Morgunblaðið - 30.10.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.10.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1974 Freysteinn Þor- bergsson —Kveðja Freysteinn Þorbergsson er fall- inn frá, langt fyrir aldur fram. Þekktastur var Freysteinn sem skákmaður, en hann var um ára- bil einn sterkasti skákmaður ís- lendinga. Hann varð Islands- meistari í skák árið 1960, en hæst bar hann í íþróttínni,- er hann varð Norðurlandameistari í .Osló 1965. Þá var árangur hans í alþjóðlega Reykjavíkurmótinu 1968 frábær, en þar gerði hann jafntefli við 5 stórmeistara. Frey- steinn keppti oft á erlendri grund fyrir Islands hönd, m.a. í Olympíumótum og sat þá gjarnan þing FIDE fyrir hönd Skáksam- bands Islands. Ritstörf voru Freysteini Þor- bergssyni mjög hugleikin og skrifaði hann margar greinar í blöð og tímarit um hin ólíkustu efni. Allar bera þær vitni um rit- leikni Freysteins og hreinskilni og þar fór hann ekki alltaf troðn- ar slóðir, en hirti mest um að bera þvi vitni, sem hann áleit sannast og réttast. Freysteinn mun oft hafa þráð að geta helgað sig ritstörfum og er hann lézt átti hann í smfðum stærsta verkefni sitt á því sviði, bók um heimsmeistaraeinvígið á Elskuleg fósturmóðir mín, SIGNÝ ÓLAFSDÓTTIR, Njarðargötu 9, lést að morgni 29. október í Borgarspítalanum. Fyrir hönd aðstandenda, Kristín Pétursdóttir. Sonur minn, faðir, fósturfaðir og tengdafaðir, HÖRÐUR HJÁLMARSSON, Dunhaga 18, lézt að heimili sínu 28.10. '74. Hjálmar Þorsteinsson, Inga Harðardóttir, Sigfús Þorgrfmsson, Annabella Harðardóttir, Guðbrandur Hannesson, Sveinbjörn Björnsson, Anna Hjálmdís Gfsladóttir. t Móðir okkar, GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR, Bergþórugötu 1 5 A, lézt að heimili sinu mánudaginn 28. október Þórey Guðmundsdóttir, Sigurjóna Guðmundsdóttir. Guðrún Guðmundsdóttir. t Eiginmaður minn og faðir okkar FREYSTEINN ÞORBERGSSON Óldutúni 18, Hafnarfirði verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 30. október kl. 2 síðdegis. Edda Þráinsdóttir og dætur. t Einlaegar þakkir fyrir samúð og vináttu við andlát og útför REGÍNAR ÞÓRÐARDÓTTUR, og virðingu sýnda minningu hennar Bjarni Bjarnason, Edda Bjarnadóttir, Hörður Ólafsson, Kolbrún Bjarnadóttir, Sigurður Jónsson og barnaböm. t Faðir okkar, MAGNÚS SIGURÐSSON, fyrrverandi skólastjóri, sem andaðist þriðjudaginn 22 þ m. verður jarðsunginn frá Háteigs- kirkju, fimmtudaginn 31. október kl. 1 3.30. Jarðsett verður sama dag að Lágafelli. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hins látna er bent á Hjálparsjóð æskufólks Fyrir hönd vandamanna, Bömin. Islandi. Hann hafði m.a. lokið kaflanum um Fischer, en hann dáði Freysteinn mest allra snill- inga. I Fischer fann Freysteinn baráttumann — hugsjónamann- inn, sem setti markið hátt og lagði allt í sölurnar fyrir. Freysteinn lenti oft í erfiðum stöðum á skákborði lífsins, en hann missti aldrei sjónar á því lokamarki skákmannsins að eiga sjálfur mátleikinn. Skákmenn þakka Freysteini góðar minningar frá fjölmörgum skákmótum og senda sérstaklega konu hans ,og börnum, sem um sárast eiga að binda, dýpstu sam- úðarkveðjur. Minningin um góð- an dreng léttir þeim söknuðinn. Stjórn Skáksambands tslands. Guðrún Steindórs- dóttir - Minningarorð F. 25. júlí 1914 D. 22. október 1974 Foreldrar hennar voru Guðrún Sigurðardóttir og Steindór A. Ólafsson, trésmíðameistari, sem bjuggu lengi að Freyjugötu 5 1 Reykjavík. Guðrún var fimmta barn í átta systkina hópi. Hún dvaldist í for- eldrahúsum lengst af á meðan þau lifðu, og var hún stoð, og stytta foreldra sinna í ellinni. Eftir lát þeirra dreifðist heimilið. Síðar á ævinni kynntist hún eftirlifandi manni sínum, Leifi Ólafssyni prentmyndasmið, og Kveðiuorð: Séra Albert E. Kristjánsson Avallt er áhættusamt að skrifa um afburðamenn, svo söguhetjan verði ekki í augum lesandans minni en hún stóð þeim er skrifar fyrir hugskotssjónum. Mér þætti vitanlega miður farið ef hér yrði sú raunin á. Getan reynist oft minni en góður vilji til að vanda sitt verk, en samt vil ég ekki láta undir höfuð leggjast, að senda þessar línur frá mér. Látinn er í Blaine, Washington- fylki, Bandaríkjunum 97 ára að aldri séra Albert Kristjánsson. Á sinni löngu prestsskapartíð, vígð- ist 1910, hefir hann krýnt nafn sitt þeim heiðri, að það mun seint ef nokkru sinni