Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 120. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Laugardagur 29. maf 1965
MORGUNBLAÐIÐ
15
Stalín fa
' FAGNAÐARLÆTIN, sem
mættu Stalín, er hann birtist
á kvikmyndatjaldi í Rúss-
landi í fyrsta sinn um árabil
voru hvorki óheillavænleg
né ógnvekjandi. Þau voru
eðlileg og óhjákvæmileg við-
brögð Rússanna, en boðuðu
ekki afturhvarf til ógnstjórn-
ar. Einnig minntu þau á, að
Rússar eru enn Rússar og
ætla ekki að bannfæra mik-
inn leiðtoga um alla eilífð,
aðeins vegna þess að hann
var spilltur einræðisherra.
Tuttugu ára afmseli sigursins
yfir Þjóðverjum var gott tæki-
færi til að draga Stalín aítur
fram á sjónarsviðið, og með því
að nefna hann í ræðu í tilefni
afmælisins batt Brezhnev, aðal-v,
ritari komim'únistaflokksins, enda
á mjög óeðlilegt ástand. Því að
brátt fyrir allt, sem Krúsjeff
eagði um Sfalín og grafarþögn-
ina um hann síðan, hefur hon-
um aldrei verið afneitað alger-
lega, og ýms atriði skipulags
hans nota núverandi valdhafar,
•em margir voru nánir sam-
•tarfsmenn hans.
Jafnvel Krúsjeff gætti þess
vandlega, að grafa ekki undan
•tjórnmálakerfinu, sem hann átti
stöðu sína að þakka. Hann
beindi gagnrýni sinni aðeins að
ákveðnum gerðum Stalíns, og
•tefnubreytingar hans voru rót-
tækar.
Endi var bundinn á lögreglu-
Btjórnina, og lögreglan var ekki
lengur óábyrg gagnvart ríkis-
•tjórninni eins og á döguim
Yezhovs og Beria, en varð tæki í
höndum flokksins. Þó er það
skoðun manna á Vesturlöndum,
lögreglan sé ennlþá allt of valda-
mikil, og oft er hún gerræðis-
leg. Réttarfarið hefur skánað, en
er ennþá ótraust. Þótt nærri 50
ór séu liðin frá byltingu komm-
únista, treystir stjórnin ekki
sovézku þjóðinni, og hefur ekki
ástæðu til þess, þar sem hún hef-
Kirkjudagur
í Bústaðasókn
Stalín
ur  ekki lagt  sig fram  um  að
vinna traust hennar.
Villutrúarhugmyndir geta þró-
azt, fyrst og fremst með yngri
mönnum, sem þekktu ekki
verstu hliðar ógnarstjórnar Stal-
íns. En staðreyndin er sú, að
þessar hugmyndir koma ekki
fram sem eðlilegar tilraunir til
endurbóta, heldur er litið á þær
sem  ögranir.
Krúsjeff talaði mikið um
,,píslarvottana" innan flokksins,
en gagnstætt því lét hann óátal-
inn ruddaskapinn, sem Stalín
sýndi þjóðinni og þá fyrst og
fremst bændum. Aðra svívirði-
lega þætti Stalínismans lét hann
gagnrýnislausa t.d. hvernig Stal-
ín lék hinar ógæfusömu þjóðir
Austur- og Mið-Evrópu.
I>að, sem nú er að gerast, er
einfaldlega tilraun Rússa til þess
að fylla upp í eyðuna, sem mynd-
aðist í sögu þeirra vegna for-
dæmingar Stalíns. En frá því að
Stalín hóf manndrápin, 193'5 til
1953, eru nokkrar hetjulegar
endurminningar úr styrjöldinni
það eina sem sagan greinir frá.
Stalín hlaut fyrr eða síðar að
koma fram á sjónarsviðið aftur,
þar sem hinir nýju leiðtogar hafa
ekki lýst því yfir formlega,  að
aTlar stjórnarathafnir á valdatím
um hans hafi verið fullkomin
svívirða, sem strikast skuli út
úr öllum skýrslum og reynt að
bæta fyrir með algerri stefnu-
breytingu.
