Morgunblaðið

Dato
  • forrige månedjuni 1975næste måned
    mationtofr
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Morgunblaðið - 07.06.1975, Side 10

Morgunblaðið - 07.06.1975, Side 10
10 MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 7. JUNl 1975 „Að reyna að gleðja einhvern með þessu” „Komið þið sælir, sem viljið skamm- ast” Stóra lúðan Rabbað við Gunnar I. Gunnar heggur I tréskjöld. Ljós- myndir Mbl. Emilla. Guðjónsson listasp rang Eftir Arna Johmen Úr vinnustofu Gunnars. en þar er innbyggður feiknmikill peníngaskápur sem hann geymir fullunnar myndir í. Gunnar í. Guðjónsson, listmálari heldur nú yfirgripsmikla sýningu á Kjarvalsstöðum. Þar sýnir hann 84 myndir, þar af sjö svartlistarmyndir og tréristuplatta. Málverkin eru í olíu, aquarel og acryl. Sýningin hefur verið fjölsótt, margar myndir selzt, en sýningunni lýkur n.k. sunnudagskvöld. Við röbbuðum við Gunnar. „Mynd hér á sýningunni, Rauð- hólar er fyrir mér fyrsta myndin sem ég málaði. Ég stóð uppi á kletti í Rauðhólum vetrardag 1970 í 8 stiga gaddi að reyna að mála mynd Eftir daginn þarna fannst mér i fyrsta skipti að ég hefði höndlað það að geta túlkað í litum það sem ég vildi leysa úr læðingi. Ég náði þarna í skottið á listinni. Og síðan hef ég treyst á almættið að það leyfði mér að gera fleiri og síðan hef ég ekki stoppað Það var eins og flóðgátt opnaðist. Komið þið sælir, sem viljið skamma mig, ég vona að ég eigi eftir að mála 1 50 þús myndir að minnsta kosti. Rauðhólamyndin, sem er nr. 56 á sýningunni tókst eftir hundruð til- rauna. Og þá ákvað ég eftir þennan vetrardag að gerast málari Ég hef gert nokkrar myndir þarna ! Rauð- hólunum, stóð þar meira og minna I tvo vetur. Af hverju ég mála? Maður býr ekki til góða sögu eða góða mynd. Maður ánetjast einhverju og þá er að ríma við það. Maður kreistir ekkert gott. úr sér, þetta verður að koma eðlilega. Það skiptir ekki máli um svokallaða vandaða list eða óvandaða Það eiga allir að mála, það er hollt að glíma við eitthvað, eins og garðyrkju, maður á aldrei að hætta, þetta er aldrei búið, aldrei of seint meðan lifið er. 100 ára gamall maður getur gróðursett tré þótt hann muni ekki njóta þess, en ef til vill vinnur hann frá morgni til kvölds við gróðursetningu. í því er lifið. fegurð þess og réttur hugsunarhátt- ur Vinna vinna vinna, það er lífið, stórkostlegt. Stundum málaði ég síðdegis í Rauðhólunum, þeir eru fegurstir við sólsetur, glóa við lækkandi sól, dásamlegur staður Það er eitthvað i Rauðhólunum. Þórður Halldórsson frá Dagverðará segir að það sé straumur af lifsorku upp úr hraunun- um. Það er gott að ganga til móts við þann straum. Ég vorkenni öllum góðum málur- um vegna þess að þeir eru svo einmana og kulvisir. Ég er ekki orð- inn kulvis ennþá, kannski seinna. Ég held að mótívin min séu sjálfs- blekking í sjálfum mér, það að halda að ég geti glatt einhvern með því að mála mynd. Kynlegt að vera haldinn þeirri imyndunarveiki. Mér finnst ég vera að reyna að gleðja einhvern með þessu. Hitti ef til vill mann á götu, sem segir eitthvað fallegt. Svo fer ég að mála mynd, einmitt fyrir hann af því að ég held að það mundi gleðja einmitt þennan mann. En svo sér maðurinn sjaldnast myndina, það er önnur saga. Svo hengir mað- ur sjálfan sig stundum í því að ætla að gefa