Morgunblaðið - 29.05.1974, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MAI 1974
11
Myndlisl
Listsýningar asgeirsson
Eggert Guðmundsson:
Kjarvalsstaðir. jj Mann-
virki og inunir: Franska
bókasafnið. Argentínsk
myndlistarsýning: Galerie
SÚM.
A timum, þegar pataldur ai-
mennra, pólitískra kosninga, sem
í aósií>i eru, er í hámarki, er
naumast vænlegt að geta nema
þess helsta, sem er að gerast í
myndlist í höfuðborginni, og um
leið að fara þar fljótt yfir sögu.
Lauslegur annáll þess, er þar var
á ferð meðan á verkfalli prentara
stóð, er þó væntanlegur næstu
daga.
Eggert Guðmundsson hefur sett
upp yfirlitssýningu að Kjarvals-
stöðum á æviverki sínu, en meiri-
hluta myndanna á sýningunni
hefur hann þó gert sl, 5 ár. Er hér
um að ræða 113 tölusett verk, auk
hugmynda að ýmsum munum og
skartgripum m.m. Eggert er einn
þeirra listamanna, er segja má, að
hafi leitað þjóðlegs grunns i
myndlist sinni gegnum litríkan
farveg þjóðsagna, landslags, at-
hafnalífs og mannamynda. Allt
eru þetta mikilsverð viðfangsefni
svo fremi sem þau eru samræmd
myndrænum lögmálum hvað
formbyggingu og liti áhrærir,
ásamt rismikilli, skynrænni tján-
ingu, en mór virðisl þetta, í þessu
tilviki, koma frekar fram sem inn-
hverfar hugarsmíðar en djúpstæð
snerting við innri lífæðar mvnd-
listarinnar, svo sem hún kemur
mér f.vrir sjónir. Sjálfur skil-
greinir listamaðurinn viðhorf sitl
til iistarinnar í formála í sýning-
arskrá þannig: .Siinn list á það
sannnerkt með ástinni og góðleik-
anum að teljast til andlegra
hneigða eða kennda, sem ekki
verða flokkuð undir efnisheiminn
eða jarðnesk form." Eg verð að
játa, að ég skil ekki þetta viðhorf,
þar sem ég tel listina
felast í því að líta raunveru-
leikann í nýju ljósi, skynja
hann og skilja, uppgötva
og upplifa, og ég hrffst ekki af
list, sem ekki er af holdi og blöði
fram borin. Hverjum og einum er
að sjálfsögðu frjálst að leggja
sinn sérstaka skilning á eðli list-
arinnar og halda skoðun sinni
fram, og mér kemur ekki til hug-
ar að fetta fingur út f skoðanir
listamannsins. Sjálfur er ég mjög
háður ytra borði þessarar jarð-
kringlu, enda úr efni hennar
sprottinn, og ég álít, að list verði
til við víxláhrif efnis og anda.
Þanka listamannsins í sýningar-
skránni. þar sem hann kemur
víða við ásamt því að hann vftir
kollega sína, fæ ég ekki skilið og
tel, að slíkt ætti frekar rúm í
dagblaöi en í sýningarskrá slíkrar
yfirlitssýningar.
Portrettmynd af Einari Jóns-
s.vni m.vndhöggvara lei/.t mér ris-
mest slíkra m.vnda á sýningunni.
Málverkið .Þvottadagur við hver-
inn" (15) þötti mér mjög bera af
málverkunum um maleriska
stemningu, og teikningin „Sof-
andi stúlka" (III) sérkennilegust
slíkra mynda.
Sýningin „Mannvirki og inun-
ir", sem sett hefur verið upp í
húsakynnum franska bókasafns-
ins að Laufásvegi 12. er fvrir
margt mikill viðburður, jafnvei
þótt húsakynnin ráði ekki við um-
fang sýningarinnar og sýningin
virki þannig nokkuð óróleg og
þröng í uppsetningu. — og þó er,
þrátt fyrir allt, viss þokki vf'ir
uppsetningunni. brot af hámenn-
ingu Frakka, Myndverkin sjálf
eru mörg rismikii og merkileg að
gerð enda engir aukakvisar á ferð
og má meðal frægra nefna: Victor
Vasarely, Dewasne, Emile Gilioli,
Alexander Calder, Berto Lardera,
Nicolas Scoffer, Raoul Ubac m.m.
Er hér um að ræða ýmsar tegund-
ir grafík-listar, vefnað, málverk,
frumteikningar að veggskreyting-
um ásamt frumsmiðum af ýmiss
konar minnisvörðum o.fl., o.fl. . . .
Svo sjatdan sem slíkar sýningar
rekur á fjörur okkar Islendinga
ætti að vera óþarfi að hvetja list-
unnendur að fjöjmenna á stadinn.
Aöstandendum sýningarinnar
færi ég miklar þakkir, og vona, að
þeir sjái sér fært að f.vlla Kjar-
valsstaði af slíkri sýningu innan
tídar.
I húsak.vnnum Galerie SUÍVl að
Vatnsstíg hefur verið sett upp
argentínsk listsýning er nefnist
„Hugmyndalist".-Verktn eru eftir
fólk úr ýmsum greinum vfsind-
anna t.d. prófessora f vistfræði,
málvísindum, rafeindasérfræð-
inga. efnafræðinga, heimspek-
inga og aðra, sem strafa við há-
skóla allt frá Tucuman til Haifa.
