Morgunblaðið - 05.05.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.05.1960, Blaðsíða 1
24 siöur 47. árgangur 101. tbl. — Fimmtudagur 5. maí 1960 Prentsmiðia Morgunblaðsins J Vildu fara inn fyrir 12 mílna mörkin — lerskipið neitaði vernd Landhelgisdeilan rædd í brezka þinginu í gær Brezkur blaðamaður spurði: Ætlið þið oð toko togorono ? í GÆR dró til tíðinda á miðunum við ísland, þegar brezkir togaraskipstjórar hugðust gera tilraun til að toga inn fyrir 12 mílna fiskveiðitakmörkin út af Vestfjörðum og Hvalbak, sem er undan suðaustur ströndinni, eins og kunnugt er. í fréttastofuskeyt- um til Morgunblaðsins í gær segir, að rétt muni, að brezkir togarar haii farið inn fyrir 12 mílna tak- mörkin. Þegar Morgunbiaðið spurðist fyrir um þetta mál hjá Pétri Sigurðssvni í gærkvöldi, sagðist hann vera nýbúinn að fá skeyti frá varðskipinu Þór, sem gætti landhelginnar fyrir austan: — Það er augljóst, sagði forstjóri landhelgisgæzlunnar, að togararnir hafa verið að reyna að koma af stað illindum. Þeir toguðu við og rétt innan við-12 mílna takmörkin, en brezka herskipið ,sem þarna var statt neitaði að vernda þá innan markanna. Við verðum að bíða átekta og sjá, hvort dregur til frekari tíðinda í nótt. í fréttastofuskeytunum segir: Margir þingmenn neðri deildar brezka þingsins gagnrýndu í dag þá ákvörðun stjórnarinnar að láta ekki herskip vernda brezka togara við veiðar innan 12 mílna fiskveiðimarkanna við ísland. — Um sama leyti bárust þær fréttir frá Grimsby, að allmargir brezkir togarar hefðu þegar farið inn iyr- ir 12 mílna línuna. ★ HEIMTAÐI VERND INN AÐ 4 MÍLUM Ihaldsþingmaðurinn Patrick Wall hélt því fram, að stjórnin verði að taka af öll tvímæli um það, að brezkir togarar skuli njóta herskipaverndar allt inn að 4 míina línunni við ísland. — For mælandi stjórnarinnar sagðist hins vegar ekki geta gefið neitt endanlegt svar í því máli. — Ef það sést frá herskipunum ,að fiski skip okkar verða fyrir áreitni ís- lenzkra varðskipa, þá verður það að sjálfsögðu á valdi skipherr- anna á herskipunum að gera við- eigandi ráðstafnir, sagði formæl- andinn. ★ EKKI SVIPT NEINUM RÉTTI Einn af þingmönnum Verka- mannaflokksins lagði áherzlu á, að öll brezk skip á leið um höfin ættu kröfu til verndar af hendi herskipaflota Stóra-Bretlands. — Annar Verkamannaflokksþing- maður, Tom Fraser, sagði, að skip stjórar herskipanna ættu kröfu til ótvíræðra fyrirmæla frá ríkis stjórninni í þessu máli. — For- mæiandi flotamálaráðuneytisins andmælti því að stjórnin hefði svipt brezk skip nokkrum þejm rétti til verndunar, sem þau ættu kröfu til samkvæmt stjórnar- skránni. — Kvað hann stjórnar- völdin vera að reyna að efla anda góðvilja í þessu máli og leysa vandann, eftir að Genfarráðstefn an endaði án árangurs. ★ FRÉTTIN TALIN RÉTT Fregnir þær, sem bárust til Grimsby í dag, um að all- margir brezkir togarar hefðu farið inn fyrir 12 mílna mörk- in við Island, eru taldar rétt- ar — og sömuleiðis það, sem henni fylgdi, að herskipin, sem eru þar togurunum til verndar, hafi ekkert vald til þess að stöðva þá, segir loks í fréttastofufregnum. BLAÐAMAÐUR UM BORÐ Þegar Morgunblaðið spurð- ist fyrir um þessa frétt í gær- kvöldi hjá Pétri Sigurðssyni og Kristjáni Júlíussyni, yfir- loftskeytamanni Landhelgis- gæzlunnar, sögðu þeir, að tveir brezkir togarar hefðu snúið sér til brezka herskipsins við Hvalbak og spurt, hvort þeir mættu fara inn fyrir 12 mílna takmörk- in. Herskipið svaraði því til, að það hefði ákveðin fyrir- mæli um að veita togurunum enga vernd innan 12 mílna markanna. Eftir þessi orðaskipti milli Bretanna tóku nokkrir togar- ar sig út úr og sigldu upp að mörkunum, en Þór fór í hum- átt á eftir og benti þeim á, að þeir skyldu færa sig utar, þar sem þeir væru að toga um og rétt innan við íslenzku fiskveiðitakmörkin. Höfðu Framh. á bls. 2. Að vísu í lögreglubíl, en ekki á leið í „Steininn'* Ungbarn í óskilum I GÆRMORG- UN var tekinn vagn með 10 mán. gamalli telpu við heim- ili hennar á Stýrimannastíg 7, og hann skil- inn et'tir við verzl. Krónan á Vesturg. Svaf telpan hin ró- legasta á þessu ferðalagi og vaknaði ekki fyrr en lögregl- an var búin að taka hana í sín ar hendur og setja auglýs- ingu um að hún hefði óskila- barn í útvarp- ið. Ekki er vit- að hver valdur var að þessu „barnsráni". Telpan litla var að venj u látin út í vagn- inn sinn um kl. hálf tólf eftir að hún hafði fengið s í n a morgunhress- ingu.og stóð vagninn í garðin um bak við húsið á Stýri- mannastíg 7. Þar er hún vön að sofa langan miðdegisblund. Enginn kannaðist við barnið Um kl. hálf eitt var hringt til' Sigríðar Sum'arliðadóttur, lögreglukonu, og henni til- kynnt að barn mundi vera í óskilum við verzlunina Krón- an á Vesturgötu. Höfðu kaup- mennirnir veitt því athygli að barnavagn var búinn að standa í þrjá stundarfjórð- unga fyrir utan búðina og höfðu árangurslaust grennsl- azt fyrir um hver ætti hann. Hringdu þeir á lögregluna og fóru lögregluþjónar í húsin í kring, en enginn kannaðist við barnið. Sigríður Sumarliðadóttir kom þá og sótti barnið og fór með það niður á lögreglustöð. Var síðan skotið tveimur aug lýsingum um bgrn í óskilum inn í þáttinn „Við vinnuna“ í útvarpinu. Amma barnsins heyrði aug- lýsinguna og fór að gæta að litlu telpunni, sem átti að sofa úti í garðinum, en hún var á bak og burt. Lögreglan ók svo telpunni heim til hennar. — Þetta er yndisleg telpa, sagði Sigríður er við leituðum hjá henni upplýsinga um þetta í gær. Hún vaknaði á lögreglu stöðinni og var hin bezta. Gert af óvitaskap? Ekki kvað hún vitað hver hefði tekið vagninn og flutt hann, en sagði að amma telp- unnar teldi að börn hefðu gert það í óvitaskap. Þó getur tæp- lega hafa verið um mjög litla krakka að ræða, því bremsan var á vagninum í garðinum og hún hafði verið sett aftur á hann þar sem hann var skilinn eftir við verzlunina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.