Morgunblaðið - 28.11.1965, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.11.1965, Blaðsíða 19
Sunnudagur 29. n<5v. 1965 MORGUNBLAÐIÐ 19 Bersöglisvísur í minningu þeirra, sem féllu, * vegna Uinna, sem áfram eiga að lifa. Sorgþunga heiftin er bruni í barmi — bótin, að einn getur kennt mér að rata. Það er mér brotlegum huggun í harmi, að hann er þó óblóðug gata. Vei því, er magnar hið grimmlynda gaman, er garpurinn fellur, en lifir hinn blauði! Sízt vil ég hima og halda mér saman, er heggurðu vægðarlaust, dauði! Við skuldum þeim betra, sem banvænir hnigu, en bamalegt skvaldur, er líður úr minni. Mál er að hugsa og stemma við stigu, svo stöðugu mannfalli linni, Eigi skal þola! Þörf er að bannal Þörf er að rígbinda óargadýrið. Helreiðar þjóta að húsdyrum manna — hamingjuleysið við stýrið, Aldinn má deyða o.g ungum má sálga. — Ófreskjan skimar um bekki og sætL Vanmenning þessi er ganga að gálga með glamrandi uppgerðarkæti. Lífsgleðin kafnar i vínóravaðli og valmenni breytast í ótínda rúta. Er sælla að hanga í hengingarkaðli en heilagri köllun að lúta? Skilurðu, þjóð mín, hver skömm er að deyja frá skyldunnar kalli til ættjarðarvanda? Til hvens voru langfeðgar lífsstríð að heyja? Þeir líta nú verk þín — í anda: Ennþá er fsland, og áfram snýst jörðin. Enn unnast hugástum maður og kona. — Sárlega hryggir þeir horfa I skörðin: „Hvers vegna fór þetta svona?“ Já, hversvegna elurðu óreglufjandann, ástkæra þjóð mín, á saklausra blóði? — Þú, sem vilt samtvinna efnið og andann, svo arfurinn vaxi í sjóðL Gættu að sverðinu, svefnþunga hetja. Senn mun þín vitjað í ýtrustu nauðum. Flýttu þér bitrasta brandinn að hvetja — brandinn, sem lífgar frá dauðum. Úlfur Ragnarsson. Þórarinn Magnússon trúboði minning „I Drottni ef viltu deyja, Drottni þá lifðu hér“ Þessi orð Hallgríms Péturssonar komu mér í hug, þegar hin mjög óvænta fregn barst frá Grænlandi að bróðir Þórarinn Magnússon væri látinn. Vinir hans hér heima vissu ekki annað en hann væri vænt- anlegur heim í þessum mánuði. Hann hafði verið full 4 ár í Narssaq á Grænlandi í þjónustu Drottins. Komið þar upp trú- boðsstöð, og haldið uppi reglu- bundnu trúboðsstarfi. Oft reyndi é trú og þolgæði, en sá Guð sem kallað hafði Þórarinn til þessa starfs reyndist ávalt trúfastur og gaf sigur í öllu. Hann ávann sér líka traust hinna grænlensku íbúa, svo þeir elskuðu hann og virtu, og mátu mikils hina margvíslegu þjónustu hans þeim til handa. Nýlega hafði hann skrifað að sænsk hjón væru væntanleg til Narssaq í nóvember til að taka við starfi hans þar, aetlaði hann þá að koma heim og njóta hvíid- ar. Þetta fór nokkuð á annan veg. „Hann hafði barist góðu barátt- unni, hafði fullnað skeiðið, varð veitt trúna, og var nú geymdur eveigur réttlætisins heima hjá Drottni“ 2. Tím. 4:7. Guð veitti honum hvíld og tók hann heim til Sinnar eilífu dýrðar. Ég hafði um miörg ár notið Liðhlaupar í Suður-Vietnam þeirrar gleði að kynnast Þórarni Magnússyni og árin sem hann var á Grænlandi höfðum við stöðugt bréfasamband. Fylgdist ég því vel með öllu starfi hans þar. í afmælisdagabók hjá mér hafði bróðir Þórarinn skrifað eitt sinn „Frelsaður af náð 28/3. 1943 í Svíþjóð.