Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 135. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1977

UM HVAD VAR SAMIÐ?
MEGINATRIÐI kjarasamninganna, sem undirritaðir voru í gœrmorgun
eða sólstöðusamninganna eins og Torfi Hjartarson sáttasemjari nefndi
þá eru að á 18 mánaSa tímabili, sem þeir gilda, hækkar kaup
samkvæmt upphafshækkun samninganna og áfangahækkunum, sem
eru þrjár um 32 þúsund krónur samtals. Koma hækkanirnar með jafnri
krónutölu á samningstlmanum ó öll mánaðarlaun og hlutfallslega á
viku- og tímakaup. Vakta- og yfirvinnuálög haldast sem hlutfall af
dagvinnukaupi. Sérkröfur einstakra aðildarfélaga ASI voru leystar
innan 2.5% meðaltalshækkunar kauptaxta viðkomandi félags eða
sambands.
Kauphækkunin, sem um var sam-
ið kemur til framkvæmda með eftir-
farandi hætti:
Við undirskrift.        18.000-
1. desember 1 977:     5.000-
1.júni1978:           5 000-
1. september 1978     4.000-
Verðbætur á laun
Útgjöld. sem vegið hafa í vísitölu-
grundvelli og tákna hækkanir á
áfengi og tóbaki. fara nú út úr
grunni hinnar nýju verðbótavlsitölu.
Einnig kemur inn i samninginn sér-
stakur verðbótaauki, sem er nýmæli
og ætlaðerað bæta þá kaupmáttar-
rýrnun, sem verður vegna biðtímans
milli útreiknings visitölunnar og þar
til þær koma til greiðslu. Hinn 1.
september verður fyrst greidd verð-
lagsuppbót á laun og þá i krónutölu
880 krónur fyrir hvert stig, sem
verðbótavisitalan hækkar um og
hinn 1. desember verður aftur
greidd krónutala, 930 krónur fyrir
hvert stig vísitölunnar á öll laun. Frá
og með 1. marz 1 978 greiðast verð-
lagsbætur á laun í sama hlutfalli og
verðbótavi'sitalan hækkar, þ.e.a.s.
prósenta á öll laun.
Kaupmáttur
Lægsta kaup, sem fyrir samning-
ana var 70 þúsund krónur, hækkar
við undirritun samningsins um
26% Hærra kaup hækkar hlutfalls-
lega minna vegna krónutölureglunn-
ar, 100 þúsund krónur hækka
þannig um 18%, ef ekki er tekið
tillit til sérkröfuprósentunnar, 2'/2%,
en sé hún talin með er hækkunin
20Vi%.
Reikna má með — segir í sér-
stöku blaði. sem ASÍ hefur gefið út
til félagsmanna sinna, að kaupmátt-
ur meðalkaups verði að meðaltali á
þessu ári 5 til 6% hærri en var á
síðastliðnu ári, þ.e. 1976. Það sem
eftir er af þessu ári verður kaupmátt-
ur hins vegar væntanlega um 10%
yfir meðaltali síðasta árs Milli ár-
anna 1977 og 1978 má búast við
um 7% hækkun kaupáttar meðal-
kaups. Krónutöluhækkanir vega
eins og áður sagði þyngra á lægsta
kaup og má þvi reikna með að
kaupmáttur lægsta taxta verði á
þessu ári að meðaltali 10 til 11%
hærri en á árinu 1976 og hækki
enn um 1 3% milli áranna 1 977 og
1 978. í þessum tölum er ekki tekið
tillit til áhrifa væntanlegra skatta-
lækkana.
Gildistlmi
Samningurinn gildir frá undir-
skriftadegi til 1. desember 1978.
Þó eru I samningnum ákvæði um að
honum megi segja upp með eins
mánaðar fyrirvara ef stjórnvaldsað-
gerðir skerða á einhvern hátt verð-
tryggingarákvæði      samningsins.
