Morgunblaðið - 15.08.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.08.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNL'DAGUR 15. AGUST 1976 eftir BRAGA ÁSGEIRSSON GUNNAR Sigurðsson (Gunnar í Geysi) þekktu fjölmargir borgarbúar og enn fleiri könn- uðust við hans sérstæðu, þokka- fullu persónu. Margur vissi um hið viðamikla safn hans af ís- lenzkri framúrstefnulist á þeim timum er hún nefndist óhlut- læg list, abstrakt list og geometrisk list. Hann stóð lengi fyrir Gallerii er nefndist Ás- mundarsalur (í höfuðið á Ás- mundi Sveinssyni myndhöggv- ara er byggði húsið) og var við Freyjugötu, en sá hinn sami salur og húsið allt nefnist nú Myndlistarskólinn við Mímis- veg. Að Gunnar væri smekkmaður um myndlist er engum vafa bundið það gefur sýningin á safni hans að Kjarvalsstöðum þessa dagana og til 16 ágúst, greinilega til kynna, og þó er Snorri Arinbjarnar: „Alliance", vatnslitir 1942. við þá Kristján Daviðsson, Jóhannes Jóhannesson, Nínu Tryggvadóttur, Snorra Arin- bjarnar, Valtýr Pétursson og Þorvald Skúlason, en þessir listamenn eiga samtals 66 myndverk af 91 sem á sýning- unni eru auk einnar myndar af Gunnari sjálfum er Kristján Davíðsson málaði og Listasafn Islands hefur lánað. Það er eftirtektarvert hve mikill smekkmaður Gunnar var við val mynda eftir þessa lista- menn og fundvís á óvnjulegar myndir eftir þá, en um leið einnig aðrar mjög einkennandi fyrir stil þeirra á þessu tima- skeiði. Einkum hefur hann ver- ið smekkmaður og fundvís á hið besta í list Valtýs Péturssonar og minnist ég þess ekki að hafa séð jafn áhrifarika röð mynda eftir þennan málara um árabil. Má nefna fyrstu geometrísku myndirnar frá árinu 1952 „Komposition" I, og 2, ásamt „Abstraktsjón", (71, 72 og 73), unnar í temperalitum og vatns- lit. Þessar myndir eru miklu sterkari í byggingu og þenslu myndflatarins ásamt samræmi i lit en flest i þeim stíl er seinna kom frá hendi Valtýs. Þá eru hinar nýrri myndir þessa rnál- ara hér mun fastari í byggingu mörgum samSkonar myndum Gunnar Sigurðsson. þetta mislitt myndasafn og myndirnar mjög misgóðar. Stafar það sennilega af því að sýningar í Asmundarsal voru mjög misjafnar að gæðum og Gunnar tók oft myndir upp i greiðslu sýningartímans, skilst mér, auk þess sem honum voru iðulega gefnar myndir við ýmis tækifærí af vinum sínum lista- mönnunum, en þá ráða ekki ævinlega gæðin né mat þiggj- andans. í heild er þetta falleg og markverð sýning, og einkum er það þröngur hópur myndlistar- manna sem ber sýninguna uppi, enda eiga þeir sömu lang- flestar myndanna. Er hér átt hans á líkum tíma og samræmd- ari í lithrynjanda. Snorri Arinbjarnar er hér og mjög vel kynntur í vatnslita- tækni, en hann á hér aðeins eina olíumynd (af 11 verkum) og eru myndir hans hver ann- arri betri í einfaldleik mynd- byggingarinnar og sérkenni- legri litameðferð. Flestar myndir Nínu Tryggvadóttur eru lyriskar abstraktsjónir áferðafallegar fyrir augað, einkum nr. 48 „Brún komposition". x Kristján Davfðsson á hér margt ágætra mynda, einkum eru myndir hans „Skýjaglópur" (33) og „Góð kona“ frábærar og með því sérkennilegasta sem eftir hann liggur frá þessum tíma og ættu þær heima á Lista- safni Islands. — Myndir Jóhannesar Jóhannessonar eru fjölbreytilegar í efni, innihaldi og útfærslu, og því er þáttur hans nokkuð ósamstæður, en mjög áhugaverðar myndir eru hér á milli. Svipað má segja um Kristján Davíðsson: „Skýja- glópar". 