Morgunblaðið

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinnovember 1975næsti mánaðurin
    mifrlesu
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Morgunblaðið - 13.11.1975, Síða 3

Morgunblaðið - 13.11.1975, Síða 3
Erindi um bókaútgáfu Guðbrands biskups GUTENBERGSYNINGIN, sem opnuð var á Kjarvalsstöðun s.l. sunnudag, hefir verið vel sótt. Hefir hin gamla Gutenberg- prentvél einkum vakið athygli manna. Gestir geta fengið afhent sýnishorn af prenti úr vélinni, sem starfrækt er á sýningunni. I kvöld (fimmtudagskvöld 13. nóv.) flytur Haraldur Sigurðsson bókavörður á Landsbókasafninu erindi á sýningunni. Fjallar erindið um bókaútgáfu Guð- brands biskups. I erindi sínu mun Haraldur segja i fáum orðum frá upphafi bókaprentunar á Islandi, en víkja síðan að bókaútgáfu Guð- brands biskups sérstaklega. Sagt verður frá prentsmiðjustofnun hans og útgáfustarfsemi, þar sem getið verður helztu bóka, er hann lét prenta, og skýrt frá efni þeirra. Erindi Haralds hefst kl. 21. Sýningin er opin daglega frá kl. 16—22, nema laugardaga og sunnudaga frá kl. 14—22. Vitað er, að hópar úr skólum og fræðslustofnunum ætla að sækja sýninguna. Hausthappdrætti Sjálfstæðisflokksins; Dregið á laugardag NÚ eru aðeins 2 dagar þar til dregið verður f hausthappdrætti Sjálfstæðisflokksins. Þeir, sem enn eiga ógerð skil á heimsendum miðum eru hvattir til að gera það nú þegar. Skrif- stofa happdrættisins f Galtafelli, Laufásvegi 46, er opin daglega frá kl. 9 til 22. Skrifstofan sér um að senda miða og sækja greiðslu, er fólk óskar, en símanúmerið er 17100. Þá eru og miðar seldir úr vinningsbifreiðinni, sem staðsett er í Austurstræti (göngugöt- unni). Sjálfstæðisfólk. Látið ekki happ úr hendi sleppa, því miði er möguleiki. Um leið er stuðningur veittur mikilvægu þjóðmálastarfi Sjálfstæðisflokksins. Hafði mök við kýr RANNSÓKNARLÖGREGLAN hefur að undanförnu verið með 32 ára gamlan mann i gæzluvarð- haldi fyrir ávísanafals. Grunur lék á að maðurinn hefði meira en falsið eitt á samvizkunni og eftir nokkrar yfirheyrslur játaði hann að hafa tvívegis brotist inn í fjós í Laugardal í Reykjavík og átt þar mök við kýr. Auk þess lék hann kýrnar illa með kústsköftum. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1975 3 Samnmgarnir renna út á miðnætti 1 nótt Samdóma túlkunaratriði utanríkis- ráðuneytis og dómsmálaráðuneytis „ÞAR SEM fram hefur komið, að ekki hefur þótt liggja ljóst fyrir, hvenær ljúki gildistíma bráðabirgðasamkomulagsins um veiðar brezkra togara við tsland, þykir rétt að benda á, að samkvæmt ákvæðum samkomu- lagsins (sbr. auglýsingu I B- deild Stjórnartfðinda nr. 20 frá 15. nóvember frá 1973, fylgi- skjal 1,7. töluliður) skyldi sam- komulagið gilda „f tvö ár frá undirritun þess“, en sam- komulagið var staðfest með orðsendingaskiptum, sem fóru fram seint um eftirmiðdaginn 13. nóvember 1973. Þingsálykt- un, sem heimilaði samkomu- lagið, var samþykkt klukkan 14,40 um eftirmiðdaginn. Utan- rfkisráðuneytið og dómsmála- ráðuneytið eru sammála um, að eðlilegra sé að telja gildistfma samkomulagsins útrunninn á miðnætti við lok þess dags, sem samkomulagið hlaut gildi, þ.e. klukkan 24.00 fimmtudaginn 13. nóvember 1975.“ Ofanrituð tilvitnun er f fréttatilkynningu sem Mbl. barst f gær frá dómsmálaráðu- neytinu. Baldur Möller ráðu- neytisstjóri sagði f viðtali við Mbl. í gær, að hér væri auðvitað um túlkunaratriði að ræða, en hann kvað þann fasta punkt, sem gripinn væri af fslenzkum stjórnvöldum vera þennan og væri það m.a. vegna þess að fyrri túlkunin, sem kom fram f morgunblaðinu, Tfmanum og Þjóðviljanum f gær, gæti leitt til deilumála við hinn aðila samkomulagsins, Breta. Baldur MöIIer sagðist hafa rakið, bæði f Alþingi og f utan- ríkisráðuneytinu, hvenær sam- komulagið hefði hlotið af- greiðslu ásitt hvorum staðnum. Eftir þvf sem hann komst næst og eins og getið er f fréttatil- kynningú dómsmálaráðuneytis- ins, sem hér er birt f upphafi þessarar fréttar, staðfesti þingið samkomulagið klukkan 14.40 en Einar Ágústsson utan- rfkisráðherra og John McKenzie, þáverandi sendi- herra Breta, skiptust á orðsend- ingum og tókust f hendur klukkan 16.45 og var þá sam- komulagið endanlega gengið f gildi. Fræðilega ætti þvf sam- komulagið að falla úr gildi klukkan 16.45 í dag, en eins og hér er getið að framan hafa ráðunevtin kosið að telja allan daginn 13. nóvember með og fellur þvf bráðabirgðasam- komulagið við Breta, og þar með allar veiði heimildir er- lendra þjóða innan fslenzkrar fiskveiðilögsögu, úr gildi á mið- nætti næstkomandi. Baldur sagði, að í auglýsingu utanrfkisráðunevtisins, sem Einar Ágústsson og Hörður Helgason, skrífstofustjóri, hefðu undirritað, stæði: „... bráðabirgðasamkomulagið gekk í gildi hinn 13. nóvember 1973.“, og kvað hann í sjálfu sér ekki óeðlilega álvktun, að telja þann dag með, þar sem hann væri ekki allur liðinn innan þessa tveggja ára tfma- bils, sem um væri rætt f texta samkomulagsins. Þvf hafi ráðu- neytin tekið þá einföldunarleið að miða við næsta miðnætti á eftir. Framhald á bls. 18 lítil forvitni gæti komið sér vel Hvers vegna?Vegna þess að BUFLON veggfódursklæöning klæöir bad- herbergiö og eldhúsið á hagkvæman hátt. Þér eignist fallegt og glæsilegt heimili, eins og. allir óska sér. BUFLON er sterkt vatnsþétt vinyl efni sem ÚTSÖLUSTAÐIR: Málarinn, Grensásvegi, Reykjavík. Norðurfell Akureyri. Dropinn, Keflavík.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 260. tölublað (13.11.1975)
https://timarit.is/issue/116316

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

260. tölublað (13.11.1975)

Gongd: