Morgunblaðið - 10.04.1979, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1979
+ Móöir okkar og amma,
MARGRÉT ÁRNADÓTTIR,
Iré Kálfatjðrn,
andaöist löstudaginn 6. apríl. Ámi Egilsson,
Valur Egilsaon, ömótfur Ámaaon.
+ Maöurinn minn. EDWARD CAUDWELL
lést laugardaginn 31. mars. Jaröarförin hofur fariö fram. Halga Caudwall.
t
Eiginmaöur minn og faðir okkar,
GUÐMUNOUR KRI8TJÁNSSON,
VatnshoKi 2,
lézt 8. þ.m. í Landspítalanum.
VskJfs Brandsdóttir
sg bðrn.
t
Eiginmaöur minn, faöir og tengdafaöir,
GUOMUNDUR GRÍMSSON,
húsgagnasmföamsistarí,
Laugavsgi 100,
veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni miövikudaginn 11. apríl kl. 13.30.
Stsfanfa RunóHsdúttir,
Útfar Guómundsson, Frsyja Jóhannsdóttir,
Guórún Guómundsdóttir, Öm Sigurósson.
Útför
ÓSKARS 8IGURHANSSONAR,
uX|*ih|Aa
W B ISf 1 ■ tUB |
frá Brimnasi,
Vastmannaoyjum,
sem andaöist 1. apríl fer fram frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 11. apríl kl.
3.
Fyrir hönd brœöra hans og annarra vandamanna,
Ágústa Einarsdóttir.
t
Eiginmaöur minn og faöir okkar,
ÁRNI YNGVI EINARSSON
fyrrvsrandi framkvamdaratjóri á Rsykjalundi
veröur jarösunginn frá Lágafellskirkju miövikudaginn 11. apríl kl. 2 s.d.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á S.f.B.S.
Fyrír mína hðnd, bama okkar og annarra vandamanna,
Hlfn Ingólfsdóttir.
+
Útfðr fööur míns,
ÞORBJARNAR INDRIÐASONAR
onrwowijori,
Karlagótu 10, Raykjavfk,
fer fram frá Fossvogskirkju miövikudaginn 12. apríl kl. 13.30.
Fyrir mína hðnd og annarra vandamanna.
Vióar Þortajðmsson.
Lokað í dag kl. 2:30—4:00
vegna jarðarfarar
ANDRÉSAR INGÓLFSSONAR
Helga Kristjánsdótt-
ir — Minningarorð
Fædd 20. september 1912
Dáin 4. aprfl 1979
Hinn 4. apríl síðastliðinn lést í
sjúkrahúsi í Reykjavík Helga
Kristín Kristjánsdóttir, Reyni-
hvammi 24, Kópavogi, eftir þunga
legu.
Helga Kristjánsdóttir var fædd í
Reykjavík 20. september árið 1912
og voru foreldrar hennar þau
hjónin Valgerður Halldóra Guð-
mundsdóttir og Kristján Helga-
son, verkamaður, hér í bæ. Var
Helga þriðja í röðinn af börnum
þeirra hjóna, sem urðu alls sex
talsins, en þau voru Gústav
Kristjánsson, Kaupmaður í
Drífanda, kunnugur maður á sinni
tíð, en látinn fyrir nokkrum árum.
Einar Kristjánsson, óperusöng-
vari, sem lengi starfaði sem söng-
vari við ríkisóperurnar í Þýzka-
landi og seinast áður en hann lést
við Konunglega leikhúsið í
Kaupmannahöfn, en þá var Einar
fluttur aftur heim til Islands að
afloknum miklum söngferli, Helga
Kristín, húsmóðir í Reykjavík, sem
nú er kvödd, Júlíus Kristjánsson,
verslunarmaður, sem einnig er
látinn.
A lífi eru þeir einir eftir af
barnahópnum, þeir Bragi
Kristjánsson, forstjóri hjá Pósti
og síma, og Baldur Kristjánsson,
píanóleikari.
Þau hjónin Valgerður Halldóra
Kristjánsdóttir og Kristján Helga-
son voru bæði fædd sama árið,
1879, og létust með skömmu milli-
bili, hún árið 1944 eftir nokkur
veikindi, en Kristján árið 1945, í
bílslysi.
Man ég vel eftir þeim hjónum,
sérstaklega þó Kristjáni sem var
fallegur maður sem bar sig vel, en
þau hjónin bjuggu seinustu árin
sem þau lifðu á Hringbrautinni,
skammt frá húsi foreldra minna í
verkamannabústöðunum. Þau
voru vandaðar manneskjur og
komu stórum barnahópi til ágætra
mennta og frama, og er frá þeim
kominn fjöldi fólks sem nú er upp
á sitt besta. Sönggáfa og tónlistar-
gáfa er auk annars ríkjandi meðal
afkomenda þeirra, eins og þeir vita
er til þekkja, þótt eigi gerðu allir
tónlistina að sínu ævistarfi.
