Morgunblaðið - 15.04.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.04.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. APRlL 1967. 17 Aldarafmæli: BJARNI SÆMUHDSSON Á síðara hluta 19. aldar komu fram á sjónarsviðið þrír menn, sem allir gerðust brautryðjend- ur á sviði íslenzkra náttúru- fræðirannsókna. Þessir menn voru Þorvaldur Thoroddsen, Stefán Stefánsson og Bjarni Sæ- mundsson. Allir voru þeir af- reksmenn hver á sínu sviði, >or- valdur sem jarðfræðingur, Stef- án sem grasafræðingur og Bjarni sem dýrafræðingur, enda bar ævistaf þeirra ótrúlega ríkan ávöxt. Það má teljast fá- gæt tilviljun, að með jafn fá- mennri þjóð og íslendingar eru, skuli svo til samtímis hafa kom- ið fram þrír afburðamenn í þremur höfuðgreinum náttúru- fræðinnar, og held ég að óhætt sé að fullyrða, að slíkt hafi ekki skeð síðan, þótt nú sé starf- andi í landinu allálitlegur hópur náttúrufræðinga. Það er mjög athyglisvert, hve miklu raunsæi þessir þrír braut- ryðjendur voru gæddir. Þeir hösluðu sér völl í fullu sam- ræmi við þau takmörkuðu starfs- skilyrði, sem þá voru fyrir hendi, en dagaði ekki uppi sem þröngsýna sérfræðinga án minnstu möguleika til að færa sér menntun sína í nyt. 1 stað þess hófust þeir handa um söfn- un og úrvinnslu fróðleiks á breiðum grundvelli og skópu með því stórbætt skilyrði til handa þeim, sem á eftir komu. Þeir brutu landið og plægðu ak- urinn, sem við í dag streitumst við að yrkja. Yngstur þessara þriggja braut- ryðjenda var Bjarni Sæmunds- son. Hann fæddist á Járngerð- arstöðum í Grindavík 15. apríl 1867, en lézt í Reykjavík 6. nóv- ember 1940, sjötíu og þriggja ára að aldri. í dag hefði Bjarni Sæ- mundsson orðið hundrað ára, ef honum hefði enzt aldur. Árið 1894 lauk Bjarni háskóla- námi í Kaupmannahöfn, gerðist sama ár kennari við Reykjavík- urskóla og gegndi því embætti óslitið til ársins 1923, er hann var leystur frá embætti með fullum launum. Kennslustarfið eitt hefði verið ærið lífsstarf hverjum meðalmanni, en mörg eru þau verk, sem Bjarni vann að með kennslunni og eftir að hann var leystur frá kennslu- skyldu. Hann var meðal annars fyrsti fiskifræðingur landsins — og hinn eini allt til ársins 1931, er Árni Friðriksson var ráðinn starfsmaður Fiskifélags fslands. Á tímum mestu atvinnubyltingar í sögu íslands féll það í hlut Bjarna að rannsaka útbreiðslu og lífshætti íslenzkra nytjafiska, en auknar fiskveiðar voru ein- mitt undirstaða þessarar at- vinnubyltingar. Auk þess var hann ráðunautur ríkisstjórnar- innar um allt, er laut að hinni líffræðilegu hlið fiskiveiða og útgerðar. Eflaust hafa störf ■Bjarna að þessum málum verð mjög tímafrek, enda mun hann hafa verið þekktastur fyri framlag sitt á því sviði. En því fór þó víðs fjarri, að þessi mikli eljumaður léti þar við sitja, því að áhugamálin voru mörg og starfsþrekið óbilandi. Eftir að hann hafði gerzt kennari við Reykjavíkurskóla. hófst hann fljótt handa um samningu kennslubóka í náttúrufræði. Ágrip af náttúrusögu fyrir barnaskóla var gefin út 1896 og ágrip af steinafræði árið 1900. Síðan komu kennslubók í landa- fræði (1912), kennslubók í dýra- fræði (1914) og Sjór og lopt (1919). Flestar þessar bækur hafa verið margsinnis endur- prentaðar, og sem dæmi um vin- sældir þeirra má geta þess, að sumar þeirra eru kenndar enn þann dag í dag. Sem kennslu- bókahöfundar hafa Bjarni Sæ- mundsson og Stefán Stefánsson getið sér orðstír, sem seint mun fyrnast. Framlag þeirra á því sviði var veigamikill þáttur í sókn íslendinga til menningar- legs sjálfstæðs. Þá er komð að þeim þætti í ævistarfi Bjarna Sæmundsson- ar, sem mér er bezt kunnur, en það er formennska í Hinu ís- lenzka náttúrufræðifélagi og umsjón með