hlutir tryggir. Þorsknetjaafli, sem við suður- og suðvestur landið hefur verið mjög sæmilegur á undanförnum árum, var í ár tregur og kom mjög hart niður á mörgum, og ekki hvað sízt þeim aðilum, er vegna útfærzlu landhelginnar urða að taka upp aðrar veiðiað- ferðir en þeir höfðu áður aðallega stundað og lögðu í mikinn stofn- kostnað vegna breytinga á veið- arfærum. Eins var það með reknetjaveið- ar á djúpmiðum, sem ýmsir höfðu bundið miklar vonir við, þær hafa komið mjög hart við þá, er þær veiðar stunduðu, í öfugu hlutfalli við síðastliðið ár. Þótt aflamagn í sumum ver- stöðvum, t. d. Vestmannaeyjum hafi verið ca. 100 smálestum minni á bát yfir vetrarvertíðina í ár en árið 1952, þá er það þó | staðreynd, að heildaraflamagn miðað við ágústlok í ár er 21 þús- und tonnum meira en á sama tíma í fyrra. Veldur hér mestu um, að síld- veiðarnar í ár gengu skár, eða voru 33 þúsund smálestum meiri en í fyrra, að síldarútvegsmenn fóru betur út úr veiðunum en áður, var því að þakka, hve mik- ið af síldinni var söltunarhæft. Nauðsynlegt er þó, að allir hafi það hugfast, að þótt aflinn hafi verið þetta meiri en í fyrra, er langt frá því, að hann nái því er telzt meðal-veiði, miðað við meðal-síldarár, sem við þekktum hér áður. Það, sem að mínum dómi er einnig þáttur í þessu aukna fisk- magni, er sú mergð smærri báta, er stundað hafa veiðar yfir sum- armánuðina í ríkari mæli en áð- ur. Og vonir okkar standa til, að með þeim nýju veiðarfærum, sem nú í stórum stíl eru tekin í notk- un, og með þeim leitartækjum, sem við Islendingar höfum yfir að ráða, Astic-tækjunum, og síð- ast en ekki sízt með vaxandi fisk- gengd á grunnmiðin, vegna út- færslu landhelginnar, þá bíði sjávarútvegsins, sem og þjóðar- innar allrar, betri tímar í þessum efnum. VÖRUVONDUN Sá aðili, er selja þarf vöru, á mikið undir því, að varan sé góð og eftirsóknarverð. Við íslendingar höfum lengi trúað því, að fiskur sá er veiðist við strendur landsins, sé betri og þar af leiðandi seljanlegri en fiskur annarra þjóða og er ég sannfærður um, að þessi skoðun er á rökum reist. Það er þessvegna höfuðnauð- syn, að allir, er að fiskfram- leiðslu vinna, hafi það hugfast, að þeir eru að handleika mat- vöru sem í meðferðinni er hægt að skemma. Allir verða að temja sér, við hvaða þátt framleiðsl- unnar* sem þeir starfa, að ítrustu nákvæmni og vandvirkni sé gætt, og hafa það hugfast, að aldrei er hægt að bæta fiskinn, þótt hann sé hraðfrystur ef hann er skemmdur þegar í frostið kemur. Én það hráefni, er við höfum yfir að ráða, er, eins og ég sagði áðan, það gott, að það er ekki asta handbragðs Islenzka fiskmatið verður ú Ræða Sverris Julíussonar, formanns stjórnar LLÚ. á aðalfundi sambandsins Sverrir Júlíusson formaður L.f.Ú. vanzalaust, að fá eins miklar kvartanir um gæði vörunnar, og skaðabótakröfur, eins og við höf- um fengið á þessu ári. Það er þessvegna mikilvægt, að brýna vöruvöndun fyrir öll- um, er við framleiðsluna starfa, frá fyrsta til hins síðasta hand- bragðs. Okkur hættir oft við að kenna matsmönnum um þau mistök, sem hafa átt sér stað, en hvað, sem um það er, þá lendir skaðinn af vöruskemmdum ávallt á fram leiðendum sjálfum. En til fisk- matsins verðum við þó að gera þær kröfur, að fyllsta samræmis gæti í störfum þeirra manna, er við það vinna og að þar kafni ekki allt í skriflegum reglum, er stangast á hver við aðra. Fyrir nokkrum árum, var und- irskrift