Morgunblaðið - 02.08.1958, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.08.1958, Blaðsíða 13
Laugardagur 2 ágúst 1958 13 # sól á ísafirði Eitt og annað um þing Skógrœktar- félagsins og skógrœkt i. ÍSAFJÖRÐUR! Undarlega val- inn staður fyrir skógræktarfund. Er þar nokkur áhugi á skóg- rækt? Er unnt að vekja hann hjá sægörpunum vestfirzku? Og síðast en ekki sízt: Eru nokkur skilyrði til að rækta skóg á þess- um norðvesturhjara? Eru þar ekki fyrst og fremst ber fjöll og brattar skriður og lágar sand- eyrar, sem sælöðrið þýtur yfir, hvenær sem hreyfir vind? Þannig hugsar skógræktar- maður, — alls-ókunnugur á Vest- fjörðum áður en hann kemur þangað. En skoðun hans er breytt eftir að hann hefur kom- ið i Tunguskóg, gengið í Skrúð séra Sigtryggs á Núpi, horft yfir skóginn í botni Dýrafjarðar og setið í garði Simsons ljósmynd- ara, hins ókrýnda konungs vest- firzkra skógræktarmanna. II. Annars ætlaði það ekki að ganga greitt að komast vestur. — Ætlunin var að mæta fimmtu- daginn 3. júlí, en þá var ekkert flugveður. Á föstudaginn birti til eftir hádegið, svo að hægt var að setja fundinn um kvöldið. Voru þar komnir saman 40—50 manns, og fleiri urðu fundar- menn ekki, því að flugvél, sem kom frá Reykjavík eftir mið- nættið, gat ekki lent fyrir þoku. Á kvöldfundinum vannst ekki tími til annars en flytja skýrslur og lesa reikninga. Kom þar ekki fram neitt sögulegt umfram það, sem þegar hefur verið getið í blöðum og útvarpi. — Að lok- um var svo skipað í nefndir og lagðar fram tillögur. Var þá komið fast að miðnætti og tóku menn á sig náðir, flestir í hús- mæðraskólanum, sem skógrækt- arfélag staðarins hafði útvegað til gistingar. Matur var fram- reiddur í Uppsölum og þótti góður. III. Laugardagurinn 5. júlí rann upp bjartur og blíður og fagur eins og svo margir dagar þessa blessaða sumars. — Var fundur settur árla og fluttu nú fulltrúar skógræktarfélaganna víðs vegar af landinu skýrslur um starfið heima í héruðunum. Víða — einkum í nánd við stærstu kaupstaðina — hafði verið unnið þróttmikið starf af bjartsýni og í glaðri trú á fram- tíðina og gróðurinn, sem vaxa mun í lundum nýrra skóga. En eitt kom fram hjá sumum ræðu- mönnunum, sem mun vera ýms- um góðum skógræktarmönnum nokkurt áhyggjuefni: Æskan rétt ir hér ekki fram sína örvandi hönd. Hún er ekki nógu vak- andi, ekki nógu virkur þátttak- andi í þessu starfi, sem heyrir þó fyrst og fremst framtíðinni til, sem kemur fyrst að gagni, þegar grónar grafir skýla gráum hærum nútímans. Þetta tómlæti æskunnar er mikið alvörumál, en eitt af skáldum fundarins (þau voru 3—4 eða jafnvel fleiri) brá á léttara hjal og kvað af þessu tilefni eftirfarandi vísu: Æskulýðinn eg helzt kaus okkar trú að boða, en margan skalla og hænuhaus hér má sjá og skoða. IV. Og svo leið fundartíminn með frekari skýrslum og greinargerð- um og umræðum. Allir sátu og hlustuðu með áhuga í svipnum og interessu í augunum. Ein- hvern tíma mundi þetta taka enda, og þá myndu allir fá að fara út og spóka sig einhverja stund í hvítu sólskini þessa há- sumarsdags. Svo kom fundarhlé — og eftir hádegisverðinn var ekið inn i skóg — Tunguskóg. Þetta er dá- samlegur staður, sem ljómaði allur af grósku í lognkyrru sól- sltininu og hitinn var allt að þvi óþægilegur, ef maður vildi nokkuð hreyfa sig. — Skoðaður var hinn fallegi reitur Skóg- ræktarfélags Isfirðinga. Þar er mikið af barrtrjám, sem fyrir nokkrum árum voru