Morgunblaðið - 17.03.1955, Blaðsíða 8
8
MORGVNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 17. marz 1955
orgmiWaMfojjJ
Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík.
Tramkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgOarm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlanda.
í lausasölu 1 krónu eintakið.
Rætt v/ð dr. med. Helga Tómasson um
Róandi lyf v/ð geðsjúkdómum
Largactyl og serpasile voru fyrst tekin í notkun hér á landi árið 1952.
Aumlegur skopleikur
EINS og kunnugt er svaraði
miðstjórn Framsóknarflokks-
ins fyrir skömmu tilboði Alþýðu
sambandsstjórnarinnar um mynd
un vinstri stjórnar, með fyrir-
spurn um það, hvaða þingstyrk-
ur væri hugsanlegur bak við slíka
stjórn. Hefur ekkert heyrzt um
það ennþá, hverju stjórn A.S.I.
hafi svarað þeirri fyrirspurn.
En í gær gerðust þau „stórtíð-
indi“ að Alþýðublaðið birti svar
miðstjórnar Alþýðuflokksins við
vinstristjórnarbeiðni Alþýðusam
bandsins. Er tvennt athyglisvert
í svari hennar. í fyrsta lagi það,
að Alþýðuflokkurinn lýsir yfir
því, að hann hafi þegar fyrir all-
löngu skipað nefnd til þess að
ræða við Framsókn um mögu-
leika á myndun ríkisstjórnar
„lýðræðissinnaðra íhaldsandstæð
inga“. f öðru lagi er það greini-
legt, að miðstjórn Alþýðuflokks-
ins telur að frumkvæði Alþýðu-
sambandsins um slika stjórnar-
myndun sé í fyllsta máta óviðeig-
andi og raunar hreinn slettireku-
skapur. Er m. a. komist að orði
á þessa leið um það í svarbréfi
hennar:
„Miðstjórnin sér hinsvegar
ekki, á hvern hátt Alþýðusam
bandið, sem er samband stétt-
arfélaga fólks úr öllum stjórn-
málaflokkum, gæti veitt sltkri
stjórn stuðning, þar eð aðeins
stjórnmálaflokkar og einstak-
ir þingmenn geta séð ríkis-
stjórn fyrir þingfylgi“.
Með þessum ummælum er
hreinlega tekið undir ummæli
Mbl. í Reykjavíkurbréfi s.l.
sunnudag. Þar var á það bent,
að Alþýðusambandið sé fyrst
og fremst ópólitískt samband
verkalýðsfélaganna í landinu,
sem byggð séu upp af fólki úr
öllum flokkum. Forysta þess
um myndun ríkisstjórnar sé
því hrein fjarstæða. Af bréfi
sambandsstjórnarinnar megi
greinilega marka, hversu ó-
svífnir kommúnistar og band-
ingjar þeirra séu i misnotkun
sinni á þessum hagsmunasam-
tökum launþega í þágu póli-
tískra klíkuhagsmuna sinna.
Undir þessa skoðun Morgun
blaðsins hefur miðstjórn Alþýðu-
flokksins tekið á ótvíræðan hátt.
Er auðsætt, að hún er ekkert
hrifin af brölti forseta Alþýðu-
sambandsins, sem hún fyrir
nokkru hefur hálfrekið úr flokkn
um, m. a. vikið honum úr verka-
lýðsnefnd flokksins.
Hjá því getur varla farið, að
aimenningur í landinu sjái nú
orðið, hversu aumlegan skopleik
hinir svokölluðu vinstri flokkar
leika um þessar mundir með hjali
sinu um myndun vinstri stjórnar.
Framsóknarflokkurinn lætur mið
stjórn sína lýsa yfir einlægum
fögnuði og ánægju með störf
núverandi ríkisstjórnar. Jafn-
hliða staglast Tíminn á því, að
stjórnarsamvinna við Sjálfstæð-
isflokkinn um öll þau miklu fram
faramál, sem ríkisstjórnin hafi
komið í framkvæmd og sé að und
irbúa framkvæmd á, sé hreint
„neyðarúrræði“. Þrátt fyrir
ánægju sína með afrek stjórnar-
innar lýsir Tíminn því þó yfir
s.l. sunnudag, að ómögulegt sé
að koma neinu góðu máli fram í
samvinnu við Sjálfstæðismenn.
Loks verður það deginum ljós-
ara af svari Framsóknar við
vinstristjórnarbeiðni Alþýðusam
bandsins, að hún telur hana út
í hött, og tekur afstöðu til hennar
í samræmi við þá skoðun.
