Morgunblaðið

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinnovember 1975næsti mánaðurin
    mifrlesu
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Morgunblaðið - 20.11.1975, Síða 11

Morgunblaðið - 20.11.1975, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÖVEMBER 1975 11 Vegur til verötryggingar m Gefinn hefur verið út nýr flokkur happdrættis- skuldabréfa rikissjóðs, G flokkur, að fjárhæð 300 milljónir króna. Skal fé þvi,sem inn kemur fyrir sölu bréfanna, variö til varanlegrar vegageröar í landinu. Happdrættisskuldabréf ríkissjóðs eru endur- greidd að 10 árum liðnum með verðbótum i hlutfalli við hækkun framfærsluvísitölu. Auk þess gildir hvert bréf sem happdrættismiði, sem aldrei þarf að endurnýja i 10 ár Á hverju ári verður dregið um 942 vmninga að fjárhæð 30 milljónir króna, og verður í fyrsta skipti dregið 23. janúar n.k. Vinningar á hverju ári skiptast sem hér segir: 6 vinningar á kr. 1.000.000 = kr. 6.000.000 6 vinningar á kr. 500.000 = kr. 3.000.000 130 vinningar á kr. 100.000 = kr. 13.000.000 800 vinningar á kr. 10.000 = kr. 8.000.000 Happdrættisskuldabréfin eru framtalsfrjáls og vinningar, sem á þau falla,skattfrjálsir. Happdrættisskuldabréf ríkissjóðs eru til sölu nú Þau fást í bönkum og sparisjóðum um land allt og kosta 2000 krónur. /2V W) SEÐLABANKI ISLANDS Nýkomið frá Ítalíu Skrifarastofa á miðöldum. Smámvnd frá 1456. Teg. 20 Litur: Svart Teg. 6 Litur: Svart Teg. 1118 Litur: Brúnt Póstsendum Skóverzlun Þórðar Péturssonar, Kirkjustr. 8 v/Austurvöll Sími14181 Bókaspjall — fyrirlestur á Gutenbergsýningunni Næsti fyrirlesari á Guten- bergsýningunni að Kjarvals- stöðum verður Finnbogi Guð- mundsson landsbókavörður. Hann flytur i kvöld 20. nóvem- ber kl. 9 erindi það, sem hann kallar Bókaspjall. Verður þar rætt um bækur allt frá fornu fari á Islandi og rifjuð upp nokkur kunn og önnur e.t.v. miður kunn dæmi, er lýsa við- horfi Islendinga til bóka, jafnt skrifaðra sem prentaðra. Þegar prentlistin barst til landsins, var bókagerð þeim á engan hátt framandi, heldur einungis sú tækni, er nú skyldi við hana beitt. Finnbogi rekur þráðinn frá fyrri tíðar bókagerðarmönnum til Guðbrands Þorlákssonar og sýnir, hversu stórhugur bisk- ups, er hann réðst i útgáfu biblíunnar allrar á íslenzka tungu, var í ætt við bókagerð Jóns Hákonarsonar, er lét skrifa Vatnshyrnu og Flateyj- arbók og annarra hans líka. I bókaspjalli Finnboga verð- ur að lokum fjallað um nokkra þjóðkunna skrifara, er rituðu í kapp við prentlistina, Iitu á hana sem keppinaut fremur en ofjarl. En bóka verður ekki get- ið svo á íslandi að þáttur slikra manna sé ekki minnzt. Fjölmenni var á fyrirlestri Hafsteins Guðmundssonar prentmeistara á sunnudaginn, er hann ræddi um gömlu prent- verkin á íslandi. Gamla Guten- bergpressan vekur jafnan mikla athygli sýningargesta, enda þykir mönnum mikill fengur að þeim prentblöðum, öðru úr Gutenberg-bibliunni og hinu með íslenzkum myndum úr miðaldabók Olai Magnús, sem menn fá gefins úr hendi einkennisklædds pressumanns i sýningarsal. Mjög vönduð sýningarskrá fylgir sýningunni og er þar rak- inn, m.a. í myndum saga prent- listarinnar frá upphafi. Sýning- arskrá þessi er hinn mesti kjör- gripur. GÓÐIR VINNINGAR A GUTENBERGSÝNINGU Dregið var hjá borgarfógeta í gær í fyrsta sinn í gestahapp- drætti Gutenbergsýningarinn- ar. Upp komu númerin 1182, Islenzkir þjóðhættir, eftir Jón- as frá Hrafnagili og 1037,1 tún- inu heima, eftir Halldór Kiljan Laxness. Næst verður dregið í gestahappdrættinu á föstudags- morgun, úr aðgöngumiðum þriðjudags til fimmtudags. Að sýningunni lokinni verður dregið úr öllum seldum happ- drættirmiðum og er vinningur- inn þá : Þjóðsögur Jóns Árna- sonar (að verðmæti kr. 18. þús- und. I Gisti&Bjómssoni

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 266. tölublað (20.11.1975)
https://timarit.is/issue/116322

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

266. tölublað (20.11.1975)

Gongd: