Morgunblaðið - 01.04.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.04.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. APRÍL 1979 15 Kjarval gat til dæmis aldri skilið „litaperspektiv" og teiknari var hann ekki fyrir tíu aura. Hann fékk vitleysisköst, eins og Van Gogh. Ég lét aldrei svoleiðis hafa áhrif á mig. Um þetta leyti var mikil Cezanne-della. Cezanne hafði skínandi fallega liti, en alltaf þá sömu. Endurtók sig í sífellu, og hann kunni ekki að teikna. En ég var hrifinn af ýmsum öðrum im- pressionistum, svo sem Renoir, svo ég tali ekki um konung konung- anna í heimi myndlistarinnar, sjálfan Rembrandt. Og Degas. Myndin af dansmeyjunni hans í safninu í París er alveg stórkost- leg. Auðvitað varð ég fyrir áhrif- um af þeim, en þess sjást hvergi merki í málverkunum mínum. Þótt þau séu mörg ákaflega ólík hvert öðru, þá leynir sér ekki hver hefur málað þau. — Þú hefur líklega aldrei verið áhrifagjarn í lífinu. Og farið þínar eigin götur? — Eg hefi farið mínar eigin götur, það er rétt. Eitt sinn gekk sú della, að íslendingar fóru að taka upp ættarnöfn. Systkini mín sum tóku upp ættarnafnið Val- fells, en ég var áfram Bjarnþórs- son og verð það alltaf. • Allt í einu kominn í tízku — Þá hefurðu heldur ekki sóst eftir vinsældum? — Þegar ég var krakki fékk ég mikið hrós fyrir teikningarnar mínar. Eftir að ég kom heim frá Kaupmannahöfn hélt ég sýningu, og „gerði lukku“, var kallður gam- aldags. Þannig hefur það verið alla mína ævi. Þar til núna, að ég er allt í einu kominn í miðjan tísku- strauminn. Amerísku málararnir eru orðnir svona naturalistískir. Sjáðu bara! Og Ásgeir dregur fram nýja listaverkabók með myndum bandaríska málarans Andrew Wyeth og bendir með aðdáun á nokkrar myndanna. — Nú hefurðu verið listmálari að ævistarfi og lifað á listinni? — Já, ég lifði mest á portret- málun, og hafði rétt nóg til að lifa af. Ég hefi aldrei fengið nokkurn opinberan styrk. Einu sinni átti að setja mig á lægsta styrk , en ég sagði nei takk. Sat eins vel með án þessa lítilræðis. Svo ég þykist eiga nokkuð inni hjá þjóðinni. — Þú varst nokkuð mikið er- lendis og kynntist listum víða um Evrópu, var það ekki? — Ég var í Luxemburg, þar sem ég skreytti kirkju. Hélt að um væri að ræða raunverulega fresku- mynd, en það var þá kalkmálning. Ég var ekki ánægður með það. Svo | fór ég til Parísar. Var síðan í Suður-Frakklandi veturinn 1926—27 í þorpinu Cagnes sur Mer, skammt frá Cannes og ít- ölsku landamærunum. Eggert Laxdal var kominn þangað á und- an mér. Hann var þarna lengi. Ég málaði mikið á þessum árum. En Rómaborg finnst mér stórkostleg- ust af öllum þessum stöðum. Þang- að kom ég fyrst 1931 og þar hefi ég verið þrisvar sinnum. Róm er höfuðborg Vesturlanda enn þann dag í dag. Þetta er yndisleg borg, og söfnin þar stórkostleg. Þar líður mér alltaf vel. — Hefurðu sýnt mikið erlendis? — Nei, nei, ekki mjög mikið. Síðast sýndi ég fyrir líklega áratug á Charlottenborg. I lok síðari heimsstyrjaldarinnar eða 1947 var ég með sýningu í London, sem síðan fór í 10 borgir á Bretlands- eyjum. Þá var ég gerður að félaga í Chelsea Art Club. Mér er sagt að þetta sé einn fínasti klúbbur í heimi. Það er ekki hægt að sækja um inngöngu, mér var bara til- kynnt um þetta. Þetta er hluti af Royal Academie og klúbburinn eldgamall. Eigandi þessa húss sem er rétt utan við London gaf það konunglegu akademíunni. Hún tók þá upp á því að stofna klúbb og gera þá sem hún vildi hafa, um- fram þessa sextíu, sem skipa Royal Academie, að