Helga giftist ung, eða innan við
tvítugt, Magnúsi Ingimundarsyni,
húsasmíðameistara, miklum heið-
ursmanni, en hann var sonur
Ingimundar Péturssonar, fisk-
verkunarmanns í Reykjavík, og
Jórunnar Magnúsdóttur.
Magnús Ingimundarson hafði
um langt skeið mikil umsvif í
iðngrein sinni og rak auk annars
lengi húsgagnaverkstæði í Ein-
holti 2 ásamt öðrum, þar sem
fjöldi manns hafði vinnu, en hefur
nú dregið saman seglin að mestu,
enda kominn undir sjötugt.
Þau Helga og Magnús Ingi-
mundarson eignuðust fjögur börn
en þau eru Ingimundur
Magnússon, ljósmyndari, kvæntur
Lilju Gunnarsdóttur, Kristján
Magnússon, ljósmyndari og píanó-
leikari, kvæntur Pálínu Oddsdótt-
ur, en þeir Kristján og Ingimundur
eru tvíburar. Dóra Magnúsdóttir,
sem gift er Guðna Kristjánssyni,
og svo Jórunn Magnúsdóttir, sem
var yngst, og er gift Jóni E.
Baldvinssyni verslunarmanni.
Hefði ég kosið að gera ættum
þessa fólks ítarlegri skil, en til
þess var tíminn of naumur að
þessu sinni.
Ég kynntist þeim hjónum Helgu
og Magnúsi Ingimundarsyni þegar
ég var innan við fermingu, en þá
bjuggu þau með barnahópinn í
litlu vinalegu timburhúsi að Sól-
vallagötu 45, en ég hafði þá kynnst
sonum þeirra Ingimundi og
Kristjáni, sem eru á líku reki og ég
sjálfur en dæturnar voru yngri.
Þau Helga og Magnús héldu
svoleiðis heimili að maður fór
eiginlega ekkert aftur, eftir að
maður var einu sinni kominn
þangað inn fyrir dyr, og gilti það
um fleiri stráka, sem í nágrenninu
bjuggu. Vinir barnanna og kunn-
ingjar gengu út og inn eins og
húsráðendur ættu í þeim hvert
bein líka, eða ríflega það. Þarna
ríkti glaðværð og gestrisni, líka
kyrrlát alvara, þegar það átti við.
Skömmu eftir að ég varð þarna
heimilisfastur, eða heimilisvinur,
eins og það heitir víst á réttu máli,
reistu þau Helga og Magnús nýtt
hús við hliðina á því gamla, eða að
Sólvallagötu 43, en húsið, sem var
stórhýsi á þeirra tíma mæli-
kvarða, reistu þau ásamt Pétri
Ingimundarsyni, stýrimanni, bróð-
ur Magnúsar, og konu hans, Sigur-
björgu Pálsdóttur, en þau hjón eru
enn á lífi og búa á sama stað. Ríkti
ágæt eining milli heimilanna og
bræðranna og ef maður leggur
augun aftur sér maður þetta hús
verða til í sólskini á ótrúlega
skömmum tíma.
Þetta var ævintýrahús, því
bræðurnir fengu ágætar vistarver-
ur á jarðhæð hússins og þar var
oft margt um manninn og stund-
um hávaöasamt, að ekki sé nú
meira sagt, því húskrossar voru
margir þá.
Þetta var rausnarheimili og
látið var vel að börnum. Þetta voru
miklir tímar, annað verður ekki
sagt, og ég hygg að sá kærleikur
sem á þessu heimili ríkti og
umgengnishættir allir hafi haft
nokkur áhrif á lífskoðun og fram-
vindu hjá fleirum en mér, í hinum
stóra vinahópi er þarna gett út og
inn.
En leiðir skilja. Gamla vinalega
timburhúsið var flutt burt, þegar
nýja húsið kom. Ég veit ekkert
hvað af því varð. Það aðeins fór, og
svipaða sögu er að segja um okkur
hin, þegar tíminn kom, sundraði
lífskallið kunningjahópnum, fugl-
ar flugu, ný heimili voru stofnuð
+
Móöir okkar, tengdamóölr, amma og langamma
HALLDÓRA KRISTÍN ÞÓRÐARDÓTTIR,
Hvarfisgðtu 16, Raykjavik,
andaöist í Landspftalanum 27. marz 1979.
Útfðrin hefur fariö fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þökkum auösýnda samúö og sórstakar þakkir færum viö hjúkrunarfólki og
læknum deildar 4-C Landspítalanum fyrir alúölega umönnun.