íslenzkra fiskimatsmanna fullkomin gæðatrygging, en þeir atburðir, er gerzt hafa á síðustu árum, þegar starfsmenn fiski- matsins hafa orðið að fara á er- lendan vettvang til að skoða þær sön}U vörur og þeir höfðu áður sett stimpil sinn á, og gefa síðan hinar hörmulegustu lýsingar á vörunni. Það virðist eitthvað vera ábótavant í starfi þeirra manna, er bera ábyrgð á gæða- mati vörunnar. Það er því mikil nauðsyn, að þeir menn, er við fiskimatið starfa, geri sér fulla grein fyrir því, að starf þeirra er þjónustu- og leiðbeiningarstarf, en jafnframt er gerð krafa til þeirra um, að þeir viti betri skil á meðferð útflutningsvöru okkar, en allur almenningur. Islenzkt fiskimat, og þá einkum saltfisk- mat, var mjög hátt skrifað á fyrri árum. Islenzka fiskimatið í dag verður að endurheimta það traust kaupendanna, ef vel á að fara. AFURÐASALAN Ég þarf ekki að vera langorð- ur í þessu ávarpi um afurðasöl- una, því að henni er vikið í skýrslu stjórnarinnar til aðal- fundarins. En segja verður það, að útlit um sölu freðfisks er betra en á sama tíma í fyrra, því um þetta leyti í fyrra lágu mikl- ar birgðir af freðfiski óseldar í landinu, en nú hafa verið gerðir samningar um stóran hluta freð- fiskframleiðslu næsta árs til Rússlands, og ef okkur tekst að halda þeim mörkuðum, er við að undanförnu höfum haft fyrir freðfisk, ætti ekki að vera hætta á, að freðfiskframleiðsla næsta árs seljist ekki á eðlilegum tíma. Um - sölu skreiðarinnar hafa brugðist vonir, bæði það, að af- skipun gengur treglega, og verð- ið á henni hefir lækkað frá í fyrra. Virðist því að skynsam- legt sé, að fara með varúð í þá verkunaraðferð á næsta ári, Nokkur óvissa ríkir um salt- fisksöluna ennþá, og í heild er óhætt að segja það, að heims- markaðsverð á þessum útflutn- ingsvörum okkar er heldur lækk- andi. Við fögnum þeim árangri, er F. í. B. hefir náð í baráttunni um löndun á fiski í Bretlandi, og vonum að framhald verði á við- skiptum sem þeir eru byrjaðir á við Dawson. Áreiðanlegt er, að við íslend- ingar verðum að nota okkur alla markaði, er við höfum komist inn á, fyrir útflutningsvörur okk- ar, því bezt fer á því að við get- um boðið vöruna í sem fjölbreytt ustu ásigkomulagi. I ávarpi mínu til aðalfundarins í fyrra, drap ég nokkuð á þann þátt, er íslenzkur sjávarútvegur á í því uppbyggingarstarfi, er unnið hefir verið á síðustu ára- tugum hér á landi. Ég vil aðeins undirstrika það, að frá mínu sjónarmiði séð, má þjóðin sízt vera án þeirra starfa eins og málum okkar er hagað, enda hef- ur þetta í mörgu verið viður- kennt af valdhöfum landsins fyrr og síðar. En barátta heildarsamtaka út- vegsmanna hefur beinzt að því, að þannig sé að þessum atvinnu- rekstri búið, að miðað við meðal- afla, geti hann borið sig. 15 ARA L. í. Ú. fyllir innan skamms 15. árið. Starfar það eins og kunnugt ér, í tveim deildum. Vélbátadeildin samanstendur af 29 útvegsmanna félögum með 385 meðlimum, sem hafa yfir að ráða skipastól, er nemur 14212 smálestum, að auki er í vélbátadeildinni 21 einstakl- ingur með skipastól, er nemur 1310 smálestum. I botnvörpuskipadeildinni eru 26 meðlimir, með skipastóþ er j nemur 32382 smálestum. En alls er fiskiskipastóll landsmanna! 