Morgunblaðið - 08.04.1959, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.04.1959, Blaðsíða 2
2 MORCUNTtT. 4 fí f Ð Miðvikudagur 8. apríl 1959 Bílfœrt til Siglufjarðar allt árið: Lagt til að 10 millj. kr. lán verði tekið og vegafollur tekinn í jarðgöngunum Siglfiroingar skora á þingmenn sína og Skagfirðinga að flytja málið á þingi SIGLUFIRÐI, 7. apríl. — 1 fyrra mánuði gengu þeir bæjarfulltrú- arnir Ragnar Jóhannesson og Stefán Friðbjarnarson, ásamt alþingismönnunum Áka Jakobs- syni og Gunnari Jóhannssyni, á fund vegamálastjóra til þess að ræða við hann um framkvæmd- ir við Siglufjarðarveg ytri, eða Strákaveg, eins og hann er nefnd ur í daglegu tali. Við þetta tækifæri setti vega- málastjóri fram hugmynd um það, hvernig ljúka mætti veg- inum á næstu þrem árum, en búið er nú að leggja veginn út Ströndina að þeim stað, þar sem gera á jarðgöng gegnum fjallið Stráka. Verða jarðgöng þessi um 900 metra á lengd, þau lengstu hér á lsmdi. — Hugmynd vega- málastjóra er í megindráttum sú, að á næstu tveim árum verði vegurinn að Strákum (bæði Siglufjarðar- og Skagafjarðar- megin) fullgerður, en á þriðja árinu verði jarðgöngin gegnum fjallið gerð. Til þess að þetta megi takast mun þurfa að taka um 10 millj. kr. lán til þess að fullgera jarð- göngin. — Er talið, að hið opin- bera fallist ekki á þessa lausn málanna, nema bæjarsjóður Siglufjarðar og væntanlega sýslusjóður Skagafjarðarsýslu taki að sér að ábyrgjast vaxta- greiðslur af nefndu láni, en af- borganir yrðu væntanlega greidd ar af fé því, sem ríkið veitir til þjóðvega. — Áætlað er, að vaxta- greiðslur af láninu muni nema um 700 þús. kr. fyrsta árið. A fundi bæjarráðs Siglufjarð- ar í síðustu viku var samþykkt tillaga þess efnis að leggja til við NATO-starís- meiin koma á föstudag Á VEGUM Atlantshafsbandalags- ins eru árlega haldin námskeið fyrir þá starfsmenn aðildarríkj- anna, sem vinna að málefnum, er snerta bandalagið. Markmiðið er að kynna hin ýmsu sjónarmið og vandamál aðildarríkjanna, og efla skilning á samstöðu þeirra og samstarfi. f því skyni eru m.a. ákveðnar heimsóknir til sem flestra ríkja bandalagsins. Nú hefur orðið að ráði að þátt- takendur í því námskeiði, sem nú stendur yfir verði hér í heim- sókn föstudaginn 10. þ.m. Verður tímanum varið til þess að kynna íslenzk málefni eftir því sem föng eru á. Forstöðumaður námskeiða þess ara er nú T. Ariburun hershöfð- ingi frá Tyrklandi. (Frá utanríkisráðuneytinu). Dagskrá Alþingis í D A G er boðaður fundur í sameinuðu Alþingi kl. 1.30 miðd. Átta mál eru á dagskrá. 1. Vinnsla í kísilleir við Mý- vatn, þáltill. — Hvernig ræða skuli. 2. Slit á stjórnmálasambandi við Breta, þáltill. — Hvernig ræða skuli. 3. Nauðungarvinna, þáltill. — Ein umr. 4. Sögustaðir, þáltill. — Ein umr. 5. Uppsögn varnarsamnings, þáltill. — Frh. einnar umr. 8. Handritamálið, þáltiil. — Síðari umr. 7. Farskipaflotinn, þáltill. — Ein umr. 8. Útvegun lánsfjár, þáltill. — Ein umr. bæjarstjórn að vinna að því, að áðurnefnd leið verði farin, sam- kvæmt tiUögu vegamálastjóra, enda yrði Siglufjarðarkaupstað heimilað að leggja vegatoll á all- ar bifreiðir, sem um jarðgöngin fari, til þess að standa undir