Morgunblaðið - 28.11.1953, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.11.1953, Blaðsíða 9
Laugardagur 28. nóv. 1953 MORGVNBLAÐIÐ 9 Kristján EKdjárn Þjóðminjavörðu s HUGLEIÐINGAR UM ODDAKIRKJIJ LKKI alls fyrir löngu fór ég austur að Odda á Rangárvöllum til þess meðal annárs að athuga, hvort þar væri enn að sjá í kirkjugarðinum legsteina þá, sem séra Jón Steingrímsson segir, að Guðmundur snikkari Guðmunds son, langafi sinn, hafi höggvið. í garðinum eru nokkrir steinar írá 17. öld, Og má vera, að séra Jón eigi við þá, en þó er aðeins einn þeirra að handbragði veru - lega líkur verkum Guðmundar. Svipar honum mjög til sumra steinanna í Hólakirkju, en mjóg er hann nú máður orðinn, enda var hann að sögn hafður fyrir varinhellu við kirkjuna um tíma. Segir nú ekki meira frá steinum þessum að sinni. Ég notaði tækifærið til þess að heilsa upp á kirkjuna og kirkjugripina. í kirkjunni hafa nýlega orðið mikil umskipti. Kirkja sú, er nú stendur á staðn- um', er timburkirkja og ekki gömul að árum. Hún var full- byggð og vígð 1924. Gerð var hún að mestu eftir uppdrætti Guðjóns Samúelssonar, en illa hefur til tekizt um smíðina, því að kirkjan var eftir ein 25 ár orðin svo af sér gengin, að til vandræða horfðL Nú hefur söfnuðurinn austur þar hrundið af sér þeim vanda með sæmd og prýði. Gert hefur verið við kirkjuna frá rótum, og hefur Guð mundur Þórðarson smiður stjórn- að því verki. Jafnframt viðgerð- inni voru gerðar þó nokkrar breytingar á kirkjunni, sem allar miða henni til fullkomnunar. Kórinn stækkaður til muna og grátur með pílárum settar fyrir altari, bætt við sönglofti með pílárum fremst í kirkju, bekkir allir smíðaðir af nýju. Allt þetta nýsmíði hefur Bjarni Pálsson á Selfossi teiknað Og allt er það mæta smekklegt. Slík endurbót eða fullkomnun á því sem næst nýju húsi, sem upphaflega var smíðað af vanefnum, á ekkert skylt við þær breytingar, sem stundum eru gerðar á gömlum kirkjum til þess eins að elta tím- ans tízku í einstökum atriðum eða að öllu leyti, eins Og þegar Eessastaðakirkja var fyrir nokkr um árum afklædd sínum æru- verðuga búningi, svipt sínum og staðarins söguminjum, en færð aftur í sögulausan og ofsadýran tízkubúning árabilsins 1940—’50. Við dálitla umhugsun munu skynsamir menn skilja, hve óvið- eigandi það er í alla staði, ef hver kynslóð hyggst að endur- semja kirkjurnar að sinnar tíðar hætti. Verk fyrri manna, þau sem sæmilega eða ágætlega eru hejþpnuð, ber að virða, en ekki óvirða, og væri vel, að menn legðu sér þetta á minni á vor- um dögum, þegar margir söfn- u'ðir eru fullir áhuga á að bæta og fegra kirkjur sínar. Sá áhugi er góður, en honum verður að fylgja sanngjörn tillitssemi við sögulegan rétt fyrri tíma verka. Oddakirkja var hvít og köld. Nú hefur hún verið máluð, utan sem innan. Það verk hafa unnið Jón Björnsson málarameistari í Reykjavík og kona hans Gréta Björnsson, listmálari. Einstak- lega vel virðist mér þeim hafa farið þetta úr hendi. Veggirnir eru gulbrúnir með hrjúfri áferð, loftið með gráum litum, gólfið brúnt. Pílarar í grátum og söng- lofti eru marglitir að gömium þjóðlegum hætti, prédíkunarstóll blágrár með merkjum guðspjalla mannanna. Bekkir eru bæsaðir, en ómálaðir að öðru en hófsam- legum skrautrósum á brúðum. Til vinstri við kór, þegar inn er horft, er veggmálverk af hinum forna verndardýrlingi Odda- kirkju, heilögum Nikulási, með skip sitt, en yfir kórboga þessi áletrun: Gloria in excelsls deo- Oddakirkja eftir viðgerðina, Laudamus te. Adoramus te. Glorificamus te. Á veggjunum eru ljósastjakar úr járni sem Gréta Björnsson teiknaði og Bjarnhéðinn Guðjónsson, járn- smiður á Hellu, smíðaði sérstak- lega fyrir kirkjuna. í alla glugga hafa verið settar margvíslega litaðar glerrúður, að frumkvæði séra Arngríms Jónssonar. Það er hlýlegt og viðfeldið að koma inn í kirkjuna, litirnir eru hógværir Og samstilltir vel. Allur svipur kirkjunnar býður af sér þann þokka, sem vitnar um alúð og nærfærni þeirra, sem verkið unnu. Veggir kirkjunnar eru ljósir utan, en þakið koparbrúnt. Menn ættu að hugsa sig um tvisvar, áður en þeir mála þök húsa sinna þeim fagurrauða lit, sem margir telja lýta íslenzka manna byggð hvað mest nú á dögum. Á liðnum frægðaröldum stað- arins í Odda hefur eflaust oftast staðið þar veglegri kirkja en þessi. Árið 1845 var rifin stór og vönduð útbrotakirkja, sú er myndin er af í ferðabók Mac- kenzies. Hún var þá 80 ára og hefði sennilega getað staðið enn, ef vel hefði verið að henni búið. í Oddakirkju var eitt sinn fjöldi góðra kirkjugripa. Margir þeirra eru nú glataðir, aðrir eru í Þjóð- minjasafni, en nokkrir eru enn í séð inn eftir kirkjunni. — — (Ljósm. Pétur Thomsen). I kirkjunni. Kaleika tvo forna og ágæta á kirkjan, og er annar með gröfnum, helgum myndum á stétt, en hinn með víravirki eins og kraftaverkakaleikurinn álfa- nautur á Breiðabólstað. Róðu- kross fornan á kirkjan, fágætleg- an grip. Enn er að nefna skírnar- sá mikinn, útskorinn úr tré. Þetta er afar einkennilegur gripur, cem kirkjan eignaðist rétt eftir 1800. Hann hefur smíðað Ámundi Jóns son smiður, þekktur maður á sinni tíð. Skírnarsár þessi hefur nú verið leystur úr áiögum, sem á honum hvíldu um sinn. Þeir hafa eignazt bleika málningu í Odda einhvern tíma á 19. öld og smurt henni ofrausnarlega á ýmsa gripi kirkjunnar, svo sem enn má sjá á nokkrum hlutum í Þjóðminjasafni. Me^al annars var skírnarsár Ámunda færður í líkklæði þessarar málningar. En Ámundi hafði málað hann mörgum fögrum litum, eins og vandi hans var um útskorið kirkjuskraut. Nú hefur frú Gréta Björnsson numið bleika litinn af, fundið upphaflegu litina og rtjál- að allan sáinn eins og Ámundi hafði gert í öndverðu. Hið gamla hagleiksverk er risið upp frá dauðum. Sá sem dytta vill að görnlum kirkjugripum, skal sýna honum þjónslund, en ekki gera sig að herra hans. Gaman hefði verið að sjá hér í kirkjunni hinn gamla prédikun- arstól, sem til var í Odda fram undir síðustu aldamót. Séra Þor- leifur Jónsson lagði kirkjunni þennan stól 1662. Hann var með bilætasmið og „mörgum djöfl- um“, og fleira útvegaði prestur kirkjunni af sams konar smíði. Eftir því sem næst verður kom- izt, hefur þessi prédikunarstóll verið seldur Jóni konsúl Vída- lín, en hvernig sem á því stend- ur, er hann ekki meðal þeirra gripa, sem Þjóðminjasafnið fékk eftir Vídalínshjónin, og ekki ljóst, hvað af honum hefur orðið. Þannig hefur þessi merkisgripur glatazt, af því að hann var ekki að hverfulum smekk seinni hluta 19. aldar. Ef hann væri til enn, 1953, mundi hann að líkindum í hávegum hafður, því að sennilega hafa ekki verið á honum djöflar, heldur hefur þetta verið barokk- smíð með hinum einkennilegu afskræmisgrímum eða skrýtilegu greppitrýnum, sem eru veiga- mikið stílatriði barokkstíls. Vís ast hefur enginn annar en sjálfur Guðmundur snikkari, meistari skírnarfontsins á Hólum, smíðað þessa barrokkhluti fyrir Odda- prest, því að í Odda hefur Guð- mundur áreiðanlega starfað, eins og ég drap á í upphafi og fleiri dæmi sýna. Oddakirkja er hvorki stór né sérlega merkileg, og betur væri stærra guðshús í samræmi við forna frægð staðarins. En full- nægjandi mun þessi kirkja sem sóknarkirkja safnaðarins enn um langa hríð, og með góðu viðhaldi eiga litlu, íslenzku trékirkjurn- ar að geta enzt lengi. Og ánægju-* legt er, úr því sem komið var, hve giftusamlega hefur tekizt um viðgerð þessarar kirkju og málningu. Allir hafa þar vel að unnið, og ekki. mun presturinn i Odda, séra Arngrímur Jónsson, haf sofið á verðinum, meðan á verkinu stóð. Gott er að loknm, að kauptúnsbúar í Oddasókn vilja hafa kirkju sína á hinum fornhelga stað, én ekki flvtja hana í bæinn. Það eru vandræði, þótt vorkunnarmál geti verið, þegar kauptúnin draga