meðlimum í klúbbnum. Ég hefi komið þarna. Allir sem ég hefi hitt þar eru Bretar, utan einn Bandaríkja- maður. — Þú hlýtur að eiga mikið af myndum frá ýmsum tímum á sýningu? — Nei, neí, ég á sjálfur ákaflega lítið af verkum mínum. Sumt hefi ég með tímanum, selt eða gefið, og þegar ég var ungur maður eyði- lagði ég mikið af myndum, ef mér líkuðu þær ekki. Vinir mínir hirtu úr þessu og þess vegna eru myndir enn til. Þegar ég var ungur taldi ég mig góðan teiknara, en þegar ég hitti svo í Múnchen mann, sem var miklu betri en ég, ákvað ég að gera betur og teiknaði þindarlaust. Ég er alltaf lengi að mála hverja mynd, er oft með hana í takinu í nokkur ár. Þá tek ég myndina fram aftur og vinn að henni. Það er ekkert einsdæmi. Breski málar- inn frægi, Augustus Jong, var til dæmis sex ár að mála kerlinguna með sellóið. Lengst var hann með hægri höndina me bogann, sem hann málaði aftur og aftur. I byrjun var konan í gulum kjól, en á endanum í rauðum. Honum kynntist ég vel í London. — Er þetta ekki yfirlitssýning yfir þinn feril á Kjarvalsstöðum? — Jú, svo langt sem það nær. Elsta teikningin, sem ég náði í, er frá því ég var 17 ára gamall. Svo er þarna teikning frá 1918 af Mörtu systur minni með elstu dóttur sína á brjósti. Og líka málverk ef hanni. Það eru þrjár myndir af henni á sýningunni, ein frá 1930 og önnur frá því hún var sjötug. En á sýningunni eru bæði stór og smá verk. Þar eru allar tegundir mál- verka, uppstillingar, landslags- myndir, portret og komposistionir. Vinir mínir hafa staðið að þessari afmælissýningu, en ég hefi verið að raða upp myndunum sjálfur. Búinn að því, nema að koma fyrir þeim sem síðast berast. Ég var að reyna að ná í mynd, sem ég gerði af vini mínum, Nielsi Dungal prófessor, sem læknadeild Háskól- ans á. Loks tókst mér að finna mann með lykil að herbergi úti í bæ. Læknadeildin á ekkert hús. Hugsaðu þér, læknadeild Háskóla íslands á ekki hús yfir sig! Og þetta er kölluð menningarþjóð! — Finnst þér vanta á menning- una hér hjá okkur? — Við eigum mikið af hámenn- ingu, það er satt. En svo er geypimikið af ómenningu. Og þú býrð hér einn og eldar sjálfur, orðinn áttræður. Málarðu líka ennþá? — Já, ég elda ofan í mig. Vand- ist því snemma. Ég var oft í útilegum uppi á öræfum og hingað og þangað að mála. Meðan ég var giftust, í 10 ár, eldaði ég raunar líka, ef við höfðum gesti. Þjóðverj- ar elda eins og íslendingar, sjóða matinn of mikið, en ég vandist á sínum tíma franskri matargerð og vill hafa léttsteikt. Það veldur mér engum vandræðum að sjá um mig sjálfur. Og ég mála smávegis. Er að ljúka við gamlar myndir. En ég tek ekki lengur að mér að mála fólk, þótt ég sé beðinn um það. Ásgeir hafði verið að vinna við uppsetningu sýningarinnar allan daginn áður, og nú ætlaði hann aftur á Kjarvalsstaði eftir hádegið, til að leggja síðustu hönd á verkið. - E.Pá. Scott Eilertson sýnir listir sínar í Bandaríkjunum. í dag gefst íslendingum kostur á að sjá hann stökkva yfir sex eða fleiri bíla á Sandskeiði. Ofurhugi á snjósleða sýnir listir sínar á Sandskeiði Der Niedersáchsische Singkreis á Islandi Pylsuvagn á Ráðhústorg Akureyringa FYRIR sumarið verður væntan- lega komið upp á Ráðhústorginu á Akureyri pylsuvagni, en það er Hannes Haraldsson, Víðigerði, Eyjafirði, sem fengið hefur leyfi til að setja upp vagn þennan upp. í vagninum er ætlunin að selja pylsur, hamborgara, svaladrykki og skyldan varning. 3 bæjarráðs- menn á Akureyri samþykktu þessa umsókn er hún kom fyrir bæjar- ráð, en einn var á móti. F.Í.M. vill rétt- látari skipan listamannalauna Framleiðslufundur í Félagi ís- lenskra myndlistarmanna haldinn 5. mars 1979 beinir þeirri áskorun til menntamálaráðherra, Ragnars Arnalds, að hann gangist fyrir því, að lögin um listamannalaun verði tekin til gagngerðrar endurskoð- unar með það fyrir augum að koma raunhæfari og réttlátari skipun á. Fundurinn er þeirrar skoðunar, að fyrirkomulag það sem nú er bundið við, sé löngu orðið urelt. Hinsvegar sýnist fund- armönnum, að starfslaunakerfið sem komið hefur verið á, hafi gefið mun betri raun og hvetja til, að það verði tekið upp alfarið. (Fréttatilkynning). OFURHUGI á snjósleða mun sýna listir sínar á Sandskeiði í dag, þar sem hann mun meðal annars stökkva yfir sex eða fleiri bíla á sleða sínum. Maðurinn heitir Scott Eilertson og er frá Minnesota í Bandaríkjunum. Hefur hann ekki sýnt listir sínar í þrjú ár, en mun byrja að nýju í dag, en hingað til lands er hann komminn á vegum Lionsklúbbs- ins Freys í Reykjavík, og rennur ágóði af sýningunni til björgun- arsveita á höfuðborgarsvæðinu, Björgunarsveitarinnar Ingólfs, Flugbjörgunarsveitarinnar og Kyndils í Mosfellssveit. Eilertsson mun sem fyrr segir stökkva yfir bíla á sleða sínum, en lengst hefur hann stokkið yfir 112 fet, og mun hann í dag byrja á að stökkva yfir sex bíla, og bætir síðan hugsanlega fleiri við. UM HELGINA kemur til landsins kór frá Þýzkalandi á vegum Tónlistarfélagsins í Reykjavík er heitir „Der Niedersachsische Singkreis“ og er hann einn þekkt- asti „a capclla“ kór í Vestur-Þýzkalandi. þ.e. kór er syngur án undirleiks, segir í frétt frá Tónlistarfélaginu. Kórinn heldur tvenna tónleika fyrir styrktarfélaga Tónlistarfélags- ins, þá fyrri í Menntaskólanum við Hamrahlíð kl. 20:30 mánudag- inn 2. aprfl og þá síðari í Háteigs- kirkju 4. aprfl kl. 20:30. Stjórn- andi er Willi Tráder, sem er prófessor við Tónlistar- og leik- listarháskóia rfkisins í Hannover og starfar hann auk þess við uppbyggingu þýzkra tónlistar- skóla. í frétt Tónlistarfelagsins segir m.a. svo um kórinn.: Der Niedersáchsische Singkreis hefur unnið til verðlauna í söng- keppni á írlandi, í Arezzo á Italíu og Debrecen í Ungverjalandi. Hann hefur sungið inn á margar hljómplötur og á nýjustu plötunni er úrval söngva úr Mörike Chor- liederbuch eftir Hugo Distler. Flutningur tónlistar eftir Pendu- recke, Ligeti, Schnebel og fleiri nútímaskáld hefur verið snar þátt- ur í starfi kórsins síðan 1969. Auk framangreindra söngferða hefur kórinn farið ferðir til Portú- gals og Marokkó 1972, Mexíkó 1974, um Vesturströnd Bandaríkj- anna og Kanada sama ár og til Vestur-Afríku 1978. Á efnisskrá tónleikanna sem haldnir verða í Menntaskólanum við Hamrahlíð eru verk eftir Knut Nystedt, evrópskir madrigalar frá 15. og 16. öld, Zoltán Kodály, Johannes Brahms, Paul Hinde- mith, Béla Bartók. Á efnisskrá tónleikanna sem haldnir verða í Háteigskirkju miðvikudaginn 4. apríl eru verk eftir Henry Purcell, Johann Sebastian Bach, Mendels- sohn, Johannes Brahms, Hugo Distler og Ernst Pepping. Kórinn mun halda hér námskeið og einnig halda tónleika á Akur- eyri. Leiðrétting VEGNA fréttar sem birtist í Mogunblaðinu 20. mars s.l. um útgáfustarfsemi Landverndar skal það tekið fram að Hákon Guðmundsson er formaður Landverndar. Einnig er rétt að geta þess að ritnefnd sem vann að útgáfu „Útilífs" sem Landvernd hefur gefið út voru Vilhjálmur Lúðvíksson, Árni Reynisson og Jón E. ísdal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.