þeim sem maður málaði fyrir, myndina, en þá koma þessi endalausu vonbrigði, sem fylgja þessu, gefa fólki eitthvað sem þvi finnst ekkert varið í Hún Birna Nor- dal hefur hjálpað mér mikið, lista- kona í Bakkakoti, listateiknari, sér- lega á hesta. Það er mikið átak að halda sýn- ingu, ég held að það sé i andstöðu við málaralistina, átak að rífa sig upp til að sýna á palli, leggja vini sina berskjaldaða fram, en langvían hrindir líka ungunum sinum fram af bjargsyllunni. Þeir verða að bjarga sér í lífssjónum. Annars er vont að rífa sig út úr myndgerðinni til að sýna, mannskemmandi, því það er ekkert hægt að mála lengi á undan og eftir. Sýning er þó uppgjör. Það er eitthvað sem maður sýnir og svo veit maður ekki hvort það kemur vor eða vetur undan þvi Vandinn er að stoppa á rétta augnablikinu, sagði Kjarval við mig 1 4 ára gamlan. Ef maður ræður ekki við málverkið er að geyma það lengi svo maður fái tækifæri til að koma að því án fordóma. Það eru aðeins meistarar sem geta nostrað í mynd- um. Það er betra að hætta þótt léreftið sé kannski ekki alveg útfyllt, það gerir ekkert til," Um myntsýning- una og fleira... ÞAÐ hefir áður verið minnst á það hér i þessum þáttum, að Mynt- safnarafélagið og Félag islenzkra frímerkjasafnara munu halda sam- eiginlega mynt- og frimerkja- sýningu i Hagaskólanum dagana 13., 14. og 15. júnf n.k. Það er nú komið svo nærri þessari sýningu að ég vil benda á, að hún hefst á föstudaginn kemur. Verður opnuð almenningi klukkan fimm. Er siðan opin laugardag og sunnudag frá klukkan tvö til tiu. Sýningarnefnd Myntsafnara- félagsins, undir forystu Helga Jónssonar, hefir undirbúið þátt myntsafnara i þessari sýningu. Hefi ég sannfrétt, að margirágæt- ir gripir muni verða sýndir þar og vil ég nefna nokkra: Þarna verður sýnd mynt 25 Englandskonunga, frá Jóhanni landlausa (hann er nú sýndur I Sjónvarpinu í þáttunum um ívar hlújárn. bróðir Rikharðs Ijóns hjarta) og til Viktoriu drottn- ingar. Þá er þess og að geta, að sýndar verða nú I fyrsta sinn medalíur er Frakkar létu slá, í tilefni af eldflauga- tilraununum hér austur á söndum um árið. Ein medalian er úr málmi, sams konar og þeim, er notaður var I trjónu eldflaugar- innar, er bar visindatækin upp i háloftin, sérlega harðri og hita- þolinni málmblöndu Er sjálfsagt fyrir þá sem ætla sér að senda upp almennilegar rakettur um næstu áramót að kynna sér þessa gripi vel. Afar fá eintök eru til í heiminum af þessum medalium og gleðilegt til þess að vita, að ein- hverjar þeirra ientu hér á landi. tsspor og Sporrong í Sviþjóð munu i sameiningu sýna marga merka minnispeninga f tveim sýningarpúltum. Þá mun og þjóð- hátiðarárinu 197 4 verða gjörð rækilega skil með sýningu á mynt, minnispeningum og merkjum frá þvi Herrans ári. Sýndur verður stærsti peningur aldarinnar svo og peningar með myndum af alls konar kynjaverum og skrýmslum. Sýnd verða skipa- mótív og fugla- og dýramótfv, mynt frá nálægum löndum svo sem Grænlandi og Færeyjum svo og mynt frá fjarlægum löndum eins og Nýja Sjálandi. Nokkrir rómverskir peningar verða einnig sýndir, en þeir munu vera elzta myntin á sýningunni. Myntsafnarafélagið hefir látið gera merki félagsins f silfri og verður það selt á sýningunni. Merki þetta er árangur sam- keppni, sem efnt var til á þessu vori. Er merkið