til sín kirkjurnar af þeim grunni, sem þær haf staðið á frá upphafi kristni í landinu. Ástæðurnar ern ekki alls staðar jafnríkar og stundum ekki annað en angi af hinni gömlu baráttu holds gegn anda. En líta ber með sanngirni á málefni hverju sinni, áður en afstaða er tekin. Kristján Eldjárn. Verður vegurinn um Siglu- fjarðarskarð lagður niður Og þess í sfað ekið um Sfrákð og Úifsdali LÖGÐ hefur verið fram í Sameinuðu þingi tillaga til þingsálykt- unar um athugun á hentugu vegarstæði milli Siglufjarðar og Skaga- fjarðar. Tillöguna flytja þeir Einar Ingimundarson, þingmaður Sigl- firðinga, Jón Sigurðsson og Steingrímur Steinþórsson, þingmenn Skagfirðinga og Gunnar Jóhannsson. Samkvæmt tillögunni skal ríkisstjórnin hafa látið fara fram rannsókn á því fyrir 1. okt. 1954 með hvaða hætti Siglufirði verði komið í varanlegt samband við Skagafjörð (Fljót). Skírnarsár, útskorinn og málaður af Ámunda smið Jónssyni (d. 1805) í greinargerð fyrir tillögunni segir svo: Vegur sá, sem nú tengir sam- an Siglufjarðarkaupstað og yzta hluta Skagafjarðarbyggða að austanverðu (Fljót) og liggur um Siglufjarðarskarð, hefur valdið Siglfirðingum og raunar Skag- firðingum einnig hinum mestu vonbrigðum. Hefur raunin orðið sú, síðan vegur þessi varð akfær árið 1947, að hann hefur aðeins orðið að notum í 2—3 mánuði um hásumarið, 3—4 mánuði er bezt lætur, er snjóalög eru lítil og vorhlýindi, eins og t. d. var á síðastliðnu vori. Á hverju vori er varið til þess tugum þúsunda að ryðja snjó af veginum í Siglu- fjarðarskarði og dæmi eru tii þess, að byrja þarf aftur að ryðja snjó af honum í ágústmánuði til þess að halda honum opnum til umferðar eitthvað fram eftir hausti. Má af þessu marka, að af vega- sambandinu um Siglufjarðar- skarð er Siglfirðingum og Skag- firðingum allt of lítil samgöngu- bót, eins og því sambandi er nú háttað. Hins vegar er þess að gæta, að úr Skagafirði, einkum austur- og ytri sveitum fjarðar- ins, fá Siglfirðingar langmest af landbúnaðarafurðum, sem þeir neyta. Má geta þess, að á þessu ári munu þeir kaupa þaðan mjólk, kjöt og aðrar landbúnaðar afurðir fyrir a. m. k. 4 milljónir króna. Megnið af þessum afurðum hef ur þurft að flytja með skipum fram að þessu vegna hins ófull komna vegasambands, og er aug- Ijóst, að slíkir flutningar eru miklu óhentugri og fyrirhafnar meiri en landflutningar og koma sér auk þess mjög illa vegna hættu á skemmdum sumra vöru- tegunda við slíka flutninga, t, d. mjólkur og sláturs um sláturtím- ann á haustin. Að minnsta kosti 8—9 mánuði ársins slitna Austur-Skagfirðing- ar úr öllum beinum tengslum við Siglufjörð og koma ekki afurðum sínum á markað, t. d. mjólk, né geta notað leiðina um Siglufjarð- arskarð til aðdrátta, en á Siglu- firði afla þeir sér að jafnaði ýmissa nauðsynja, t. d. kola og annars eldsneytis. Af framansögðu ætti að vera ljóst, að bættar samgöngur á landi milli Siglufjarðar og Skaga fjarðar eru hið mesta nauðsynja- mál, engu síður fyrir landbúnað- arhéruð Skagafjarðar en Siglu- fjörð. Leiðin um Siglufjarðarskarð er snjóþung mjög, enda liggur veg- urinn þar í um 600 metra hæð, sprengdur og grafinn inn í bratt- ar hlíðar og ófærur. Er vegurinn mjög brattur og seinfarinn og veldur miklu sliti á bifreiðum. Til er önnur leið, snjólétt, en ógreiðfær milli Siglufjarðar og Fljóta, út með Siglufirði að vest- an, um svo nefnda „Stráka“, Úlfsdali, og síðan iiin með Skaga- firði yzt og austast um svo nefnda Almenninga fyrir utan Hraun £ Fljótum. Er það þessi leið fvrst og fremst, sem flutningsmenn þessarar tillögu leggja til að at- huguð verði sérstaklega sem hugs anlegt vegarstæði milli Siglu- fjarðar og Skagafjarðarbyggða. Má í þessu sambandi benda á, að Ólafsfirðingar hafa nýlega hafizt handa um lagningu vegar fyrir Ólafsfjarðarmúla, þar sem. Framh. á bls 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.