Morgunblaðið - 10.09.1971, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.09.1971, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 203. tbl. 58. árg. FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1971 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Haustið uálgast og faríuglarnir teknir að búa siff undir brottför til suðlægari landa. I.jósm. MbL, Kristinn líenediktsson. Nixon boðar nýjar efnahagsráðstafanir Kaupgjaldsstöðvun hætt eftir áætlun Washimgton, 9. sept. — AP NIXON forseti sagði í ávarpi til Þjóðþingsins í dag að kaup gjalds- og verðlagsstöðvunin mundi falla úr gildi 13. nóv. samkvæmt áætlun, en sagði að í kjölfar hennar mundu fylgja nokkrar ráðstafanir til að tryggja stöðugt kaupgjald og verðlag að höfðu samráði við þingleiðtoga, kaupsýslu- menn, verkalýðsforingja og forystumenn landbúnaðar. Nixon sagði að viðræður um þessar ráðstafanir hæfust bráð- lega, og hefur þegar verið ákveðinn fundur á morgun með George Meany, formanni verka- lýðssambandsins AFL-CIO, og öðrum verkalýðsforingjum. Nix- on sagði ekkert um það I hverju væntanlegar ráðstafanir yrðu fólgnar, en tók fram að ríkis- afskipti af kaupgjalds- og verð- lagsmálum mættu ekki verða að hefð, heldur áfangi á leið til frjálsra markaða og frjálsra k j arasamninga. Forsetinn sagði að venja væri að forseti bæði Þjóðþingið um stuðning á stríðstímum, en nú bæði hann um stuðning þing- manna hvar í flokki sem þeir stæðu, til þess að sigrast á erfið- leikum friðarins. Hann lagði áherzlu á að þrjár skattatillög- ur, sem hann gerði grein fyrir 15. ágúst, yrðu látnar sitja í fyrirrúmi. Samkvæmt þeim verður lækkaður skattur á bif- reiðum, kaupsýslumenn sem leggja fé í nýjar verksmiðjúr og vélar fá skattafrádrátt og per- sónufrádráttur ska,tta verður lækkaður. Nixon sagði um hinar nýju ráðstafanir að gera yrði allt sem hægt væri til þess að koma í veg fyrir verðbólgu, sem engin tök yrðu að hafa hemil á. Um skattatillögurnar sagði Nixon að þær mundu lækka skatta ein- staklinga um 3.2 milljarða doll- ara og fyrirtæki fengju 2.7 milljarða dollara til að fjárfesta. Framh. á bls. 14 Slitnar upp úr Berlínar-fundi Berlín, 9. sept. — NTB-AP ÓVÆNT slitnaði upp úr viðræð um fulltrúa Austur- og Vestur- Þýzkalands um smáatriði Berlín ar-samkomulagsins í dag vegna ágreinings um túlkun þýzka text- ans, en samningaviðræðunum verður haldið áfram um helgina og halda þá ráðuneytisstjórarnir Egon Hahr og Michael Kohl nýj an fund, að þvi er skýrt var frá í kvöld. Bahr lagði áhpxzlu á það í sjón varpsviðtali eftir fundinn, sem stóð tæpa þrjá tjima, að þwí færi fjarri að viðræðurnar væru komn ar í ógöngur. Hann hélt beint til Bonn að fundinum loknum án þess að halda blaðamannafund eins og venja hefur verið og mun gefa Willly Brand't kanslara skýrslu um það sem gerðist á fundinum í dag. Ráðuneytisstjórarnir fjalla um umferðina til og frá Austur-Berl ín yfir Austur-Þýzkaland. Full- trúar borgarstjórna.r Vestur-Berl ínar ræða jafnframt við austur- Framh. á bls. 14 Japanir beðnir að hækka jenið Washington, Tokyo, 9. sept. — AP-NTB WILLIAM P. Rogers, utanrikis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði i dag að bandaríska stjórnin teldi að töluverð gengishækkun jap- ahska jensins og annarra er- lendra gjaidmiðla væri mikil- vaegt skref, sem yrði að stíga til þess að koma aftur til leiðar stöð ugu ástandi á alþjóðagjaldeyris markaði. Tilræði í Bonn Bonn, 9. september. NTB. UNGUR maður réðst með hníf í dag á fyrsta sendiráðsritara sendiráðs Tanzaníu í Bonn og særði hann á andliti og hönð- um. Stúdent frá Tanzaníu var handtekinn, grunaður um árás- ina. Pólitískar ástæður eru ekki taldar liggja til verknaðarins heldur fylgdi hann í kjölfar við- tals um beiðni stúdentsins að fá framlengt vegabréf. handtekinn sáttfúsari Aukaþingfundur um N-írland: Cahill Lynch London, 9. sept. — AP-NTB STJÓRN íhaldsflokksins ákvað í dag að kalla þingmenn úr sum arleyfum og halda t\eggja daga fund um ástandið á Norður-ír- landi, 22. til 23. september. For- ingi stjórnarandstöðunnar, Har- old Wilson, hefur áður krafizt þess að slikur aukafundur verði haldinn og hefur lagt til að lögð verði fram friðaráætlun, sem geri meðal amiars ráð fyrir að sérstakur ráðlierra verði skipað ur til að fara með málefni Norð ur-írlands í brezku stjórninni. í Belfast beið brezkur hermað- u.r bana þegar sprengja, sem hann var að gera óvirka sprakk í and dyri kirkju í borginni, og hefur þá 101 beðið bana í óeirðunum Mótmæli til Möltu Loindon, 9. september. NTB. BREZKA stjórnin mótmælti í dag við Möltustjóm ákvörðun hennar um að setja toll á allar eldsneytisbirgðir sem erlent her- lið á eynni notar og kvað þetta brot á vamarsamningi Bretlands og Möltu frá 1964. Stjórn Dom Mintoffs telur þann samning fallinn úr gildi. Að sögn Mintoffs var ákveðið að taka fyrir af- greiðslu á tollfrjálsu eldsncyti þar sem þrátefli hefði skapazt í viðræðunum við Breta um greiðslur fyrir afnot af hernað- armannvirkjum á eynni. Rogers hvatti einnig til þess að Japanir afléttu hömlum á inn- flutningi og fjármagnsflutningi og lýsti þeirri skoðun sinni að slíkar ráðstafanir yrðu til þess fallnar að minnka mikinn og stöðugan afgang á greiðslujöfn- uði Japans gagnvart Bandaríkj unum og fleiri löndum. Rogers sagði þetta í byrjun tveggja daga samningafunda fuU trúa rikisstjórna Bandaríkjanna og Japans um gj aldeyrisvanda- málin. Fundurinn er haldinn fyrir luktum dyrum, en bandaríska ut anríkis.ráðuneytið birti texta ræðu Rogers. Fyrir nokkrum dögum síaðist út í Tokyo að bandaríska stjórnin legði á- herzlu á að gengi jensins yrði hækkað og vakti fréttin mikla gremju, sem líka kom fram I yfirlýsingum japönsku fulltrú- anna sem sitja fundinn í Washing ton. Utanríkisráðherra Japans, Tak ao Fukuda, ræddi við Rogers I eina klukkustund áður en fundur inn um efnahagsmálin hófst. Rog ers kvaðst gera sér grein fyrir áhyggjum Japana vegna 10% inn Framh. á bls. 14 á Norður-írlandi. Tveir aðrir her menn særðust í sprengingunni. í Londonderry urðu brezkir her- menn fyrir harðri skothriö frá leyniskyttum írska lýðveldishers ins (IRA), og brezki herinn ef við öllu búinn vegna hótana lýð veldishersins um að hefja nýja sókn í baráttu sinni. Framh. á bls. 14 ll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.