slegið hjá fsspor og er selt á 500 krónur. Það eru áreiðanlega margir. sem vilja eiga eftir RAGNAR BORG þetta merki, ekki sfzt þeir, sem eiga merkið frá Myntsýningunni 1972. Af ofangreindu má sjá að þessi myntsýning er athyglisverð og skora ég því á þá, sem áhuga hafa á mynt og frfmerkjum að fjöl- menna á þessa sýningu. Þeir munu áreiðanlega ekki sjá eftir þvi. vegna þess að þarna gefst einstakt tækifæri til að sjá hvernig hægt er að iðka þetta tómstunda- gaman sem bezt. Það hefir komið fram að næsta uppboðs- og skiptafundi Mynt- safnarafélagsins hefir verið frest- að til 21. þ.m. vegna mynt- og frímerkjasýningarinnar. Hinn 21. júni verður haldið uppboð á mörg- um merkum seðlum og peningum. Gripum, sem marga vantar ! sitt safn. Þetta er síðasti þátturinn um MYNT að sinni. Vonast er til að þráðurinn verði tekinn upp aftur i haust. Ég vil nota tækifærið og þakka þeim, sem skrifað hafa þættinum. Þeir, sem ekki hafa fengið svar ennþá. fá svar bréf- lega. Myntsafnarafélagið þakkar um leið Morgunblaðinu fyrir alla veitta fyrirgreiðslu á starfsárinu. Við hittumst væntanlega aftur f september. SLAUFUSALA A MORGUN — ágóði í Styrktarsjóð FEF A MORGUN, sunnudag 8. júnf, mun Félag einstæðra foreldra hafa árlegan fjáröflunardag sinn og selja siaufur, sem félagsmenn hafa unnið við að útbúa. Eru slaufurnar litfagrar og skraut- iegar. Allur ágóði rennur f Styrktarsjóð FEF. Hlutverk sjóðs þessa er að hleypa af stokkunum byggingu félagsins á Eiðsgranda, en þar hefur FEF fengið lóð og verður hún væntanlega tilbúin af hálfu skipulags borgarinnar á næsta ári. Verður þá allt kapp lagt á að hefja framkvæmdir hið fyrsta. I byggingu þessari er gert ráð fyrir um 50 íbúðum, 2ja og 3ja herbergja. Auk þess verða dag- vistunarstofnanir fyrir alla aldurshópa í tengibyggingu, að- staða fyrir félagsstarfsemi og ætl- unin er að hafa margs konar fyrir- greiðslu við íbúa hússins, bæði í sambandi við heiinahjálp þegar SAMIÐUM HITAVEITU LAGNIR SJÖ TILBOÐ bárust í lögn dreifi- kerfis hitaveitu í Kópavogi, II áfanga. Stjórn Innkaupastofn- unar Reykjavfkur samþykkti að semja við lægstbjóðanda, K.R. Vinnuvélar, sem býður rétt innan við 23 milljónir f verkið. Atta tilboð bárust f I. áfanga f lögn dreifikerfis f hitaveitu f Garðahreppi, og voru heimilaðir samningar við lægstbjóðanda, Véltækni h.f., sem bauð tæpar 40 milljónir. börn eru veik, við þvotta og mats- eld og fleira mætti telja. Lítur FEF svo á, að það sé ávinningur að hafa heimili og dagvistunar- stofnanir á einum og sama stað, til hagræðis bæði börnum og for- eldrum. Flestar íbúðanna verða leigðar um takmarkaðan tíma hverri fjölskyldu og er ætlunin að þessi bygging komi að góðu gagni eftir breytingu á högum meðan fótum er komið undir sig á nýjan leik, eftir skilnað/makamissi, ef foreldri er við nám og einnig ætti slík aðstaða að auðvelda einstæð- um feðrum að hafa börn sin. Slaufurnar verða afhentar á sunnudag frá kl. 10—14 í barna- skólum borgarinnar, í Kópavogi og Hafnarfirði. Þá verða einnig seldar slaufur á vegum Félags einstæðra foreldra f Keflavík og á Suðurnesjum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 126. tölublað (07.06.1975)
https://timarit.is/issue/116182

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

126. tölublað (07.06.1975)

Handlinger: