Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 223. tölublaš og Ķžróttafréttir Morgunblašsins 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						20
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. NOVEMBER 1974
Þegar Einar f ékk fimm villur varð
eftirleikurinn auðveldur hjá KR
KR-INGAR unnu yfirburðasig-
ur gegn nýliðunum Snæfelli
um helgina. 98:72 urðu lokatöl-
ur leiksins, en það lók KR-inga
samt mjög langan tfma að
brjóta „Hólmarana" niður.
Snæfell hafði nefnilega forust-
una iengst af f fyrri hálfleik, og
komst f 6 stiga forskot, en KR
jafnaði og komst sfðan yfir
39:38 fyrir hálfleik. Eftir að
Einar Sigfússon, „primus
motor" Snæfells, fékk tvær vill-
ur á 5. mfn. s.h. og varð að fara
af velli með 5 villur, varð eftir-
leikurinn KR auðveldur. Þeir
sigu hægt og sfgandi fram úr og
kepptu einungis við 100 stiga
múrinn undir lokin. Litlu mun-
aði að þeir kiifu hann, en
herslumuninn vantaði.
KR-ingar léku þennan leik án
þriggja landsliðsmanna, það
vantaði Þröst og Birgi í liðið en
þeir eru báðir frá vegna
meiðsla, og Hilmar Victorsson
gat ekki leikið þennan leik.
Þetta hef ði sett strik í reikning-
inn hjá mörgum lióum, e'n KR
tefldi fram nýjum mönnum,
Árna Guðmundssyni og Gísla
Gíslasyni, og komu þeir báðir
vel frá leiknum. Þeir Kolbeinn
Pálsson og Bjarni Jóhannsson
áttu báðir góðan leik, og ekki
má gleyma Sófusi Guðjónssyni
sem lék nú sinn besta leik með
KR tilþessa.
Það er greinilegt, að hinar
erfiðu ferðir til leikjanna í 1.
deild koma fram í leikjum
Snæfells. Þeir leggja af stað frá
Stykkishólmi snemma laugar-
dags, keppa i Njarðvík um eft-
irmiðdag, og síðan aftur daginn
eftir á Seltjarnarnesi áður en
þeir halda heimleiðis. En þetta
er. gert samkvæmt þeirra eigin
ósk, vegna mikils kostnaðar og
fyrirhafnar þeirra vegna fjar-
lægðarinnar.
Þeir haf a nú leikið tvær helg-
ar (4 leiki) og hafa í bæði skipt-
in sýnt mun bttri leiki á laugar-
deginum. En liðið á eftir að
gera hluti í vetur sem munu
koma á óvart. Mannskapurinn
er góður, þar eru sterkir ein-
staklingar, og yngri mennirnir
eru óðum að yfirvinna fyrsta
þröskuldinn á ferlinum —
feimnina við hina þekktu leik-
menn hinna liðanna. Davíð
Sveinsson og Bjartmar Bjarna-
son hafa t.d. sýnt miklar fram-
farir i leikjunum.
Stighætir: KR: Bjarni 23,
Sófus21, Kolbeinnl8.
Snæfell: Kristján Agústsson
27, Einar 20, Siguróur
Hjörleifsson 11.      — gk
Þórir og Jóhannes í ham
Og Valur vann Armann 101-91
Valsmenn gerðu sér lítið fyrir
og sigruðu nýbakaða Reykja-
víkurmeistara Armanns f fyrra-
kvöld. Eftir frammistóðu liðanna
á undanförnum vikum voru Ar-
menningar bókaðir sem hinir
öruggu sigurvegarar f þessum
leik, en Valsmenn, sem fefla nú f
fyrsta skipti á keppnistfmabilinu
fram öllum sfnum sterkustu
mönnum, sýndu mjög góðan leik
og unnu nokkuð öruggan sigur
101:91.
Já það munar svo sannarlega
um það að Þórir Magnússon og
Jóhannes bróðir hans eru komnir
af stað á ný eftir veikindi. Þórir
hefur ekkert leikið með fyrr í
haust, og Jóhannes er nýbyrjaður
eftir að hann slasaðist i vinnu.
