Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JUNÍ 1978
17
Þjóðviljinn:
Forseta borgarstjórnar
sýnd „frekleg móðgun"
með því að bjóða honum
ekki að veiða fyrsta laxinn
Fyrirmælimeirihlutaflokka brotin
Þjóðviljinn skýrir frá því
í gær, að forseta borgar-
stjórnar Reykjavíkur, Sig-
urjóni Péturssyni, hafi ver-
ið sýnd „frekleg móðgun".
Móðgunin er í því fólgin, að
Stangveiðifélag Reykjavík-
ur bauð forseta borgar-
stjórnar ekki að renna fyrir
fyrsta laxinum í Elliðaán-
um. Forseti borgarstjórnar
lítur þennan atburð svo
alvarlegum augum að hann
sneri sér sérstaklega til
eins dagblaðanna í gær til
þess að taka fram, að
honum hefði ekki verið
boðið til þess að renna fyrir
fyrsta laxinum. „Ástæðan
fyrir því, að enginn var þar
frá nýja meirihlutanum er
einfaldlega sú, að engum
fulltrúa hans var boðið,"
segir Sigurjón Pétursson í
því blaði. Þjóðviljinn ræðir
ítarlega í gær um þá
„freklegu móðgun, sem for-
seta borgarstjórnar hafi
verið sýnd: Meirihluta-
flokkarnir hafa komið sér
saman um, að forseti borg-
arstjórnar skuli koma fram
fyrir hönd borgarinnar
útávið. Embættismönnum
borgarinnar, líka skrif-
stofustjóra og borgarrit-
ara, hefur verið tilkynnt
um  þessa  ákvörðun ...
Stangveiðifélag Reykjavík-
ur ræður því að sjálfsögðu
Sigurjóni Péturssyni, forseta
borgarstjórnar, hefur verið
sýnd frekleg móðgun að sögn
Þjóðviljans. Honum var ekki
boðið að veiða fyrsta laxinn í
Elliðaánum. Myndin er tekin er
forseti borgarstjórnar hafði
lokið við að flytja ra^ðu á
sigurhátíð G-listans. Forseti
borgarstjórnar er að klappa
fyrir sjálfum sér að ræðu
lokinni en sá siður er vel
þekktur í ríkjum, sem búa við
sósíalíska stjórnarhætti.
sjálft hverjum það býð
að onna veiði í Elliðaánu
lur
im
LlllL   IlVC-JU-l-   \JOAJ   UJUI
að opna veiði í Elliðaánum
10. júní. Stjórn þess sá ekki
ástæðu til þess að bjóða
Sigurjóni Péturssyni, for-
seta borgarstjórnar, eða
nokkrum öðrum fulltrúa
meirihlutaflokkanna að
koma fram fyrir hönd
borgarinnar við þetta hefð-
bundna tækifæri að þessu
sinni.
Þess í stað lét stjórn-
in boðið ganga til embætt-
ismannanna áðurnefndu,
sem létu ekki á sér standa
að koma fram fyrir hönd
borgarinnar við hátíðlegt
tækifæri, enda þótt þeim
ætti að hafa verið ljóst, að
með því voru þeir að
brjóta fyrirmæli meiri-
hlutaflokkanna þó að í
litlu væri... Ekki er að
efa, að embættismenn
borgarinnar eru færari um
að opna ár heldur en
kjörnir fulltrúar. En hitt
skulu menn vita, að Sigur-
jón Pétursson stóð sig vel í
Keflavíkurgöngunni á laug-
ardaginn og hefur sjálfsagt
talið tíma sínum betur
varið þar heldur en í
laxaleik við Elliðaár. Ef
menn vilja á hinn bóginn
leggja eitthvað upp úr
formlegheitum mætti
segja, að hér væri um
freklega móðgun að ræða
bæði af hálfu embættis-
mannanna þriggja og
stjórnar Stangveiðifélags
Reykjavíkur í garð meiri-
hlutaflokkanna þriggja."
Sauðárkrókur:
Sjálfstæðis-
flokkur, Alþýðu-
flokkur og
Samtökin
stjórna
Á fundi bæjarstjórnar Sauðár-
króks í gærkvöldi var staðfest
samkomulag Sjálfstæðisflokks,
Alþýðuflokks og Samtaka um
meirihlutastjórn  í  bæjarstjórn.
Hafa sjálfstæðismenn 3 fulltrúa,
en Alþýðuflokkurinn og Samtökin
einn hvor. Síðasta kjörtímabil
höfðu framsóknarmenn og alþýðu-
flokksmenn meirihlutasamstarf í
bæjarstjórn.
Á bæjarstjórnarfundinum í
gærkvöldi var Þorbjörn Árnason,
bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins,
kjörinn forseti bæjarstjórnar en
varaforseti var kjörinn Jón Karls-
son frá Alþýðuflokknum.
Nýi meirihlutinn hefur ráðið
nýjan bæjarstjóra, Þorstein Þor-
steinsson rekstrarhagfræðing, en
bæjarstjóri síðasta kjörtímabils
var Þórir Hilmarsson.
