Morgunblaðið - 26.10.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.10.1958, Blaðsíða 8
8 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 26. okt. 1958 Þegar fólk heyrði fréttirnar af sjúkdómi páfans hipaðist jjað til Péturskirkjunnar. Hér sést hópur sanutrúaðra krjúpa í bæn á Péturstorginu í Róm. . Rdmverskur harmur Eftir fréttaritara Mbl. í Róm RÓM, 13. okt. — í dag var Píus páfi XII. jarðsettur í Péturs- kirkjunni, og er þar með lokið hinni löngu og margbrotnu keðju af athöfnum, sem farið hafa fram vegna dauða páfans. Fráfall Píusar XII. setti Róm gersamlega á annan endann, ef svo má orða það. Fyrir þá, sem utan við standa, er slíkt tæplega skiljanlegt, einkum þegar haf-t er í huga, hve harmur fólksins var djúpur og almennur. En þegar bet er að gætt, er hér um fyrirbæri að ræða, sem á sér tvíþættar orsakir. í fyrsta lagi, hina trúarlegu. Píus páfi eða „II papa di Roma“ var höfðingi i kaþólskra manna og átrúnaðar- goð þeirra. Hann hafði setið á stóli við hina mestu virðingu í 19 ár. í öðru lagi eru svo verald- legar orsakir. í páfatíð Píusar gengu hinar verstu ..örmungar yfir landið, styrjöld, ósigur og margs kyr. niðurlæging. En ftöl- um var hinn mesti styrkur að páfanum veldi hans, þegar verst gegndi, og kalla Rómverj- ar hann frelsa, borgarinnar — salv.'.rre di Roma. Páfa var þakkað það öðrum fremur að borginni var þyrmt í styrjöldinni og Rómverjar sluppu við loft- árásir og „nnað svipað, sem yfir dundi allt í kringum þá. Þegar þetta er haft í huga, verður skiljanlegt að fráfall Píusar páfa var atburður, sem snerti alla Rómverja — jafnt unga sem gamla — svo djúpt, að það verður þeim ógleyman- legt, sem fengu að sjá þennan rómverska harm. Páfi verður veikur Þegar þetta bréf kemst „á þrykk“ eru væntanlega öll aðal- atriði í sambandi við fráfall páfa og athafnir þær, sem fram fóru, kunn úr fréttum og því óþarfi að rifja það allt upp, enda verð- ur það ekki gert hér, heldur að- eins dre.úð á nokkur -iriði, sem gætu gert ljósara hvernig al- menningur brást við sjúkdómi og f alli páfa. Eins og kunnugt er var páfi, sem orðinn var 82 ára gamall, mjög -ikur fyrir 4 árum, og vitjuðu hans þá margir frægir læknar. Einkum þjáði hann svo þrálátur hiksti, að hann mátti vart mæla. Bjuggust flestir við, að páfi mundi þá deyja, en svo varð ekki. 1±.^” náði sér og hafði mikla starfskrafta, þrátt fyrir háan aldur. Prestur nokk- ur, sem ég fylgdist með á Péturs- torginu, þegar fólk gekk fyrir líkbörur páfa, sagði mér að hann hefði verið mjög hress og glaður, fram til hins síðasta og afkastað meiru en margur maður yngri að árum. En nú b-u svo við, að fyrir skömmu tók páfi við amerískri sendinefnd sem kom til þess að afhenda líkneski, sem gert hafði verið af honum. Prestur sá, sem var í broc’.di nef.idarinnar, varð þess var, að páfi var veikur og mátti tæplega mæla fyrir hiksta, sem greip hann skyndilega. Eftir þetta skánaði þó páfa og gegndi hann störfum. En orðrómur komst á kreik, nú um s. 1. mánaðamót, að ekki væri allt með felldu um heilsu páfa. Blöðin gátu um sjúkleika hans, en útvarpið í Páfagarði vildi ekkert úr því gera. Almenningur tók fregnun- um um þreytu páfa með ró, enda var kunnugt, að hann var gamall orðinn og hafði áður verið að dauða kominn. Páfi var að sveita- setri sínu Castelgandolfo, stutt frá Ró.„, og fáum dögum áður en hann dó, skyldi fara þar fram blessunargc .