1948—195«. myndir Þorvaldar Skúlasonar, sem eru úr sitt hvorri áttinni í tækni og stfl. Tvær myndir „Málverk" (86 og 88) eru mjög óvenjulegar frá hans hendi þótt hér eigi hann merkari framlög. Ég læt hér nægja þessa mörk- uðu upptalningu því að annars yrði pistillinn of langur og þurr til lestrar en vitaskuld eiga fleiri myndlistarmenn ágætar myndir á sýningunni. — En mig langar til að fjalla lítillega um heildaryfirbragð sýningar- innar sem er mjög ósamstætt, og oft er erfitt að átta sig á því hver á hvað, og sjaldan hef ég svo mjög orðið að styðjast við sýningarskrá. Þetta á sér eðli- legar orsakir enda um lista- menn að ræða sem mjög voru í mótun á þessu tímaskeiði og höfðu víxlverkandi áhrif inn- byrðis, svo sem jafnan vill verða um listhópa er hafa mikil samskipti og líkar skoðanir. Á sýningunni er nokkuð um myndir er verða að flokkast undir hreinar „kópiur" af list erlendra listamanna, og grunar mig að sumir höfundanna líti ekki hýru auga til þessa tíma- skeiðs listar sinnar. Slíkar mýndir voru í eina tíð jafnvel sendar á sýningar erlendis og er þá skiljanlegt lágt mat er- lendra á islenskri myndlist eft- ir það. Heilbrigðast er að hprf- ast í augu við staðreyndir og viðurkenna þær, — einnig að félagar þeirra báru þá sliku lofi í fjölmiðli einum að furðu sæt- ir, svo sem fram kemur í eftir- farandi og minnistæðri setn- ingu „List þessa málara jaðrar á köflum við snilld"... Gunnar Sigurðsson er alls góðs maklegur fyrir hugdirfsku og einurð á erfiðum uppgangs- timum nýlista á islandi, en ég er ekki sáttur við missagnir og oflof i formála sýningarskrár, en hún er eftir Björn Th. Björnsson, og að öðru leyti að flestu hinn læsilegasti. í fyrsta lagi er út í hött að líkja starfi Gunnars að öllu leyti við þau erlendu nöfn er fram koma í upphafi sýningarskrár, þótt skyldleiki sé þar á milli, og af hverju einmitt þessi nöfn en ekki löng röð annarra nafna er við sögu komu á sama tíma í Evrópu. Og hér heima áttum við, vel á minnst, Ragnar í Smára hinn mikla listdýrkanda, sem óhræddur var við að kaupa hvað sem honum datt í hug og rétta að listamönnum peninga- fúlgur upp úr þurru út á mynd seinna, — og fleiri söfnuðu málverkum þessara og annarra manna en Gunnar og Ragnar, t.d. Sverrir Sigurðsson í Sjó- klæðagerðinni, Margrét kona ' ■ Þórbergs Þórðarsonar og ör- ugglega ýmsir fleiri. Sá sýning- arsalur i Reykjavík er fyrst og fremst var vettvangur hins frjóasta, allt til þess að hann var rifinn var að sjálfsögðu okkar gamli og góði Lista- mannaskáli, en skammarlega lítil rækt hefur verið lögð við sögu hans. Og vel að merkja höfðu ekki allir þá aðstöðu til að viða að sér myndlistarverk- um sem Gunnar, og safnið af- markast við fá nöfn og þar vant- ar marga er komu við sögu á þessum árum til að fylla upp í mynd nýlista á þessu tíma- skeiði. Ekki gerir það hlut Gunnars minni og ég man eftir fjölda ánægjulegra sýninga í Ásmund- arsal hér fyrr á árum og verð jafnan þakklátur Gunnari Sig- urðssyni fyrir frábært framlag hans til stuðnings íslenzkrar myndlistar og vinsemd í minn garð. Bragi Ásgeirsson. Valtýr Pétursson: Komposition tempera, 1952. Jóhannes Jóhannesson: „Stúlka", olía 1946. Myndllst Myndverkasafn Gunnars Sigurðssonar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.