náttúrugripasafni félagsins. Eg held, að þessi störf hafi alla tíð verið Bjarna mjög hjartfólgin, enda átti hann allra manna mestan þátt í vexti og viðgangi safnsins. Bjarni kemur snemma við sögu félagsins og safnsins. Árið 1890 skrifar Stefán skólameistari, sem þá var orðinn sem góðum safnmanni eru nauð- synlegir. Hann var natinn og hirðusamur, og hann var mjög handlaginn og tókst því oft að bjargast við lítilfjörlegan efni- við og gera úr sæmilegustu hluti eða gera við það, sem úr sér var gengið. En Bjarni lét sér ekki nægja að hrúga saman munum. Hann vann jafnframt stöðugt að úr- vinnslu og ákvörðun ýmissa dýraflokka í safninu og skrifaði um þær rannsóknir fjölda rit- gerða í félagsskýrslurnar, í „Vi- denskabelige Meddelelser fra kennari á Möðruvöllum, Bene- dikt Gröndal, formanni náttúru- fræðifélagsins og forstöðumanni safnsins, á þessa leið: „Eg vil ekki hafa Móritz Halldórsson fyrir fulltrúa félagsins í Höfn. Eg vil fá Bjarna stud. Sæmunds- son. Hann er interesseraður og vandaðasti piltur. Kvað stunda nám sitt af kappi og kemst því brátt í álit. Ef þið hafið ekkert á móti því, skrifa ég honum með næstu ferð.“ Varð það úr, að Bjarni var gerður að fulltrúa fé- lagsins í Höfn, og skrifar hann þá Gröndal og segist munu reyna að efla hag félagsins þar, að svo miklu leyti sem tíminn og nám sitt leyfi sér. Var Bjarni fulltrúi félagsins í Höfn þar til er hann kom heim að afloknu námi 1894. En 1895 var hann kosinn í stjórn félagsins, og átti hann síðan sæti í stjórn þess t samfleytt 45 ár, fyrst sem meðstjórnandi (1895—1900), síð- an sem ritari (1900—1905) og loks sem formaður og umsjónar- mað safnsins (1905—1940). Það er óhætt að fullyrða, að hvorki fyrr né síðar hafi nokkur ein- staklingur unnið Hinu íslenzka náttúrufræðifélagi og Náttúru- gripasafninu jafnmikið gagn og Bjarni Sæmundsson, og á þetta ekki sízt við um safnið. Undir stjórn hans óx það hröðum skrefum, enda vann hann af frá- bærri elju að því að afla því muna. Sjálfur safnaði hann mjög miklu á rannsóknarferðum sín- um, bæði á sjó og landi, og lét hann það allt renna til safnsins. Þannig eignaðist safnið smám saman tiltölulega mjög fullkom- in söfn lægri sjávardýra og fiska, án þess að Bjarni hafi á nokkurn hátt vanrækt aðrar deildir safnsins. Hann safnaði t. d. miklu af steinum og bergteg- undum og á fyrri árum sínum einnig plöntum. En Bjarni hafði auk þess marga þá hæfileika, Dansk Naturhistorisk Forening“ og víðar. Auk þess fékk hann ýmsa aðra náttúrufræðinga, bæði íslenzka og erlenda, til þess að taka að sér úrvinnslu þeirra dýraflokka, sem hann treysti sér ekki til að fást við sjálfur. Undir handleiðslu Bjarna varð safnið þannig smám sam- an að vísindastofnun og undir- staða að þekkingu okkar á nátt- úru fslands. Hér hefur verið rakin hin öra þróun safnsins undir stjórn Bjarna Sæmundssonar. En Bjarni var samt ekki gallalaus fremur en aðrir dauðlegir menn. Það, sem helzt var hægt að hon- um að finna, var að hann var helzt til íhaldssamur og spar- samur, og ágerðust þeir eigin- leikar með aldrinum. Hann var ekki aðeins sparsamur fyrir sína eigin hönd, heldur og fyrir ann- ara hönd og þá einnig ríkisins. Hann gerði því aldrei miklar kröfur um fjárframlög til safns- ins. En það gat ekki hjá því farið, að þetta hlyti að bitna á safninu, enda hætti honum við að vera fullsparsamur á tilkostn- að til verndunar gripum þess. En ég verð að viðurkenna, að hér var við ramman reip að draga. Húsnæði safnsins var fyrir löngu orðið alltof lítið og safnið hafði aldrei eignazt viðunandi hirzl- ur, þar sem hægt væri að vernda viðkvæma muni fyrir ryki og meindýrum. Eftir að Bjarni Sæmundsson lét af kennslustörfum hófst hann handa um samningu