57.091 smálest. Meðlimir L. í. Minning Þorsleins iónssonar bónda í Meiri-Tunmi Ú. hafa því yfir að ráða 83% af fiskiskipastól landsmanna iniðað við smálestatölu. Á það skal bent, að í þeim hagsmunamálum, er sambandið hefur unnið að, fyrir útvegs- menn, hefur aldrei verið gerður greinarmunur á, hvort útvegs-' maðurinn hefur verið meðlimur samtakanna eða ekki, en með vaxandi afskiptum sambandsins af hagsmunamálum stéttarinnar, hafa útvegsmenn fylkt sér undir merki samtakanna, þótt því verði ekki neitað, að á síðustu. árum hefir1 stjórnin ekki unnið eins mikið og æskilegt væri að út- breiðslustarfinu en það er nauð- 1 synlegt að bæði deildir og ein- staklingar innan samtakanna Framh. á bls. 10. 1 „Og nú fór sól að nálgast æginn og nú var gott að hvíla sig og vakna ungur einhvern daginn með eilífð glaða kringum sig. Nú opnar fangið fóstran góða og faðmar þreytta barnið sitt og býr þar hljótt um brjóstið móða og blessað lokað augað þitt“. (Þorst. Erl.). ELLEFTA þ. m. andaðist að Meiri-Tungu í Holtum, sæmdar- maðurinn Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi bóndi þar og organ- leikari, níutíu ára að aldri (f. 19. júlí 1863). „Eins og léttu laufi lyfti blær frá hjarni . .. .“ Þorsteinn var borinn og barn- fæddur í Meiri-Tungu (sem þá hét að vísu Moldartunga) og ól þar allan aldur sinn. Foreldrar hans voru Salvör Þorsteinsdóttir og Jón Bjarnason. Faðir Salvar- ar var Þorsteinn, bóndi á Arn- kötlustöðum Runólfssonar s. st. Berðnharðssonar. Traust bænda- ætt. — Jón, faðir Þorsteins, var sonur Bjarna á Sandhólaferju Gunnarssonar „smiðs“ s. st. Filippussonar, prest í Kálfholti (d. 17791, Gunnarssonar, lög- réttumanns í Bolholti Filippus- sonar. Síðari kona sr. Filippusar í Kálfholti og móðir barna hans, var Vilborg Þórðardóttir (Þórð- arsonar), bónda í Háfi og staðar- ráðsmanns í Skálholti í tíð Jóns biskups Árnasonar. Einnig hafi Þóður sá verið ritari Árna Magn- ússonar, handritasafnara. Kona Gunnars, „smiðs“ á „Ferju“ (d. 1805), var Þórunn Ingimundardóttir, prest í Gaul- verjabæ, voru þau bræðrabörn. En kona Bjarna á „Ferju“, var Valdís Jónsdóttir frá Sauðholti, Gíslasonar. Ætt þessi hefur verið nefnd Ferjuætt. Er í henni margt fjör- og gáfumanna, einnig hagleiks- menn. Ekki er hægt að minnast svo Þorsteins í Meiri-Tungu, að ekki sé getið Bjarna, bróður hans, fyrrverandi oddvita í Meiri- Tungu, svo þétt hafa þeir staðið hlið við hlið, í blíðu og stríðu, í nær 90 ár. Þeir misstu ungir föð- ur sinn og tóku þá þegar að hjálpa möður sinni, efnalítilli að halda áfram búskap. Reyndi því snemma á manndóm þeirra. Voru þeir hennar stoð og stytta meðan hún hélt búi og þeir orðnir full- tíðamenn. Síðan bjuggu þeir bræður fé- lagsbúi um skeið og komust þá þegar í röð „betri bænda“ að efnum og ekki síður að áliti. Var svo sem auðvitað, að þeir voru kosnir og kjörnir til flestra virð- ingarstarfa í sveit sinni, hélzt svo jafnan þar til elli bannaði. Og enn í dag eru heimili þeirra j bræðra sem eitt væri, því hús þeirra snúa gafli að gafli, eins og þeir bræður sneru jafnan bökum saman í lífsbaráttunni. — Hafa þeir í rauninni alltaf búið félags- búi. En nú hefur sá, er ráðin hefur, aðskilið þá um sinn. Þorsteinn var sannur gæfu- maður. Hann var frábærlega vin- sæll maður. Að vísu ekki víð- kunnur, en því betur þekktur af vinahópi sínum. — Stærstu ham- ingju sína taldi Þorsteinn kvon- fang sitt. Kona hans var Þórunn Þórðardóttir, alþingismanns, frá Hala í Ásahreppi. Bjuggu þau saman í mjög ástríku hjónabandi í fimmtíu og tvö ár og eignuðust þrjú börn, sem reyndust þeim til síðustu stundar svo sem bezt verður ákosið. Náin frændsemi j var með þeim hjónum, bæði af hinni kunnu „Ferjuætt“. Börnj þeirra eru þessi: Þórdís, gift Ragnari Marteinssyni. Búa þau í i Meiri-Tungu og eiga tvö börn. Kristjón, einnig í Meiri-Tungu, og Þórður, póstþjónn í Rvík. Þórunn, kona Þorsteins, er lát- in fyrir rúmum tveim árum (d. 27. maí 1951). Var Þorsteinn þá blindur orðinn. Hefðu því síðustu árin orðið honum döpur og dauf, ef hann hefði ekki verið um- kringdur af þvílíkum vinahópi, er hann átti, og ekki átt sína léttu og glöðu lund, sem entist honum til hins síðasta. Ekki efaði Þor- steinn endurfundi þeirra hjóna, því hann var trúaður maður. Þorsteinn var mannkostamað- ur. Hjartahlýr, hjálpfús, velvilj- aður, raungóður, viðmótsglaður, gamansamur, hughreystandi og gestrisinn með afbrigðum. Allir þessir mannkostir prýddu Þor- stein um ævina. Vil ég nú leitast við að finna þeim orðum stað. Ef vanda bar að höndum í ná- grenninu, ef leita þurfti læknis, ef hjálpa þurfti skepnum, t.d. kú eða á við burð, þá var leitað til Þorsteins Hann var fljótur til hjálpar og hafði sjálfur „læknis- hendur“. Átti og góða hesta og taldi ekki sporin þeirra eða strá- in í þá. Væri heys vant í vorharð- indum var einnig leitað til þeirra Meiri-Tungu-bræðra. Þá var það og ekki ótítt að uppgefin gamal- menni og lasburða fólk kysi að eyða síðustu æviárum sínum í Meiri-Tungu. Töldu þau sér þar vel borgið við glaðværa lund „húsbóndans" og nærgætni hús- móðurinnar, sem og var ljós- móðir. Einn er ótalinn eðliskostur Þor steins, já, raunar fleiri. Hann var Ijóðelskur, söngvinur. Nam og á yngri árum orgelspil, fyrstur manna þar um slóðir. Spilaði svo í mörgum kirkjum um árabil og skemmti mörgum með söng, bæði í kirkjum og heima í Meiri- Tungu. Varð og mörgum gesti tafsamt þar, er Þorsteinn var seztur við organið, spilaði og söng. Sjálfur hafði hann þó ekki sízt ánægju af að skemmta öðrum og gleðja. En ekki var trútt um, að hjú- um Þorsteins þætti hann stund- um koma seint á teig er gestir voru staddir hjá honum. En í þann tíð, — þ.e. kringum síðustu aldamót, — þótti það sjálfsagt að húsbóndinn fylgdi hjúum sínum á teig og af. En þetta var strax gleymt þeg- ar Þorsteinn kom, raulandi nýtt lag, með spaugs- og gamanyrði á vörum. Vinur Þorsteins, séra Ragnar í Fellsmúla, sagði í ágætri afmæl- isgrein um -hann níræðan, að í barnsvitund sinni hafi sér fund- izt, að í kringum Þorstein i Meiri Tungu væri alltaf sólskin. Þetta var vel og rétt mælt. Það var alltaf birta í fylgd með Þor- steini. Húsbóndi og heimilisfaðir var hann ætíð mildur og hlýr. Laus við alla sítingssemi og nurr — Skipaði aldrei til verks heldur bað. Hjúum var því mjög Ijúft að vinna hjá honum, og ég full- yrði að honum notaðist vel að vinnu þeirra. Ég hef nú dvalizt nokkuð hjá mannkostamanninum Þorsteini í Meiri-Tungu, en minna rætt um bóndann og búmanninn, sem þó mætti margt gott segja um Að vísu var Þorsteinn enginn stór- bóndi eða „burgeis“, meðan var og hét, en þó ávallt velmegandi og veitandi. Hann var og orðinn aldraður maður, er byltingin í landbúnað- inum hófst. Þó lifði hann það, að sjá þýft tún og útjörð breytast í vélrækt- að land og heyfeng aukast og margfaldázt á eignarjörð þeirra bræðra, Meiri-Tungu, svo að nú eru þar þrjú bú jafngóð einu er áður var. Grundvöllinn að þess- ari ræktun höfðu þeir bræður lagt með þúfnasléttun gamla tím- ans. Framh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.