Morgunblaðið - 17.12.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.12.1964, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLADIÐ Fimmtudagur 17. des. 1964 UM BÆKUR Ein af kellingunum Jakobína SigurSardóttir: Punktur á skökkum stað. Heimskringla, Rvik 1964. ÞAÐ KEMUR fyrir, þegar menn fyrtast mjög við veröld- ina, að þeim skýzt, þótt skýrir séu. Hinn ágæti gáfumaður Sig- urður A. Magnússon innti eitt- hvað að því í g.reinarkorni í Morgunblaðinu nýlega, að það væri í rauninni 9 eða 10 kelling ar, sem settu svip sinn á íslenzk ar bókmenntir í ár — ég man nú því miður ekki, hvemig hann orðaði þetta, nema hvað tölum ar mundu vera réttar og sam- heitið. En kellingafansinn er ennþá staerri en Sigurður segir hann, og að því leyti skýzt hon um. Eftir því, sem ég bezt veit, eru kell.ingamar, sem út hafa gefið skáldsögur á þessu herr- ans ári ekki færri en 13, — jahá ljót er hún, talan, og uggvænleg, og kannski þætti fólki fróðlegt að sjá nöfn þessara frómu Evu dætra, sem hafa að engu þá skýlausu skipun postulans Páls, að konum beri að halda sér sam an í á mannfundum — eða eins og einn valinkunnur heiðurs- maður vestur í Amarfirði orð- aði það á bernskuárum mínum, þegar hann að gefnu tilefni vand aði um við sína ektakvinnu: „Það er ljótt fyrir kvenfólk að hafa orð á sel!“ Kel'ingarnar 13 eru þessar: 1. Elinborg Lárusdóttir, 2. Guðrún Árnadóttir frá Lundi, 3. Guð- rún Jakobsen, 4. Guðrún A. Jónsdóttir, 5. Hildur Inga, 6. Ingibjörg Jónsdóttir, 7. Ingi- björg Sigurðardóttir, 8. Jakob- ína Sigurðardóttir, 9. Magnea frá Kleifum, 10. Ragnheiður Jónsdóttir, 11. Una Ámadóttir, 12. Þorbjörg Árnadóttir, 13. Þóiunn Elfa Magnúsdóttir. Hvað sem líður því tímanna tákni, að íslenzkar knnur hiafa gerzt svo framar að nota frek- ar en áður ritfrelsi sitt, vildi svo til, að um svipað lieyti og ég las kellingahrellingar hins ágæta rithöfundar, barst mér í liendur bókarkom, sem mér þótti alsforvitnilegt. Höfundur þess er ein af kellingunum 13. hin hornstrenzka húsfreyja á bóndabæ norður í Mývatnssveit, Jakobína Sigurðardóttir, en ég hafði lesið eftir hana prentuð ljóð og auk þess af tilviljun og án hennar vitundar skáldsögu- handrit, sem gerði mig bæði glaðan og hissa, glaðan sakir þess, hve skáldgáfan er þar ótví ræð, og hissa á því, hve kunn- áttusamlega sagan er unnin. En bókarkomið, sem ég vék að, heitir Punktur á skökkum stað, Og í því eru 8 smásögur. Fyrsta sagan heitir Þessi bless uð þjóð. Söguefnið er hinn ó- trúlega mikli munur á þekking- arforða og hugðarefnum þess unga fólks, sem á sveitafó k að föreldri, en er fætt og uppalið í borg eða kaupstað, og þeirra næstu kynslóða á undan, sem hafa lifað lifi í sveitinni. Sum- um mundi þykja sem skáldkon an færi þarna út í öfgar, en ég fullyrði, að það sé ekki, því að ég hef margoft rekið mig á þetta sem blákalda staðreynd, en hins vegar mundi mega ráða af blæ sögunnar, að skáld konan harmi það með gömlu konunni, ömmunni á bænum, þar sem hinn ungi Reykvíking- ur er gestur, hvemig komið er. Það er og ærið íhugunarvert, hve illa mörgum, sem sjálfur er fæddur og uppafinn í sveit, hefur tekizt að glæða áhuga og þekkingu bama sinna á því, sem verðmætt er í íslenzkri menningarhefði liðinna alda. Og hvort mundi ekki ástæða til, að uppalendur hygðu að þessari staðreynd í sambandi við vanda mál unga fólksins í borg og bæ? Stella, næsta saga í röðinni, er ef til vill enn betur gerð og sýnir mjög glögglega skarp- skyggni skáldkonunnar á mann legt líf og ærið hversdagsleg, en þó ekki síður mjög örlög- þrungin vandamál samfara karls og kony og áhrif þeirra á heim- ilisbragmn og börnin, allt frá því að þau vita eitthvað til sín. Þriðja sagan, Ekki frá neinu að segja, er ekki jafnljóslaga hagleg smíð, en lumar á kostum. Sveitakona, sem hefur horfið á órott með bónda og bömum