gróðursett í birkikjarrið og hafa dafnað vel. Sl. haust voru gró'ðursettar þarna u. þ. b. 27 þús. plöntur. Mun nú fullsett í girðinguna. — Annan skógarreit á Skógræktar- félagið innarlega í kaupstaðnum, í hlíðinni ofan við bæinn. Er unnið að plöntun í hann á hverju vori, og er hann á góðri leið með að verða hinn fegursti lundur. V. í Tunguskógi er sumarbú- staðahverfi ísfirzkra borgara. Litil og litfögur hús standa þar á víð og dreif um skógarbrekk- urnar og börnin leika sér í sól- skininu. — Á sunnudögum og á síðkvöldum sitja húsbændurnir úti á veröndunum, reykja pípur sínar, teyga að sér ilm bjark- anna og hlusta á nið fossanna, sem flissast niður eftir bröttum hlíðunum. Hér er Simson i sínu litla en fagra ríki. Það er unaðslegt að ganga um garðinn hans og virða fyrir sér hinar fjölbreyttu teg- undir af trjám og runnum og blómum, sem þarna standa öll í fagurlegri niðurröðun og inn- byrðis samræmi. Og fram á milli gróskumikilla laufríkra trjánna gægjast hvítar myndastyttur, sem baka sig þarna í miðdegis- sólinni. Allar þessar fígúrur hef- ur Simson sjálfur mótað, því að honum er margt til lista lagt. — Simson og frú bjóða öllum upp á kaffi úti í garði. Menn njóta veitinganna ennþá betur í þessu fagra umhverfi. öllum þykir mikið koma til þessa dásamlega reits og þeir samgleðjast þessum glöðu og gestrisnu hjónum, sem hafa ræktað þessa „blómstrandi lundi“ svo fjarri sínu brosandi föðurlandi. VI. A laugardaginn, að loknum fundarstörfum, er kvöldvaka. Það er venja skógræktarmanna og hafa þær stundum tekizt vel. En nú vantar marga sem hafa lagt fram drjúgan og góðan skerf á fyrri kvöldvökum. Kynnirinn — Guðbrandur Magnússon — er vestur í Ameríku, söngstjórinn — Þórarinn Þórarinsson — er heima, önnum kafinn við að undirbúa Eiðamót ■— og fleiri eru „löglega forfallaðír“. Vakan hefst með erindi Arngríms Fr. Bjarnasonar um ísafjörð og ná- grenni. Var það bæði skemmti- legt og fróðlegt, stóð á annan klukkutíma og leiddist engum. Þótti þetta vel gert af Arngrími, því að ekki fékk hann tilmæli um flutning erindisins fyrr en um hádegi sama dag. Var því naumur tími til undirbúnings. Aðrir liðir kvöldvökunnar verða ekki raktir. Þó verður að nefna vísnaþátt, enda hafa skóg- ræktarmenn jafnan haft nokkr- um hagyrðingum á að skipa. Tjl eins þeirra var eitt sinn kveðið fyrir mörgum árum: Þessum karli lætur létt að ljóða bragi hans er yrktur óðarhagi þótt allir skógar verði að flagi. Og á þessari kvöldvöku voru nokkrir, sem „lætur létt að ljóða bragi“. Þeir áttu að yrkja um ísafjörð. Hér skulu settar tvær stökur, sem bárust: Þegar burtu þokan fer þá er nokkurs virði að eiga stund með sjálfum sér í sól á ísafirði. og Á myndinni til vinstri sést Simson ljósmyndari á ísafirði ásamt konu sinni í hinum fallega garði þeirra í Tunguskógi við ísafjörð. Styttuna á milli þeirra, hefur Simson gert úr kassafjöl- um. Á myndinni til hægri er séra Sigtryggur á Núpi í skrúðgarðinum „Skrúð“. í Fann ég víða fegurð jarðar frjórri lönd og sléttur víðar en yndisþokki ísafjarðar á mig sækir fyrr og síðar. VII. Daginn eftir — á sunnudaginn — var fundarmönnum boðið i ferðalag vestur í Dýrafjörð. Heppnaðist sú ferð prýðilega og varð öllum þátttakendum til óblandinnar ánægju. Veður var hið bezta — kyrrt og milt, hæg- gerðar skúraleiðingar og skýja- belti í hlíðum. Lengst var farið í Haukadal með viðkomu á Kirkjubóli í Bjarnardal, Þing- eyri og Núpi. Þar var gengið í Skrúð með séra Sigtryggi og frú Hjaltlínu og síðan í kirkju, sung- inn sálmur og lesin ritningar- grein. Skógræktarfélag Isfirðinga bauð í ferð þessa og hafi það heiður og þökk fyrir. Stjórn þess félags skipa nú: Simson for- maður og auk hans Samúel Jóns- son, Bjargi, og Kjartan Jóhanns- son, héraðslæknir. Þegar heim var komið úr þessari ánægjulegu ferð var sezt að kvöldverði í Hótel Uppsölum í boði bæjar- stjórnar ísafjarðar. — Áður en þeim mannfagnaði lauk voru sumir fundarmenn flognir áleiðis til Reykjavíkur. Að lokum skulu Isfirðingum þakkaðar móttökurnar og þeim send kveðja — niðurlag á ljóði sem til þeirra var kveðið á kvöld vökunni: Heill og þökk, ármenn Isafjarð- ar! Heill og þökk, elskið gróður jarðar! Heill og þökk! G. Br. — Utan úr heimi Framh af bls. 8 Sjóliðsforingjar gengu á fund konungs Er talsíma- og ritsímasamband hafði v'erið slitið við höllina, gaf Kassem sjö liðsforingjum skipun um að fara á fund konungs. Borgin var þá þegar öll á valdi uppreisnarmanna. Liðsforingjun- um var hleypt inn í höllina, kon- ungur var vakinn og þess krafizt af honum, að hann segði þegar af sér. Feisal, sem ekki gat náð tali af föðurbróður sínum, féllst á þetta. Konungur fékk slæmt astmakast, en er hann hafði jafn- að sig, gekk hann inn í skrif- stofu sína til að skrifa undir af- sögnina. Þá tókst drottinhollum lífverði að vekja krónprinsinn, sem umsvifalaust gaf skipun um að veita viðnám, vopnaðist og flýtti sér á fund konungs. Liðsforingi, sem segist hafa tekið þátt í bardaganum, skýrði mér svo frá, að krónprinsinn og konungurinn hafi verið skotnir, er þeir flúðu út á svalirnar til að forða sér úr eldinum, er kvikn aði af völdum handsprengna. Auk þeirra voru móðir Abdul Illah og systir hans drepnar. Hins vegar er sagt, að konu krónprins- ins hafi verið sýnd vægð. Hafi hún særzt og verið flutt í sjúkra- hús. Sú saga hefir einnig gengið manna á milli í Bagdad, að krón- prinsinn hafi orðið svo ofsareið- ur, er konungurinn féllst á að segja af sér, að hann hafi sjálfur skotið Feisal. — ★ — Er Kassem barst fregnin um, að konungurinn hefði verið myrtur, gaf hann þegar skipun um, að þjóðinni skyldi tilkynnt í útvarpinu, að stund frelsisins væri runnin upp. Hins vegar var því haldið leyndu, hver hefðu orðið örlög Feisals. Hálfri klst. eftii fyrstu tilkynningu útvarps- ins mátti einna helzt líkja Bagdad við helvíti. Ein milljón manna — 70—80% þeirra ólæsir og óskrif- andi — fagnaði sigri. Kommúnisk slagorð skrifuð á húsveggi Múgnum var fengið í hendur lík krónprinsins, sem var hengt upp og limlest. Kommúnistar í höfuðborginni tóku nú að láta að sér kveða og skrifuðu slagorð sín á húsveggi. Kveikt var í brezka sendiráðinu. Myndir af Nasser voru hengdar upp, þar sem Kass- em var enn aðeins óþekktur her- maður. Forvígismenn byltingar- innar létu skrílinn fara sínu fram um skeið, en klukkan þrjú síð- degis var sett á útgöngubann, og öllum skipað að halda sig innan dyra. Herforingjarnir vildu láta líta svo út sem allt væri með kyrrð og spekkt í borginni, en það var þó ekki eina ástæðan fyrir útgöngubanninu. Mönnum Kassems hafði ekki enn tekizt að hafa hendur í hári Nuri es Saids. — ★ — Nuri var ekki að ástæðulausu kallaður „gamli refurinn“. Er forsætisráðherranum varð ljóst, að allt samband hans við um- heiminn hafði verið rofið, hljop hann niður í kjallarann í húsi sínu, dulbjó sig sem konu og fór eftir leynigöngum niður að ánni. í