Morgunblaðið - 26.09.1969, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPT. H969
■=-25555
í* 14444
wam
BILALEIGA
IIVKItFISGÖTU 103
VW Sendiferðabifreið-VW 5 manna-VW svefnvagn
VW 9manna-Landrover 7manna
LBTLA
BÍLALEIGAN
Bergstaðastræti 13.
Sími 14970
Eftir lokun 81748 eða 14970.
RAUÐARARSTIG 31
V______________/
bilaleigan
AKBBA UT
car rental service
8-23-47
sendum
Húsbyggjendur
Trl söl'U er ba-ðker og líti'H.raf-
knúin, steypuhrærivél á taeki-
faeri'sverði Sírrvi 82898.
Teppi
Vil kaupa notuð vel meðfarin
góifteppi. Sími 82898.
0 Bara 25 krónur
Júlíus Ólafsson biður Velvak-
anda að birta neðanskráð:
„12. ágúst var einn sólríkasti dag
ur sumarsins hér sunnanlands. I
Morgunblaðinu 13. ágúst mátti
sjá myndir og viðtöl, er blaða-
maður og ljósmyndari blaðsins
tóku í smáferðum um borgina.
M.a. er mynd af 9 ungmennum í
unglingavinnu. Ég veit ekki um
aldur þeirra, en eftir ágizkun
12—15 ára. Blaðamaðurinn sagði:
„að þeir hafi verið himinlifandi
yfir sólskininu, en hins vegar ó-
ánægðir með tímakaupið sem þeir
fengju". Bara 25 kr. á timann og
við sem þrælum okkur út“
Ef miðað er við 8 stunda vinnu
dag, verður dagkaupið 200 krón-
ur. Vinnuþrælkunin má að skað
lausu liggja á milli hluta, ég held
að vinna drepi engan nú til dags
á íslandi, sem betur fer, sízt af
öllu í annarra þjónustu.
Þegar ég las þetta, hvarflaði
hugur minn 66—67 ár aftur í tim-
ann, þá var ég stráklingur 10—11
ára. Ég átti heima í Skuggahverf
inu. í þá tíð var fiskverkun á
Kirkjusandi, saltfiskurinn var
þveginn og sólþurrkaður. Við
unglingarnir fengum vinnu þegar
sól var og fiskurinn breiddur.
Mig minnir, að fiskbreiðslan
hafi byrjað kl. 0600, hlé um miðj
an daginn hjá þeim er eingöngu
unnu við þurrkun .
Ég held ég fari rétt með, að
við krakkarnir fengum 6 aura
á tímann. Ef reiknað er með 12
stunda vinnudegi, sem ekki var
talinn langur í þá daga, þá feng-
uxn við 72 aura fyrir daginn,
ef hann var allur unninn. Með 8
stunda vinnudegi, eins og nú er
oftast miðað við, þá fengum við
48 aura yfir daginn. Þess má
geta, að þetta var íhlaupavinna,
aðeins þegar sólin skein var þörf
fyrir okkur og urðu því margar
kauplausar stundirnar yfir sum-
arið.
Nú getur hver sem vill hug-
leitt: Vorum við unglingarnir bet
ur eða ver sett 1901—02 með 6
aura tímakaup en unglingamir í
dag með 2500 aura tímakaup?
Það er rúmlega 416 sinnum hærra
í fljótu bragði virðist þetta fjar-
stæða en er samt raunveruleiki.
Hlutfallslega hafa breytingar orð
ið á öðrum sviðum á íslandi, það
sem af er þessari öld. í flestum
tilvikum til heilla og blessunar
landi og þjóð. Eitt finnst mér
áberandi hafa hrakað með ísl.
þjóðinni, en það er þakklátsem-
in, hún er ekki „móðins" i dag.
Nú er svo fátt þakkað, allt tal-
ið sjálfsagt, að öllum sé rétt upp
í hendurnar fyrirhafnarlaust, án
verðskuldunar. Ég held að alda-
móta kynslóðin hafi verið þakk-
látari fyrir hvað eina er á vannst
til bóta.
Júlíus Ólafsson".
0 Mjólkurhysterí
Þannig hefst bréf frá Gvendi
(líklega þeim sem Gvendarbrunn
ar eru við kenndir), en hann
tekur mikið upp í sig, þegar
hann lýsir vanþóknun sinni í bréfi
til Velvakanda á þessu kveini og
kvarti yfir að nú muni kannski
verða minna um mjólk í vetur.
Finnst hornnn það greinilega til
bóta, að fullorðna fólkið fari að
drekka Gvendarbrunnavatn.
Hann segir: „Sannleikurinn er sá
að mjólkurþambið í íslendingum
er ósiður, sem diaga ætti úr til
muna. Að fullorðið fólk sé sýnkt
og heilagt að belgja sig upp af
mjólk er hvorki hollt né ódýrt.
Fínasta vatn í heimi, sem alltaf
er verið að stæra sig af, kostar
ekkert. Börnum er sjálfsagt hollt
að drekka mjólk að vissu marki“.
Gvendiur vill sem sagt að börn-
in fái þá mjólk sem kemur til
með að vera á boðstólum í vet-
ur, en fullorðna fólkið geti van-
ið sig á að drekka vatn. Vel-
vakandi vill nú gjarnan bæta því
við, að i ýmsan mat er mjólk
óneitanlega nauðsynleg. En ef
skortur verður, þá er auðvitað
sjálfsagt að láta börnin ganga
fyrir.
Fleiri hafa skrifað vegnamjólk
urinnar, og virðist flestum það á
móti skapi að fá blandaða mjólk
með hverju sem er. Þá sé betra
að drekka bara ýmist almenni-
lega mjólk, og svo vatn eða
ávaxtadrykki á milli.
ANGLI - SKYRTUR
COTTON—X = COTTON BLEND
og RESPI SUPER NYLON
Fáanlegar í 14 stærðum frá nr. 34 til 47.
Margar gerðir og ermalengdir.
Hvítar —- röndóttar — mislitar.
ANGLI - ALLTAF
HANDAVINNUNAMSKEIÐ
Kvöldnámskeið í Hafnarfirði í svartsaumi, hvítsaumi,
herpisaumi o. fl.
Einnig föndur t. d. gljábrennsla (emalering) og bastvinna.
Upplýsingar og innritun, simi 52628.
Kennarastaða
Vegna forfalla vantar kennara að Gagnfræðaskólanum að
Selfossi nú þegar. Aðalkennslugrein enska.
Upplýsingar gefur skólastjórinn í síma 99-1122 og 99-1256.
SKÓLANEFNDIN.
RAÐIÐ ER EKKI
Halldór Jónsson hf
Hafnarstrætl 18 • slml 22170
HJARTACARN
HJERTE CREPE PREGO DRALON
COMBI CREPE BABY COURTELLE Þolir þvottavélaþvott.
Prjónabækur og mynstur. VERZLUNIN HOf=, Þingholtsstræti 2.
Opinber stofnun óskar eftir
unglingsstúlku
til sendistarfa og aðstoðar á skrifstofu.
Tilboð með upplýsingum um aldur og menntun óskast sent
Morgunblaðinu fyrir 30. september 1969 merkt: „Rösk — 3814".