Nú hefur verið stigið fyrsta
skrefið í þá átt að kynna þjóð-
inni Stalín á ný. Það var gert
með hógværu lofi um hann sem
leiðtoga á styrjaldarárunum, en
þá var hann öflugur leiðtogi,
þótt honum hefðu orðið á gífur-
leg mistök  í innanríkismálum.
Upprisa þessa einstæða manns
mun gleðja hin afturhaldssamari
öfl, en vekja kvíða í brjóstum
þeirra, sem unnið hafa að því á
einhvern hátt að gera Sovétríkj-
um kleift að breiða yfir fortíð
sína. En hún merkir ekki aftur-
hvarf til Stalínismans. Sovét-
stjórnin þarfnast aðstoðar millj-
óna hámenntaðra, þjálfaðra og
gagnrýninna borgara við að
halda efnahagslífinu í landinu í
réttu horfi. Sjálfrar sín vegna
hefur hún ekki efni á því að
brjóta þetta fólk á bak aftur, þótt
hún hefði afl til þess. Eins og
málum er nú háttað, er samvirk
stjórn í Rússlandi. Stjórnin
byggir á samvirku þjóðfélagi og
verður að taka tillit til þess.
Ennfremur hafa menntamean í
Sovétríkjunum aldrei getað sætt
sig fullkomlega við, að menn
sem störfuðu með Stalín og hafa
notað aðferðir hans, fordæmdu
hann og létu, sem hann hefði
aldrei verið til. En þetta ástand
var bein afleiðing Stalínismans.
Krúsjeff var aldrei eins vin-
sæll innan Rússlands og oft virt-
ist erlendis. Hann var fulltrúi
lyginnar. Þótt undirlegt megi
virðast, getur endurkoma Stalíns
inn á spjöld sögu Rússlands verið
góðs viti. Því að Rússar verða
að viðurkenna Stalín eins og
hann var, en ekki eins og Krús-
jeff sagði að hann væri, áður en
þeir halda lengra, en framtíðin
krefst róttækari endurskoðunar
en Krúsjeff hefði nokkru sinni
dreymt um.
(OBSERVER — öll réttindi'
áskilin)
A SUNNUDAGINN kemur, hinn
30. maí, efna forráðamenn Bú-
staðarsafnar til hins annars
kirkjudags, sem haldinn er í
prestakallinu. Er markmiðið með
slíkum degi tvíþætt: í fyrsta lagi
að helga einn da,g sérstaklega til
að minna á safnaðarstarfið og
efla samstöðu sóknarbarnanna,
og í öðru lagi að kynna kirkju-
byggingaráformin og afla fjár til
þess að reisa kirkju.
í fyrra lagði mikill fjöldi fólks
leið sína í Réttarholtsskólann til
þess að sækja samkomur og guðs
þjónustu og til að kaupa kaffi
og kökur, sem allir rómuðu fyrir
ágæti. Varð þó nokkur fjöldi frá
að hyerfa vegna þrengsla. Nú
hafa forráðamenn skólans enn
írekar sýnt málefni safnaðarins
skilning og stutt starfið með
því Æð greiða fyrir kaffiveiting-
um með auknu húsrými, svo auð
veldar ætti að vera að sinna mikl
um fjölda. Og enginn þarf að
efa, að kaffi og meðlæti veitir
enn sælkerum hina mestu
ánægju.
Að kirkjudegi þessum standa
auk sóknarnefndarinnar, kirkju
kórinn, kvenfélagið, bræðrafé-
lagið. Verður barnaguðsþjónusta
um morguninn H. 10:30, messa
kl. 2 og almenn samkoma kl.
£:30 um kvöldið. Á samkomunni
talar séra Bjarni Jónsson, vígslu-
biskup, en meðal annarra atriða
má nefna söng kirkjukórsins og
ræðu formanns sóknarnefndar,
Guðmundar Hannssonar. Að
messu lokinni og um kvöldið er
kaffisala kvenfélagsins, en auk
þess að baka og ganga um beina
befur Kvenfélag Bústaðasóknar
efnt til skyndihappdrættis með
mörgum góðum vinningum til
ágóða fyrir kirkjubygginguna, og
verða miðar seldir þessa viku,
en dregið á mánudaginn kemur.