Svo koma vesalings krat-
arnir og setja ofan í við fyrr-
verandi formann sinn,-1 sem
þeir nýlega hafa rekið úr
verkalýðsnefnd flokks síns og
segjast sjálfir hafa tekið frum-
kvæði um myndun vinstri
stjórnar með því að hefja við-
ræður við Framsókn um stjórn
arsamvinnu fyrir nokkrum
vikum! |
Þannig elta þessir flokkar sitt
eigið skott. Almenningur í land-
inu horfir á þennan leik undr- |
andi og með fyrirlitningu. Svo
augljós er loddaraskapurinn, !
fálmið og sundrungin.
Það væri annars ekki úr
vegi, að beina þeirri fyrir-
spurn til Alþýðublaðsins, við
hvað átt sé í svarbréfi mið-
stjórnar Alþýðuflokksins þeg-
ar talað er um „lýðræðissinn-
aða íhaldsandstæðinga“? Eru
kommúnistar taldir með í
þeirri fríðu fylkingu? En Al-
freð Gíslason, sem nýlega var
rekinn úr Alþýðuflokknum?
Er Hannibal, sem rekinn hef-
ur verið úr verkalýðsnefnd
flokksins, e. t. v. einn af þeim
„lýðræðissinnuðu íhaldsand-
stæðingum“, sem Haraldur og
Gylfi telja nú nauðsynlegt að
myndi ríkisstjórn með? i
Vonandi lætur Alþýðublaðið
ekki undir höfuð leggjast að i
svara þessum fyrirspurnum taf- |
arlaust. Almenningur á kröfu á
svari við þeim. I
Bevan reklnn
ÞINGFLOKKUR brezka Verka-
mannaflokksins hefur nú tekið
þá ákvörðun að víkja Aneurin
Bevan úr þingliði flokksins.
Kemur sú ákvörðun engum á
óvart. Bevan hefur um langt
skeið gengið gersamlega í ber-
högg við yfirlýsta stefnu flokks
síns í hinum þýðingarmestu mál-
um.
| Grundvallarmunurinn á stefnu
hans og hinni yfirlýstu stefnu
Verkamannaflokksins er í því
fólgin, að Bevan hefur viljað
ganga lengra í framkvæmd hins
fræðilega sósíalisma en mikill
meirihluti flokksbræðra hans. í
utanríkismálum hefur hann enn-
fremur hallazt meira að sam-
vinnu við Rússa en þeir Attlee og
Morrison, höfuðleiðtogar flokks-
ins.
i Óhætt er að fullyrða, að bar-
átta Bevans og klofningur sá,
sem hann hefur valdið í röðum
Verkamannaflokksins hafi þegar i
valdið flokknum miklu tjóni og
álitshnekki. íhaldsmenn hafa
getað notað hann sem grýlu gagn
vart þeim stóra hópi kjósenda
flokksins, sem enga trú hefur á
einlægni Rússa í alþjóðlegri sam- ;
vinnu. Það er einnig alkunnugt,
að mjög mikill hluti Verka-
mannaflokksins telur skynsam-1
legra, að farið sé frekar hægt í
baráttunni fyrir áframhaldandi
þjóðnýtingu.
Það kemur nú til kasta mið-
stjórnar flokksins að taka á- I
kvörðun um, hvort hún vill
gera Bevan algjörlega flokks-
rækan. En miklar líkur eru
til að sú ákvörðun verði tek-
in. —
UNDANFARIÐ hafa birzt í ís- 1
lenzkum blöðum greinar,
þýddar úr erlendum ritum, er
fjallað hafa um læknislyf við geð-
sjúkdómum. Af greinum þessum
hefir mátt draga þá ályktun, að
hér væri um algerar nýjungar á
sviði læknavísindanna að ræða.
í tilefni þessa hefir Mbl. leitað
upplýsinga hjá dr. Helga Tómas-
syni, yfirlækni á Kleppi. Kom þá
í ljós, að lyf þessi hafa verið not-
uð hér á landi í nokkur ár.
★ LARGACTIL OG
SERPASIL
Er hér um að ræða tvennskon-
ar lyf: Largactil eða chlorproma-
zine og serpasil eða Rauwolfia
serpentina
Largactil var upphaflega sett
saman í Frakklandi og reynt þar
á árunum 1949 til 1952. Var það
fengið í fyrstu hingað til lands-
ins sem nafnlaust sýnishorn til
reynslu. Var í fyrstu álitið, að
lyfið hefði fyrst og fremst lam-
andi áhrif á vissar taugastöðvar,
en síðar kom í ljós, að það hefir
einnig áhrif á vissar stöðvar í
heilanum. Lyfið verkar mjög
róandi.