Slíkt atriði hefur ekki áður verið í
kjarasamningi ASÍ og vinnuveit-
enda. Einnig er I samningnum hefð-
bundið atriði um að samningurinn
sé uppsegjanlegur, verði veruleg
breyting á gengi íslenzku krónunn-
Liteyrismál
Samkomulag varð um að vinna
áfram að þeirri endurskipulagningu
lifeyrissjóðakerfisins, sem hafin var
á síðastliðnu ári, og er stefnt að því
að tillögur verði fullmótaðar fyrir
mitt ár 1 978 og nýtt lifeyriskerfi taki
gildi i ársbyrjun 1980 Greiðslur
lífeyrissjóða til lifeyrisþega eru
hækkaðar og verða nú hækkaðar og
endurskoðaðar 4 sinnum á ári í stað
tvisvar áður
Með það fyrir augum, að hækkun
lífeyrisgreiðslna     lifeyrissjóðanna
valdi yfirleitt ekki lækkun tekjutrygg-
ingargreiðslna frá almannatrygging-
um, verður tekjumark tekjutrygging-
ar hækkað. Ýmsar breytingar aðrar
verða gerðar í kjölfar viðræðna við
ríkisstjórnina, sem aðilar samnings-
ins áttu Meðal annars verður tekin
upp sérstök uppbót. 10 þúsund
krónur á mánuði, á lífeyri allra tekju-
tryggingarþega, sem búa einig á
eigin vegum Bótafjárhæðir al-
mannatrygginga verða frá 1. júlí
hækkaðar þanníg, að lágmarkstekjur
lifeyrisþega hækki i sama hlutfalli
og laun verkamanna hækka í kjara-
samningunum.
Vinnuverndarmál
í samninginn kom inn ákvaeði um
rétt starfsfólks til þess að neita að
vinna án þess að laun skerðist, sé
öryggisútbúnaður á vinnustað ófull-
nægjandi. Jafnframt hét rikisstjórn-
in þvi að samin yrði ný löggjöf í
samráði við aðila vinnumarkaðarins
um aðbúnað, hollustuhætti og ör-
yggi á vinnustöðum og i skipum.
Lög um þetta efni eiga að taka gildi
eigi siðar en iársbyrjun 1979. Þá
mun á næstu mánuðum fara fram
sérstök athugun á aðbúnaði, holl-
ustuháttum og öryggi á vinnustöð-
um i því skyni að koma á úrbótum i
þessum málum og skal hafa niður-
stöður hennar til hliðsjónar við setn-
ingu laganna og gerð
Slysatryggingar
Samkomulag  varð  um  verulega
hækkun á slysa-og örorkubótum og
verða  dagpeningar  nú  greiddir  i
slysatilvikum i allt að 52 vikur
Orlof
í kjarasamninginn kom nú inn
ákvæði um það að þeir. sem sam-
kvæmt ósk vinnuveitenda fá ekki 2 1
dags sumarleyfi á timabilinu frá 2.
maí til 30. september skulu fá 25%
lengingu á þeim hluta orlofsins, sem
veittur er utan ofangreinds tima. Ef
um er t.d að ræða 4 daga verða
þeir 5 i slíkum tilfellum
Trúnaðarmenn
Samkomulag varð milli aðila um
að starfsaðstaða trúnaðarmanna yrði
bætt og þeim tryggður ótvíræður
réttur til að sinna trúnaðarmanns-
störfum sínum i vinnutima og gefin
heimild til þess að halda tvisvar á ári
fundi með starfsfólki. þannig að ein
klukkustund falli í vinnutima án
launamissis. Þá skulu trúnaðarmenn
halda dagvinnutekjum i allt að eina
viku á ári til þess að sækja nám-
skeið.
Skattamál
Breyting fékkst á skattstiga ein-
staklinga við álagningu skatta 1 977
og hefur rlkisstjórnin þegar gefið út
bráðabirgðalög. sem tryggja fram-
kvæmd þessa nýja skattstiga 20%
þrepið ( skattstiganum verður lengt
nokkuð og tekið upp nýtt skattþrep
með 30% skatti. Hjá hjónum greið-
ist þannig 40% skattur fyrst af tekj-
um umfram 2 milljónir króna sam-
anborið við tæplega 1 400 þúsund
krónum samkvæmt fjárlögum. Einn-
ig munu niðurgreiðslur á búvörum
verða auknar eða gerðar aðrar ráð-
stafanir er leiði til allt að 1.5%
lækkunar á visitölu framfærslu-
kostnaðar.
