Morgunblaðið - 05.05.1960, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.05.1960, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 5. maí 1960 MORCUNBL AÐIÐ 17 Skúli Ágústsson frá Birt ingaholti — Minning Listsýning Gretu Björnsson 1 LISTAM ANN ASKÁL ANUM Hvað dró þig, hetjan hrausta, í heljarstrauminn blá? Hví hætti hjartað hrausta svo hastarlega að slá? SVO kvað Matthías um látinn frænda Skúla Ágústssonar, og er eigi ólíklegt, að eitthvað svipað hafi flogið um hugi margra er fregn barst að morgni hins 27. apríl sl. um hið skyndilega frá- fall Skúla. Hann hafði að venju gengið árla til vinnu sinnar, hress í anda eftir skemmtilega heimsókn á æskuslóðir til ætt- ingja og vina, en stundu síðar var hann allur. Svo er hverjum gott að kveðja, þótt helkulda harms og trega hljóti að slá um hugi þeirra er eftir dvelja, og sem þóttust mega vænta tímans vegna að njóta návistar ástvinar síns enn um langa stund. Skúli Ágústsson fæddist að Birtingaholti 22. febr. 1895 og var því réttra 65 ára er hann lézt. Foreldrar hans voru þau alkunnu merkishjón Agúst Helgason hreppstjóri, landskunn- ur athafnamaður og bænda- höfðingi, og Móeiður, dóttir Skúla Thorarensen, læknis á Móeiðarhvoli. Eru ættir beggja foreldra Skúla alkunnar og verða ekki raktar hér. Stóð að honum atorku- og gáfufólk í báðar ættir og mun hann hafa hlotið drjúgan arf hæfileika forfeðra sinna í vöggugjöf. Skúli ólst upp á hinu glæsilega og fjölmenna menningarheimili for- eldra sinna í hópi tíu systkina. Hann var þriðji elzti systkina sinna og munu hans hafa beðið ærin verkefni eftir því sem hon- um óx geta og þroski, en hann varð snemma afar bráðgjör og hin mesta hamhleypa til flestra verka. Á uppvaxtarárum Skúla bár- ust hugsjónir ungmennafélags- skaparins eins og sinueldur um byggðir landsins og tók Skúli á yngri árum mikinn þátt í félags- og íþróttalífi hans. Hann var ágætlega íþróttum búinn og vann marga sigra á þeim vett- vangi. í æsku mun hugur Skúla hafa staðið til langskólanáms, að hætti margra frænda hans en úr því varð eigi. Mun faðir hans hafa þótzt sjá gott bóndaefni í hinum þrekmikla syni sínum og ætlað honum þá leið þó eigi yrði af nema skamma stund. Fór Skúli því til náms í Flens- borgarskóla og búnaðarskólann að Hvanneyri, en sigldi að því loknu til Noregs að kynna sér búnaðarhætti. Mun það í raun illa farið að Skúli gafst ekki kostur að svala menntaþrá sinni því það sýndi sig á hinni stuttu skólagöngu að hann hafði ekki síður andlegt atgjörvi til að bera en líkamlegt, heldur var afburða námsmaður. Þrátt fyrir ekki lengri skólagöngu varð Skúli vel að sér í enskri tungu og Norðurlandamálum, hafði mikið yndi af bókum og las mikið, einkum síðari árin. Haustið 1918 kvæntist Skúli frændkonu sinni, Elínu Kjartans- dóttur frá Hruna og lifir hún mann sinn. Fékk hann þar að lífsförunaut sjaldgæfa og mikil- hæfa konu, sem reynzt hefur manni sínum traust stoð í blíðu sem stríðu. Varð þeim eins son- ar auðið, Kjartans, sem nú stundar verzlunarstörf í Reykja- vík. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau í Hruna, hjá tengdaföður Skúla, en fluttu vorið 1920 að Auðsholti í Biskupstungum og hófu þar búskap, en fluttu stuttu síðar til Birtingaholts og bjuggu þar i félagi við föður Skúla um nokkurt árabil. Hin illræmda landbúnaðar- kreppa, sem skall á á þessum ár- um, gerði mörgum nýjum bónda illkleift að sjá fjárhag sínum borgið og var Skúli einn af þeim. Hann ákvað meðan tími var til að bregða búi, heldur en að sjá fram á vonlítið skuldabasl og fluttist til Reykjavikur með fjölskyldu sína árið 1925. En þótt Skúli yfirgæfi sveit og bú- skap sagði hann ekki til fulls skilið við landbúnaðinn, heldur