í mörgum tilfellum batnar
sjúklingnum, ef mögulegt er
að halda honum rólegum nógu
lengi fyrir áhrif largactilsins.
Þó er ekki talið að largactilið
grípi a ðrótum sjúkdómsins,
heldur aðeins stuðli að því,
að önnur bataöfl í líkamanum
fái notið sin.
Þó að sjúklingnum batni á
meðan hann notar lyfið, þá eru
þau tilfelli miklu fleiri þar,
sem lyfið nægir aðeins til að
stilla sjúklinginn um stundar-
sakir, og gildir þetta einkum
XJefvakandi ábrijar:
Segja sínar farir
ekki sléttar.
ÞRÍR smáir“ hafa skrifað mér
á þessa leið:
„Kæri Velvakandi!
Við erum hér þrír, 19 ára, sem
biðjum þig að ræða um eftirfar-
andi atriði í dálkum þínum, at-
riði, sem full þörf er á, að rætt
sé um. Við höfum mjög gaman af
að dansa og förum því alloft á
ýmsa veitingastaði bæjarins, þar
sem dansað er. — Við vorum allir
því fylgjandi, að vínveitingaleyfi
væri komið á í samkomuhúsum,
enda þótt enginn okkar smakki
vín. En nú eftir afnám haftanna
hefur komið í ljós, að stórlega er
hallað hlut okkar gosdrykkja-
neytenda.
Kvartanir.
OG „þrír smáir“ bera upp um-
kvartanir sínar í eftirfarandi
liðum:
1) Nú fáum við ekki lengur
borð á sæmilegum stað. Þó að
auglýst sé, að borð séu ekki tekin
frá, halda þjónarnir flestum borð
unum handa þeim, sem líklegastir
eru til að kaupa mikið vín.
2) Enn kostar gosdrykkjaflask-
an 10 krónur, þrátt fyrir vínveit-
ingar.
. í............
3) Dyraverðir neita okkur um
inngöngu á „restauration", þar
sem við höfum ekki náð 21 árs
aldri, á sama tíma, sem vínkærir
jafnaldrar okkar, stórir eftir
aldri, dansa um gólfið!
4) Þjónar sýna okkur ekki
almenna kurteisi.
5) Samkomuhús eitt tekur kr.
15 í inngangseyri á dansleik milli
kl. 3,30—5 (innifalið 1 flaska af
gosdrykk og fatageymsla) meðan
önnur hús hafa aðgang ókeypis.
Þeir ölkæru sitja fyrir.
UNDANTEKIN dæmi eru tekin
af handahófi. Þá getum við
nefnt dæmi frá öllum veitinga-
húsum þeim, sem við komum í
að staðaldri. Ekki hirðum við um
að nefna hér nöfn þeirra. Þó
myndum við að sjálfsögðu gera
það, ef þú eða aðrir vildu fá þau
uppgefin. — Virðingarfyllst. —
„Þrír smáir“.
Þetta er raunasaga ungu pilt-
anna þriggja og munu þeir því
miður ekkert einsdæmi. Þannig
er það alkunna, að stúlkur, sem
koma saman tvær eða fleiri á
skemmtistað hér í Reykjavík, þar
sem vín er veitt, verða iðulega að
þola misrétti og skeytingarleysi
frá hendi þjónanna, sem sjá rétti-
lega út að gott og skemmtilega
sett borð muni ávaxta sig betur í
höndum ölkærra viðskiptavina,
sem ekki sjá í krónuna fyrir
dropann. Þetta er staðreynd, sem
öllum þeim, sem hér til þekkja,
er fyrir löngu kunn. Hún er svo
sem alls ekki ný bóla. En engin
er furða, þótt þeim, sem verða
fyrir slíku ranglæti, þyki súrt í
broti, enda algerlega óafsakari-
legt framferði af hálfu veitinga-
húsanna.
Vill sinfóníutónleikana
i heild.
TÓNLISTARVINUR skrifar:
„Gæti ekki okkar kæra
Ríkisútvarp séð sér fært að út-
varpa í heild tónleikum Sinfóníu-
hljómsveitarinnar úr Þjóðleik-
húsinu, í staðinn fyrir að skera
þá í tvennt og útvarpa síðari hlut
anum einhverntíma seint og síðar
meir af segulbandi. Ekki er það
nú hvort sem er svo ýkja oft, sem
þessir tónleikar fara fram, að
það ætti að valda óhæfilegri rösk
un á hinni daglegu útvarpsdag-
skrá. Við, sem einhverra hluta
vegna höfum ekki tækifæri til að
fara í Þjóðleikhúsið til að vera á
tónleikunum fyndist notalegt að
geta hlustað á þá í rólegheitum
heima hjá okkur — eins og þeir
leggja sig. Efnisskráin er oftast
þannig valin og niðurröðuð, að
þægilegt samræmi sé í henni fyr-
ir áheyrandann, sem heyrir þá
alla, bæði fyrri og síðari hluta,
en slíku er auðvitað ekki að
heilsa með útvarpshlustandann,
sem heyrir aðeins þann fyrri. —
Botninn dettur úr í miðju kafi.