Vestur-lslending- um úr minni liða. Því miður er mér mjög litið kunnugt um upp- vaxtarár Alberts Kristjánssonar. Hann er Þingeyingur að ætt og uppruna, fæddur þar að Ytri- Tungu á Tjörnesi 17. apr. 1877. Á tólfta ári flytur hann með foreldr- um sínum til Nýja-lslands, átti þar heimili í átján ár. Lauk embættisprófi í guðfræði árið 1910. Þjónandi Grunnavatnssöfn- uði 1910 — 1928, auk Gimli um tveggja ára skeið, en fluttist vestur að Kyrrahafsströnd og settist að í Blaine. Utan sins verkahrings I kirkjunni gaf hann sig að barnakennslu. Hafði brenn- andi áhuga á stjórnmálum og sat á þingi fyrir Manitobafylki eitt kjörtímabil. Þjóðræknismálum sinnti hann af alhug og var meðal stofnenda Þjóðræknisfélags Islendinga í Vesturheimi og forseti þess um tímabil. Orð fór af séra Albert sem skylduræknum embættismanni og sérstaklega skörulegum kenni- manni, yfirlætislausum. Kona hans var Anna P. Jakobs- dóttir frá Dæli i Sæmundarhlíð í Skagafirði, en hún andaðist 1971. Dætrum hans og tengdasonum, barnabörnum og öðru skylduliði sendi ég alúðarsamúðarkveðjur. Helgi Vigfússon. áttu þau mjög smekklegt heimili að Njarðargötu 33. Var ánægju- legt að sækja þau heim. Guðrúnu var mjög annt um systkini sín og börn þeirra og barnabörn, og fórnaði hún sér mjög fyrir þau, mundi ætíð eftir afmælisdögum og öðrum merkis- dögum á heimilum þeirra. Sér- stöku ástfóstri tók hún við bróðurson sinn, Gunnar Björgvinsson; hún annaðist hann sem væri hann hennar eigið barn og studdi hann að nokkru til náms í Ameríku. Eftir að Gunnar giftist og stofnaði sitt eigið heimili i Luxembourg, voru það sólskins- blettir í lífi hennar að fara þangað á vængjum loftsins og fylgjast með heimili þeirra og börnum, og jafnan hugsað til næstu samfunda á því heimili, en nú hefur hún svifið til æðri heima. Móðir hennar var mjög trúuð kona, og komu þessir eiginleikar einnig fram hjá Guðrúnu, þótt hún léti lítið á því bera. Eru henni færðar þakkir fjöl- skyldunnar og barnanna mörgu, sem hún unni. Eiginmanni og systkinum votta ég innilega samúð. Ól. J. Sveinsson. t Hjartfólgin móðir mín, tengdamóðir og amma, INGIBJORG ERLINGSDÓTTIR, EskihKð 14. lézt í Landakotsspítala þriðjudaginn 2 9. okt. 1 974. Erlingur Sigurðsson, Marta Magnúsdóttir, Sigurður Erlingsson. t Bálför FINNS B. KRISTJÁNSSONAR, rafverktaka. fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 3 1. október kl. 1 3.30. Marta Finnsdóttir, Pétur Lárusson. Kristján Finnsson, Hildur Axelsdóttir, Guðfinna Finnsdóttir, Gunnar S. Óskarsson, Kristfn Finnsdóttir, Hilmar Einarsson, ÞorleifurTh. Finnsson, Hrafnhildur Jósefsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall, LOVÍSU RANNVEIGAR KRISTJÁNSDÓTTUR, frá Súgandafirði. Sérstakar þakkir færum við læknum, hjúkrunar og starfsfólki á Sjúkra- húsi fsafjarðar fyrir frábæra umönnun í veikindum hennar. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn hinnar látnu. t Hjartans þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför SIGURBJÖRNS EYJÓLFSSONAR, frá Keflavlk, Guðlaug Jónsdóttir, Steinunn Sigurbjörnsdóttir, Ólafur Sigurbjörnsson, Jóhanna Sigurbjörnsdðttir, Eyjólfur Sigurbjörnsson. Friðrik Sigurbjörnsson, Lilja Friðriksdóttir, og aðrir aðstandendur. Guðrún Steindórsdóttir, mág- kona mín, var vart af barnsaldri í foreldrahúsum, þegar ég kynntist henni fyrst. Hún átti sinn sér- staka persónuleika, fríðleik og yndisþokka, sem entust henni þá sex áratugi, sem dvöl hennar stóð þessa heims. Gauja, eins og hún var jafnan kölluð, var ósérhlífin. Hún vann verk sitt af alúð og dugnaði og lét gott af sér leiða, hvar sem hún kom nærri. Ég tel það mér og mínu heimili til happs að hafa fengið að njóta starfskrafta henn- ar í atvinnulífinu I rúman áratug, og nú síðast jafnvel lengur en kraftar hennar leyfðu. Þakkir mínar og þeirra, sem hana þekktu, fylgja henni nú á nýrri vegferð sinni. Blessuð sé minning hennar. Njáll Þórarinsson. t Kærar þakkir fyrir sýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls GÍSLA SÆMUNDSSONAR. Fjölskyldurnar Birtingaholti. t Okkar hjartans þakkir fyrir þá samúð sem við höfum orðið að- njótandi f veikindum og við frá- fall fósturmóður minnar, tengda- dóttur og ömmu okkar, ÞÓRUNNAR ARNÓRU STURLU DÓTTUR, frá Bolungarvfk, Jónfna Elfasdóttir, Kristján Friðgeir Kristjánsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.