Vaxtagreiðslunum. Um það má geta í þessu sam- bandi, að málið hefir verið rætt í bílstjóradeild Verkamannafé- lagsins Þróttar, og kom þar fram sölusfaði Creinargerð um málið send bæjarráði FRAMKVÆMDASTJÓRI um- ferðarnefndar bæjarins og skipu- lagsstjóri, hafa sent bæjarráði Reykjavíkur greinargerð varð- andi starfrækslu benzínsölustöðva hér í bænum. Benda þeir þar á nýjar leiðir, til þess að mæta auk inni þörf fyrir slíkar stöðvar. Framkvæmdastjóri umferðar- nefndar er Valgarð Briem hdl. en skipulagsstjóri Gunnar Ólafsson. Hafði þeim verið 'falið af bæjar- ráði í febrúarmánuði. sl. að gera Crímsárvirkjun stöðvast vegna sn jóa NESKAUPSTAÐ, 7. apríl. — Eft- ir einmuna snjóléttan vetur hér eystra, byrjaði að snjóa um síð- ustu helgi. Ekki hefir þó snjóað mikið í byggð, en Oddsskarðs- vegur er ófær síðan á sunudag. Ekki hafði snjókoman góð áhrif á Grímsárvirkjunina frekar en fyrri daginn. í morgun kl. 7,40 stöðvaðist orkuverið vegna grunn stinguls og var búizt við að svo myndi verða að minnsta kosti fram eftir deginum í dag. Þegar álagið á raforkukerfið fór að aukast vegna eldunar, var skyndi lega og án aðvörunar skellt á skömmtun á rafmagninu á orku- veitusvæði Grímsár. — Eiga raf- magnsnotendur mjög erfitt með að skilja að ekki skuli vera hægt að finna einhverja leið til að láta vita fyrir fram um væntanlega skömmtun, sérstaklega vegna þess að reynslan virðist benda til þess, að öruggt sé að grípa þurfi til skömmtunar ef nokkuð fer að snjóa á veitusvæðinu. Það raf- magn, sem til umráða er þegar orkuverið í Grímsá stöðvast, kem- ur frá nokkrum díselrafstöðvum á svæðinu, en sú stærsta þeirra er hér í Neskaupstað. — Fréttar. Aflafréttir frá Sandgerði SANDGERÐI, 7. apríl. — I gær voru 15 bátar héðan á sjó, og nam samanlagður afli þeirra 133,5 lestum. — Hæstir og jafnir af bátunum voru þeir Víðir II og Hamar, með 17,4 lestir. Mun- inn var með 12,3 lesta afla. Þrír bátar eru nú gerðir út héðan með línu, og er afli þeirra sæmilegur — t. d. frá 10 og upp í 12 lestir í gær. — AUar fyrr- greindar aflatölur eru miðaðar við óslægðan fisk. Fáir Sandgerðisbátar eru á sjó í dag, enda er norðanstrekkingur og slæmt veiðiveður. almennur áhugi á þessari hug- mynd. Þessi samþykkt bæjarráðs var til umræðu á fundi bæjarstjórn- ar í gær. Fundur þessi hófst kl. 2 og stóð yfir allt fram til mið- nættis. Fundurinn skoraði á þingmenn bæjarins og Skagfirð- inga að þeir í samráði við ríkis- stjórnina og vegamálastjóra flyttu á Alþingi frumvarp til laga um fyrrnefnda lántöku og vegaskatt. Er þess vænzt að þing- mennirnir flytji frumvarp þetta á yfirstandandi þingi. — Stefán. tillögur um staðsetningu benzín- stöðva og brottflutning þeirra stþðva, sem í Miðbænum eru. Þeir telja að benzínsölustöðvar við Grófina og við Hafnarstræti, eigi að hverfa þaðan. Við það muni ekki skapast nein vandkvæði fyr- ir umferðina við höfnina og í Miðbænum. Þeir segja ennfremur í greinar- | gerð sinni, að það sé álit þeirra I að eftirspurn olíufélaganna eftir j nýjum sölustöðvum sé ekki sprott in af skorti á þeim hér, heldur sámkeppninni milli félaganna. — Síðan benda þeir á, það sem þeir telja heppilegasta lausn. Þeir gera það sem sé að tillögu