Þeir bræður, ásamt Kára Marís-
syni og Torfa Magnússyni mynda
virkilega sterka heild, og Valur er
nú að eignast nýja m.fl. leikmenn
þar sem þeir eru Ríkharður
Hrafnkelsson og Þorvaldur Kröy-
er. Valur hef ur mjög létt leikandi
lið sem er til alls líklegt.
Ármenningar tefldu fram sínu
sterkasta liði að því undanskildu
að Birgir Birgirs var ekki meó, og
kom það sér greinilega illa.
Valur hafði nær ávallt frum-
kvæðið í fyrri hálfleiknum. Þó
jöfnuðu Ármenningar af og til t.d.
8:8, 19:19, 40:40, og svo komst
Ármann yfir fyrir lok hálfleiksins
50:49. — I byrjun s.h. komst svo
Ármann yfir 60:54, en Valur
jafnaði. Og upp úr þessu urðu
nokkur þáttaskil í leiknum. Vals-
menn náðu sínum besta kafla og
skoruðu 20 stig gegn 2, og gerðu
þar með út um leikinn. Var leikur
liðsins á þessum tima mjög glæsi-
legur, hörkuskemmtileg vörn,
hraðaupphlaup og góð hittni úr
langskotum, og þetta var
Ármenningum of stór biti að
kyngja. Ekki bætti það svo úr
skák að flestir leikmenn Ármanns
voru komnir í villuvandræði og
fóru að tínast út af hver á fætur
öðrumundir lokin.
Það skyldi enginn vanmeta
Vlasliðið í vetur. Þeir hafa verið
kallaðir efnilegir á undanförnum
árum, en hver veit hvenær blómið
springur út? Að öðrum ólöstuðum
átti Kári Marísson bestan leik að
þessu sinni, og sýndi allar sínar
bestu hliðar. Hann hafði mjög góð
tök á Jóni Sigurðssyni i leiknum,
og við það varð Armannsliðið sem
vængbrotið.
Annar stór hlutur sem háði
Ármanni i þessum leik var það,
hversu framherjarnir brugðust.
Þeir Hallgrímur, Haraldur og
Björn virtust allir leika undir
getu, en vel að merkja, það leikur
enginn betur en andstæðingurinn
leyfir.
Stigin: Valur: Torfi 27,
Jóhannes 23, Kári 22, Þórir 14,
Hafsteinn Guómundsson 7, Rík-
harður 5, Lárus Hólm 4.
Armann: Símon Ólafsson 32,
Jón Sig. 22, Jón Björgvinsson og
Guðmundur Sigurðsson 8 hvor,
Hallgrímur Gunnarsson 7, Atli
Arason og Björn Christenssen 5
hvor, Haraldur Hauksson 4.
gk —
Úr leik KR og Snæfells. Kristinn Stefánsson
Sigfússon er til varnar.
Óvæntir yfirburðir UMF
yfir slöku liði stúdentan
Jón Sigurðsson skorar körf u I leik Armanns og Vals
NJARÐVÍKINGAR unnu óvænt-
an yfirburðaisgur gegn t.S. á
laugardaginn þegar liðin mættust
í Njarðvfk. Fyrirfram reiknuðu
vfst flestir með öruggum sigri tS,
og sennilega haf a engir verið viss-
ari um úrslit leiksins fyrirfram
en einmitt leikmenn tS. Þeir
mættu greinilega til leiksins með
þvf hugarfari að þetta væri „bara
léttur leikur sem þyrfti að spila",
en komust fljótt á aðra skoðun.
Troðfullt hús áhorfenda fagn-
aði sínum mönnum vel þegar þeir
mættu til leiksins, og eftir að
hann hófst var ekki möguleiki á
að tala saman í húsinu fyrir hróp-
um þeirra. Þetta, ásamt mjög
ákveðnum leik UMFN strax i
byrjun, setti IS-liðið gjörsamlega
út af laginu, og UMFN tók strax
forustuna. ÍS skoraði að visu
fyrstu stigin en Stefán Bjarkason
svaraði með fjórum stigum. Og
hann átti svo sannarlega eftir að
hrella stúdenta í þessum leik.