Upplýst ér, að hugmyndalist sé
fremur ung listgrein, sem vaxid
hefur vegna vísindahvggju og
þarfa nútímans f.vrir kenningar
þótt upprunann sé að finna á end-
urreisnatímanum. Er hér um að
ræða alls konar hugmyndafræði-
lega texta á ensku, og þurfa menn
að vera allfærir í málinu til að
skilja þá til hlftar. Sýningin er
mjög eintöna og þung f.vrir augað,
og hugmvndin i sjálfu sér er alls
ekki ný fyrir utan það, að nafn-
giftin getur ekki talist frumleg né
fersk, þar sem öll list frá f.vrstu
tíð er að sjálfsögðu ávöxtur hug-
mynda. Bragi Asgeirsson.
Eranski sendiherrann Latour Dejean og Magnús Torfi Ólafsson við
opnun franska bökasafnsins.
Frakklandsvinir
fá gott bókasafn
Franskt bókasafn eða
menningarmiðstöð fyrir þá, sem
unna franskri menningu, hefur
verið opnað á Laufásvegi 12 og
hefur þar rætzt draumur, sem
félagar í Alliance Francaise hafa
átt frá upphafi, er félagið var
stofnað árið 1912, eins og Magnús
G. Jónsson forseti Alliance
Francaise sagði í ræðu við opnun
24. apríl. Menntamálaráðherra,
Magnús Torfi Ólafsson, opnaði
bókasafnið að viðstöddum fjölda
gesta, sem þar voru í boði sendi-
herra Frakka, M. De Latour
Dejean, af þessu tilefni.
De Latour Dejean sendiherra
sagði í ræðu sinni, að þörfin fyrir
slíka stofnun hefði lengi verið
fyrir hendi. Þarna gætu þeir, sem
legðu stund á nám f menningu og
tungu Frakka, nú komið og leitað
sér fróðleiks I þeim bókum, sem
þar yrðu á boðstólum, en auk
bókanna munu liggja frammi
tímarit og bókmenntir á frönsku.
Þakkaði hann þeim, sem safnað
hefðu bókunum úr bókasafni
félagsins Alliance Francaise,
Háskólabókasafninu og safni
franska sendiráðsins og einnig
þeim, sem með dugnaði og skipu-
lagshæfileikum hefðu komið
stofnuninni á laggirnar. Benti
sendiherrann á, að húsnæði
bókasafnsins, þar sem er m.a.
kennslustofa, væri vel fallið til
kvikmyndasýninga sýningahalds
og mannamóta. I lok ávarps síns
sagði de Latour Dejean sendi-
herra: — Þar sem við Frakkar
byggjum á sögu og menningu,
sem okkur er kær, óska ég að
starfsemi þessa bókasafns eigi
eftir að samræmast hinni fögru
Hfsspeki Pauls Valareys:
Sumarbúð-
ir í Hlíðar-
dalsskóla
Sjöunda-dags aðventistar munu
starfrækja suiharbúðir fyrir
drengi og stúikur í Hlíðardals-
skóla í suinar. Verður um tvo
dvalarhópa að ræða, sá f.vrri fyrir
stúlkur á.aldrinum 8—12 ára. 25.
júní—4. júlí. Síðari höpurinn
verður f.vrir drengi á aldrinum
8—12 ára. frá 8. júlí—17. júlí.
I fjölbreyttn dagskrá frá degi
tii dags má m.a. nefna: fánahyll-
ingu. sögustundir. söngstundir.
íþróttir og útiveru. föndur.
náttúruskoðun og gönguferðir,
fjölbreytta léiki. haghýta fræðslu.
kvikmvndir. sund. kvöldvökur og
varðelda.
Stjórnendur sumarbúðanna.
þeir Arni Hólm og Steinþör
Þórðarson. gefa fyrirheit um, að
þetta verði ögleymanlegar stund-
ir.
Innritun fer fram daglega á
skrifstofu aðventista, Ingölfs-
stræti 21. Reykjavík. sínn 1-38-99.
„Mennirnir auðgast á því, sem er
ólíkt með þeim".
í ræðu menntamálaráðherra
kom m.a. fram, að um skeið hefðu
menningasamskipti Frakklands
og íslands verið dræmari en áður
fyrri, en nú sæjust þess merki, að
þau væru aftur farin að dafna.
Sagði menntamálaráðherra, að
frönsk stjórnvöld hefðu að undan-
förnu sýnt slika rausn í veitingu
námsstyrkja til íslendinga, sem
vildu læra í Frakklandi og kynn-
ast menningu Frakka, að það ætti
sér ekki dæmi í Evrópu. Lýsti
ráðherra franska bókasafnið í
Reykjavík opnað.
Safnið verður opið til útlána kl.
5—7 fimm daga vikunnar. Auk
þess mun meiri starfsemi fara þar
fram, sem ekki er búið að ákveða
enn. Þó hefur verið ákveðin sýn-
ing á vísindaritum innan skamms.
Af heilum hug þakka ég þeim mörgu, sem
glöddu mig á áttatíu ára afmæli mínu 21 maí
1 974. Óska ykkur öllum Guðs blessunar.
Marta Oddsc/óttir,
Bárugötu 20 a, Akranesi.
Orkustofnun
óskar eftir að taka á leigu nokkrar jeppabifreiðir
þar á meðal frambyggðan rússajeppa, upplýs-
ingar í sima 21 195.
FALMER
GALLABUXUR
EFNI: FLAUEL &DENIM