Morgunblaðið - 07.10.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.10.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. OKTÖBER 1977 15 Séð inn f sýningarsalinn. Haustsýning FÍM: Verk 41 lista- manns á Kjarvalsstöðum HAUSTSVNING Félags íslenskra mvndlistanianna 1977 verður opnuð að Kjarvalsstöðum n.k. laugardag. A sýningunni verða alls 124 myndlistaverk eftir fjörutíu og einn höfund. Af þess- um myndlistarhöfundum eru tuttugu og tveir félagar í FlM, en 19 utan félagsins. Nokkrir hinna síðast nefndu sýna nú myndir I fyrsta sinn á haustsýningu. Myndlistaverkin á Haustsýn- ingu 1977 eru mjög fjölbreytileg að stærð og gerð. Þarna ber tals- vert á litlum myndum og er fróð- legt að bera þær saman við stærri verkin. Á sýningunni eru mynd- vefnaður, keramikverk, gler- myndir, myndverk gerð með blandaðri tækni, höggmyndir eða skúlptúrverk auk annars konar hráefnis, sem ónefnt er hér. Fyrir tveimur árum var Louisa Matthíasdóttir listmálari sérstak- ur gestur Haustsýningar FÍM, en í þetta sinn hefur sýningarnefnd félagsins valið Guðmund Bene- diktsson myndhöggvara til kynn- ingar. Guðmundur Benediktsson myndhöggvari fæddist í Reykja- vík árið 1920. Um þritugt gerðist hann nemandi Asmundar Sveins- sonar í Myndlistarskólanum, sem nú er til húsa við Freyjugötu (Ás- mundarsal). Guðmundur gerðist félagi i FlM árið 1957 eða fyrir réttum tuttugu árum. Hann hefur alla tið unnið mikið starf fyrir félagið, en auk þess starfað að sýningarhaldi hjá Listasafni is- lands, Listasafni ASl og Kjarvals- stöðum og situr nú í listaráði Kjarvalsstaða. Guðmundur hefur tekið þátt í fjölda myndlistasýn- inga bæði hér heima og erlendis t.d. á Norðurlöndum, i Þýzkalandi og Bandarikjunum. Haustsýning FÍM 1977 stendur frá 8.—23. október að Kjarvalsstöðum. Hún er opin virka daga kl. 16.00—22.00, en laugardaga og sunnudaga kl. 14.00— 22.00. Hús- ið er lokað á mánudögum. Sýningarstjórn Haustsýningar 77 við eitt verka heiðurs- gestsins Guðmundar Benediktssonar, sem er lengst til vinstri á m.vndinni. Bifreidaeftirlit í nýtt húsnædi ÞESSI flutningur okkar hingað er alger bylting, sérstaklega fyrir skrifstofufólkið, sem hefur alla tíð búið við mjög léleg skilyrði, en fær núna mjög rúmgott og vistlegt húsnæði, sagði Guðni Karlsson, forstjóri Bifreiðaeftir- lits ríkisins, er Morgunblaðið ræddi við hann I tilefni af flutn- Framhald á bls. 31 Hið nýja aðsetur Bifreiðaeftirlitsins. Hausttískan 77 Herrafötin margumtöluðu nýkomin Fjölbreytt úrval efna, lita og sniða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.