Morgunblaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 5
Föstudagur 1. aprll 1960 MORCVNELAÐIÐ 5 með þennan reikning — fólkið í húsinu er farið að tala um okkur. — — Hvernig getur þú umgengizt hana Elfridu, hún hefur verið trúlofuð nær hverjum einasta karlmanni í bænum. — Nú, hvað um það, þetta er nú ekki stór bær. — Nei, ég ætla sannarlega ekki MENN 06 = MALEFNI== Hlauparinn dáleiddur Nú eru menn farnir að nota dáleiðslu til að auka íþróttaafrek sín. 1 Nýja Sjálandi hefur J. Cornaga, spretthlaupari í Auckland, unnið unglingameistara- nafnbót í þriðja sinn, nú með aðstoð dáleiðslulæknis, ungfrú Dormiu Robson. Sólarhring áður en hann hóf hlaupið í 220 ya. lét læknirinn hann falla í djúp- an dásvefn, sagði honum sofandi að hann ætti um- fram allt að slappa af og hafa trú á sjálfum sér. Síð- n smellti hún fingrum og hann vaknaði á svipstundu. Þegar hann að Iokinni keppni var spurður um líð an hans, svaraði hann því til, að hún væri góð, og upp lýsti þá jafnframt að ung- frú Robsons hefði dáleitt hann áður en hann vann 100 ya. og 440 ya. hlaupin nokkrum vikum áður. „Venjulega skalf ég eins og lauf í vindi eftir keppni, en nú líður mér vel“ sagði Cornaga. „Ég hefði getað unnið án dáleiðslunnar, en / hún bætir vissulega líðan 1 ina. ( að kvænast? — Hvers vegna ekki? — Ég vildi ekki sjá að kvænast stúlku, sem væri svo vitlaus að vilja giftast mér. Hann var kominn upp í 120 kíló og nú var ekkert annað að gera en fara að iðka leikfimi. Hann gerði allskyns æfingar og hopp og rúllaði sér á gólfinu fram og aftur. Daginn eftir fyrstu atrennuna kom bréf frá íbúunum á hæðinni fyrir neðan: — Gætuð þér ekki verið einhvers staðar annars staðar en beint uppi yfir svefnherberginu okkar, þegar þér eruð að temja fílana yðar. Ung og fögur leikkoná gekk um á milli særðra hermanna og heilsaði hetjunum. — Hafið þér drepið einhvern af óvinum okkar? spurði hún einn þeirra. — Fjóra, svaraði hann. — Hvernig? — Ég skaut þá með þessari hendi. Og hún kyssti hönd hans. Næsti hafði kálað fimm mönn- um með handsprengju, en þar sem hann var örvhentur fékk hann koss á vinstri hönd. Hinn þriðji hafði einnig verið stór- virkur og þegar leikkonan spurði hann, hvernig hann hefði komið mönnunum fyrir kattarnef, svar- aði hann: — Ég beit þá alla. Sein afgreiðsla. — Æ, góði þjónn, vilduð þér ekki vera svo vænn áð biðja konuna í fatageymslunni að setja mölkúlur í frakkann minn. Nú er að mestu búið að leggja niður hillupappír í eldhússkáp- um. í stað þess eru hillurnar lakk aðar vel ,svo að auðvelt er að strjúka úr þeim. Mörgum finnst samt dálítið sviplaust að sjá á hillubrúnirnar. Hér er stungið upp á því að líma litfagran lím- strimil (cape) á þær. Myndin hér að ofan er af Macmillan og Eisenhower þar sem þeir eru að spenna öryggisbeltin í þyrlunni, sem flutti þá frá Hvíta hús- inu til Camp David, þar sem þeir ræddiust við. Sjötíu ára er I dag Gunnlaugur Olafs son, Reykjum við Sundlaugaveg. 75 ára er £ dag, Elísabet Þórðardóttir frá Litla Hrauni, Kolbeinsstaðahrepp, lengst af búsett i Borgarnesi. Heimili hennar er nú að Asvallagötu 26, Rvík. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína, ungfrú Jóhanna Sigurðardóttir, Haga- mel 24, og Guðmundur Guðjónsson, Hamrahlíð 23. Flugfélag íslands hf.: — Gullfaxi fer til Glasgow og Khafnar kl. 7 í dag. Væntanlegur aftur til Reykjavíkur kl. 21:30 í kvöld. Flugvélin fer til Osló, Khafnar og Hamborgar kl. 9 í fyrra- málið. Innanlandsflug: I dag til Akur- eyrar, Fagurhólsmýrar, Hornafjarðar, Kirkjubæjarklausturs og Vestmanna- eyja. A morgun til Akureyrar, Blöndu- óss, Egilsstaða, Sauðárkróks og Vest- mannaeyja. Lofleiðir hf.: — Edda er væntanleg kl. 6:45 frá New York. Fer til Glasgow kl. 6:45 frá New York. Fer til Glasgow og London kl. 8:15. Leifur Eiríksson er væntanlegur kl. 22:00 frá London og Glasgow. Fer til New York kl. 23:30. Skipaútgerð ríkisins: Hekla er á Austfjörðum. Herðubreið er á Vest- fjörðum. Skjaldbreið er á Akureyri. Þyrill er á leið til Raufarhafnar. Herj- ólfur er á Hornafirði. Eimskipafélag Reykjavikur h. f. — Katla er á leið til Spánar. Askja er á leið til Italíu. Hf. Jöklar. — Drangajökull er á leið til Islands. Langjökull er í Vestmanna eyjum. Vatnajökull er í Rvík. H.f. Eimskipafélag íslands. — Detti- foss er i Rvík. Fjallfoss er á leið til Stöðvarfjarðar. Goðafoss er í Ventspils. Gullfoss fer frá Leith til Rvxkur í dag. Lagarfoss er í Keflavík. Reykjafoss fór frá Akranesi í gær til Hafnarfjarð ar. Selfoss er á leið til Gautaborgar. Tröllafoss er á leið til Rvíkur. Tungu foss er á leið til Hull. Hafsklp hf.: — Laxá er á leið til Lysekil. BEZTA FERMINGAGJÖFIN ER GÖÐUR GITAR Mjög fjölbreytt úrval: Verð við allra hæfi. Byrjenda gítarar frá kr. 353.— Hljómsveitar gítarar frá kr. 1.267.— Gítar-pokar kr. 95.— Gítar-skólar kr. 35.— Gítar-strengir frá kr. 19.— settið. Póstsendum. Hljóðfæraverzlun Sigrlbar Helgadóttur s.f. Vesturveri — Sími 11315. Drengf apeysur Nýtt porjón. í í Verzlunin Anna Þórðardóttir h.f. I Skólavörðustíg 3 — Sími- 13472. Dömupeysur þunnar og grófar. — Ný snið. Verzlunin Anna Þórðardóttir h.f. Skólavörðustíg 3 — Sími 13472. Domugolftreyjur 2 ný smð. Verzlunin Anna Þórðardóttir h.f. Skólavörðustíg 3 — Sími 13472. Dömujakkar gróft prjón. — Nýtt snið. Verzlunin Anna Þórðardóttir h.f. Skólavörðustíg 3 — Sími 13472.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.