morgunsárinu sáu nokkrir her- menn gamla konu með slæðu fyr- ir andlitinu róa yfir ána í litl- um fiskibáti. Þetta var algeng sjón, sem menn veittu enga sér- staka eftirtekt. Nuri es Said fór huldu höfði í þrjá sólarhringa Byltingarmenn hafa verið mjög vel á verði, því að vinum for- sætisráðherrans tókst ekki að koma honum undan. En gamli stjórnmálamaðurinn var kænn, og honum tókst að fara huldu höfði í þrjá sólarhringa, áður en menn Kassems fundu hann fyrir framan Bagdadhótelið, þar sem hann var að revna að ná sér í leigubifreið. Hann var enn dulbúinn sem kona og dró þegar upp skammbyssu, en var um- Annríki hjá Loftleiðum 1 FRÉTT frá skrifstofu Loftleiða segir, að félaginu hafi borizt svo margar farbeiðnir, að það hafi nú ákveðið að koma á nokkrum aukaferðum í ágúst og septem- ber. Samið hefir verið við bandaríska flugfélagið American International Airways og verða aukaferðir frá meginlandi Ev- rópu til Bandaríkjanna 17. og 23. og 30. ágúst og 4. september. — Aukaferð verður farin frá New York til London 4. sept. Full- skipað er nú orðið i allar þessar ferðir. I ráði er að fara fleiri auka- ferðir frá meginlandi Evrópu til Bandaríkjanna um mánaðamót- in ágúst-september, en fullnaðar- ákvarðanir hafa enn ekki verið teknar um það. svifalaust skotinn til bana. Bylt- ingarmenn segja, að hann hafi verið jarðaður í kyrrþey, en skríllinn fann greftrunarstaðinn, gróf lík hans upp með höndunum einum saman og limlesti það hroðalega. — ★ — Nú situr hermaður við stýrið í írak — eins og á Spáni, í Júgó- slavíu, Frakklandi, Kína og Egyptalandi. Vestrænir stjórn- arerindrekar í Bagdad furða sig á því, hversu leifturskjótt hon- um tókst að hrifsa til sín völdin og ná yfirráðum í öllu landinu. Ótrúlega lítið var um blóðsút- hellingar í byltingunni —- að morðunum í konungshöllinni und anskildum. Aðeins nokkur hundr- uð menn voru drepnir og um 100 handteknir. Átta útlendingar voru drepnir auk brezka sendi- ráðsstarfsmannsins, sem skotinn var til bana. Skríllinn nam brott þrjá Bandaríkjamenn, þrjá Jórdaníumenn, Þjóðverja og Svisslending frá gistihúsi í Bag- dad, og ekki hefir fundizt tang- ur eða tetur af þeim. Vitað er, að ýmsir meðlimir hinnar nýju stjórnar íraks telja framferði skrílsins hafa verið landinu til mikillar hneisu. Margir almenn- ir borgarar telja morðið á kon- unginum svívirðilegt. Það er a. m. k. staðreynd, að stjórnin hefir reynt að ná í allar þær myndir, sem teknar voru, er skrílslætin stóðu sem hæst og lík krónprins- ins og forsætisráðherrans voru limlest. Það er henni bersýnilega mjög á móti skapi, að þær mynd- ir verði fluttar út úr landinu. Frá því um miðjan júli hefir hvert sæti flugvél- anna verið skipað á vesturleið, en farþegastraumurinn er nú ekki orðinn jafnstríður austur yfir hafið og í sl. mánuði, en þó eru flugvélar Loftleiða enn oftast nær mjög þéttsetnar á austurleiðinni. Gera má þó ráð fyrir, að í næsta mánuði dragi nokkuð úr ferðalögunum frá Ameríku, þar sem flestir kjósa að komast að heiman í júní- og júlímánuðum til þess að verja sumarleyfunum í Evrópu. Síðari hluta sumars vilja flestir. kom- ast aftur vestur á bóginn. STYKKISHÓLMI, 31. júlí — Vél- báturinn Brimnes hefir stundað reknetjaveiðar héðan að undan- förnu, og í gær kom hann með 130 tunnur, sem var allt fryst i hraðfrystihúsi kaupfélagsins. Hef ir báturinn þegar aflað um 1600 tunnur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.