“ Þetta hafði orðið hon um persónuleg lífsreynsla, og frá þeim degi var þessi vitnis- burður efstur í huga hans. Hann hafði því verið í þjónustu Drott- ins í rúm 22 ár. Ég er sannfærð- ur um að Guð hefir gefið og mun áfram gefa margfaldan á- vöxt af starfi hans. Það var táknrænt að hann var að leita að hinum tvístraða fén- aði í fjallinu fyrir ofan Narssaq þegar hann hné niður. Dó í Drottni. Þannig hafði hann einn- ig safnað fólkinu saman og boð að því Guðsorð og bent því á hinn góða hirði sem lagði líf sitt í sölurnar fyrir sauðina Jóh. 10:1-18. Öllum ástvinum hins látna bróður votta ég mína innilegustu samúð, og hluttekningu, og vil um leið beina orðum heilagrar Ritningar til þeirra sem eftir lifa. „Verið minnugir leiðtoga yðar, sem Guðsorð hafa til yðar talað, virðið fyrir yður hvernig aefi þeirra lauk, og líkið síðan eftir trú þeirra“ Hebr. 13:7-8. Sigfús B. Valdimarsson. Saigon, 22. nóv. (AP) LIÐHLAl'P úr her S-Vietnam hefur stöðugt auki/.t upp á síð- kastið. Vandamál þetta er niðr- andi fyrir herstjórnina, en hún hefur ekki fengizt til að láta í té neinar tölur í þessu sambandi. Aðrar heimildar staðhaefa að lið- hlaupar fyrstu tíu mánuði ársins 1965 hafi verið 87 þúsund og 72 þúsund árið 1964. Sömu heimild- ir herma að liðhlaup í október hafi verið 17.9 af þúsundi saman borið við 11.2 í október 1964. Talið er að þetta aukna lið- hlaup stafi af ákveð^um aðgerð- um stjórnarinnar við fjölgun í hernum. Um 60 prósent af lið- hlaupunum eru nýliðar, sem hlaupast á brott þegar þeir hafa lokið við æfingatírmann, en áður en þeir eru sendir á vígstöðvar. Liðhlaup hefur ávallt verið töluvert í her S-Vietnam og eru megin ástæðurnar taidar vera þær, að stjórnin hafi verið of nízik á heimfararleyfi ti-1 handa hermönnunum og að refsiaðgerð- ir fyrir liðhlaup, hafi verið alltof vægar. Margir Vietnam hermenn, sem sumir hverjir hafa staðið í bar- diögium í 20 ár, taka sér frí í nokkrar vikur til að heimsækja fjölskyldur sínar, en koma síðan aftur til starfa. Einnig vill því bregða við, að hermenn þessir skjóti upp kollinum í öðrum deildium hersins en þeir hafa verið settir í og þá einna helzit í fy’lkisdeildum h^rsins, eða hin- um almenna her, en svo er heimavarnarliðið nefnt. Liðhlaup er einna mest í heimavarnarliðinu, sérstaklega á iþeim svæðum, sem barizt hefur verið á. í síðasta mánuði var hlutfailið 29.1 af hverjum þús- und. Þegar Viet-Cong hefur her- tekið eitthvert þorp, hefur mikið liðhlaup venjulega fylgt í kjöl- farið. Liðhllaupsvandamálið er ekki einlhliða. Þó skæruliðum virðist hafa fjölgað; mest vegna þótt- töku hermanna frá N-Vietnam, þá er greinilegt að töluvert lið- hlaup hefur iþar einnig átt sér stað. Formælend'ur bandaríska her- liðsins, hafa haldið því fram í marga mánuði, að óvinirnir eigi við alvarlegt siðferðilegt vanda- mál að stríða, og er það vegna þess að stjórn S-Vietnam haldi stöðugt upp áróðri og hvetji Skæruliðana til liðhlaups og að iþeim, sem taki þá ákvörðun, verði tekið „með opnum örmuni' í S-Vietnam. Herstyrkur S-Vietnam er sagð ur vera 550 þúsund, 290 þúsiund teljast reglulegir, 120 þúsund til- heyra fylkisdeildunum og 140 þúsund tilheyra heimavarnanlið- inu. Þegar ríkislögreglunni og hersveitum unglinga er bætt við þennan lista, náLgast talan 700 þúsund. Flestar þessar deildir eru samt sem áður töluvert stærri á