— Vildi ekki háttvirt útvarpsráð
taka málaleitan mína til vinsam-
legrar athugunar? — Tónlistar-
vinur“.
Ósk bréfritara míns er hér með
komið á framfæri.
Merkið, sem
klæðir landið.
um langvarandi eða lítt lækn-
anlcga geðsjúkdóma.
★ NOKKUR ÁRANGUR —
EN ÓVISS
Nokkur árangur hefir sézt af
notkun þessara lyfja hér. Bæði
heíir sjúklingum batnað og auð-
veldara hefir verið að róa óvið-
ráðaniega sjúklinga. En ekki er
samt hægt að segja með vissu, að
árangurinn af notkun þessara
lyfja sé meiri en af öðrum lyfj-
um, er þegar voru fyrir hendi. -
Ef tirköst?
í sumum tilfellum getur notkun
? .. V 1* j
largactil haft í för með sér tals*
verð óþægindi fyrir sjúklinginpj
er fyrst og fremst orsakast af þvi^f.'^
að blóðþrýstingurinn fellur mik- ,
ið. Sjúklingnum er hætt við yíir-'"'
liði, ef hann rís upp og getur ekki
brugðið eins snögglega við og
ella. Einnig getur notkun lyfsíná
haft í för með sér nokkr-á^,;'iJ
skemmdir á lifrinni og vissU!Í|ííí|
heilastöðvum, þannig að lyfið er
langt frá því að vera meinlaust '
og nauðsynlegt er að nota þáð
undir nákvæmu lækniseftirliti'og
í tiltölulega litlum skömmtum, Sa:
tími er liðinn, er lyfið var notað
í svo stórum skömmtum, að
sjúklingarnir gátu varla hreyft';
sig. Fyrst í stað var álitið, að
hér væri um „lækningu" að ræða^
en síðar kom í ljós, að það vorui
eiturverkanir.
Hinsvegar hefir lyfið reynzt
mjög gagnlegt til að róa sjúkl-
inga, er voru allt að því óvið-
ráðanlegir.Hefir lyfið t.d. orðið
til þess, að læknar, er mikið
notuðu rafrot við óviðráðan-
lega sjúklinga, hafa horfið frá
notkun þess og tekið að nota
largactyl, þar sem það er álit-
ið áhættuminna.
★ SERPASIL
Serpasil, Reserpin eða Rau-
wolfia sev'pentina, er aftur á
móti mjög lítið eitrað, þó að
það sé upprunalega unnið úr
slöngueitri. Hefir það verið notað
mjög lengi í Indlandi við alls-
konar kvillum, einkum blóðrásar-
kvillum, of háum blóðþrýstingi
og þess háttar.
Lyf þetta barst til Evrópu fyr-
ir 8—10 árum og var notað í
fyrstu við of háum blóðþrýstingi,
Kom þá um leið í ljós, að það
hafði róandi áhrif, dró úr kvíða
og minniháttar þunglyndisein-
kennum, og var því tekið að nota
það við geðsjúkdómum.
Varla er hægt að segja, að telj-
andi eftirköst verði af notkun
serpasilis, enda er það mun veik-
ara en largactilið.
Serpasile er ekki aðeins
skaðlítið heldur einnig ódýrt
og hefir komið að haldi við
fleiri sjúkdóma en ætlað var
í upphafi og notkun þess þvi
farið hraðvaxandi.
Hvað geðsjúkdómum við-
vikur grípur það ekki fremur
að rótum sjúkdómsins en
largactil, en getur stuðlað að
bata ásamt öðru, sem kann að
vera gert til að lækna sjúk-
linginn.
— Hvenær voru lyf þessi tekin
í notkun hér?
— Á árunum 1952 til 1953.
Largactilið fengum við frá Frakk
landi eins og áður er sagt, en
Rauwolfia serpentina frá Bret-
landi.
— Hvernig hafa læknar hinna
Norðurlandanna snúizt við lyfj-
um þessum?
— Það mun vera notað tals-
vert á Norðurlöndum nú orðið,
en þó hefir mér skilizt, að við
höfum verið allt að því ári á
undan þeim.
— Hvað er um fleiri samsvar-
andi lyf að segja?
Framh. á bla. 12