Morgunblaðið - 11.01.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.01.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1975 Frá fyrsta samningafundi Alþýdusambands Islands, Vinnuveitendasambands Islands og Vinnumála- sambands samvinnufélaga I gær. — Ljósm. Sv. Þorm. Samníngafundur boðaður eftir viku Seðlabankinn: Raunvextir fara hækk- andi á spariskirteinum FYRSTI samningafundur samn- ingsaðiia á vinnumarkaðinum var haldinn í húsakynnum Vinnu- veitendasambands Islands að Garðastræti 41 f gærmorgun. Fundurinn, sem haldinn var að ósk Aiþýðusambands tslands, var að sögn Björns Jónssonar, forseta þess, mjög svipaður öðrum upp- hafsfundum um samningagerð. Samninganefnd ASl gerði grein fyrir kröfum sfnum og fulltrúar vinnuveitenda skýrðu sjónarmið sfn. Fundurinn stóð í hálfa aðra klukkustund og hefur næsti fund- ur verið boðaður á föstudag í næstu viku klukkan 14. 1 fréttatilkynningu frá Vinnu- veitendasambandi Islands úm fundinn segir, að auk fulltrúa VSl og ASl hafi setið fundinn formaður og framkvæmdastjóri Vinnumálasambands samvinnu- félaganna, en fyrirhugað er, að VSl og VS myndi með sér sér- staka samninganefnd á næstunni, sem annast mun framhald við- ræðna. Þá kemur fram í fréttatil- kynningunni að kröfur ASl hafi verið í samræmi við kjaramála- ályktun ASÍ, sem haldin var sein- ast í nóvembermánuði. Áður hef- ur komið fram, að kröfur ASl miðast við að á sem stytztum tíma verði náð þeim kaupmætti launa, sem ákveðinn var með undirritun kjarasamninganna hinn 26. febrú- ar siðastliðinn. Þá kemur og fram í tilkynningunni, að fyrirhugaðir eru fundir með báðum aðilum vinnumarkaðarins á næstunni, svo og með ríkisstjórninni. Sam- bandsstjórnarfundur VSl verður næstkomandi miðvikudag klukk- an 15,30 og verða þar rædd við- horf samningamálanna. SEÐLABANKI Islands hefur gert athugasemd við baksíðufrétt Morgunblaðsins í blaðinu i gær um versnandi kjör við útgáfu spariskirteina ríkissjóðs. I töflu, sem þessari frétt fylgir, sýnir Seðlabankinn svokallaða raun- vexti, þar sem saman eru teknir nafnvextir og álag vegna hækk- unar byggingavísitölu. Er síðan fundið ársmeðaltal raunvaxta og kemur þá í ljós, að svokallaðir raunyextir fara vaxandi með hverju nýju útboði. Hæstu raun- vextir eru á öðrum flokki skír- teina frá 1973 eða 67,3%. Á elzta flokknum frá 1964 eru raunvextir 29,5%. Ástæðan fyrir þessu er að sjálf- SEÐLAmNKI ISLANDS VEGNA væntanlegrar skoðunar á báðum þotum Flugfélags tslands höfðu Flugleiðir áformað að leggja niður áætlunarflug frá janúarlokum og fram í febrúar til Oslóar og Stokkhólms, en á þvf tfmabili mun vera hvað minnst að flytja á þessum leiðum. Hafði ferðaskrifstofum og farþegum verið tilkynnt um þetta, en f gær var afráðið að halda uppi ákveðn- um ferðum til Oslóar á þessu tfmabili, en fella niður ferðir til Stokkhólms. örn Johnson framkvæmda- stjóri Flugleiða sagði í samtali við Morgunblaðið I gær að þetta mál hefði verið til íhugunar hjá þeim, en venjulega gerðu þeir ýmsar breytingar í svartasta skamm- deginu þegar um stórskoðanir á vélum væri að ræða og sá tíminn sem minnst væri að flytja. Islenzka flugfélagið Air Viking sendi samgönguráðuneytinu skeyti í gær og bauðst til að sinna áætlunarflugi til Oslóar og Stokk hólms „á meðan Flugleiðir gætu það ekki eða ætluðu ekki“, sagði Guðni Þórðarson forstjóri Air Viking í samtali við Mbl. f gær, „því farþegar höfðu komið til okkar og kvartað yfir því að kom- ast ekki til Noregs á þessum tíma nema með flugi I gegn um Kaup- mannahöfn og slikt hefði í för með sér mikinn tilkostnað. En það gleður mig að til þess þurfti ekki að koma, að feila niður áætlun til sögðu sú, að meginhluta þess tíma, sem liðinn er frá útgáfu flokksins frá 1964 var stfgandi byggingavísitölu ekki slíkur sem hann hefur verið síðustu óðaverð- bólguár. Lækkar það að sjálf- sögðu raunvexti hvers árs. Þá hafa og kaupendur sparisklrteina enga tryggingu fyrir því, að sami stígandi verði í byggingavísitölu næstu ár og verið hefur. Því geta meðaltalsraunvextir breytzt mjög á nýjustu flokkunum ef stígandi vísitölunnar minnkar á næstu árum. I síðasta dálki töflu Seðla- bankans eru raunvextir reiknaðir út miðað við 4% nafnvexti eða með sama nafnvaxtafæti og boð- Framhald á bls. 18 tveggja höfuðborga Norðurlanda. Fyrir utan minni þjónustu hefði það líka verið leitt á sama tfma og þing Norðurlandaráðs er haldið í Reykjavík." Morgunblaðinu barst síðdegis í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá kynningardeild Flugleiða h.f.: Á tímabilinu 27. janúar til 21. febrúar n.k. munu verða nokkrar breytingar á flugi íslensku áætl- unarflugfélaganna til Öslóar og Stokkhólms. Þessar breytingar eru til komnar vegna skoðana á annarri þotu Flugfélagsins sem fram fer á þessu tímabili. Síðari hluti janúar og febrúar er venjulega það timabil sem minnst er um að vera í millilanda- fluginu, Því var ákveðið að breyta Norðurlandafluginu þennan tima á þann veg, að það yrði fram- kvæmt með einni þotu, og þá yrðu kvöldferðir frá Kefla- vfk til Öslóar og Stokkhólma. Það kom hins vegar í ljós þegar aðgættar voru bók- anir fyrir þessar ferðir, að sárafá- ir farþegar ætluðu að fljúga með þeim. Því var ákveðið að þær skyldu felldar niður, en annar háttur hafður á fluginu á því tfmabili sem að ofan greinir. Flog- ið verður á sunnudögum sam- kvæmt áætlun og er brottför frá Keflavík til Öslóar kl. 8 að morgni. A þriðjudögum eru bein flug til Öslóar og er brottför frá Framhald á bls. 18 Otroikningur á vöxtum spariskírteina miðað við janúar 1975^ Moða lna fnvoxtir Fjórða mesta afla- ár íslendinga 197 4 SAMKVÆMT bráðabirgðatölum, sem Fiskifélag Islands hefur sent frá sér um afla Islendinga á árinu 1974, er heildarafiinn 1974 sá fjórði mesti, sem um getur í sögu fiskveiða tslendinga. Heildarafl- inn ’74 var 938,5 þús. lestir á móti 906 þús lestum 1973. Meira afla- magn barst á land 1964, eða 971 þús. tonn, 1199 þús. lestir árið 1965 og 1243 þús. lestir 1966. Á s.l. ári var þorskafli lands- manna um 400 þús. lestir og loðnuaflinn 460 þús. iestir þannig Ný Kjarvalssýn- ing opnuð í gær ÞRIÐJA sýningin á verkum Jó- hannesar Kjarvals var opnuð á Kjarvalsstöðum í gær. I upphafi var ráð fyrir þvf gert að austur- salur hússins yrði til sýninga á verkum Kjarvals og þegar húsið var opnað f marz 1973 hóf það starfsemi sfna með yfirlitssýn- ingu á verkum meistarans. önnur sýning