Páll Halldórsson, Indfana Þórtiallsdóttir,
PáUna Halldórsdóttir Benoto,
Sigrún Halldórsdóttir, Gfsli Gfslason,
Halldór HalkJórsaon, Bryndfs Eiríksdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
og smá saman leystist hópur unga
fólksins upp í ný heimili og leið-
irnar gengu í sundur. og þó, sú
vinátta er menn stofna til í æsku
hefur það umfram aðra, að hún
þarfnast ekki stöðugrar næringar,
eða samskipta, hún helst síung og
þrýtur aldrei. En ég vil samt nota
þetta tækifæri til þess að þakka
fyrir mig, þakka góðar stundir,
þakka það traust er mér og öðrum
var sýnt og hina djúpu og innilegu
vináttu við þetta dagheimili æsku
minnar.
Þau Helga og Magnús Ingi-
mundarson bjuggu mörg ár á
Sólvallagötunni, en fluttu síðan
heimili sitt í stórhýsi er Magnús
hafði reist í Einholti 2 hér í borg,
en hús þetta stendur á horni
Einholts og Skipholts, andspænis
Myndlistarskólanum, ef einhverjir
vita hvar hann er til húsa, en
seinustu árin bjuggu þau að
Reynihvammi 24 í Kópavogi og
ástrík sambúð þeirra entist í nær
því hálfa öld.
Helga átti við heilsuleysi að
stríða síðustu árin sem hún lifði,
og var hið nýbyrjaða ár þó verst,
það ár sem lífið fjaraði út og
týndist. Naut hún sérstakrar um-
önnunar í sjúkrahúsinu og hefur
Magnús beðið mig að skila hér
þakklæti til þeirra er hana önnuð-
ust er hún var að kveðja lífið.
I lærðri grein las ég um það,
eftir frægan lækni, hvernig menn
bregðast við dauða sínum. Hún
sagði, en læknir þessi var kona, að
nær allir lifandi menn skynjuðu
dauða sinn á svipaðan hátt. Heim-
urinn hrundi yfir þá með miklum
gný. Sumir sáu ljós, en konan
hafði setið við dánarbeð hundruða
dauðvona sjúklinga. Ég veit að
Helga hefur séð þetta ljós, svo vel
þekkti ég hana, og ég vona að þeir
sem mest hafa nú misst sjái líka
þetta ljós á hinum döpru dögum,
og bráðum er komið sumar aftur,
með miklum söng og grösum.
Jónas Guðmundsson
Þegar vorið er á næsta leiti og
gróðurinn fer að vakna til lífsins
og blómin springa út, þá kvaddi
mín ástkæra tengdamóðir okkur.
En það var einmitt um þetta leyti
árs er ég kynntist Helgu í fyrsta
sinni fyrir 27 árum. Mér var boðið
í kaffi í eldhúsið í Einholti. Svo
liðu árin og barnabörnin komu
hvert af öðru. Alltaf var jafn gott
að koma til Helgu og Magnúsar, á
hátíðarstundum kom fjölskyldan
saman á heimili þeirra, þá var
glatt á hjalla í stóru stofunni.
Kristján sonur þeirra settist við
píanóið og spilaði og þá var sungið
og hlegið. Helga sagði okkur frá
æsku sinni í vesturbænum, hjá
foreldrum sínum Kristjáni Helga-
syni og Valgerði Guðmundsdóttur,
og bræðrum sínum, Gústaf, Ein-
ari, Júlíusi, Braga og Baldri. En á
því mikla menningarheimili var
músíkin í fyrirrúmi og urðu þeir
Einar óperusöngvari og Baldur
píanóleikari landskunnir lista-
menn. En mesta eftirtekt mína
vakti er hún sagði frá föður sínum
og áhuga hans á knattspyrnu, en
hann var um árabil einn mesti og
besti stuðningsmaður knatt-
spyrnufélagsins Vals, og færði
hann leikmönnum mfl. Vals kaffi í
hálfleik um áraraðir. Minningar-
sjóð stofnuðu Valsmenn um
Kristján að honum látnum. Helga
átti alla tíð sterkar rætur til Vals
og fylgdist vel með öllu hjá þeim,
og gladdist yfir velgegni þeirra.
Margar ferðirnar var farið sumar
eftir sumar í Húsafell og víðar um
landið, til útlanda fórum við líka,
var þá oft margt brallað og mikið
hlegið. Ég minnist þess í Þýska-
landi á ferð þar að ég var að tala
við Þjóðverja og skildi ekki vel það
sem hann var að segja, þá kom
Helga og bjargaði málinu með
sinni fljúgandi þýskukunnáttu. En
nú er öllu lokið að sinni og minn-
ingarnar hlaðast upp og söknuður-
inn er mikill er eiginkona, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma
er kvödd í hinsta sinn með ást og
virðingu fyrir allt sem hún var
okkur. Mannkostir hennar voru
miklir, aðdáunarverður styrkur í
erfiðum veikindum en hún var
ekki ein, Magnús eiginmaður