Morgunblaðið - 03.01.1965, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.01.1965, Blaðsíða 1
20 síður ÓLAFUR THORS, fyrr- verandi forsætisráð- herra og formaður Sjálfstæðisflokksins er látinn. Hann lézt á gamlársdagsmorgun, tæplega 73 ára að aldri. Með honum er fallinn frá stórbrotnasti og svipmesti stjórnmála- maður samtíðarinnar á íslandi. Óafur Thors hafði undanfarið kennt van- heilsu. Hann sagði af sér embætti forsætis- ráðherra 12. nóv. 1963, og tók sér þá einnig hvíld frá þingstörfum. Þegar Alþingi kom sam an í haust, tók hann sæti á þingi, en hvarf þaðan eftir skamma setu. Síðustu vikurnar átti hann við vanheilsu að stríða, og síðastliðið sunnudagskvöld mun hann hafa fengið æða- storknun í heila. Á mánudag létti honum nokkuð, en þyngdi aftur á þriðjudag, og var þá um kvöldið flutt ur í Landakotsspítal- ann, þar sem hann andaðist um kl. 5 að morgni gamlársdags. Utför hans mun fara fram frá Dómkirkj- unni kl. 1,30 n.k. þriðju dag. ★ Ólafur Thors var fæddur. 19. janúar 1892, í Borgarnesi. For- eldrar hans voru Thor Jensen kaupmaður þar, og síðar stórútgerðar- maður og bóndi á Korp úlfsstöðum og Lága- felli, en móðir Margrét Ólafur Thors, er hann varff forsætisráðherra Nýsköpunarstjórnarinnar haustið' 1944. Þorbjörg Kristjáns- dóttir frá Hraunhöfn í Staðarsveit á Snæfells- nesi. Hann lauk stii- dentsprófi við Mennta- skólann í Reykjavík árið 1912 og heimspeki- prófi við Kaupmanna- hafnarháskóla árið 1913. Gerðist hann síð- an framkvæmdastjóri togaraú t gerðarf éla gs- ins Kveldúlfs, og gegndi því starfi í ára- tug. Ólafur Thors hóf ungur þátttöku í stjórnmálum. Hann var fyrst kosinn á þing árið 1925 fyrir Gull- bringu- og Kjósarsýslu. Var hann þingmaður þess kjördæmis óslitið þar til er kjördæntaskipuninni var breytt árið 1959. Þá gerðist hann 1. þingmaður hins nýja Reykjaneskjördæmis, og var það til dauðadags. Hafði hann setið Iengur á þingi en nokkur núverandi þingmanna, eða samtals á 48 þingum. Var hann ald- ursforseti þess þings, sem kjörið var sumarið 1963. Ólafur Thors varð fyrst ráðherra í ráðuneyti Ás- geirs Ásgeirssonar árið 1932. Gegndi hann þá s.törf- um dómsmálaráðherra í forföllum Magnúsar Guð- mundssonar um skeið. Árið 1939 varð hann at- vinnumálaráðherra í þjóð- stjórninni, sem þá var mynduð, og gegndi því embætti til vors 1942. En þá myndaði Ólafur Thors sitt fyrsta ráðuneyti, er hann myndaði flokksstjórn Sjálfstæðisflokksins þá um vorið. Fór sú ríkisstjórn með völd til ársloka það ár. Árið 1944 varð Ólafur Thors forsætisráðherra í annað sinn. Myndaði hann þá nýsköpunarstjórnina sem sat til ársbyrjunar 1947. í þeirri ríkisstjórn fór hann einnig með embætti utanríkisráðherra . ★ í byrjun desember árið 1949, myndaði Ólafur Thors þriðja ráðuneyti sitt. Var það minnihlutastjórn Sjálf stæðisflokksins, sem fór með völd þar til í marz 1950. I næstu ríkisstjórn, sem var samsteypustjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, varð Ólafur Thors síðan at- vinnumálaráðherra. Sumarið 1953 myndaði Ólafur Thors fjórða ráðu- neyti sitt, sem var sam- steypustjórn Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknar- flokksins. Sat sú ríkisstjórn til miðs árs 1956. Fimmta ráðuneyti Ólafs Thors er núverandi ríkis- stjórn, sem eins og kunnugt er var mynduð í nóvember árið 1959. Gegndi Ólafur Thors forsætisráðherra- störfum í þeirri ríkisstjórn eins og áður er sagt, þar til 12. nóvember 1963, er hann sagði af sér, er læknar hans ráðlögðu honum að taka sér hvíld. Ólafur Thors var því for- Sætisráðherra í 5 ríkis- stjórnum og oftar en nokk- ur annar Islendingur. Formaður Sjálfstæðis- flokksins var Ólafur Thors frá árinu 1934 til ársins 1961, en þá sagði hann af sér formennsku í flokkn- um. ' f Ólafur Thors hefur gegnt fjölmörgum öðrum trúnað- ar- og virðingafstöðum í þágu þjóðar sinnar. ★ Ólafur Thors kvæntist árið 1915 Ingibjörgu Ind- riðadóttur, Einarssonar skálds, og konu hans Mörthu Maríu Guð- johnsen. Áttu þau fimm börn. Eru fjögur þeirra á lífi. Frú Ingibjörg hefur ávallt staðið við hlið manns síns með miklum glæsibrag og verið honum styrk stoð. í forystugrein Morgun- blaðsins í dag er Ólafs Thors, hins ástsæla og mik- ilhæfa stjórnmálaleiðtoga minnst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.