Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 229. tölublaš - II 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						38
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1978
Greinar
Bandalagsmanna
Nýlendu-
tímabilið
Skömmu upp úr aldamótunum
1600 tóku Evrópumenn að nema
land á austurströnd Norður-Am-
eríkú. Voru Bretar atkvæðamestir
í þessu efni en þó áttu Hollending-
ar og jafnvel Svíar nokkurn þátt í
Jandnáminu. Áður en langt um leið
höfðu Bretar þó náð undir sig öllu
landsvaeðinu á austurströndinni
miðri, en Frakkar gerðu tilkall til
landsvæða norðar og sunnar. Oft
veittu stjórnir heimalandanna
félögum einstaklinga einkaleyfi á
að stuðla að landnámi á tilteknu
landsvæði og stjórna því síðan í
nafni heimalandsins. En brátt
urðu nýlendurnar svo fjölmennar
og málefni þeirra svo flókin að
brýn nauðsyn var að setja upp
innlendar vaidastofnanir. í hinum
einstöku nýlendum voru því sett á
stofn löggjafarþing er fóru með
mjög takmarkað vald í innri
málum nýlendnanna. Yfir þingun-
um var landstjóri ábyrgur gagn-
vart bresku stjórninni, þingi og
konungi. Landstjóra til ráðuneytis
var nýlenduráð valið af nýlendu-
þinginu. r^ulltrúar á nýlenduþingi
voru kosnir beinum kosningum af
íbúum nýlendunnar. í sumum
nýlendnanna voru landstjórar
einnig kosnir eða tilnefndir af
nýlenduþinginu en annars staðar
voru þeir tilnefndir af breskum
aðilum. ÖIl þessi innri stjórnskip-
an nýlendnanna var nokkuð los-
araleg og stjórnvöldin harla mátt-
lítil gagnvart ofurvaldi bresku
krúnunnar. Fram yfir miðja
átjándu öld var þó allgott sam-
komulag með nýlendubúum og
breskum stjórnvöldum.
Aðdragandi
frelsisstríösins
Skömmu eftir 1760 dregur sund-
ur með nýlendubúum og breskum
stjórnvöldum. Tilefni ágreinings-
ins var af ýmsu tagi en þó bar tvö
atriði hæst. Annars vegar reyndi
breska stjórnin að leggja á ný-
lendubúa skatta með nýstárlegum
hætti og innheimta þá og eldri
skatta af meira harðfylgi en áður
hafði tiðkast. Hins vegar hafði
breska stjórnin komið upp öflugu
setuliði í nýlendunun og lagði
nýlendubúum á herðar að sjá
liðinu fyrir ýmsum nauðþurftum.
Hvorttveggja þetta var mjög
gegn vilja Ameríkumanna. Þeir
höfðu lengi komist upp með að
sniðganga ýmis lög sem auðvelt
var að framfylgja í Bretlandi
sjálfu. Þannig versluðu þeir við
hvern sem þeim sýndist og skutu
sér með því undan tollum og
einkaleyfum bresku stjórnarinnar.
En jafnframt höfðu Ameríkumenn!
lagt fram fé og mannafla til að
verja lendur konungs í Ameríku
gegn árásum Frakka og Spán-
verja. Þeir .töldu óeðlilegt að
skatttekjur af nýlendubúum rynnu
Á næstu vikum verða hér % blaðinu birtar þýöingar á
nokkrum GREINUMBANDALAGSMANNA
(Federalist Papers). Greinar þessar birtust í blöðum %
New Yorkborg veturinn 1787—1788 undir dulnefninu
Publius. Þann vetur stóð í New Yorkríki hörð barátta
um stjórnarskrártillögur þær sem stjórnarskrárþingið
í Philadelphiu sumarið 1787 hafði samið og lagtfyrir
kjósendur i bllum nýmynduðu Ríkjunum þrettán sem
staðið höfðu aðfrelsisstríði nýlendnanna i Norð-
ur-Ameríku gegn Bretaveldi á árunum 1776—1783.
Greinar Publiusar voru skrifaðar til þess að hvetja
New Yorkbúa til að samþykkja stjórnarskrártillöguna.
Til að skýra uðeins baksvið greina Publiusar verður
hér á eftir stuttlega gerð greinfyrir nokkrum atriðum
í sögu nýlendnanna % Norður-Ameriku, frelsisstríði
þeirra, stjórnskipun Bandaríkjannafrd lokum
stríðsins og þar til stjórnarskráin tók gildi. Að lokum
verður svo gerð greinfyrir Greinum Bandalagsmanna
sérstaklega.
til evrópskra þarfa Bretaveldis og
óttuðust jafnframt að setuliði
konungs yrði fremur beitt til að
framfylgja vilja Breta gegn ný-
lendubúum sjálfum en til þess að
verja nýlendurnar gegn árásum
annarra.
Mótspyrna Ameríkumanna var
einkum reist á tveimur stjórn-
málaskoðunum sem ríkjandi voru
meðal þeirra. Annars vegar töldu
þeir sig hafa allan sama rétt og
íbúar Bretlands sjálfs. Þannig
gerðu þeir kröfu til að hafa með
hendi samskonar takmarkandi
vald gegn aðgerðum krúnu og
embættismanna og Englendingar
höfðu áunnið sér í aldalangri
baráttu. Mikilvægustu þættir
þ«essa takmörkunarvalds þótti
þeim vera aðild kjörinna fulltrúa
fólksins í álagningu skatta annars
vegar en aögreining dómsvalds og
framkvæmdavalds hins vegar. I
hvorutveggja þessu reistu Amer-
íkumenn rök sín á breskum
stjórnskipunarlögum.