var svo opnuð f desember- mánuði 1973 og lauk henni þegar sýning á myndlist f 1100 ár var opnuð s.I. vor. Sýningin, sem nú hefur verið opnuð, er að nokkru leyti frá- brugðin hinum tveimur, en myndirnar eru allar í eigu Reykjavíkurborgar. AIls eru myndirnar á sýningunni 75 tals- ins. Á sfðasta ári hafa safninu borizt nokkrar myndir að gjöf og eru þær sýndar sérstaklega. Asta Hallsdóttir tannsmiður átti mynd- ina „Hugarkvöl" og hafði hún óskað sérstaklega eftir þvi að erf- ingjar færðu safninu myndina til Framhald á bls. 18 Birgir Isl. Gunnarsson borgarstjóri, Björn Guðbrands- son læknir, tengdasonur Matthildar Kjartansdóttur og Guðbrands Magnússonar, skoða hinar nýju myndir í Kjarvalssafni ásamt Markúsi Erni Antonssyni borgar- fulltrúa. FJokkur 0l£ •(laKur allt tímabi í % lið Raunvoxtir í Raunvoxtir miðað við 4% nafnvexti 1964 JO. J . '65 7 ,2 29,5 25,6 1965 10. 9. '65 6 28,8 26,3 1965-2. 20. 1. '66 6 28,0 25,6 1966-1. 20. 9. '66 6 29,1 26,7 1966-2. 15. 1. '67 6 29,5 27,1 1967-1. 15. 9. '67 6 31 ,6 29,1 1967-2 . 20. 10. '67 6 31,9 29,4 1968-1. 25. 1. '69 6 36,9 34 ,3 1968-2. 25. 2. '69 6 36,1 33,5 1969-1. 20. 2. '70 6 36,6 34 ,0 1970-1. 15. 9. '70 6 39,8 37,1 1970-2. 5. 2. '71 5 ,5 36,9 35,0 1971-1. 15. 9. '71 5 4 1 ,8 40,4 1972-1. 25. 1 . '72 5 40,8 39,5 1972-2. 15. 9. '72 5 4 5,2 43,8 1973-JA.B. 15. 9. '73 5 56,7 55 ,2 1973-2. 25. 1 . '74 5 67,3 65,7 1974-1. 15. 9. '74 5 50,5 49,2 að þessir tveir stofnar eru tæp- lega 100% af afla landsmanna. Þorskafli bátaflotans 1974 var 250 þús. lestir á móti 292 þús. lestum 1973 og þorskafli togaraflotans 1974 var 152 þús. lestir á móti 97 þús lestum 1973. Sildarafli var 40 þús. Iestir 1974, en 43 þús. lestir 1973, Ioðnu- afli var 462 þús. lestir ’74, en 441,5 þús. lestir ’73, rækjuafli 6500 lestir á móti 7300, humarafli 2000 lestir á móti 2800 árið ’73, hörpudiskur 2,9 þús. lestir á móti 4,7, hrognkelsi 3,8 þús. lestir á móti 4,5 og annar afli var 19,4 þús. 1. á móti 12,3 þús. 1. Töiur ársins 1974 eru byggðar á bráðabirgðayfirliti trúnaðar- manna Fiskifélagsins, en þess ber að geta að mestum hluta síldarafl- ans var landað erlendis. Tölur um afla hrognkeisa eru áætlaðar með tilliti til framleiðslu grásleppu- hrogna. Landsliðið valið BIRGIR Björnsson, landsliðsein- valdur f handknattleik, tilkynnti í gær val sitt á fslenzka hand- knattfeikslandsliðinu, sem keppa mun á Norðurlandameistaramót- inu f Kaupmannahöfn, um næstu mánaðamót, að öðru feyti en þvf að markverðir liðsins hafa ekki enn verið valdir. Leikmenn liðs- ins verða að öðru leyti eftirtaldir: Ólafur H. Jónsson, Val, Geir Hallsteinsson, FH, Einar Magnús- son, Vfking, Pétur Jóhannesson, Fram, Stefán Halldórsson, Vfk- ing, Björgvin Björgvinsson, Fram, Árni Indriðason, Gróttu, Bjarni Jónsson, Þrótti, Jón H. Karlsson, Val og Axel Axelsson, Fram. 1) Voxtir r»*iknaðir l'ram til sama mánaðardags í janúar 1975 og útgáfudagur cr f uppha fi. 2) Miðað or við þá moða lna fnvoxti , i*r gildu, t*f skírtoini «:r <*kki innJttyst fyrr t'n við iok giJdistíma þttss. Tímabundinn samdráttur í flugi til Osló og Stokkhólms Air Viking bauðst til að smna áæthm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.