ð -^kkur og páfi þá sýna sig á hallarsvölunum. En úr þessari athöfn varð minna en til stóð, því páfi gat aðeins setið uppi fáeinar mínútur við glugga, svo hann sást utan frá, gegnum rúðuna. En þegar fregnin barst út að páfi hefði hinn 7. þ. m. fengið slag, varð fyrst Ijóst að um al- varlegt ás'.and væri að ræða. Viðbrögð almennings við þessari fregn voru mar^víslee’. Við Castelgandolfo Fólk tók nú að safnast saman við Castelgandolfo til að láta í ljós hluttekningu sína og biðja fyrir lífi páfa. Þannig háttar þar til að unnt er að komast hindr- unarlaust að hallardyrunum og þar þyrptist fólkið saman. Páfi hefur svissneskan lífvörð, er ber einkennisbúninga, sem sjálfur Miehaelangelo teiknaði. Stóðu slíkir lífvarðarmenn við dyrnar með kesjur í hendi, á miðalda- vísu. Nokkru fjær mátti sjá lög- reglumenn á sveimi, sem klædd- ir voru á annan hátt. Kringum kastalann eru víðlendir garðar með blómabeðum og túnblettum. Þar settist fólk og beið fregna af páfa. Allmargir krupu á stein- stéttinni eða við hýsi nokkurt með Maríumynd og báðust fyrir. Þannig mun þetta hafa verið dag og nótt meðan þess var beð- ið, hvað Vo.ða vildi. Ótti fólks varð stöðugt meiri, og blöðin komu út með risa-fyr- irsögnum ...n, að páfi væri milli heims og helju. Það var hinn 7. þ. m. Falsfregnir um dauða páfa En daginn eftir, fyrir hádegi, gerðist sá atburður að út kom blað nokkurt, vel þekkt, og flutti Er torg ’ 'li umlukt að kalla risastórum súlnagöngum. A torg- inu eru gc brunnar tveir miklir, en „o öðru leyti er það autt. Geta milli 20 og 30 þús. manns stað- ið þar, að því er talið er. Á torgi þessu var mikið um manna- ferð þessa daga. Mátti sjá þar ekki ósvipaða sjón og við Castel- gandolfo. Fólk kraup á stéttinni og baðst fyrir. Þegar ég var við- staddur þarn ók ég gjörla eftir því að meðal þeirra, sem þarna gerðu bæn sína, voru það ekki prestarnir, sem mest bar á, heldur fólk alþýðustéttar. Var það áberandi að ekki var það bezt klædda fólkið, sem þarna bar, í bókstaflegum skilningi, harm sinn á torg, heldur fremur fólk, sem ætla mætti að teldist til hinna fátækari stéttanna. Á Péturstorgi, er eins og áður er getið, ekkert nema gosbrunn- arnir tveir. Ekki eru þar nein sæti. Ég tyllti mér á súlufót, og horfði yfir torgið. Veður var gott en nú brá svo við að á skall mjög snörp regnskúr. Ekki hafði þetta minnstu áhrif á þá, sem báðust fyrir á torginu. Fólkið vildi ekki rjúfa bænina, þó þrumuskúr dyndi yfir og hlýtur það þó sumt að hafa orðið holdvott. Fólk var að koma og fara. Margir gengu í kirkju. Þegar Hópur trúaðra manna á Péturstorgi les hina sorglegu frétt: Fíus XII er dáinn. En fregn þessi, sem birtist í Rómarblaðinu II Tempo, birtist of snemma. Páfinn var ekki dáinn og hann lézt ekki fyrr en næstu nótt. Fréttin varð blaðinu til hinnar mestu háðungar og gerði lögreglan eintök þess upptæk. þá fregn að páfi væri látinn. ] Heitir blað þetta II Tempo. Var það, eins og að líkum lætur, rifið út og datt engum í hug að hér væri um falsfregn að ræða. En bráct kom lögreglan á vettvang, ók í ofboði milli allra blaða- sölustaða og gerði II Tempo upp- tækt. Eitt stærsta og þekktasta blað ftalíu, „II Giornale d’Italia", var svo óheppið að falla litlu síðar í sömu gildruna að birta skyndifrétt um dauða páfa og hirti lögreglan bæði blöðin sam- tímis, hvar sem þau sáust óseld. Þessi framkoma blaðanna vakti hina mestu reiði. Fólk hafði trú- að fregnunum og látið hryggð sína í Ijós með mörgu móti. Sjá má... á götunum sundurrifin blöð af II Tempo, sem menn höfðu sk<:.