Er safnaðarfólk og aðrir vel-
unnarar Bústaðaprestakalls hvatt
til að koma í Réttarholtsskólann
á sunnudaginn, sækja samkom-
urnar og njóta kaffiveitinganna.
En allan daginn verða til sýnis
teikningar og líkan af hinni nýju
Bústaðakirkju, sem risa á austan
Tunguvegar við Bústaðaveg. Sú
kirkja verður ekki reist nema
fyrir sameinað átak. Gefum á
sunnudaginn dæmi um samtaka
máttinn og sýnum áhugann með
því að vera virkir þátttakendur
í  Kirkjudegi  Bústaðasóknar.
Ólafur Skúlason.
Edward Crankshaw skrifar af erlendum vettvangí
Li fl
Suðríður Þorbjarnardóttir"
komin til landsins
NÝJASTA flugvél Loftleiða h.f.
„Guðríður Þorbjarnardóttir" kom
til landsins s.l. fimmtudag. Er
hún þriðja RR-400 vélin, sem
Loftleiðir kuipa á stuttum tima,
en von er á hinni fjórðu innan
skamms. Nafnið Guðríður Þor-
bjarnardóttir hefur flugvélin
fengið eftir tengdadóttuC Eiríks
rauða, en hún hefur verið tal
víðförlasta kona heims á mið-
öldum. Flugvélin hefur hlotið
einkennisstafina TF-LLH.
Blaðamönnum var boðið að
vera viðstaddir, þegar hin nýja
flugvél Lofleiða lenti í fyrsta
skipti á Keflavíkurflugvelli. Var
farþegum fyrst hleypt út, en síð
an kom áhöfnin og voru flugstjór
anum. Jóhannesí Markússyni, af
hent blóm. Sagði hann síðar í
viðtali, að flugferðin heim hefði
tekið rúmar 7 klst., og hefðu vind
ar verið fremur óhagstæðir. Sjálf
ur á hann hraðamet á þessari
flugleið, 5Vz klst.
Hin nýja flugvél er, eins og
hinar fyrri, gerð fyrir 160 far-
þega. Hún hefur þegar verið tek
in í áætlunarflug og verður í
förum milli íslands og Bandarikj
anna og íslands og Luxemborg-
ar, auk leiguferða.
Það mun vera nýnæmi að flug
vélar séu  nefndar  kvennanöfn-
um, en að sögn Sigurðar Magnús
sonar, fulltrúa hjá Loftleiðum,
var Guðríður Þorbjarnardóttir
eiginkona Þorsteins, sonar Eiríks
rauða. Hún var fyrsta evrópska
landnámskonan í hinum ný-
fundnu löndum Vesturheims og
ól fyrsta hvíta barnið fætt í þeim
heimshluta.
jDfefey^T^M
/.>>v.>**««i!88S8S^^
ua nýja flugvél Loftleiða, „Guðríour  Þorbjarnardóttir", á KctUvikuiiiiii-vclli  s.l.  íinuutu da».
F R U Milla Thorsteinsson,
kona Alfreðs Elíassonar, fær-
ir flugstjóranm, Jóhannesi
Markússyni blómvönd við
komuna.
(Ljósmyndir Mbl. Sv. Þ.)
Skartgripum
stolið í
Landssímahús-
inu
EFTIR hádegi í gær var tveimur
litlum gullhringum stolið í Lands
símahúsinu, þar sem þeir lágu
í glugga snyrtiherbergis á 1. hæð
hússins. Annar hringanna var
settur þremur litlum gimstein-
um en hinn þremur stórum
safírum, tveimur bláum og ein-
hafa orðið þessara hringa var,
um hvítum. Ef einhver kynni að
er hann beðinn vinsamlegast að
hafa samband við rannsóknarlög-
regluna.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28