Hins vegar voru Ameríkumenn
þeirrar skoðunar að stjórnskipun-
in öll væri eins konar sáttmáli með
þegnunum um það hverjir skyldu
fara með völd. Þannig töldu þeir
að öll völd mætti á endanum rekja
til þegnanna og umboð valds1
manna á hverjum tíma væri
takmarkað við þau máiefni og
málefnasvið sem valdsmönnum
væri fengið berum orðum í lögum
og dómum eða að hefð. í þessum
skoðunum fylgdu Ameríkumenn
mjög málflutningi heimspekinga
upplýsingarinnar í Evrópu. Rök
margra þessara heimspekinga
voru kunn í Ameríku en líklega
hafa Bretinn John Locke og
Frakkinn Montesquieu haft þar
mest áhrif.
Mótþrói Ameríkumanna óx
smátt og smátt en leiddi þó
sjaldan til blóðsúthellinga og lengi
vel stefndu Ameríkumenn aðeins
að því að fá leiðrétting mála sinna
innan ramma breskra laga. Þaðj
var varla fyrr en um 1770 að upp)
komu kröfur um sjálfstæði fyrir
nýlendurnar. Helsta vígi aðskiln-
til nýlendnanna. Þótt þessi at-
burður væri fremur lítilvægur og
nokkuð blandaður gáska —
árásarmenn höfðu dulbúið sig sem
Indíána og fóru með ærslum — þá
þótti bresku stjórninni nú nóg
komið. í tilefni Teveislunnar í
Boston samþykkti breska þingið
snemma árs 1774 nokkur laga-
frumvörp er stefndu að því að
herða löggæslu og tollgæslu í
nýlendunum öllum en þó einkum í
Boston. Þegar þessi lög tóku gildi
kom fljótt til blóðugra átaka í
Massachusetts.
Þing nýlendnanna þrettán höfðu
sumarið 1774 með sér samtök um
að kalla saman sameiginlegt þing
haustið 1774 í Philadelphiu. Þetta
þing, hið fyrsta hinna svonefndu
Meginlandsþinga, sátu fulltrúar
tilnefndir  af þingum  hinna ein-
Samþykktir fyrsta Meginlands-
þingsins höfðu lítil áhrif. Átökin
hörðnuðu         enn         veturinn
1774-1775. Um sumarið 1775 var
aftur kallað til Meginlandsþings í
Philadelphiu og fór enn á sömu
leið og hið fyrra ár. En afstaða
þingfulltrúa hafði að vonum
harðnað og veturinn eftir jukust
átökin enn.
Sumarið 1776 var enn kallað til
Meginlandsþings í Philadelphiu og
nú urðu fulltrúar eftir langar
umræður sammála um að slíta öllu
sambandi við Bretland. Þingið
samþykkti Sjálfstæðisyfirlýsingu
Bandaríkjanna hinn 4. júlí 1776.
I þessari yfirlýsingu eru fyrst
rakin almenn stjórnmálaviðhorf
þingsins en þau voru svo sem áður
var getið mjög í anda upplýsingar-
innar í Evrópu. Síðan er rakið
hvernig konungur og bresk stjórn-
völd höfðu brotið bresk stjórn-
skipunarlög á nýlendubúum. Að
lokum er því lýst yfir að
nýlendurnar þrettán séu nú sjálf-
stæð og fullvalda ríki er eigi í
styrjöld við Bretaveldi.
Þetta þriðja Meginlandsþing lét
einnig gera tillögur að stjórn-
skipunarlögum er næðu til sam-
eiginlegra mála hinna nýstofnuðu
ríkja. Lögin — Bandalagsákvæðin
svonefndu, (The Articles of
Confederation) — voru þó ekki
samþykkt fyrr en ári síðar á fjórða
Meginlandsþinginu.
Bandalagsákvæöin
Það var megineinkenni þessara
fyrstu stjórnskipunarlaga Banda-
aðarsinna var í Bosfon Massa-
chusetts og þar urðu þeir atburðir
sem að lokum leiddu til byltingar.
í desember 1773 ruddist hópur
Bostonbúa um borð í flutningaskip
þar í höfninni og vörpuðu tefarmi
skipsins fyrir borð til þess að
andmæla sérstökum tolli sem
lagður hafði verið á teinnflutning
stöku nýlendna og var litið á
þingið sem einskonar milliríkja-
fund en ekki sem þing eins ríkis
eða einnar þjóðar. Umboð þing-
fulltrúa var mjög takmarkað og
óráðið enda varð þinginu lítið
ágengt. Það samþykkti þó ýmsar
bænaskrár eða tilmæli til konungs
og breska þingsins.
ríkjanna að litið var á hvert hinna
þrett|n ríkja sem fullvalda og
sjálfstætt. Bandalagsákvæðunum
var aðeins ætlað að skipa
sameiginlegum málum þessara
sjálfstæðu ríkja en þau náðu ekki
til einstakra íbúa landsins heldur
aðeins til ríkisvaldsins í hverju
ríki.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64