„ tt skapi sínu á. Við þetta bættist svo það, að einmitt um sama leyti og fals- fregnir þessar bárust, flutti út- varp Páfagarðs þá frétt, að lækn- ar teldu liðan páfa lítið eitt skárri og vakti bað nýjar vonir. Þetta jók á reiði fólksins gegn blöðum þeim, sem talið var að hefðu ætlað að gera sér falsfrétt- ir um dauða hins heilaga föður að féþúfu á hinn skammarleg- asta hátt. Á Péturstorgi Það var ekki eingöngu við Castelgandolfo, sem fólk safnað- ist saman til að láta hluttekn- ingu sína í ljós og biðja fyrir lífi páfa. Hið sama gerðist í öllum kirkjum borgarinnar og þær eru margar. Mest r þó hafa borið á þessu á sjálfu Pc'urrtorginu, en svo nefnist hið risavaxna torg fyrir framan Péturskirkj- una, sem er mesta kirkja í kristni. einn hafði staðið upp frá bæna- gerð sinni, kraup annar. Svona mun þetta hafa gengið allan dag- inn og raunar nóttina með, þó þá væru færri á ferli. Dauði páfa og heiðursgangan Hinn 9. kom svo fréttin um að páfi væri látinn og v— þá ekki efa bundið að blöðin höfðu rétt að mæla. Útvarp Páfagarðs stað- festi fréttina. Áður höfðu fegn- ir verið birtar um að háklerkar kirkjunnar streymdu að og að páfi hefði þegar fengið hina síð- ustu smurningu en hana fram- kvæmdi franski kardinálinn Tisserand. Þegar dánarfregnin barst mátti skiljast að ekki var um annað rætt. En sízt var þá harmur fólks sýnilegri en meðan á ‘dauðastríð- inu stóð. Það var næstum eins og fólkinu létti. Nú var ekki lengur hægt að biðja fyrir lífi páfa. Því var lokið. En fyrir sál hans mátti biðja og sýna honum þá virðingu, sem þessum höfð- ingja og frelsara hinnar „eilífu boj.^dr“ sæmdi. Nú stóð svo á, að páfi lézt í sumarhöllinni Castelgandolfo en ekki hafði verið gert ráð fyrir því, hvernig að skyldi fara, ef svo bæri til. Stafar það af því, að páfar hafa jafnan hafst við í Páfagarði og er sumardvöl þeirra í Castelgandolfo nýtilkom- in. Þó hafði Píus páfi fyrirskip- að skriflega, að ef páfi létist í höllinni skyldi hann „fluttur til Rómar með tilhlýðilegri athöfn“. Annað var ekki til leiðbeiningar en annars hafa kaþólskir hinar nákvæmustu forskriftir um allt, svo sem leiðir af hinum auðugu erfðavenjum kirkju þeirra. Lík páfa var fljótlega flutt til Lateran kirkjunnar í R ‘ , sem er einka- kirkja páfa og telst „móðir allra kirkna“. Mun flestum, sem þá kirkju sjá, sízt þykja minna til hennar koma en Péturskirkjunn- ar. En svo gerðist það sem ekki hefur skeð í 1000 ár, eða síðan páfar glötuðu veraldarvaldi í Róm. Lík páfa var nú flutt með viðhöfn í eins konar helgigöngu frá Laterankirkjunni til Péturs- kirkjunnar, þar sem lík hans lá á börum, öllum til sýnis, þar til nú í dag. Var mikill fjöldi presta og lífvarðarmanna næst börum páfa. Talið er að áhorfendur, sem söfnuðust saman meðfram þeim höfuðgötum, sem farið var um, hafi verið um hálf milljón. Sá er þetta ritar tók sér stöðu nálægt rústum Colosseum, og mátti'sjá þar vel yfir. Allir voru þar vel sti' .ir en síðan bárust fréttir um að menn hefðu troðizt undir og fallið í öngvic, sér í lági á tcrginu við Feneyjahöllina, þar sem Mur:olini hafði aðsetur sitt. K'nzta kveðja Eftir að lík páfa hafði verið borið í Péturskirkjuna hinn 10. Fyrir utan sumarbústað páfa í Castelgandolfo safnaðist múgur manns. Innan þeirra veggja háði Píus XII sitt dauðastríð. Þar var tílkynningin um lát hans í'yrst gefin út.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.