rita um dýraríki Islands, og auðnaðist honum að ljúka við bækur um hryggdýrin áður en hann lézL Fiskarnir komu út 1926, Spen- dýrin 1932 og Fuglarnir 1936. Þessi þrjú rit voru á sínum tíma einstakt afrek, og gegnir furðu, að einn maður skuli hafa valdið þessu verkefni. Eitt er að minnsta kosti víst, og það er, að hliðstæð verk um þessa þrjá flokka hryggdýranna verða aldrei framar samin af einum og sama manni. • Eftir að ég fluttist til Reykja- víkur 1926, kynntist ég fyrst Bjarna Sæmundssyni persónu- lega, og síðar varð ég tíður gestur á heimili hans. Þeirra kynna mun ég ávallt minnast með óblandinni ánægju, því Bjarni varð mér mjög hugstæður persónuleiki. Hann var hógvær maður og hlédrægur, sem ekki mátti vamm sitt vita. Hann var hófsamur í dómum sínum um menn og málefni, og aldrei heyrði ég .hann tala illa um nokkurn mann. Hann var mjög frábitinn allri yfirborðsmennsku, enda sjálfur traustur og óhaggan legur sannleiksleitandi, sem lét ekkert frá sér fara nema að vel yfirveguðu máli. Gáfur hans voru bæði miklar og margþætt- ar. Hann var meðal annars frá- bær málamaður og kunni vel að meta tóníist og myndlist. Mér er kunnugt um, að hann skrifaði vísindaritgerðir sínar jöfnum höndum á dönsku, þýzku, ensku og frönsku án þess að leiðrétta þyrfti stafkrók, en slíkt er ekki á alra færi. Nýtni hans var við brugðið, og flestar bækur sínar skrifaði hann með blýanti aftan á gamlar prófarkir. Og svo skýr og læsileg var rithönd hans, að til setningar voru handrit hans sízt verri en vélrituð handrit. Alla ævi var Bjarni Sæmundsson að viða að sér fróðleik á hinum ólíkustu sviðum, og tel ég, að þessi fróðleiksþorsti hafi verið eitt af helztu séreinkennum hans. En jafnframt því hafði hann ríka hneigð til að miðla öðrum af fróðleik sínum. Og þar sem hann var frábær eljumaður gat ekki hjá því farið, að ár- angurinn af ævistarfi hans yrði bæði mikill að vöxtum og góður. Finnur Guðmundsson. ÉG VEIT, að náttúrufræðing- arnir minnast í dag mikið og vel dr. Bjarna Sæmundssonar og þess, sem hann var vísindum þeirra og hagnýtum fræð- um íslenzks sjávarútvegs. En dr. Bjarni Sæmundsson var ekki einungis náttúrufræð- ingur og þess vegna er ekki úr vegi að um hann heyrist líka ein óvísindaleg rödd gamals nem anda hans, sem ekki er nátt- úrufræðingur. Dr. Bjarni var nágranni okk ar í Þingholtsstræti 17, átti hús ið nr. 14, þar sem áður var Benedikt Gröndal skáld og síð an Jón Jensson yfirdómari, og var þar mjög fallegur garður, sem dr. Bjarni lét sér anní um, en seinna eyddist í eldi. Milli Bjarna og föður míns var göm- ul og góð vinátta og skrifaði Bjarni flestar greinar sínar í blöð hans og las ég þær snemma. í þann tíma, sem hér um ræð ir var Menntaskólanum ekki skipt í máladeild og stærðfræði deild, en nemendur skiptust oft í flokka eftir áhuga sínum á námsgreinum og þóttust geta slegið slöku við hinar. Stund- um þótti fínt að vera í skálda- bekk, en svo urðu raunvísind- in fínust. Dr. Ólafur Dan. sagði seinna í stærðfræðinni, að sér þætti fróðlegt að vita, hvað þeir gætu verið að gera þarna hand- an við ganginn, þar sem mála- deildin var. En hann vissi það svo sem, þeir væru alltaf að skoða myndir, ólogiskar illustra tionir, sem illustreruðu ekki neitt og svo lásu þeir kvæði sem sönnuðu ekkert. Þrátt fyr- ir þetta kvað dr. Ólafur sjálfur manna bezt rímur og lærði það heima, norður í Skagafirði, þar sem alltaf er sólskin, sagði hann. Þó að dr. Bjarni Sæmundsson væri vakinn og sofinn í sinni náttúrufræði, var hann human- isti í gömlum og góðum stíl. Hann hafði miklar mætur á kveðskap og kunni mikið af honum, gömlum og nýjum, latn eskum og íslenzkum. Einu sinni, þegar ég kom upp hjá honum í landafræði, í