sinni, að olíufélögin sameinist um benzín. sölustaðina á þann hátt, að þau noti öll sömu tanka og dælur eða hafi hver sinn „tank“ og sínar dælur á hverjum sölustað. Slíkt fyrirkomulag tíðkast víða. Þeir Valgarð og Gunnar telja þessa lausn farsælasta fyrir alla aðila. Síðan gera þeir grein fyrir hvar olíufélögin nú reki benzínsölu- stöðvar í bænum og í útjaðri hans og eru þeir staðir alls 10. Olíu- félögin hafa sótt það fast að fá benzínsölustaði einkum við aðal- umferðaæðar út úr bænum. — f því sambandi hafa þeir Val_ garð og Gunnar lagt fram tillög- ur varðandi 3 nýjar benzínsölur í Vesturbænum og þrjár í Aust- urbænum. Benzínsölustaðirnir, sem þeim finnst til greina koma í Vestur- bænum eru við Birkimel, við Kaplaskjólsveg í námunda við íþróttahús KR og við verbúðirnar á Vesturgarði. í Austurbænum við Borgartú*. í námunda við DAS-heimilið og þriðja stöðin yrði við austanverðan Grensás- veg. Þetta erindi þeirra Gunr.ars Ólafssonar og Valgarðs Briem, var lagt fram á fundi bæjarráðs á föstudaginn var, en á þeim fundi urðu ekki umræður um málið. FLUGFÉLAG Islands undirritaði fyrir nokkru samninga við danska aðila um vikulegar leigu- flugferðir innanlands í Græn- landi á sumri komanda. Er hér um að ræða mikinn flugsamning, einn hinn stærsta, sem félagið hefur gert við erlenda aðila. Vikulegar ferðir verða farnar frá Reykjavík til Kulusukflug- vallar, sem er á eyju undan austurströnd Grænlands, rétt hjá Angmagsalik. Þetta er nýlegur flugvöllur og eru flugvélar Flug- félagsins einu farþegavélarnar, sem þar hafa lent. Frá Kulusuk verður flogið til Syðri-Straumfjarðar á vestur- strönd Grænlands, en þar er mikil flughöfn og hafa flugvél- Séra Sveinn Víkingur Biskupsritari sækir um lausn frá embætti SÉRA SVEINN Víkingur, bisk- upsritari, hefur sótt um lausn frá embætti, en hann hefur gengt embætti biskupsritara síðan árið 1942. Skýrði hann blaðinu svo frá í gærkvöldi, að hann hefði lagt lausnarbeiðni sína til ráðu- neytisins fyrir meira en mánuði, en ekkert heyrt frá ráðuneytinu um málið. Séra Sveinn Víkingur skýrði svo frá, að ástæðan til þess að hann hefði beðizt lausnar frá biskupsritarastarfinu væri sú, að hann vildi gjarnan ljúka ýmsum ritverkum, sem hann hefði haft undir höndum í frístundum sín- um. Meðal þeirra væri rit um kirkjustaði á fslandi, sem hann hefði unnið að í hjáverkum sl. tíu ár. f lögum eru ekki ákveðin fyr- irmæli um hverja menntun þurfi að hafa til að hljóta starf bisk- upsritara, en gert mun ráð fyrir að sá, sem tekur starfið að sér hafi guðfræðimenntun. Þáltill. um að slíta stjórnmálasam* bandi við Brcta í GÆR var útbýtt á Alþingi til- lögu til þingsályktunar um að | slíta stjórnmálasambandi við Breta. Flutningsmenn tillögunn- ar eru þrír þingmenn Alþýðu- bandalagsins, þeir Jónas Árna- son, Karl Guðjónsson og Lúðvík Jósefsson. Tillagan er á þessa leið: Aiþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að kalla heim sendi- herra íslands í London og slíta stjórnmálasambandi við Breta, láti þeir ekki þegar í stað af of- beldisaðgerðum sínum í íslenzkri fiskveiðilandhelgi. I.