Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						30
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 20. AGUST 1978
Stórg jöf til íslendinga
Þaö er ekki á hverjum degi að
annar eins hvalreki veröur í
menningarlífi þjóðar okkar og
nú hefur orðið hjá Listasafni
íslands. Þannig er mál með
vexti, að hinn heimskunni
snillingur Hollendinga, BRAM
VAN VELDE, sem löngum
hefur starfað í Frakklandi að
myndlist og löngu er orðinn einn,
þekktasti   myndlistarmaður
Myndllst
eftir VALTY
PÉTURSSON
núlifandi, hefur af óvenjulegum
höfðingsskap gefið Listasafni
íslands feikna mikla og merki-
lega gjöf. Hér er ég að tala um
51 grafískt verk eftir Bram van
Velde, sem eins og af himnum
ofan datt í kjöltu listasafnsins
fyrir stuttu. Ekki veit ég
ástæðuna fyrir því, að þessi
mikla gjöf hefur þegar verið
afhent og er komin til landsins.
En á næsta ári er fyrirhugað að
halda sýningu á þessari ein-
stæðu gjöf í Listasafni íslands,
og þá mun hinn aldni listamað-
ur verða viðstaddur, en hann er
þegar kominn yfir áttrætt.
Þetta er svo einstæður atburður,
að raunverulega er hann manni
óskiljanlegur, hver svo sem
ástæðan er til, að þessi öðlingur
gefur svo rausnarlega. Verður
það að mínum dómi seint
þakkað. Svo stórkostlegt er
þetta allt í eðli sínu. Þeir sem
ekkert þekkja til myndlistar í
Evrópu, halda ef til vill, að
Bram van Velde sé bara eitt af
þessum erlendu nöfnum, sem
verða heimsfræg af því að svífa
yfir Atlantsála hingað til okkar
í fámennið. En um það get ég
fullvissað lesendur þessara lína,
að enginn Garðar Hólm er hér
á ferð.
Það eru áratugir síðan Bram
van Velde ásamt bróður sínum
GEER haslaöi sér völl sem
framúrstefnumaður og fádæma
vandaður málari. Hann nam
málaralist heima í Hollandi,
hélt síðan til Þýskalands og
þaðan suður á bóginn. Hann
byrjaði að sýna verk sín í París,
einmitt á þeim árum er París
var miðpunktur alls myndlistar-
lífs í heiminum, síðan gerðist
hann Mallorka-fari, en varð að
snúa þaðan vegna ofrikis
Frankós sáluga. Eftir að hann
hafði aftur tekið sér bólfestu í
París, sýndi hahn ekki fyrr en
1946 og var þá kominn yfir
fimmtugt. Síðan hefur hróður
Bram van Velde farið eins og
eldur í sinu um veröldina, og
hann hefur skipað sér fyrir
löngu í fremstu víglínu þeirra
málara, er vinna á nútímalegan
hátt, en halda samt við vissar
hefðir. Einmitt á þann hátt
verður til þróun og framvinda á
sviði listar. Allt annað er kák
eitt og flótti frá vandamálum
listarinnar. Það er sárgrætileg-
ur misskilningur, að menn geti
skapað menningarverðmæti án
þess að hafa nokkuð fyrir því
eða þekkja til þess, sem áður
hefur verið gert. Hér er ég að
fjalla um mjóg veigamikið at'riði
í listsköpun og það liggur beint
við að minnast á það í sambandi
við vinnu og viðhorf nútíma-
snillings eins og BRAM VAN
VELDE.
Ég hef átt þess kost að sjá
nokkur af þeim verkum, er B.
van Velde hefur gefið íslensku
þjóðinni. Það, sem ég hef séð, er
hvað öðru magnaðra og vand-
aðra. Það skal geymast til betri
tíma að fjalla um og tíunda
þessa merku gjöf, en eitt vil ég,
að lesendur og öll þjóðin geri sér
Kristinn Nicolai
í      hálfum      vestursal
Kjarvalsstaða sýnir um þessar
mundir ungur myndlistarmaður
Kristinn Nicolai að nafni,
rfokkur myndverk er hann hefur
gert á undanförnum tveim
árum.
Nicolai, eins og hann mun
vilja láta nefna sig, er Reykvík-
ingur er stundað hefur nám hjá
Adolf von Spitze í Núrnberg á
árunum 1971—75. Ekki þekkir
undirritaður nokkurn skapaðan
hlut til þessa „von Spitze",
kennslu hans og listheimspeki,
og  ekki  hef  ég  heldur  haft
Myndllst
eftirBRAGA
ÁSGEIRSSON
neinar spurnir af Nicolai en
sýning þessi er frumraun hans
hérlendis.
