Morgunblaðið - 11.01.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.01.1975, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JANUAR 1975 Heiðagæsir drepast 1 Bretlandi 150 HEIÐAGÆSIR fundust dauð- ar fyrir skömmu á bökkum Humberfljóts í Bretlandi, en heiðagæsin er sem kunnugt er af íslenzku og grænlenzku bergi brotin. Ástæðan fyrir þessum gæsa- dauða er talin vera sú að mistök hafi orðið i frágangi útsæðis á ökrum á þessu svæði í Bretlandi. Til varnar gegn sveppum og skor- dýrum er útsæðið litað með ákveðnum efnum og ef þessi efni fara yfir ákveðin mörk er útsæðið lífshættuiegt fyrir dýr og fugla sem kunna að komast í það. Arn- þór Garðarsson fuglafræðingur sagði í samtali við Mbl. í gær að Vinsæll söluturn UNGUR piltur var í gærmorgun tekinn á innbrotsstað í Kaffivagn- inum á Grandagarði. Við yfir- heyrslur f gær viðurkenndi pilturinn innbrot í 3 aðra sölu- turna þessa sömu nótt, en upp úr krafsinu hafði hann nokkur þús- und krónur í skiptimynt. Eitt innbrotið var í söluturninn Hástein við Frakkastíg. Virðist þessi söluturn hafa sérstakt aðdráttarafl fyrir þennan pilt, því nóttina áður brauzt hann þar inn, og á stuttum tíma hefur hann brotizt þar inn 5—6 sinnum. Eldur í smiðju LAUST fyrir klukkan þrjú f fyrri- nótt urðu lögreglumenn, sem voru á ferð í Selásnum, varir við, að eldur var Iaus f smiðju að Selásbletti 22. Smiðja þessi er f skúrbyggingu og eru þar fram- leiddar skeifur. Lögreglumenn- irnir kölluðu þegar til slökkvi- liðið og hleyptu þvf næst hestum út úr skúrbyggingu samfastri smiðjunni. Smiðjan brann að mestu og tæki, sem f henni voru, skemmdust. Hins vegar tókst að verja fbúðarhús skammt frá, en þar býr skeifusmiðurinn. Elds- upptök eru ókunn. — Samdráttur Framhald af bls. 2 Keflavik kl. 9.10. Sama dag er flug frá Ösló til Keflavikur. Á laugardögum er beint flug Osló/Keflavík, samkvæmt vetrar- áætlun. sér stað munu farþegar frá Stokk- hólmi til íslands og Bandaríkj- anna fara um Kaupmannahöfn eða Ósló. Ferðir milli þessara staða eru mjög tíðar og fargjöld þau sömu þótt höfð sé viðkoma á þessum stöðum. Þá munu þingfulltrúar á þingi Norðurlandaráðs, sem haldið verður í Reykjavík fljúga til og frá Islandi með þotum Loftleiða og Flugfélags Islands, en sérstak- ar ferðir hafa verið settar upp vegna þessa fundar Norðurlanda- ráðs. Frá og með 21. febrúar verður flogið samkvæmt útgefinni vetraráætlun, og verða þá 3 ferðir í viku til Óslóar og 2 til Stokk- hólms, þ.e.a.s. frá Islandi á sunnu- dögum, mánudögum og föstudög- um, og til Islands á mánudögum, föstudögum og laugardögum. slík slys hentu annað veifið og drægju dilk á eftir sér, því strangt eftirlit væri á að reglum um varn- arráðstafanir væri fylgt á réttan hátt. 20 létust 1 flugslysi Bogota 9. jan. Reuter. TUTTUGU manns létust í flug- slysi, þegar vél í eigu kolumbísks flugfélags hrapaði niður í Ama- zonfrumskógana í Suður- Kólombíu I gær. Farþegar voru 16 og fjögurra manna áhöfn var í vélinni. Veður var afleitt, þegar slysið gerðist. Vélin hafði farið frá Neiva í Kolombíu og var á innanlandsflugi, þegar hún hrap- aði í um það bil 500 km fjarlægð frá Bogota. 1 fyrstu var ekki talið útilokað að einhverjir hefðu komizt lífs af, en samkvæmt opinberum fréttum er það nú talið fráleitt. — Guðmundur Framhald af bls. 32 Guðmundur þarf l'A vinning i síðustu þremur skákunum til að hljóta stórmeistaratitil. Andstæð- ingar hans í þeim skákum eru Mark Diesen, Bandaríkjunum, Albin Planine, Júgóslavíu og Gullermo Garcia, Kúbu. Biðskák Guðmundar og Michael Stean úr 11. umferð lauk með jafntefli. Skák Guðmundar og Miles var jafnteflisleg en Miles lék af sér og lenti í tímahraki, Miles gaf skákina eftir 42 leiki og missti þar með möguleika á fyrsta stigi stórmeistara. Hort og Stean gerðu jafntefli i 12. umferðinni, Vaganian vann Basman og Planinc Botterill. — Tveggja ára Framhald af bls. 32 götunni nálægt Vesturgötu, skammt frá heimili sínu. Fór leigubflstjórinn með hana á lögreglustöðina í Miðbænum þar sem hún kynnti sig sem Friðu, tveggja ára gamla. Var sagt frá þessari framtakssömu stúlku í sjónvarpinu í dagskrárlok og inn- an skamms kom afi hennar austan úr bæ að ná í Friðu litlu, en manna hennar hafði þá nýlega tekið eftir að hún var horfin að heiman. Gat móðirin ekki sótt hana sjálf þar sem hún gætti ann- arrar dóttur sinnar heima við. Afi Fríðu litli kvað hana vera svolítið fyrir það að stelast út. — Loðnan Framhald af bls. 32 erum við norður af þvi og þetta svæði sem við höfum farið yfir síðan spannar 30—40 mflur, svo hún er á all breiðu svæði.“ Þannig var ástatt í gærkvöldi á framlinu loðnunnar, sem nú er að nálgast landið. Við kvöddum Jakob og syngjandi asdikið lék undir, en skammt frá Árna Frið- rikssyni beið Börkur tilbúinn að kasta á loðnuna, sem svo margir bíða eftir. — Asgeir Framhald af bls. 31 hans, svo og knattspyrnulþróttinni í heild. Sagði Ellert, að knattspyrnu- menn væru vel að þessari viðurkenn- ingu komnir, eftir glæsilega frammi- stöðu í landsleikjum sínum s.l. sumar, og einnig I öðrum knatt- spyrnuleikjum við leikmenn annarra þjóða. ÓRN EIÐSSON, formaður frjáls- iþróttasambands jslands, kvaðst vilja óska Ásgeiri Sigurvinssyni til ham- ingju með titilinn, en hitt væri svo annað mál, að hann væri ekki til fulls sáttur við það að atvinnumenn i iþróttum væru taldir gjaldgengir í kosningu þessari. Svo hefði ekki verðið áður. Þá taldi Örn það at- hyglisvert að iþróttamaður sem væri meðal allra fremstu íþróttamanna heims í sinni grein, skyldi ekki verða ofar en i fjórða sæti i kosningu þess- ari, eins og væri nú með Erlend Valdimarsson. GÍSLI HALLDÓRSSON, forseti ÍSI, kvaðst vilja þakka iþróttafrétta- mönnum það framtak sem þeir sýndu með kjöri þessu og verðlauna- veitinguna, sem væri tvimælalaust mjög áhugavekjandi, og væri svo komið. að margir teldu það, er úrslit kjörsins væru birt, fyrsta stórvið- burðinn á sviði íþróttanna hérlendis árlega. Gísli ræddi síðan nokkuð um áhugamennsku og atvinnumennsku i iþróttum, og sagði að óneitanlega sætu áhugamennirnir ekki við sama borð og atvinnumennirnir. Það væri hins vegar tímanna tákn að nú væru atvinnumenn álitnir gjaldgengir i kosningu iþróttaf réttamanna, þótt þeir hefðu ekki verið það áður. Með vaxandi skilningi á gildi iþróttanna og auglýsingastarfsemi i kringum af- reksmennina, hefði það orðið æ al- gengara að íþróttamenn fengju greiðslu fyrir þátttöku sina i iþrótt- um, og væri það þróun sem ekki yrði spornað gegn. — Raunvextir Framhald af bls. 2 inn er I næsta útboði spariskir- teina ríkissjóðs, sem fyrirhugað er að gefa út í næsta mánuði. I greinargerð Seðlabankans segir m.a.: „Þrátt fyrir lækkandi nafnvexti, hafa vextir að viðbætt- um vísitölubótum farið síhækk- andi með hverjum nýjum flokki útgefinna spariskírteina frá ári til árs. Eftirfarandi tafla sýnir raun- verulega vexti, sem fengist hafa út úr spariskírteinum í sérhverj- um flokki, sem gefinn hefur verið út frá upphafi. A þessari töflu sést, að vextir þeir, sem eigendur spariskírteina hafa borið úr být- um, hafa ávallt verið langtum hærri en almennir vextir. 1 öðru lagi ber taflan með sér, að þessir vextir hafa farið síhækkandi, þrátt fyrir nokkra lækkun nafn- vaxta. Til að mynda ber fyrsta útgáfa spariskírteinanna frá 1964 7,2% nafnvexti, en siðustu útgáf- ur aðeins 5%. Þrátt fyrir þetta er raunávöxtun fyrsta flokksins lægri en af hinum nýrri flokkum, þar eð vísitala bréfanna hefur hækkað hraðar með árunum. Til að sýna, að hæð nafnvaxt- anna hefur hverfandi litla þýð- ingu fyrir gildi spariskírteina, en visitölutryggingin er aðalkostur þeirra, er til samanburðar sett fram, hverjir raunvextir á hverj- um flokki hefðu verið, ef nafn- vextir hefðu verið 4% fyrir alla flokka spariskírteina frá byrjun. Kemur þá fram, að eigendur spariskírteina í elzta flokknum frá 1964 hefðu hlotið 25,6% meðalársvexti í stað 29,7% vaxta, sem þeir hljóta nú. Á þessu sést, að munurinn, sem nafnvextirnir gera, er ekki eins mikill, eins og menn vildu ætla. Það er því enn, sem hefur verið, að spariskirteini ríkissjóðs eru langbezta fjárfestingin á fjár- magnsmarkaðinum, sem völ er á.“ — Kreppan Framhald á bls. 18 því meðan dilkakjötið væri þetta mikið niðurgreitt. Salan hjá okkur i Húsgagna- verzlun Reykjavíkur var með bezta móti á s.l. ári sagði Gisli Ásmundsson verzlunarstjóri, og verðbólgan á eflaust sinn þátt i þvi. Að sjálfsögðu horfum við með nokkurri ánægju á þá rýmk- un, sem nú hefur orðið á inn- flutningi húsgagna. Hinsvegar er því ekki að neita, að kaupmáttur fólks virðist aðeins hafa farið þverrandi, en það er vart að marka, þar sem janúar er aldrei góður sölumánuður. Logi Helgason hjá Silla og Valda i Austurstræti sagði, að þar hefðu þeir ekki orðið varir við neinn samdrátt í matarinnkaup- um fólks og það sem af væri jan- úar hefði salan verið mjög góð. Þá mætti bæta því við, að salan hjá þeim hefði frekar aukizt eftir að austurhluta Austurstrætis var Iokað. Kæmi það bezt í ljós á góðviðrisdögum. — Kreppuna væri þessa dagana i blöðunum að finna, ekki annarsstaðar. Henrik P. Biering hjá Biering sagði, að salan á s.l. ári hefði verið með bezta móti og álíka margar vörueiningar selzt og árið áður. Salan í janúar hefði verið góð og ekki þyrfti að búast við alvarlegri kreppu næstu 2—4 mánuðina. Sala á fatnaði gekk mjög vel á s.I. ári, sagði Guðmundur Ólafs- son hjá Herrahúsinu. Árið var sérstaklega gott fram i októ- ber—nóvember, en síðan dró nokkuð úr um tima. Hinsvegar bætti jólasalan þetta tímabil upp og fyllilega það. Erfitt væri að segja nokkuð um útlitið framund- an, enda væri janúarmánuður yf- irleitt rólegur. Erlendur Borgþórsson hjá Karnabæ, Laugavegi 66, sagði, að s.l. ár hefði verið mjög gott og enn hefðu þeir ekki orðið varir við neinn samdrátt, nema á sfðum dagblaðanna. Peningaleysi væri ekki til hjá fólki. Salan hjá okkur jókst um 50% á s.l. ári, sagði Arni Jónsson í Val- húsgögn. Því væri hinsvegar ekki að neita, að miðað við fyrri ár hefði salan i desember átt að vera stærri, en nú væri svo komið, að enginn einn mánuður skæri sig úr hjá húsgagnasölum. Ekki væri hægt að gera neina spá fyrir þetta ár, þar sem svo skammt liðið á það. Einar Óskarsson í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar sagði, að ekki væri enn séð fyrir endann á s.l. ári, en krónulega væri það ekki slæmt, um eintakafjölda seldra bóka væri ekki vitað enn. Það sem af væri janúar hefði sal- an verið góð og væru þeir lítt hræddir við kreppu. I bókaverzlun Helgafells á Laugavegi svaraði okkur Ingólfur Jónsson, verzlunarstjóri. Hann sagði, að salan hefði verið góð allt s.l. ár og hefðu þeir vart átt von á jafn mikilli sölu og raun varð á. Það, sem af væri þessum mánuði, hefði salan verið lífleg enda væri svo alltaf í þessum mánuði, og útlitið framundan væri ekki svart. — Ovissan Framhald af bls. 1 sér og Poul Hartling hefur fengið mikla reynslu í slíkri jafnvægis- list. Mogens Glistrup var einn þeirra þingleiðtoga sem Hartling ræddi við í dag og hann hvatti hann til að sitja áfram og sagði að Framfaraflokkurinn mundi greiða atkvæði gegn hugsanlegri vantrauststillögu á stjórnina. Glistrup sagði að tryggja yrði öruggan þingmeirihluta sem gæti unnið bug á atvinnuleysi, fram- fylgt sparnaðarstefnu, hækkað eftirlaun og treyst gengi dönsku krónunnar. Hann sagði að borgaraflokkarnir gætu tryggt slíkan meirihluta. Afstaða Róttæka flokksins er sú að sósíaldemókratar verði að vera aðili að meirihlutastjórn og vafa- samt er talið að hann styðji Hartl- ing ef Framfaraflokkurinn fer í stjórn. Borgaraflokkarnir gætu mynd- að stjórn fræðilega séð án þátt- töku Róttæka flokksins en ólík- legt er talið að Hartling telji hyggilegt að framfylgja óvinsæl- um efnahagsráðstöfunum með stuðningi Glistrups og mið- demókrata sem tapað hafa fylgi og i óþökk allra vinstri flokkanna. Hilmar Baunsgaard, foringi Róttæka flokksins, ræddi í dag við Anker Jörgensen og Jörgen- sen ræddi við fulltrúa Sósíalistíska þjóðarflokksins (SF). Til greina getur komið að Baunsgaard reyni stjórnarmynd- un. Hartling forsætisráðherra hef- ur lítinn tíma til stefnu. Atvinnu- leysið eykst stöðugt og viðræður aðila vinnumarkaðarins hafa leg- ið niðri vegna kosninganna. Forsætisráðherrann hefur boð- áð á sinn fund fulltrúa verkalýðs- sambandsins, samtaka opinberra starfsmanna og vinnuveitenda á mánudaginn. Áður en boðað var til kosninga var tala atvinnulausra 10.6 en er nú 12%. Verðbólgan er 16.5% sem Danir telja nálgast Evrópu- met. Greiðsluhallinn er svo mikill að alvarleg hætta er á því að Dan- ir geti ekki fengið meiri lán er- lendis. Fyrstu 11 mánuði ársins 1974 nam greiðsluhallinn 12.5 milljörðum danskra króna og var 3 milljörðum króna hærri en árið á undan. Ástandið eftir kosningarnar nú minnir að mörgu leyti á ástandið eftir kosningarnar i september 1971 þar sem atkvæði fjögurra þingmanna Færeyja og Græn- lands geta ráðið úrslitum. Þá fengu sósíalistisku flokkarnir meirihluta er atkvæði höfðu verið talin í Færeyjum og Grænlandi og Jens Otto Krag myndaði stjórn þá er sat til 1973. Nú skiptast þingsætin þannig: Sósialdemókratar 53, róttækir 13, thaldsflokkurinn 10, SF 9, kommúnistar 7, miðdemókratar 4, kristilegir 9, Vinstri flokkurinn 42, vinstri-sósíalistar 4 og Fram- faraflokkurinn 23. Framfaraflokkurinn, mið- demókratar, ihaldsmenn og Kristilegi þjóðarflokkurinn hafa alls 89 þingsæti af 179. Sósíaldemókratar, SF, vinstri- sósíalistar, kommúnistar og Rót- tæki flokkurinn hafa 86 þingsæti. Úrslitin í Færeyjum og á Græn- landi verða endanlega kunn síð- degis á morgun. I Færeyjum voru kjörnir Johan Nielsen sem er sósíaldemókrati og Erlendur Patursson sem hefur hingað til verið hlutlaus í dönskum stjórn- málum. A Grænlandi hefur sósíaldemókratinn Emil Johansen náð kjöri. Övíst er um hitt þing- sætið en það hreppir annað hvort sósíaldemókratinn Knud Hertling eða Nicolai Rosing sem hefur fylgt borgaraflokkunum að mál- um en er andvígur efnahagstillög- um stjórnarinnar, hornsteini stefnu hennar, þótt hann hafi ekki sagt að hann muni greiða atkvæði gegn tillögunum. Að þingmönnum Færeyja og Grænlands meðtöldum er staðan í danska þinginu jöfn: 89:89. Úrslitin I kosningunum eru tal- inn mikill persónulegur sigur fyr- ir Hartling og ekki aðeins í þeim skilningi að flokkurinn tvöfaldaði fylgi sitt og þingmannatölu. Fylgi hans sjálfs I kjördæmi hans jókst úr 4.000 18.000 atkvæði. - Kjarvalssýning Framhald af bls. 2 eignar og varðveizlu að henni lát- inni. Myndina gaf Kjarval Astu á fimmtugsafmæli hennar 15. maí 1945. Klara Guðmundsdóttir hefur gefið mynd af föður sinum, Guð- mundi Davíðssyni, en þeir Kjar- val voru miklir vinir og dvöldust oft saman á Þingvöllum. Einnig gaf hún fjórar teikningar, sem Kjarval hafði á sínum tima gefið vini sínum. Myndirnar eru gefnar í tilefni af þvi, að I nóvember s.l. hefði Guðmundur Daviðsson orðið 100 ára. Stuttu áður en Matthildur Kjartansdóttir, ekkja Guðbrands Magnússonar, fyrrv. forstjóra Áfengis- og tóbaksverzlunar rikis- ins, lézt, gaf hún safninu tvö oliu- málverk. Þau hjónin önduðust bæði á siðasta ári. önnur myndin er af þeim hjónum, en hina mynd- ina nefnir Kjarval „Ástamál Grettis“. Gjöfin er til minningar um vináttu Kjarvals og þeirra hjóna. Þá hefur Hallfríður Guð- brandsdóttir Schneider, dóttir hjónanna, gefið safninu tvær myndir. önnur er lítil vatnslita- mynd, „Hveitibrauðsskipið", en hin olíumynd af Vifilfelli. A árinu hafa safninu einnig borizt nokkrar minningargjafir um Kjarval, sem ættu heima í minjasafni um hann. Þar á meðal er kvikmynd um Kjarval. Gefand- inn er Öskar Gíslason, en hann gerði myndina. Nú mun vera til allmikið af minjum um Kjarval og mun ætlunin vera að skrá þær og flokka. Uppsetningu sýningarinnar og val listaverkanna önnuðust Einar Hákonarson listmálari og Guð- mundur Benediktsson mynd- höggvari. Sýningin er opin kl. 16—22 alla daga nema mánudaga fyrst um sinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.