hóf starf hjá Sláturfélagi Suður- lands, því þjóðþrifafyrirtæki bænda, sem faðir hans hafði átt svo ríkan þátt í að koma á fót. Þar vann hann að heita mátti óslitið til dauðadags, lengst af sem deildarstjóri. Þótt föður Skúla hafi þótt þungt að sjá á bak úr sveit svo efnilegu bónda- efni sem Skúla, og honum sjálf- um þótt leitt að hverfa frá því starfi sem hann hafði búið sig undir, er ekki þó víst, að hann hafi allsendis ófús yfirgefið amstur sveitastarfsins. — Þegar þau hjón höfðu komið sér fyrir í Reykjavík og Skúli tekinn við starfi gafst honum hið bezta tækifæri til að sinna því áhuga- máli sem átti hug hans mikið og lítið tóm hefði gefizt til að sinna ásamt önnum búskaparins, en það var sönglistin. Frá móður sinni hafði hann hlotið ríkulega músíkgáfu og ágæta söngrödd. Hann var einn af stofnendum Karlakórs Reykjavíkur, í stjórn hans og formaður um tíma og einn bezti söngkraftur. Þá var hann um skeið formaður karla- kórasambandsins. Að þessu áhugamáli sínu gekk hann með alhug. Heimili þeirra Elínar að Nönnugötu 8 varð gestkvæmt og alkunnugt fyrir glaðværð og söng. Þangað söfnuðust söng- menn og söngunnendur, enda Elín bónda sínum ekki síðri um tónlistarhæfileika, lék bæði á orgel og slaghörpu. Mun þar hafa verið glatt á hjalla á stund- um. Arið 1930 fluttu þau hjónin að Laufásvegi 75 til sr. Magnúsar Helgasonar skólastjóra og héldu þar um mörg ár heimili fyrir hann og reyndust honum frábær lega umhyggjusöm í hinum lang- varandi sjúkdómi sem þjáði hann síðustu æviárin. Eftir lát Magnúsar bjuggu þau um skeið á Sjafnargötu 4, en keyptu síðar hús við Grundarstig, sem hefur verið heimili þeirra síðustu árin. En hvar sem heimili þeirra var, var það heimili glaðværðar, höfðingsskapar og gestrisni. Þar var jafnan opið hús hinum fjöl- menna hópi ættingja og vina, og aldrei svo þröngt setið að eigi mætti bæta við gesti til borðs eða gistingar. Hús þeirra varð einnig athvarf margra náms- manna, skyldra sem vanda- lausra, er dvöldu fjarri sínum um lengri eða skemmri tíma og áttu hjá þeim sitt annað heimili. Sem persónuleiki var Skúli á margan hátt sérstæður. Sem ungur maður hlýtur hann að hafa borið af mönnum hvar sem hann sást. Hann var mikill vexti og í hvívetna hið mesta karl- menni, röddin þróttmikil og djúp, en fasið látlaust og hóg- vært. Hann var vinfastur og trygglyndur og svo vandaður til orðs og æðis að naumast mun honum hafa hlotið hallmæli af munni. Sá sem þessar línur ritar átti þess eðlilega ekki kost að kynn- ast Skúla fyrr en líða tók á ævi hans og hádagur lífs hans var runninn, en vildi með þessum fátæklegu línum gjalda brot af þeirri þakkarskuld, sem seint mun lúkast, fyrir þær ótal ánægju- og skemmtistundir sem hann hefur notið á heimili þeirra hjóna í nærri hálfan annan áratug. Það er oftast örlög þeirra sem eyða ævi sinni við hversdags- störf hins borgaralega lífs, að sýnileg verk verða fá að lokn- um ævidegi, þó vel og trúlega hafi verið starfað, en minningin lifir um góðan og skemmtilegan dreng. EJS. — Utan úr heimi Framh. af bls. 12. staðar í heiminum, notuðu sér þær við skipasmíðar sínar og söfnuðu um sig sérfræðingum víða að. SuðUir fyrir endamörk jarðar Við Bojador-höfða á vestur- strönd Afriku var ávallt mikið brim og héldu sæfarar þeirra tíma að jörðin endaði við þann höfða. Ef siglt væri suður fyrir hann, steyptust skipin út af jörð- inni. En einn leiðangur Hinriks sigldi árð 1432 suður fyrir Boja- dor og brátt risu upp verzluna- staðir alH suður til Ghana. Upplýsingar þær sem leiðangr- ar Hinriks prins fluttu til baka til Portúgals voru ómetanlegar og beinlínis grundvöllur þeirra miklu landafunda sem urðu seinna á öldinni og á byrjun 16. aldarinnar. Þess má til gamans geta að tengdafaðir Kólumbusar var skipstjóri I flota Hinriks prins af Portúgal. stendur nú yfir sýning á verk- um listakonunnar Gretu Björns- son. Hún hélt síðast sýningu á verkum sínum fyrir fjórum ár- um, óg mun hér vera um nýjar myndir að ræða. Hér eru íjöldi mynda, unnar í olíuliti og vatns- liti. Ennfremur eru nokkur teppi, sem listakonan hefur gert. Greta Björnsson hefur á und- anförnum árum unnið að skreyt- ingum á kirkjum, og sumt, sem hún sýnir, er í tengslum við þær. Má þar nefna t. d. fjögur spjöld í prédikunarstól, Matt- heus, Markús, Lúkas og Jóhann- es. Einnig eru nokkrar smá- myndir, auðsjáanlega gerðar sem frumdrög að kirkjuskreytingum. A sýningunni eru einnig nokkr- ar Gouachemyndir gerðar eftir Jórsalaför listakonunnar. Eins og sjá má af þessari upptalningu, eru viðfangsefni listakonunnar fjölbbreytt, og margt ber á góma. Vatnslitir virðast eiga betur við Gretu Björnsson en olíulitir. í sumum vatnslitamyndum sín- um nær Greta sérkennilegum litatónum og túlkar fyrirmyndir sínar án nokkurs hávaða, en með hægð og geðþekkum blæ. Hún beitir ekkí miklum átökum í litameðferð, en segir frá með iát- leysi og hæversku. Olíumál- verkin finnast mér yfirleitt síðri en það annað, er Greta sýnir að sinni. Liturinn er yfirleitt nokk- uð þungur í gráum og brúnum tónum og vantar spennu. Einna bezt tekst Gretu upp í lítilli en snoturri mynd, er hún kallar „Rusl í vinnustofu“. Nú bregður svo við, að í þeim fáu teppum, sem eru á þessari sýningu kemur fram miklu sterk ari listakona, en önnur verk Gretu bera vitni. Teppi hennar eru þrungin lit og áræði, byggð á einfaldan og sannfærandi hátt. Það ljómar af þeim á þess- ari sýningu, og þau gefa frá sér svo sterk áhrif, að erfitt er að hugsa um annað, þegar maður skoðar sýninguna. Ég veit ekki, hvort listakonan hefur gert sér ljóst, hverjum árangri hún hef- ur náð í teppum sínum. En ég held, að þar njóti hæfileikar hennar sín bezt og að hún ætti að leggja meiri stund á þessa listgrein. Það hefði ekki skemmt þessa sýningu Gretu Björnsson að hafa fleiri teppi. Ég vildi óska, að hún ætti eftir að leggja meiri stund á þessa listgrein. Sýning Gretu Björnsson er hlýleg og vinaleg, en ekki um- brotamikil eða stór í sniðum. Sýning Gretu verður opin dag- lega til 8. þ. m. Atvinna Stúlka með stúdentspróf eða aðra hliðstæða mennt- un, getur fengið atvinnu strax á stórri skrifstofu í Reykjavík. Nokkur vélritunarkunnátta æskileg Upplýsingar sendist afgr. Mbl. merkt: „Stundvís — 3262“, fyrir n.k. laugardag 7. maí. íbúðarhús á Akranesi Jaðarsbraut 7, á meðfylgjandi leigulóð, er til sölu. Húsið er tvær hæðir, 6 herbergi, tvö fullinnréttuð eldhús, geymslurými í risi, bílskúrsréttindi. Getur verið einbýlishús eða tvíbýlishús eftir hentugleikum. Upplýsingar gefur eigandinn: RAGNAR JÓHANNESSON, — Sími 166 Valtýr Pétursson. Nýleg 4ra herb. íbúð 3. hæð, 105 ferm við Goðheima til sölu. — Sér hiti. Bilskúrsréttindi. — Laust 14. maí n.k. Útborgun 200—250 þúsund kr. IMýja Fasteignasalan Bankastræti 7 — Sími 24300 og kl. 7,30—8,30 e.h. 18546. 2/a herb. íbúð til sölu Ibúðin er í kjallara í nýlegu húsi í austurbænum (Tunguveg). Ástand mjög gott. Harðviðarinnrétt- ing og mjög lítið niðurgrafin. Verð sanngjarnt og útborgun strax aðeins kr. 100.000. MÁLFLUTNIN GSSTOF A INGI INGIMUNDARSON hdl Vonarstræti 4 n. hæð. Sími 24753. Til sölu er eignin nr 8 við Bókhlöðustíg lítið timburhús á 362 fermetra eignarlóð á homi Bókhlöðustígs og Miðstrætis. Óskað er eftir tilboð- um, er greini verð og greiðsluskilmála. FASTEIGNA & VERÐBRÉFASALAN, Suðurgötu 4. Símar: 13294 og 14314.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.