pappírnum en í raun og veru. Sumar deildir eru fá 20 til 50 prósent fámennari en opinberar tölur gefa til kynna, og er það bæði vegna liðhlaups og mann- falls. Aðgerðir stjórnarinnar til að auka styrk og höfðatölu hers- ins, hafa m.a. verið fólgnar í kauphækkunum. Nguyen Cao Ky forsætisráðherra, sem einnig er yfirmaður flughersins, hefur barizt fyrir meiri og betri húsa- kynnum hernum til handa. Að- gerðir þessar hafa vakið ánægju og þótt tímabærar, en enn sem kornið er hefur ekki tékist að stemma stigu við liðhlaupunum, sem eins og áður er getið hafa aukist mjög seinustu mánuðina. Aðoliundur Vurðbergs É AÐALFUNDUR Varðbergs á Akranesi var haldinn sunnudag- inn 14. nóvember s.l. í félags- heimilinu Löst. Fundurinn var vel sóttur. Fráfarandi formaður, Bent Jónsson, lögreglumaður, gaf skýrslu um starfsemina á liðnu starfstímabili, en að því- loknu fór fram stjórnarkjör. Styrmir Gunnarsson lögfræðingur, flutti því næst erindi um framtíð At- lantshafsbandalagsins. Þá var gert kaffihlé en að því loknu sagði Lárus Arnason, málara- meistari, frá nýafstaðinní kynnis ferð Varðbergs og Samtaka um Vestræna samvinnu til Noregs og sýndi litskuggamyndir úr för inni, sem einkum var farin til þess að kynnast utamákis- og varnarmálum landsins. Að lok- um var sýnd kvikmyndin „End- urreisn Evrópu“, þar sem rakin er þróunin í álfunni frá lokum síðarf heimsstyrjaldarinnar. í stjórn Varðbergs fyrir næsta starfsár voru kjörnir: Form.: Hallgrimur Árnason, framkv.stj.; 1. varaform.: Snorri Hjartarson, rafvirki; 2. varaform.: Halldór Jóhannsson, skrifstofumaður; rit ari: Ólafur Þórðarson, skrifstofu maður; gjaldkeri: Svanur Geir- dal, lögregluþjónn; og meðstjórn andi: Helgi Daníelsson, lögreglu þjónn. — Varastjórn: Guðjón Finnbogason, skrifstofumaður; Hróðmar Hjartarson, rafvirki og Björn H. BjÖrnsson, varðstjórL combi star Þrjár unglinp;a- bækur frá Leiftri PRENTSMIÐJAN Leiftur hefur gefið út þrjár unglingabækur: Zorro og svikararnir, Maðurinn með gulltennumar og Fjársjóð- urinn í Silfurvatni (fyrri bók, Bardaginn á gresjunni). Allt eru þetta að sjálfsögðu spennandi strákasögur og höfundar þeirra gefið út fjölda slíkra bóka og þær komið út í íslenzkri þýð- ingu. Hver bókanna er um og yfir 100 blaðsíður að stærð. IVfétmælc) vegatolli HREPPSNEFND Grindvikur- hrepps hefur samþykfct eftirfar- andi ályktun: „Hreppsnefnd Grindavílkur- hrepps mótmælir eindregið vega- tolii á Reykjanesbraut, en krefst þess til vara, að hann verði læfcfc aður a.m.k. um helming, enda verði þess þá ekfci langt að bíða, að vegurinn til Grindavíkur verði gerður úr varanlegu eifni. Á meðan það er efcki orðið, verð ur að teljast ósanngjarnt, að Grindvíkingar greiði fullan vega- toll.“ Patent nr. 140 454 COIVIBI Nýtizkulegi hvildarstóllinn með eiginleika ruggujtólsinl Stillanlegur meS einu handtaki .1 þú ttöSu er ySur henfar bext Er framleiddur eingöngu of okkur meS einkaleyfi fró Stokke Fabrikker Ai Noregl Ath.: Að gefnu tilefni leyfum við okkur að vara viðskiptamenn vora við eftirlíkingu. Sönnun þess að þér hafið fengið réttan stól með réttu „systemi“ er að framleiðslumiði frá okkur fylgi stólnum. Húsgagnaverzlunin Laugavegi 36 KARL J. SÖRHELLER Sími 1-3131.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.