öng gieinargerð fylgir þings- ályktunartillögunni. ar SAS á leiðinni Kaupmanna- höfn—Los Angeles m. a. við- komu þar. Miklar framkvæmdir eru á báðum þessum stöðum og mannmargt verður þar í sumar. Heimleiðis mun verða farið með viðkomu á Kulusukflugvelli. Skymasterflugvélin Sólfaxi verður notuð til þessara Græn- landsferða ,en auk þess mun flugvélin fara í mörg önnur Grænlandsflug eins og undan- farin sumur. Verða þau á vegum Grænlandsverzlunarinnar, dönsku stjórnarinnar, námufé- lagsins og danskra verktaka. Mikið verður því um Grænlands- flug í sumar og lætur nærri, að sumar vikurnar verði farnar tvær eða fleiri ferðir til ýmissa staða á Grænlandi, Brezkir togarar fara yfir net bátanna BREZKU herskipin halda enn uppi gæzlu á þrem verndarsvæð- um til ólöglegra veiða fyrir brezka togara hér við land, nefni lega fyrir Vestfjörðum frá Galt- arvita að Kögri, út af Snæfells- nesi frá Jökuldjúpi að Kolluál og á Selvogsgrunni frá Einidrang að Selvogi. Um hádegi í dag voru samtals 8 brezkir togara að ólöglegum veiðum hér við land. 2 þeirra voru á verndarsvæðinu fyrir Vest fjörðum, en hinir 6 á verndar- svæðinu á Selvogsgrunni. Enginn togari var þá að ólöglegum veið- um við Snæfellsnes. Á sama tíma var vitað um 50 togara af ýmsu þjóðerni að veið- um utan fiskveiðimarka á Sel- vogsgrunni og 1 brezkan í Jökul- djúpi. Síðari hl. dags í fyrrad. togaði brezki togarinn Lord Beatty yfir net vélbátsins Jökuls frá Ólafs- vík út af Snæfellsnesi þrátt fyr- ir tilraunir bátsins til þess að beina honum frá netjunum. Tjón á netjum af völdum togara hafa einnig orðið nokkur á Sel- vogsgrunni. (Frá Landhelgisgæzlunni). AKRANESI, 7. apríl: Fyrsti sam- söngur karlakórsins Svanir hér í bænum á þessu ári, var í Bíóhöll- inni á sunnudaginn, en söngstjóri er Guðlaugur Árnason, en undir- leikari með kórnum frú Fríða Lárusdóttir. Kórinn söng 12 lög. innlend og erlend og var Baldur Ólafsson einsöngvari kórsins. Var söngmönnum óspart klappað lof í lófa og þeim bárust fögur blóm. — Oddur. SJÁLFSTÆBISKVENNA- FÉLAGIÐ HVÖT heldur hlutaveltu til ágóða fyr- ir starfsemi sína í Listamanna- skálanum næstkomandi sunnu- dag. Vill stjóm félagsins heita á allar félagskonur og velunnara félagsins að styrkja hlutaveltuna með gjöfum. Allar upplýsingar geflur frú Gróa Pétursdóttir, öldugötu 24 og frk. María Maack, Þingholts- stræti 25. SPILAKVÖLD Hafnarfirði. — Spilakvöld Sjálfstæðisfélaganna verður að þessu sinni í Góðtemplarahúsinu og hefst eins og áður kl. 8,30. Spil uð verður félagsvist og verðlaun veitt. Að þessu sinni verða skemmtiatriði, leikþáttur og fleira. Spilakvöldunum fer nú að fækka, en þasi hafa verið vel sótt í vetur og átt miklum vinsældum að fagna. — Er Sjálfstæðisfólk beðið að fjöimenna í Gúttó i kvöld og mæta stundvíslega. r F ræðslunámskcið um atvinnu- 02 verkalýðsmál NÆSTI fundur á stjórnmálanám- skeiðinu um atvinnu- og verka- lýðsmál verður í Valhöll við Suð- urgötu í kvöld kl. 8,30. Rætt verður um vinnulöggjöf- ina. Framsögumenn verða: Guð- mundur Nikulásson, Guðmundur Guðmundsson og Hafsteinn Þor- geirsson. Nauðsynlegt að þátttakendur mæti stundvislega. Lagt til að olíufélögin sameinist um benzín- Sólfaxi önnum kafinn í Crœnlandsflugi í sumar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.