Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						56 SÍÐUR
*f$tmlrib&ifr
285 tbl. 62. árg.
FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1975
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
„Erum enn ákveðnari
að vinna þetta stríð"
D
•D
Sjá einnig myndir
og frásögná
miðopnu og baksíðu
?  -------------------------D
Frá blaðamönnum Morgunblaðs-
ins, Sigtryggi Sigtryggssyni og
Þórleifi Ölafssyni.
ÞAÐ var allt í fullum
gangi um borð í varðskip-
unum Þór og Tý um 8-
leytið í gærkvöldi þegar
blaðamenn Morgunblaðs-
ins komu á vettvang þar
sem varðskipin lágu hlið
við hlið innarlega í Loð-
mundarfirði. Varðskips-
menn á Þór unnu af fullum
krafti við bráðabirgðavið-
gerðir vegna þeirra
skemmda sem dráttarbát-
arnir Lloydsman og Star
Aquarius höfðu unnið á
varðskipinu fyrr um
daginn. Týr lá aðeins
nokkra metra frá Þór og
lýsti skipið upp svo hægara
væri að vinna við við-
gerðir.
Þegar Morgunblaðsmenn komu
upp að Þór blöstu við mjög miklar
skemmdir á bakborðshlið varð-
skipsins. Þyrluþilf ar lá niðri á um
18 metra löngum kafla og 24
stoðir á þilfarinu höfðu beyglazt,
stór bátagálgi var mikið skemmd-
ur, dæld var á bakborðsskorsteini
og rafsuða hafði sprungið á plötu-
samskeytum rétt ofan við sjólínu.
Sjór hafði runnið inn í vélar-
rúmið um þá glufu þegar skipið
valt á hafi úti, en dælur skipsins
höfðu vel undan að dæla úr vélar-
rúmi. I gærkvöldi var fyrst og
fremst unnið að þvi að þétta gatið
á bakborðshlið. Blaðamenn
Morgunblaðsins fengu ekki leyfi
til þess að fara um borð í Þór,
aðeins fékkst leyfi til að mynda
skemmdirnar utan frá og sögðu
varðskipsmenn að þetta væri
skipun frá æðri stöðum. Það
reyndist því ekki unnt að taka
viðtöl við varðskipsmenn eins og
ætlunin  var,  en  stutt  samtal
-viðbrögð varðskipsmanna í samtali við Morgunblaðið á Loðmundarfirði
Lloydsman siglir á fullri ferð inn f bakborðssfðu varðskipsins Þórs f gærdag. Myndin er af sfðari ásiglingu
Lloydsman á Þór.                                                     — Ljósm.: Friðgeir Olgeirsson.
Leki að vélarrúmi Þórs og 18 m af þyrluþilfari í rúst
fékkst við 2. stýrimann á Þór,
Hermann Sigurðsson, í gegnum
talstöð.
,,Ef þessir menn eru ekki
eitthvað skrýtnir, hljóta þeir að
hafa haft fyrirmæli frá æðri stöð-
um um þessar aðgerðir," sagði
Hermann í upphafi samtalsins.
Hann sagði að Þór hefði verið á
leið út frá Seyðisfirði skömmu
eftir hádegi í gær þegar varð-
skipsmenn urðu varir við dráttar-
bátana rétt utan við fjarðarkjaft-
inn. Lloydsman og Star Aquarius
voru norðanmegin í fjarðarmynn-
inu, en Star Polaris súnnan
megin. Nokkur aðdragandi varð
að ásiglingunum.
„Lloydsman kom að okkur á
fullri ferð og lenti á þyrluþil-
farinu   bakborðsmegin,"  sagði
Hermann í samtalinu, „varðskipið
kastaðist til og hallaðist að
minnsta kosti 30—40 gráður á
stjörnborða. Maður sem var á
stjórnpalli féll við þegar Lloyds-
man sigldi á okkur í seinna skipt-
Framhald á bls. 31.
Fjaðrafok á Nato-fundi vegna
ofbeldis Breta á Islandsmiðum
Iti iiss.l 11. des. AP, Reuter og flelri.
SÍÐUSTU atburðir í fisk-
veiðideilu íslendinga og
Breta settu sterklega svip
sinn á ráðherrafund
Atlantshafsbandalagsins,
sem nú stendur yfir í
Briissel. Tveir ráðherrar
auk Einars gerðu deiluna
að  umtalsefni  f  ræðum
sínum á fundinum. James
Callaghan, utanrfkisráð-
herra Breta, sagði að
brezka stjórnin væri reiðu-
búin til að hefja viðræður
við íslendinga, en að skil-
yrðið fyrir því að freigát-
urnar á íslandsmiðum
yrðu kallaðar heim væri
það,  að  fslenzk  varðskip
létu brezka togara ðáreitta.
Hans Dietrich Genscher, utan-
ríkisráðherra Vestur-Þýzkalands,
hvatti Breta til að sýna eftirgjöf i
deilunni við Islendinga. Sagði
hann að Vestur-Þjóðverjar hefðu
veitt Islendingum eftirgjöf vegna
hins mikilvæga hlutverks Islands
i samstarfi Atlantshafsbandalags-
rikjanna. Hann beindi sérstak-
lega orðum sínum til Callaghans
og bað hann um að taka sem fyrst
upp viðræður við Islendinga.
Danski utanrfkisráðherrann,
K.B. Andersen, minntist ekki á
fiskveiðideiluna i sinni ræðu.
Einar Ágústsson, utanríkisráð-
herra, hafði ekki fengið nema
óljósar upplýsingar af atburðun-
um úti af Seyðisfirði í gær, þegar
hann talaði strax eftir hádegið.
Hann minntist því ekki á þá í
ræðunni,  en  gerði  deiluna  við
Breta þó að aðalumtalsefni. Hann
minnti á, að umtalsverð andstaða
væri meðal Islendinga gegn aðild
Islands að Atlantshafsbandalag-
inu, Nato.
Islendingum er sagt." sagði
utanrikisráðherra. ..að hernaðar-
legt mikilvægi Islands sé nú
meira en nokkru sinni fyrr." „En
herra forseti," hélt hann áfram.
„herskipin, sem nú eru við
Framhald á bls. 18
.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32