Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1974
19
Rabbað
við Veturliða
á sýningu
hans í
Kjarvals-
stöðum
Veturliði meS Ingunni dóttur sinni.
„Þessi sýning er fyrir dótt-
ur mína og ungu kynslóðina
99
„Þessi mynd er máluð undir
Djúpalónssandi I Dritvík þegar
húm kvöldsins var að leggjast
að," sagði Veturliði og benti á
myndina við borðið, sem við sát-
um við í vestursal Kjarvalsstaða.
tslenzk stemmning úr myndum
Veturliða sveif yfir, en flestar
þeirra liðlega 70 mynda, sem eru
á sýningunni eru gerðar með
pastellitum. Sýning Veturliða
verður opin til sunnudagskvölds.
Hann hafði selt nærri 40 myndir
á fyrstu tveimur dögunum og þær |
voru Ifka á verði fyrir fólk.
Flestar myndanna voru af svip-
aðri stærð, u.þ.b. 70x70 og ég
spurði Veturliða hvað þær kost-
uðu. Þær kosta 35 þús. kr. flestar
pastelmyndirnar svaraði hann og
ég lét í Ijós þá skoðun mína, að
það væri gott verð. Ingunn, 9 ára
dóttir Veturliða, sagði þá, að <-ár
þætti það alveg nógu dýrt, það
væri bara þrjú hjólverð.
Ingunn Susie er 9 ára gömul.
„Verð 10 í júlí," sagði hún og
geislaði af lífsgleði. „Passaðu þig
nú áð segja alveg rétt frá, pabbi,
og eitthvað fallegt og gott," sagði
hún.
Eg spurði Veturliða hvenær
hann hefði málað þessar myndir,
því það er varla ár síðan hann var
með liðlega 100 mynda sýningu í
Norræna húsinu.
„Þær eru flestar frá siðasta ári,
en unnar eftir gömlum skissum.
Þó eru þær allt frá 1952. Þetta er
þó engin yfirlitssýning og ég
þurfti ekki að fá neina mynd lán-
aða Þessi sýning er fyrst og
fremst fyrir dóttur mína.Þótt eng-
inn hefði komið til að sjá hana
Ingunn fékk að velja sér eina mynd á sýningunni og
hún valdi þessa gömlu mynd frá Súgandafirði.
~:.^>::..:v:...;     :>>.».^*.\
Skip í Nausti.
nema hún, þá hefði ég verið
ánægður, nú og svo er hún einnig
fyrir ungu kynslóðina og auðvitað
úthlutunarnefnd til þess að þeir
sjái í hvað allir peningarnir fara."
Veturliði var svolítið síðbúinn
að hengja upp, en þetta small nú
allt saman og meira að segja byrj-
aði ha:in að selja áður en sýningin
var opnuð. Vestur-Þjóðverji kom í
salinn þegar verið var að hengja
upp og féll algjörlega fyrir einni
myndinni. Hann spurði Veturliða
hvort hann gæti keypt hana á
stundinni og farið með hana. Vet-
urliði sagði, að það væri sjálfsagt,
því hann ætti nóg af myndum í
aðra sýningu niðri i kjallara húss-
ins. Þ.jóðverjinn dró þá upp
bunka af erlendum peningseðl-
um og rétti Veturliða. Veturliði
spurði svona af rælni hvort þessir
stóru peningar væru í gildi. Þjóð-
verjinn kvað svo vera og þar með
gekk hann á braut með mynd
Veturliða út í heim, en listamað-
urinn hengdi nýja mynd upp á
önglana.
„Eg var í hálfgerðum vandræð-
um með boðskortin," sagði Vetur-
liði, ,,maður hefur ekki bæði tíma
til þess að búa til mannkynssög-
una og skrifa hana."
„Segðu nú eitthvað fallegt,
pabbi," skaut Ingunn inn í.
„Ég segi það, Ingunn mín, að þú
ert mesta listaverkið, sem ég hef
gert og þú ert ekki til sölu."
Ingunn sagði okkur nú háalvar-
;leg að hún væri nýtrúlofuð og
vissi meira að segja hvað kærast-
inn héti. Hún sagði, að þau hefðu
ákveðið að gifta sig þegar hún
væri orðin 22 ára gómul og kaðst
meir að segja vera búin að ákveða
hvernig brúðarkjólinn ætti að
vera.
,JHann kom á sýninguna hérna i
gær, kærastinn minn," sagði hún
við mig, „og pabbi leit ekki einu
sinni á hann. Heldurðu að það sé?
En hann vissi nú kannski ekki
hver hann var?"
Ég mundaði nú myndavélina og
Ingunn spurði hvort það ætti að
fara að mynda þau. Eg játti því.
Hún lagaði hárið sitt og leit síðan
á pabba sinn og sagði: „Ætlarðu
að láta mynda þig í þessari peysu.
Ekki myndi ég gera það. Þú átt að
fá þér fína skyrtu og flauelisföt,
hatt, staf og yfirskegg. Einhvern
tíma skaltu gera það."
„Viltu að ég sé eins og kvik-
myndaleikari," sagði Veturliði og
brosti við frjálslegri dóttur sinni.
Hún gaut augunum til hans bros
andi og svaraði honum brosandi
með spurningu: „Ertu það ekki,
pabbi, ertu ekki leikari?"
Við stöldruðum við gamla mynd
eftir Veturliða og listamaðurinn
tók til máls: „Mér finnst að menn
ættu að gera meira af þvf að sýna
myndir frá ýmsum tímabilum á
hverri sýningu. Það er forvitni-
legt að skoða þróunina. Annars
hefði ég viljað sýna nokkrar
myndir eftir hana Ingunni, hún á
myndir í heila sýningu, en það
verður að biða betri tima, það
vantar stærra hús og fburðar-
meira loft."
Við innganginn i salinn hangir
mynd, sem sýnir í stórum dráttum
grjótvegginn, sem Veturliði gerði
s.l. sumar í samkomusal Árbæjar-
skólans. Sú veggmynd er nærri 30
fm og Veturliði býður fólki einnig
að skoða þá mynd, sem gerð er úr
íslenzku grjóti frá fjölmórgum
stöðum á landinu.
„Það er fyrst núna þessa dag-
ana, sem hægt er að sýna þá
mynd," sagði Veturliði, „þvi ljós-
in við myndina eru nýlega full-
gerð. Það er svo mikið viðað veraí
salnum alltaf, að það er sjaldnast
hlé á. Þar eru samkomur skólans
og hverfisins guðsþjónustur,
hljómleikar og fleira. Fólk verður
bara að fara til messu til þess að
sjá myndina."
„Er ekki annar veggur í bí-
gerð?"
„Nú fyrst tel ég mig hafa
reynslu til að taka að mér annan
vegg. Mig langar að skreyta opin-
bera byggingu og geymi til þess
kynstur af steinum. Ég vil gleðja
litil börn með því að sýna þeim
fallega steina.
Ef maður hefði góða vinnuað-
stöðu og góðan starfsstyrk, væri
ekkert meira ævintýri en fást við
slikt verkefni."
„Getur þú lesið þessa ægilegu
skrift þina," spurði Ingunn mig
og horfði óttaslegin á blaðið, sem
ég punktaði niður á. Eg játti því.
„Stundum skrifa ég lika svona
illa," sagði Ingunn, „þegar ég er
að striða kennaranum mínum."
„Það er gaman þegar skriftin
getur verið eins og fallegt skauta-
svell á góðviðrisdegi," sagði Vet-
urliði og sveiflaði hendinni.
„Það er blússandi stemmning i
þessum myndum," sagði ég.
„Ég fer nú bráðum að trúa
þessu," sagði Veturliði, „ég hef að
minnsta kosti ekki lesið neinar
skammir ennþá. Annars skipta
þeir mig litlu sem þola ekki
myndirnar mínar, heldur hinir,
sem gleðjast yfir þeim. Fólk er þá
ekki betur gefið en svo að það
hefur keypt af mér 40 myndir og
margir hafa boðað komu sína."
„Hvað vilt þú segja um sýning-
una, Ingunn," spurði ég.
„Ég er bara ánægð með sýning-
una hans pabba míns."
„Eins og ég sagði þér," hélt
Veturliði áfram, ,,þá eru flestar
myndanna gerðar eftir gömlum
skissum. Maður sér skissurnar á
annan hátt þegar maður fer að
geyma þær og gleyma smærri atr-
iðunum. Þá verður stemmningin
eftir og aukaatriðin fljóta út með
yfirfallinu, fá skólafri. Maður ger-
ir þannig nýtt úr þessu gamla."
„Er það svona eins og að prjóna
utan um gamalt herðatré þegar
það er orðið gamalt og slitið. Þá er
hægt að bæta úr því með prjónles-
inu," sagði Ingunn, en vissi ekki
Framhaldábls. 27.
Bátar, himinn og haf.
Frá Bolungarvfk
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36