Eyjafirði, vildi hann að ég færi með allt Eyja- fjarðarkvæði sr. Matthíasar. Hann var mjög samvizkusam ur kennari. Grandvarari maður gafst ekki til orðs og æðis. Fræðl rit sín skrifaði hann á íslenzkn eða erlendum málum, hann var ágætur málamaður. Hann sk’-if. aði líka margan og góðan al- þýðlegan fróðleik, minningar og ferðasögur og var mjög vinsæll meðal sjómanna og margra blaðaiesenda. Hann var glögg- ur og gagnrýninn athugandi og hafði auga fyrir ýmsu gaman- sömu og glettnu. Hann hafði smekk fyrir því sem fallegt var og var drátthagur og málaði. Við skólafélagar þóttum brydda upp á ýmsu nýju og skrítnu, að því er þeim fannst á kennarastofunni, en slíkar stofur lærði ég seinna að þekkja meira og betur. Mér reyr.dist dr. Bjarni Sæmundsson skiln- ingsgóður og drenglyndur boð- beri milli aðilanna og naut þó ekki ávallt skilnings eins og vert var. Ég man að hann vildi einu sinni vera með í félagi okkar sícólapilta, sem átti að vera einhverskonar fræða- félag, en auðvitað skemmti- legt um leið. Ég lærði snemma að bera virðingu fyrir dr. Bjarna Sæmundssyni og störfum hans, þó að ég væri ekki náttúrufræðimegin í lífinu, og sú virðing óx eftir því sem ég þekkti hann betur og sá meira tl starfa hans. Hann var brautryðjandi í fræðum sínum, síleitandi og sívinnandi, yfir- lætislaus öðlingsmaður,' einn af þeim, sem setti göfugan svip persónu sinnar og vísinda sinna á frjósama og athafnasama sam- tíð sína. Viihjálmur Þ. Gíslason, I DAG, 15. april, eru eitt hundr- að ár liðin frá fæðingu dr. Bjarna Sæmundssonar, hins al- kunna fræði- og vísindamanns. Ég ætla ekki að skrifa um ævi- starf hans, það munu, að sjálf— sögðu aðrir gjöra. Mig langar að eins með fáum orðum, að minn- ast Bjarna Sæmundssonar, sem heimilisföður í Þingholtsstræti 14, en í næsta húsi Þingholts- stræti 15, bjuggu foreldrar mínír fyrst og síðar á Amtmannsstíg 2. Það var því ætið stutt í milli þessara heimila, enda urðum við, Anna dóttir hans, æskufélagar og vinir sem óbreytt hefur hald- ist. Ég var daglegur heimagang- ur á heimili Bjarna Sæmundsson ar og konu hans, Steinunnar Sveindsdóttur. Þangað var hlaup ið í tima og ótíma, en æfinlega var- ég jafn velkomin af hús- bændanna hálfu. Það fannst mér vera mitt annað heimili. Það var ekki óalgengt, að Bjarni gæfi sér tíma til að taka í spil með okkur telpunum. Spiluðum við þá oft- ast Whist. Bjarni leiðbeindi okk- ur í spilamennskunni, en krafð- ist þess, að við spiluðum af al- vöru, þ.e. legðum okkur fram með að spila sem best. Mig undr ar núna, hvað þessi störfum hlaðni maður, sem ætíð virtist svo bundinn sínum fræðistörf- um, og kennslu, gat gefið sér tíma til að sinna okkur og þá af alhug. Frú Steinunn, kona hans, átti við mikla og lang- varandi vanheilsu að stríða, eti hún var hinn góði andi heimilis- ins, ljúf og gamansöm. Jólin 1907 eru mér sérstaklega minn- isstæð, því að þá voru veikindi á heimili foreldra minna, svo að við gátum ekki, aldrei þessu vant, haft jólatré. Þegar Bjarni Iheyrði þetta, segir hann við mig, skila þú kveðju til foreldra þinna og spurðu hvort þið systurnar megið ekki koma og vera hér ihjá okkur á aðfangadagskvöld. |Þið getið auðvitað borðað fyrst jneð foreldrum ykkar og komið |svo á eftir. Ég varð sannarlega Iglöð og þakklát þegar ég hljóp Iheim með þessi skilaboð. Og svo ,kom aðfangadagskvöldið. Við )vorum allir krakkarnir, inni i iannari stofu, en jólatréð. Allt I einu opnaðist hurðin og Bjarni íbiður okkur að gera svo vel og er nú jálatréð tendrað. Síðan taka 'allir höndum saman og ganga |í kringum tréð Og sungum við ibæði sálma og ættjarðarsöngva. ISöngur og gleði Bjarna, er mér Framhald á bls. 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.