Málverk  Nicolais,  sem  flest
eru mjðg stór og eru máluð á
þykkan pappír, koma ókunnug-
um vafalítið nokkuð spánskt
fyrir sjónir og er ekki gott að
ráða af þeim hvort hér sé um
sérstakan skóla eða stefnu að
ræða eða eigið uppátæki Nicol-
ais. Útfærslan er þó síður en svo
frumleg, en hér eru m.a. teknar
gamalkunnar myndir af þekkt-
um persónuleikum aldarinnar
og þær útfærðar eftir listarinn-
ar reglum í stækkara. Hér
sjáum við t.d. Raspútín, Músso-
líni, Mishima og heilar þrjár
útfærslur af Hitler. Er myndin
af Mishima (5) í sérflokki að
mínu mati í útfærslu allri. Þótt
víða sé hraustlega að verki
staðið leynir viss viðvangsbrag-
ur sér ekki í einstökum hlutum
mynda og kemur það einna
greinilegast fram í mynd nr. 10,
„Der Fúhrer" (1978), einkum í
málun handa og raunar kemur
þetta víðar fram í höndum og
smáatriðum í myndum. — Hóp-
myndin „Things" (2) er vafalítið
tilþrifamesta myndin á sýning-
unni í lit, byggingu og heildarút-
færslu og er áhrifarík við fyrstu
sýn. Nicolai vinnur mikið í
jarðlitum en hér er litameðferð
hans mjög einhæf taki maður
mið af þessari sýningu, nema
hvað hann bregður út af vanan-
um í vatnslitamyndunum þar
sem  hann notar bjartari  liti.
Þær myndir segja mér þó
naumast mikið þar sem ég hef
séð allmikið af keimlíkum
myndum  annarra  listamanna.
Teikningarnar, sem eru tvær
myndaraðir er byggjast á línu-
leik eru ekki tilþrifamiklar en'
dálítið undarlegar í útfærslu. Af
sýningunni í heild verður það
helst ráðið, að hér fari maður
með ótakmarkað sjálfstraust og
sennilega mjög ákveðnar og
ástríðufullar skoðanir í stjórn-
málum. — Hæfileikamaður, sem
hafi möguleika á að koma mjög
á óvart í framtíðinni, einkum ef
honum tekst að þroska bestu
eiginleika sína — og verði ekki
öfgastefnur honum ekki að
fótakefli. Hér sker/ramtíðin úr.
Bragi Ásgeirsson.
Sumartónleikar
Síðustu sumartónleikarnir í
Skálholti voru haldnir um síð-
ustu helgi og voru öll verkefnin
eftir Mozart. Sigurður I. Snorra-
son og Óskar Ingólfsson
klarínettuleikarar og Hafsteinn
Guðmundsson fagottleikari léku
þrjú af fimm svo nefndum
„Vínar Divertimenti" K. 229.
Divertimenti voru vinsæl við-
fangsefni tónskálda á 18. öld-
inni, eða nánar til tekið frá 1750
til 1800 og á, í þróun tónforma
þessa tímabils, samleið með
sinfóníunni, eins og hún tók að
þróast hjá Mannheim-tónskáld-
unum. Divertimenti eru til fyrir
margvísleg hljóðfæri, allt frá
einu „sóló" hljóðfæri, eins og t.d.
sembalo, upp í hálfgerðar
hljómsveitir og að formi til er
fjölbreytnin mikil, allt frá
einum þætti upp í 12 kafla
svítur. Undir það síðasta eru
Tónllst
eftir JQN
ASGEIRSSON
Kór Langholtskirkju
Kór Langholtskirkju hélt tón-
leika 8,1, mánudag í Háteigs-
kirkju, sem að nokkru má skoða
sem „generalprufu" fyrir tón-
leikahald kórsins á kirkjukóra-
móti í Finnlandi, sem stendur
yfir þessa dagana. Tónleikarnir
hófust með 6 íslenzkum trúar-
söngvum í gerð Róberts A.
Ottóssonar. Söngvar þessir eru
hreinar perlur og voru á kóflum
vel sungnir en nokkuð hikandi
við einstaka samskeyti og inn-
komur. Á eftir þessum dýrgrip-
um söng kórinn Heyr himna-
smiður, eftir Þorkel Sigur-
björnsson.  Heyr  himnasmiður
er eitt fallegasta kórlag íslenzkt
og var vel flutt af kórnum. Fyrri
hluta tónleikanna lauk með
tveimur erlendum tónverkum,
Alta trinita og Cantate Domino.
Bæði stærð kórsins og söngstíll
eru vel við hæfi fyrir eldri
tónlist, en síður fyrir tónlist
eins og eftir Anton Bruckner.
Þar er svo mikill munur á styrk
er reynir á tónþol söngvaranna.
Lög Bruckners, Locus iste,
Offertorium og Ave Maria voru
vel sungin, en það þarf stóran
kór til að skapa þessum lögum
sinfónískan svip. Síðast á efnis-
skránni voru tvö verk, sérstak-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60