Hann var mjög góður í vörninni,
og i sóknarleik sinum var hann
þannig að Bjarni Gunnar réð
ekkert við hann. Stefán var
maðurinn bak við 8 stiga forskot
UMFN um miðjan hálfleik, en i
leikhléi höfðu stúdentar jafnað
metin 35:35.
Síðari hálfleikurinn var hins-
vegar martröð líkastur fyrir ÍS.
Njarðvíkingarnir sýndu þá allar
sínar bestu hliðar, mjög góða bar-
áttu í vörninni,hraðaupphlaup,og
einnig skemmtilega útfærðar
sóknarlotur á annan hátt. Það tók
hinsvegar ÍS-menn nær allan
hálfleikinn að sannfærást um að
þeir gætu tapað þessum leik, og
það var ekki fyrr en undir leiks-
lok að þeir virtust skynja það og
byrja verulega að reyna að rétta
sinn hlut. En það kom fyrir ekki,
Njarðvíkingarnir léku af sama
kraftinum þótt þeir væru með 20
stiga forustu og gáfu engan högg-
stað á sér. Og þegar leikurinn var
flautaður af og lokatölurnar 85:69
lágu ljósar fyrir, óskaði maður
þess helst að hafa tekið með sér
eyrnatappa, þvílíkur var fögnuð-
ur áhorfenda.
Og þeir höfðu ærna ástæðu til
að gleðjast. Lið þeirra hafði sýnt
f rábæran leik, allir leikmenn liós-
ins  voru  mjög  góðir  að  þessu
sinni. Stef án bar þó af og það eru
aldeilis furðulegar framfarir sem
hann sýnir. Varnarleikur hans og
barátta + stigin 37 segja allt.
Haldi liðið áf ram líkt þessu verða
þeir ekki auðunnir á heimavelli,
og örugglega ekkert tilhlökkunar-
efni fyrir liðin aó eiga eftir að
heimsækjaþá.
Um ÍS-liðið er það að segja, að
það lék undir getu i þessum leik
og virtist sem áhorfendurnir
hefðu mikil áhrif á þá til hins
verra. Jón Héðinsson var eini
maðurinn sem hélt höfði í fyrri
hálfleik og hélt þá liðinu á floti
mec
mei
er i
legí
það
neii
han
Sl
Bry
Þor
stei
son
ÍS
Héí
Stei
Osk
Alb
KR-INGAR LEIKA H
— ÞAÐ MUN nú afráðið, að KRing-
ar leiki heimaleik sinn í Evrópu-
keppni meistaraliða í körfuknatt-
leik hér á landi. Samningar höfðu
nær tekist um að leika báða leikina
erlendis, og var það ekki hvað sfst
vegna eindreginna óska forráða-
manna andstæðinga KR f fyrstu um-
ferðinni.
En leikmenn U.B.S.C. frá Vínar-
borg í Austurríki sem eru einmitt
andstæðingar KR voru ekki aldeilis
á því að samþykkja þessa máls-
meðferð. E.t.v hafa þeir heyrt sitt-
hvað um dásemdir islandsferða, og
voru þeir ólmir í að koma hingað.
Forráðamenn liðsins gáfu eftir, og
munu því KR-ingar leika sinn
heimaleik i Laugardalshöllinni  5.
... og taka þátt í móti erlei
I. DEILDARLIÐ KR í körfubolta
mun taka þátt í miklu körfubolta-
móti sem fram fer á irlandi í lok
þessa mánaðar. Liðið heldur utan
annan föstudag, og leikur í Dublin
um þá helgi. Þetta mót verður án
efa mjóg sterkt, því meðal þátttöku-
liða eru meistaralið Skotlands, írsku
meistararnir, og 3 ensk lið. Skoska
liðið hefur eina 6 landsliðsmenn í
sínum hópi, það irska 4 og ensku
liðin eru í fremstu röð i þessu mesta
landi körfuboltans á Bretlands-
eyjum. KR-ingar hafa tekió þátt í
képpnum á Írlandi í 3 ár í róð, og er
liðið mjög vinsælt meðal áhorfenda
í Dublin.. Avallt er leikið í sama
íþróttahúsinu þar, en það er braggi
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40