Viðbygging við Fjórðungs-
sjúkrahúsið  á  Akureyri
Ljósmyndin af líkani af
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur-
eyri ásamt fyrirhuguðum ný-
byggingum birtist í Sveitar-
sjórnartiðindum nýlega. Lengst
til vinstri er núverandi sjúkra-
húsbygging, fjær á miðri mynd
eru fyrirhugaðar legudeildarálm-
ur, en nær í lægri álmum eru
skurð- og röntgen- og gö'ngudeild-
ir. Áætlað er að 1990, þegar
viðbyggingu lýkur, verði 190 rúm
fyrir rannsóknarsjúklinga og
sjúklinga með bráða lfkamssjúk-
dóma. Nú eru 97 rúm fyrir þessa
sjúklinga.
r
Urskurðaður í
gæzluvarðhald
SÍBROTAMAÐURINN, sem
skýrt var frá í blaðinu í gær að
tekinn hefði verið við innbrot
nokkrum dögum eftir _»ú ', -
um var sleppt úr fangelsi hefur
verið úrskurðaður í gæzluvarð-
hald til 2. ágúst eða í allt að
51 dag. Maður þessi hefur hvað
eftir annað verið tekinn fyrir
innbrot. Hefur hann aðallega
brotizt inn í íbúðir og sumar-
bústaði.
Miyako Kashima Þórðarson á heimili sínu í Reýkjavík.
Japönsk stúlka útskrif-
ast úr guðfræðideild
JAPÖNSK stúlka. Miyako
Kashima Þórðarson. lauk prófi
frá guðfræðideild Háskóla ís-
lands nú í vor. Lokaprófið fór
fram 31. maí í Háskólakapellunni
en þar flutti Miyako predikun.
Námið segir hún að hafi gengið
prýðilega. Hún sendi eftir bókum
á japönsku til að styðiast við. í
prófunum tóku félagar hennar
eftir þessari stúlku sem fletti upp
í japanskri Biblfu með miklum
hraða. Þó talar Miyako góða
íslenzku. Hún kom hér fyrst fyrir
níu árum til að læra málið og lesa
íslenzkar bókmenntir.
Áhugi Miyako á íslandi vaknaði
þegar hún var smá stelpa og sá
kynningarmynd um landið í sjón-
varpinu. Japönsk kona hafði gert
þá mynd. Þegar Miyako eltist
skrifaði hún Háskólanum bréf og
spurðist fyrir um hann. Að ári
liðnu kom hún hingað og bjó hjá
þáverandi háskólarektor Magnúsi
Má Lárussyni fyrsta árið.
Miyako kemur frá heimili þar
sem Shintu- og Buddhatrú ríkja.
Hún fékk áhuga á kristinni trú
fljótlega eftir komuna hingað og
innritaðist í guðfræðideildina eftir
þriggja ára nám í íslenzku. Hún
vill sem allra minnst segja um
framtíðina, en er ákveðin í að fara
til Japan núna í haust. Þetta
verður þriðja heimsókn hennar
þangað á níu árum.
Nú stundar Miyako tíma í
framsögn hjá Karli Guðmunds-
syni, og spilar á píanó og japanska
hörpu, koto, í frístundum. Hún
segir að nóg sé að gera svona rétt
eftir prófin.
Miyakp er gift Sigfúsi Gauta
Þórðarsyni og eiga þau eina
fjögurra ára dóttur Hlín Lilju
Sakura Sigfúsdóttur.
Reykjavik verour
ekki stjórnað
frá Neskaupstað
— segir Kristján Benediktsson
i                                     J  _.    _____-  -_ _*i i____,.   triíum vinstri flokkar.na i
OO-H.ykJ-vtk. - eg hygg,
þritt fyrir »Ut, •- borgar-
stjörnarraetribluunum I Beykja-
vlk verbi ekki stjornao fri Nes-
kaupstao og Lttívtk Josepsson
mun ekki stjórna akvörounum
mlnum, sagbi Kristjin Bene-
diklsson borgarfulltrtti, er Tlm-
inn bar undir hann þ» lullyrtnngu
Lttovíks J-eepsaonar aö nyt borg-
arstjórharmeiriblutinn hefM
ákvebio a6 greioa fullar vfsitolu-
bartur á laun þeirra sem sUrfa *
vegum Beykjavlkurborgar, en
Lttovtk skyrbt frá þeaau i fram-
boosfundi 4 A-st-rlandi.
Hins vegar sagbi Kristjan a6
mal þetta bafl verio rattt af full-
trttum vu-rtri Ðokkapna t borgar-
ttjttrn. Er brátt a» v_»U nitur-
stóOu t málinu og mun ákv-r&un
verta tekin i borgarrio-fundi I
dag.
Heirihltttinn hefur nil genfi.
fri niilefnaaamningi og vertur
hann kynntur i borgaratjttmar-
fundi i fimmtudag
Reykjavík ekki
stjórnad frá
Neskaupstað
- segir borgarfulltrúi
Framsóknarflokksins
KRISTJÁN Benediktsson,
borgarfulltrúi      Fram-
sóknarflokksins, sem aðild
á að hinum nýja meirihluta
í borgarstjórn Reykjavíkur
segir í viðtali við Tímann í
gær, að Reykjavík verði
ekki stjórnað frá Neskaup-
stað. Tilefni þessara orða
eru blaðafréttir þess efnis,
að Lúðvík Jósepsson, for-
maður Alþýðubandalags-
ins, hafi sagt á framboðs-
undum á Austfjörðum, að
vinstri meirihlutinn í borg-
arstjórn hefði ákveðið að
greiða fullar vísitölubætur
á laun.
Morgunblaðinu er kunn-
ugt um, að meðan á samn-
ingaviðræðum stóð um
meirihlutamyndun      í
Reykjavík gætti óþolin-
mæði hjá framsóknar-
mönnum vegna þess, að
alþýðubandalagsmenn urðu
að bíða fyrirmæla frá Lúð-
vík Jósepssyni á Neskaup-
stað. Má því gera ráð fyrir
að ummæli Kristjáns Bene-
diktssonar höfði einnig til
þess.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32