úr átthögum sínurn, þar sem býlin hafa farið í eyði hvert af öðru á stuttum tíma fær í heimsókn >í Reykjavík reykvíska kunningja- konu, sem vill fá hana til að skemmta á kaffikvöldi í félagi sínu — með frásögnum af lífi og lífskjörum fólksins heima í sveitinni hennar Það kemur greinilega fram í orðum þeirrar reykvísku, hvað fyrir henni vak ir. Frásagnir sveitakonunnar eiga að svala skilningsvana for- vitni og furðufíkn félagsfólks- ins, — eiga að vera ekki ósvip- að skemimtieflni og til dæmis sýning á frumstæðustu Eskimó- um eða Zúlukaffa í fullum her- búnaði, og hvort sem sveitakom- an treystir sér til að koma fram og skemm.ta eða ekki, tekur hún það vitanlega aills ekki í má(l, en misvirðir hins vegar ekkert beiðni eða tilgang kimningja- klonu sinnar, er orðin ýrnsu vön og er auk þess bæði vel greind og vel mönnuð. En hún fer að rifja upp lífið, baslið, erfiðið einangrunina þama á hala ver- aldar, og finnur sig ennþá ríg buindna því umhverfi, sem var hennar og þónda hennar og for eldra þeirra, og afa og örnrnu. En hún er sannrauimsæ: „Og þó mundi hún slíta taugina í annað sinn, ef hún stæði í svipuðum sporum. Því hvað er fortíð án framtíðar? Og hvað eru foreldr ar án bama?“ Fjórða sagan, Fagra haust, er bitrari, staðreyndimar naktari, svo að saigain verður ekkert á- hrifameiri en blátt áfram frá- sögn umbúðalausra staðreynda hefði orðið, sem við munum flest þekkja áður. En l|orm fimmtu sögunnar, Móffir, kona, meyja, er ærið ný- stórlegt og um leið svo hag- legt, að jafnvel það ósennilega nýtur sin, enda gæti ég trúað, að til væru svo húmorlausir les endur, að þeir tækju söguna sem áróður fyrir áðumefndu sjónarmiði Páls heitins postula á því, hvað kvenþjóðinni sæmi. Að hugsa sér það, að nútíða kvenfólk skuli jafnvel vera „far ið að leggja undir sig bíla og vélar eins og karimenn“... En hún Gunna í Túni var á sífelld um þeytingi kringum hann Jón, bónda sinn, þegar hann lá ým- ist bölvandí eða veinandi af tannpínu uppi í rúmi, og svo kom upp úr kafinu, að hún, sem var „nýkominn á fætur að henni Stínu, var sjálf sárkvalin af tannpínu og gat ekki s(3-pið á kaffibolla! Þá er það lengsta og viða- mesta sagan, Dómsorffi hlýtt. Hún fjallar um miskunnarlausa eigingirni og bragðvísi bamlaus rar konu, sem notar góð efni og giæsilegar framtíðarhorfur til að sölsa undir sig og bónda sinn óskilgetið bam fátækrar einstæðingsstúlku. Svo líða ár- in, og aðstaða beggja kvennanna breytist þannig, að mér duttu í hug orð Fornólfs: „Hefndin v-ak ir hæg í bragði, hyggjuköld og langrækin". Þetta er römm saga blóðugrar örlagaréttvísi og sýn ir betur en nokkur önnur í bók in-ni, að skáldkonuna skortir hvorki djörflung né hlífðarleysi til að beita sjálf-a sig og lesand ann hörð-u. Næsta saga og sú sjöuinda heitir, Punktur á skökkum stað, og val má hún heita það, því sð lokapunktur bókarinnar hefði átt að koma, þar sem þessi saga hefst. Bkki er það fyrir þær sakir, að ekki skilji ég vel og standi jafnvel ærið nærri við horfi hennar í sögunni, heldur af hinu, að þama sér hún rautt, og allt listrænt jafnvægi mál- staðanna og með því rökvisin og öll viðleitnin til lifandi mann- lýsinga rýkur út í veð-ur og vind. Og seinasta sagan, Maffur upp í staur, er illa unnin, sú hug- mynd, sem í henni f-eist ekki aðeins góð, heldur bráðsn-jöll, en fær ekki verðugt foam og nýt ur sín ekki. En hér er skáldkona á ferð, sem ég vænti mér mikils af, og væri vel, að hún mætti vaxa svo sem efni standa til. Guðmundur Gíslason Hagalín. . .. Dr. Valtýr Guðmundsson, stofn- íngoifur Kristjansson, nuverand. andi og f ti ritstjóri Eimreiðar- ntstjor. Eimreiðarmnar. innar IMýtt Eimreiðarhefti 70 árgangar komnir út EIMREIÐIN, III. hefti sjótugasta árgangs er nýkomin út. Mikiff og fjölbreytt efni er í þessu hefti tímaritsins, sem er um 100 les- málssíður aff stærff. Ritið hefst á Aldarminningu Einars Benediktssonar, og eru þar birtar ræður Magnúsar Víglunds sonar og Tómasar Guðmundsson- ar og ávarp Geirs Hallgríms- sonar við afhjúpun minnisvarð- ans um hann á Klambratúni. Þá er smásagan „þriðji dagur eftir jól“ eftir William Saroyan í þýðingu Gúðrúnar Indriðadófct- ur, viðtal við Bjarna M. Gísla- son, rifchöfund, sem nefnist „Ýkj- ur um handritaeign íslendinga notaðar sem rök gegn aflhend- ingunni", greinin „Mikilvægi handritanna fyrir íslendinga" eft ir Bjarna M. Gíslason, kvæðið Olíuljós eftir Þóri Bergsson, „Gyð ingaþjóðin og lögmálið" effcir séra Jakob Jón-sson, smásaga Strút- urinn eftir Martin A. Hansen í þýðingu Arnheiðar Sigurðardótt- ur, greinin „Aukinn stúðningur við leiklistarstarfsemi áhuga- m-anna“ eftir Gylfa Þ. Gfala-son, kvæðið „Rökkurhugsun un» Grim Thom-sen“, eftir Pétur Ás- mundsson, tvö kvæði eftir Frið- jón Stefánsson, „Þá vetur ! / á dyr“, hugvekja eftir séra Sig- urð Hauk Guðjónisson, finnskt ljóð, sem Sigurður Jónsson frá Brún þýðir á Íslenzku úr sœn-sku, smásagan „Nótt í viðjum óttans'* eftir Benedikt Viggósson, viðtal ritstjórans við Vilhjálm Bergs- son í þættinum Ungir listamenn, vísu-r eftir Gest Guðfinnsson, Um komuleysi,- smása-ga eftir Helgu Þ. Smára, ævintýri eftir Sigur- jón Jón-sson og Ritsjá, bókagagn- rýni. Ýmislegt fleira efni er I ritinu, sem er myndskreytt. Meff þessu hefti lýkur sjötug- asta árgangi Eimreiðarinnar, en hún var stofnuð áirið 1895. Fjall- ar ritstjóri, Ingólfur Kristjáns- son, um afmælið í eftirmála. * HALFSNOÐAÐUR HJA HÁRSKERA Strákur nokkur hefur beð- ið Velvakanda að birta eftir- farandi: „Kæri Velvakandi! Ég fór til rakara í gær og ætlaði að láta snyrta mig fyrir jólin, en ég var með mjög mik- ið hár, af stráki að vera. Svo sezt ég í stólinn, og rakarinn spyr mig, hvernig hann eigi að klippa mig. Ég segi, að það eigi rétt aðeins að snyrta hárið. Þegar ég svo stóð upp, þá var rakarinn, sá fíni maður, búinn að hálfsnoða mig. Nú spyr éig, hvort það sé leyfilegt af rökurum að klippa mann, eins og þeim sýnist? Sé svo ekki, þá bið ég rakara á XXX að taka þetta til sín! — Einn mjög vondur". Þarna hefur að öllum líkind- um verið skellt ofan af einum bítlinum. Að nokkru má hann sjálfum sér um kenna, að hann skyldi ekki stöðva hervirkið í tíma. En kannske hefur hann verið niðursokinn í lestur. A.m.k. hefur það komið fyrir Velvakanda að vera bursta- klipptur, af því að hann leit ekki upp úr blaði, sem hann var að lesa. Hafði hann þó aðeins beðið hárskerann um að „taka ofan af því og úr vöngunum“. — Að sjálfsögðu er rökurum ekki leyfilegt „að klippa mann, eins og þeim sýnist", enda munu þeir sjaldnast gera það. * NÝJUNGAR í UMFERÐAR- MÁLUM Veturliffi skrifar: „Kæri Velvakandi! Þegar éig í laugardagspistli þínum las bréf frá manni ein- um í Bandaríkjunum um senditæki og umferðarljós, datt mér í hug, að umferðarmála- nefnd þyrfti að hafa fréttarit- ara úti um heiminn, til þess að fylgjast með nýjungum á sviði umferðarmála. í Þýzkalandi er t.d. úðað efni á gangstéttir, sem eyðir snjó. Og víða í Bandaríkjunum eru hinir hvimleiðu járnfrumskógar steinsteyptra einstiga — stöðu- mælarnir — úr sögunni og til- heyra byggðasöfnum. í þeirra stað eru notaðir mið- ar, mismunandi litir eftir verð- gildi, sem límdir eru á bílrúð- una. Til dæmis verður rauður miði hvítur eftir fimmtán mín- útur. Blár verður hvítur eftir þrjátíu mínútur o. s. frv. Sem sagt, þegar miðinn er orðinn hvítur, og löggan ekkl litblind, getur hún stundað rit- störf sín á milli þess hún ekur stöðumælunum á Árbæjarsafn, — Veturliði“. B O S C H rafkerfi er í þessum bifreiffum: BENZ SAAB DAF TAUNUS NSU VOLVO OPEL VW Við höfum varahlutina. BRÆÐURNIR ORMSSON HF. Vesturgötu 3. — Sími 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.