Húsnæðismál
Rikisstjórnin hét samningsaðilum
að skipuð yrði sérstök nefnd til að
endurskoða þau ákvæði laga um
Húsnæðismálastofnun ríkisins, sem
fjalla um byggingu íbúða á félags-
legum grundvelli ASÍ. mun eiga
helming fulltrúa i nefndinni Nefnd-
in skal taka sérstaklega til meðferðar
greinargerð og tillogur ASÍ, þar sem
áherzla er lögð á byggingu verka-
mannabústaða og leiguhúsnæðis
fyrir fólk með ákveðnar félagslegar
forsendur; félagslegar ibúðarbygg-
ingar verði ekki minni en þriðjungur
heildaribúðarþarfar; verkalýðsfélög-
rn hafi aðild að úthlutun ibúðanna
og greiðslubyrði kaupenda verði
ákveðið hlutfall tekna. Hér er í
höfuðdráttum um að ræða fram-
kvæmd yfirlýsinga, sem gefnar hafa
verið við fyrri samningsgerðir, allt
frá árinu 1 974. en nú er ákveðið, að
frumvarp skulí lagt fyrir næsta þing
til afgreiðslu
Dagvistunarmál
Ríkisstjórnin heitir því að beita sér
fyrir hækkun fjárveitingar til dagvist-
unarheimila og eflingu fósturskól-
ans. Á dagvistunarheimilum sem
rikið á hlut að sem vinnuveitandi
munu stjórnvöld beita sér fyrir þvi
að allar starfsstéttir fái jafna að-
stöðu
Verðlagsmál
Rikisstjórnin hefur heitið þvi að
verðhækkanir opinberrar þjónustu
komi ekki til framkvæmda nema
siðustu 10 daga fyrir útreikning
verðbótavísitölu, þannig að launa-
fólk þarf ekki að bera hækkanirnar
lengi bótalaust. Rikisstjórnin tekur
undir það sjónarmið verkalýðssam-
takanna að leggja beri aukna áherzlu
á öflun gagna um verðlag erlendis
og miðlun upplýsinga um verðlag
hérlendis og lýsir sig fúsa til þess að
treysta aðstöðu Verðlagsskrifstof-
unnar til þess að sinna .þessum
þáttum Þá er verkalýðssamtökun-
um gefið fyrirheit um aukna aðild að
verðgæzlu og áherzla logð á aðhald í
afgreiðslu verðhækkana.

A. Paul Weber sýnir
að Kjarvalsstöðum
I DAG fimmtudaginn 23. júní kl.
20.00 verður opnuð sýning að
Kjarvalsstöðum á verkum hins
þekkta þýska graf íklistamanns A.
Paul Weber. Sýningin er haldin á
vegum þýska bókasafnsins f
Reykjavík og félagsins Islensk
graffk. Sýningin stendur til 12.
júlí næstkomandi. Á blaðamanna-
fundi með listamanninum kom
fram að þetta er stærsta sýning á
verkum hans til þessa og lista-
maðurinn mun dvelja hér á landi
út sýningartímann.
Andreas Paul Weber er fæddur
árið 1893 í Arnstadt í Þýskalandi.
Eftir að hann hætti í skóla fór
hann að iðka grafik og er hann
sjálfmenntaður á þvi sviði. Frá
1919 hefur hann starfað mikið við
myndskreytingar bóka, þar á
meðal hefur hann myndskreytt
söguna um Róbinson Krúsó, sögur
Munchausen, ritverk Kafka og
fleiri þekkt bókmenntaverk. Árið
1928 hóf hann þátttöku i samtök-
um, sem börðust gegn- Hitler.
Hann barðist í báðum heims-
styrjöldunum og hefur hryllingur
þeirra átaka oft orðið honum efni-
viður I myndir sínar. Hann hefur
hlotið ýmsar viðurkenningar og
var m.a. útnefndur prófessor árið
1971.
MAROIR ttAUDA AÐ
I1ATAL4RAR
SCU AÐEINS fYRIR
ATVINNLJMENN...
30 kr. fyrir hvert
kíló af hörpudiski
YFIRNEFND verðlagsráðs sjávarútvegsins ákvað á fundi sínum í gær
lágmarksverð á hörpudiski frá 1. júní til 30. september n.k. Fyrir
hörpudisk 7 cm og yfir verða greiddar kr. 30 á hvert kiló og fyrir
hörpudisk 6 cm og að 7 cm kr. 23 á hvert kíló.
Verð þetta var ákveðið af oddamanni og fulltrúum seljenda gegn
atkvæði annars fulltrúa kaupenda, Eyjólfs ísfelds Eyjólfssonar, en
hinn fulltrúi kaupenda Árni Benediktsson greiddi ekki atkvæði. Aðrir
i nefndinni voru Gamalíel Sveinsson, sem var oddamaður nefndarinn-
ar, og Guðmundur Jörundsson og Jón Sigurðsson af hálfu seljenda.
en auðvitað geta allir þeir sem vilja vandaða og nákvæma hátalara,
notið þess að hlusta á AR hátalara í stofunni heima hjá sér.
Það eru góð meðmæli að atvinnumenn eins og Judi Collins, Miles
Davis og Herbert von Karajan skuli velja sér AR til einkanota, því þeir
vilja aðeins það besta, hin þjálfaða heyrn þeirra krefst þess.
AR hátalarar eru á góðu verði - gæðin getur þú verið viss um -
VELJIÐ AR HÁTALARA.
F ALKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670
SENDUM
BÆKLINGA
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44