Morgunblaðið - 04.03.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.03.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1976 19 — Ásgrímur Jónsson Aldarminning Framhald af bls. 15 gangar í París, létu sér fátt um finnast. — Hér kemur greinilega fram, aó Asgrímur gerðist fyrstur Islendinga til að hrífast og meðtaka impressjónistana og þetta var nokkru áður en Jón Stefáns- son hélt til Parísar og gerðist nemandi Henri Matisse, en.hann laðaðist þó frek- ar að myndheimi Cézanne. Hrifnæmi Asgríms fyrir nýjum viðhorfum varð mikill ávinningur fyrir íslenzka mynd- list, hafði ómæld áhrif á þróun hennar og varð sporgöngumönnum Asgríms til eftirbreytni um frjálslyndi og viðsýni. Hér var strax í upphafi mörkuð sú heillaríka stefna, sem réð því, að íslenzk myndlist tengdist fljótlega evrópskum nýlistarstraumum og varð ekki utan- garðsfyrirbæri í norrænni myndlist. Að vísu var þetta þálist dagsins í gær í evrópskri framúrstefnulist, og nýjar listastefnur voru hvarvetna að skjóta frjóhnöppum víðsvegar í álfunni, en það væri sem að krefjast ofurmannlegra kraftaverka að ætla Asgrími að meðtaka þau gildi umbúðalaust þ.e. að sjá yfir öll þróunarskeið. Hjá Asgrimi tekur næst við stutt viðdvöl í Múnchen og siðan þriggja vikna dvöl í ítölsku listaborginni Flórenz, en því næst var haldið til Rómar og barið að dyrum hjá hinu alkunna pensjónati Dinesen, þar sem Einar Jóns- son hafði áður dvalið og józku frúnni var i fersku minni. 1 Róm dvaldi hann sumarlangt og næsta vetur þar til hann heldur heimleiðis í marz. Hann fór víða um í kynnisferðir meðan á Rómardvöl- inni stóð, m.a. til þorpanna sérstæðu í Albano og Sabínaf jöllunum, Rocca di Papa og Tivoli, en þar var svalara lofts- lagyfir hásumarið en i Róm. Einnig fór hann til Napoli og Sorrento, smábæjarins undurfagra við Napoli- flóann. Minntist hann einkum Napoli- dvalarinnar vegna hins frábæra málverks Pieter Bruegels (1520—1569), „Blindingjarnir", eða réttara „Blindur leiðir blindan", en sagt er að hinn niður- lenzki málari hafi, haft borgarstjórnina í heimabyggð sinni í huga, er hann málaði myndina! Dvölin á Italiu varð Ásgrimi tímabil mikils þroska, og þótt hann málaði ekki mikið og þá aðallega íslenzk viðfangs- efni þá skoðaði hann söfnin þeim gaum- gæfilegar, náttúruna, mannfólkið og landið, og hefur örugglega gert sér margar ferðir i hinn einstæða og risa- stóra almenningsgarð, VillaBorghese, en þar eru tvö listasöfn í ævagömlum höllum. Á heimleið sinni kom Asgrimur við í Berlín og hafði dvölin þar mikla þýðingu fyrir list hans, og íslenzka myndlist í heild, meó þvi að þar öðlast hann fyrstu veruleg kynni af frönsku impressjónist- unum, og einkum var þar mikið safn mynda eftir Renoir, og það undarlega kom fram að Ásgrími fannst hann hafa þekkt hann frá upphafi vega. Heim til Islands er Asgrímur alkom- inn um Jónsmessuleytið sama ár búinn starfslöngun og bjartsýni. Mun ég gera starfsferli Ásgríms hér heima nokkur skil um leið og ég rita um þá stóru sýningu á myndum Ásgrímssafns, sem framundan er. Ásgrímur Jónsson er fyrsti Islending- urinn á þessari öld, sem gerir málaralist að ævistarfi sínu, Þórarinn B. Þorláks- son vann eingöngu að málverki i fristundum sínum og ásumrin. Sextán ár með mörgum Ásgrímssýningum í Vinaminni liðu frá fyrstu sýningu Ás- grims þar til nýir myndlistarmenn koma til sögunnar með marktækar sýningar. Kjarval hafði þó efnt til sýningar í ágúst- mánuði 1908, en það var sýning byrjanda og bar þar mest á „eðlisgáfunni og lær- dómsleysinu“, samkvæmt umsögn í Lögréttu. „Ég ætla að það hafi verið fyrsta eða annað ár mitt i Vinaminni (1909—10), að til mín kom alvarlegur ungur maður, hár og grannvaxinn og leit út fvrir að geta verið sjómaður. Erindi hans var að falast eftir kennslu- stundum í teikningu og málverki, en ég var tregur til og færðist undan því. Eg sá strax, að gestinum urðu þetta sár von- brigði og spurði hann mig, hvort hvergi mundi þá auðið að fá slíka kennslu hér í bænum. Mér gekkst hugur við, er ég fann, hvað honum var námið mikið kappsmál, og fór svo, að ég hét honum nokkurri tilsögn. Eg gat þó ekki, eins og á stóð, bætt manni á vinnustofu mína og varð það að ráði, að éggengi til hans um skeið.“ Um og eftir 1920 komu þeir allir heim, þroskaðir og agaðir listamenn, Kjarval, Muggur og Jón Stefánsson. Er mér ráð- gáta hversvegna hinn f jölhæfi Muggur telst ekki í röð brautryðjendanna, því að margt sem hann vann hafði aldrei verið gert áður í íslenzkri myndlist. — Ásgrímur Jónsson var alla tíð fáskiptinn og dulur, hann helgaði list- inni allt sitt líf, var svo hófsamur á veraldleg efni, að við meinlæti jaðraði. En hann var örlátur miðlari þekkingar til hinna yngri, styrkti félaga sina er áttu í erfiðleikum, m.a. með því að kaupa verk þeirra þeim óvitandi, og jafnvel að útvega þeim verkefni að tjaldabaki, og greiða fyrir úr eigin vasa. Hann hafnaði heldur ekki að sýna með þeim yngstu og róttækustu, færu þeir fram á það, því að hann vildi veg þeirra sem mestan, trúr þeirri víðsýni er hann hafði þegið í vöggugjöf. Hér fór maður auðugur af manngildi, ríkur af listgáfu, sá sanni vormaður þjóðar sinnar, sem var samtið sinni fyrir- mynd og sporgöngumönnum fagurt for- dæmi og reisti sér óbrotgjarnan minnis- varða. Fyrstu minningar frumbernsku Ásgrims tengdust rauðum feiknstöíum og eldrúnum, sem ristu dimmt himin- hvolfið, og hinn ungi sveinn skynjaði þann háska og jafnframt hrikadýrð, sem er samfara lífinu á þessari jörð. Á ævikvöldi dreymdi Ásgrím draum, sem raunar ávallt var einn og samur: „Mér hefur þótt sem ég kæmi gestur eftir langa útivist á æskuheimili mitt og er þá allt, sem ég sé, með sömu um- merkjum og í gamla daga. En það, sem hefur gert mér þennan draum sér- stæðastan og haft hefur á mig dýpst áhrif, er hin undursamlega ró og kvrrð, sem hvílt hefur vfir öllu, svo að ég hef aldrei skvnjað jafndjúpan og hugljúfan frið, hvorki i vöku né svefni. Það gerist ekki neitt, en allt í þessum draumi er eilíft og heillandi." — Var ekki heiðríkjan, sem stöðugt fylgdi Ásgrími Jónssyni í lífi og starfi, að minnast hér við sinn kæra mögur? Bragi Ásgeirsson. Olof G. Tandberg heldur tvo fyrirlestra í fundarsal Norræna húss- ins: Fimmtudag 4. mars kl. 20:30 Nordiskt naturvetenskapligt UNESCO samarbete Laugardag 6. mars kl. 16:30 Kurderna har inga vánner Allir velkomnir íslensk-sænska félagið Norræna húsið. NORRÍNÁ HUSIO POHJOLAN TAIO NORDENS HUS einhver afgreiðslan opin allan daginn KL. 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 W AÐALBANKINN yX BANKASTRÆTI 5 SÍMI 27200 llj ÚTIBÚIÐ V 1 LAUGAVEG1172 SÍMI 2 0120 1111 1 1 AFGREIOSLAN /# UMFERÐARMIÐSTÖÐ SÍMI 2 2585 j *Æ BREIÐHOLTSÚTIBÚ f ARNARBAKKA 2 SÍMI 74600 llil l VCRZlUNRRBflNKINN LITAVER LITAVER LITAVER LITAVER LITAVER LITAVER LITAVER LITAVER LITAVER LIT OC ui > < h CC ui > < h □ oc UJ > < I- cc UJ > < h □ DC UJ > < h Sértilboð í teppum ★ HOFUM SÉRTILBOÐ í TEPPUM, NÆSTU TVÆR VIKUR. við í Litaveri, því það hefur ávallt borgað sig LITAVER Grensásvegi 18 (Hreifilshúsinu) H > < m 33 r H > < m 33 r H > < m 33 r H > < m 33 r H > < m 33 LIT LITAVER LITAVER LITAVER LITAVER LITAVER LITAVER LITAVER LITAVER LITAVER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.