Morgunblaðið - 27.01.1980, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 1980
Það telst jafnan til tíðinda er
grónir myndlistarmenn, er hafa
lifað langan dag og starfað að
list sinni um áratugaskeið, efna
til yfirlitssýningar á æviverki
sínu. Þeir, sem á annað borð
hafa áhuga á þróun íslenzkrar
myndlistar, eru þá yfirleitt fljót-
ir á vettvang, fullir forvitni og
eftirvæntingar.
Einar G. Baldvinsson telst
ekki með elsta árgangi starfandi
íslenzkra myndlistarmanna en
sýningin er einmitt haldin í
tilefni sextugsafmæli hans. Al-
gengt er að slíkar sýningar séu
settar upp í tilefni sjötugs eða
áttræðisafmælis mætra mynd-
listarmanna. Og þá má bæta við,
að hérlendis tíðkast það yfirleitt
ekki, að menn undir fimmtugu
haldi yfirlitssýningar og kemur
hér til, að listamenn hafa hingað
til litið á slík fyrirtæki sem
úttekt sér miklu eldri lista-
manna á æviverki sínu. Telja
verður þetta grófan misskilning,
því að víða um heim er algengt,
að tiltölulega ungir myndlist-
armenn, t.d. 30—40 ára, geri
ítarlega úttekt á þróun listar
sinnar og eru þá með framtíðina
í huga. Þeir eru þá einfaldlega að
stokka upp spilin og líta yfir
farinn veg.
Einar Guðmundur Baldvins-
son, sem um þessar mundir
heldur eins konar yfirlitssýn-
ingu að Kjarvalsstöðum er vel
þekktur meðal íslenzkra mynd-
listarmanna og það af góðu sem
málari. Hins vegar er hann öllu
minna þekktur meðal almenn-
ings, því að maðurinn er með
eindæmum hógvær og síningar
hans hafa yfirleitt verið af
minni gerðinni og þá aðallega
haldnar í Bogasal Þjóðminja-
safnsins, og þeim fylgt litill
hávaði. Einar er nefnilega einna
sístur íslenzkra myndlistar-
manna til þess að trana sér og
verkum sínum fram og tala þá
um leið digurbarklega um ágæti
verka sinna og óumdeilanlegt
mikilvægi sitt á astralplani
heimslistarinnar. Þá veit ég ekki
til þess, að með honum búi sá
eiginleiki, sem ámælisverðastur
er í fari ýmissa íslenzkra mynd-
listarmanna, en það er að gera
lítið úr félögum sínum og verk-
um þeirra, ryðja þeim til hliðar í
því augnamiði að ota sjálfum sér
og verkum sínum fram í sviðs-
ljósið.
Það mætti jafnvel líkja þessu
meinlæti Einars á sviði metnað-
argirndarinnar við kreppuára-
ástandið og kemur það t.d. fram
í smábleðli í formi sýningar-.
skrár umræddrar sýningar, því
að hér vantar flest það sem
nauðsynlegt og sjálfsagt telst í
slíkar skrár, t.d. æviágrip lista-
mannsins og námsferil, skrá yfir
helstu sýningar, hvaða listsöfn
eigi myndir eftir hann, nöfn
eigenda myndanna, ljósmyndir
af eldri og nýrri verkum o.s.frv.
Ég set þetta ekki fram hér
Einar G. Baldvinsson við eitt af málverkum sínum á sýningunni.
eftir 1970. Skipulagi sýningar-
innar og uppröðun mynda er
mjög ábótavant og þannig kemst
sýningin ekki til skila sem yfir-
litssýning. Þetta er frekar sýn-
ing tiltölulega nýrri mynda
ásamt með ýmsum stikkprufum
frá eldri tíð og sannarlega sakn-
ar maður ýmislegs er hreif mann
á fyrri sýningum. Æskuverk
listamannsins ásamt með
stikkprufu af því sem hann gerði
í skóla og í æsku hefðu að ósekju
mátt fylgja með. Það hefði prýtt
sýninguna og aukið á breidd
hennar og dýpt.
Það er alveg ljóst, að næstu
yfirlitssýningu Einars G. Bald-
vinssonar verða aðrir en lista-
maðurinn sjálfur að sjá um og
skipuleggja, og það er trúa mín
að þá fyrst munum við kynnast
stærð hans og styrk sem mynd-
listarmanns.
— Að sjálfsögðu er margt um
góðar myndir á þessari sýningu,
sem sterk og einföld myndbygg-
Yfir litssýning
Einars G. Baldvinssonar
viðkomandi til áfellis, því að
álíta má að sýningarskráin ein
lýsi manninum vel, er hirðir
hvorki um skraut né prjál en vill
þó í leiðinni gleyma ýmsum
mikilvægum atriðum og skráð-
um sem óskráðum reglum og
hefðum á vettvangi mannlegs
lífs.
Ég veit lítið um Einar G.
Baldvinsson þótt ég hafi verið
kunnugur honum í þrjá áratugi
og var m.a. samtíða honum í
einn vetur í Myndlista- og hand-
íðaskóla íslands. Mér hefur þó
tekist að grafa það upp, að hann
er fæddur í Reykjavík hinn 8.
desember 1919, og voru foreldrar
hans þau Baldvin Einarsson
Mynöllst
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
söðla- og aktygjasmiður og ko.m
hans Kristine Karoline, f. Hegg-
em. Nam í Handíða og myndlist-
arskólanum 1942—45 og við
Listaháskólann í Kaupmanna-
höfn 1946—50. Tók teikni-
kennarapróf frá Handíða- og
myndlistarskólanum að ég held
vorið 1950.
Það stendur hagleiksfólk að
Einari, faðir hans Baldvin söðla-
smiður er fæddist í Bergvík í
Romsneshvalsnesi var sonur
Einars smiðs Ingimundarsonar,
en móðir hans Kristín Karólína
var dóttir Johan Heggem,
steinsmiðs í Molde í Noregi.
Mér er enn í fersku minni
verzlun og vinnustofa Baldvins
Einarssonar við Laugaveginn
því að ég átti stundum erindi
þangað inn í gamla daga auk
þess sem ég gekk ótal sinnum
þar framhjá. Það þótti góður g
göfugur leðurilmur þar inni og
hann barst gjarnan út fyrir dyr
verzlunarinnar og þótti ferskur
og fínn. Baldvin söðlasmiður var
ljúfur í viðmóti við mig og þótti
hinn mesti heiðursmaður ásamt
því að vera mjög fær í iðn sinni.
— Myndlistarmenn teljast
vart gamlir þótt þeir hafi fyllt
sjötta áratuginn og það er
naumast fyrir elliglöp, að Einar
G. Baldvinsson hefur tekið sig til
og safnað saman þessum mynd-
um sínum á Kjarvalsstöðum,
auk þess held ég að það sé óhætt
að fullyrða, að það sé enginn
„blessparty“-svipur yfir þessari
sýningu. Vafalítið verður sýn-
ingin Einari lærdómur og hvati
til frekari afreka í list sinni og
við skulum vona, að hann haldi
lengi enn að bramla með pent-
skúfinn á lofti.
Einar G. Baldvinsson hefur
löngum sótt myndefni til þess,
sem stundum er nefnt „myndlist
kreppuáranna", — þessi við-
fangsefni voru þó við lýði í
Evrópu löngu fyrir heimskrepp-
una og því ákaflega vafasamt, að
nefna stílbrögðin því nafni og
kenna þau eingöngu við Þorvald
Skúlason, Jón Engilberts,
Snorra Arinbjarnar, Jón Þor-
leifsson o.fl. hérlendra málara.
Nafngiftin á þó vissan rétt á sér
hérlendis og þetta var einmitt
nýlist áratugarins fyrir seinni
heimsstyrjöldina. — Mikilvæg-
ast er, að það er íslenzkt svipmót
yfir þessum myndum Einars, og
í þeim sumum glittir í uppruna-
lega kennd, sem við getum ein-
ungis heimfært á þennan lista-
mann. Mikið er um myndir frá
sjávarsíðunni, skip og bátar við
bryggju, — konur að hengja upp
þvott, í bakgrunni sér í lágreist
þorpshúsin, himin, haf, kletta og
fjöll. Þetta, og margt fleira í
líkum dúr, hefur verið málað
mörg þúsund sinnum hér á landi,
en það skiptir ekki máli, því að
hér varðar mestu að gera vel og
e.t.v. er mesti málari þessara
viðfangsefna enn ófæddur. Við-
fangsefnin, „mótívin", verða
aldrei gömul í sjálfu sér, því að
það koma jafnan einhverjir
fram, sem endurnýja þau, blása í
þau nýju og fersku lífslofti.
Það eru 90 olíumálverk á
sýningu Einars og auk þess þrjár
samstæður, eða myndaraðir,
olíukrítarmynda, ásamt einni
teikningu af Gretti og Glámi.
Hér er fjölbreytninni vissulega
ekki fyrir að fara og margs er að
sakna, t.d. eru eldri myndir
sorglega fáar í hlutfalli við þær
myndir er Einar hefur málað
ing prýðir, og vil ég nefna hér
myndir líkt og nr. 4, 5, 13,16, 20,
46, 55, 58, 62, 63, og 80, en allar
þessar myndir lýsa bestu eðlis-
kostum Einars sem málara,
sláandi er hvernig hann nær
sterkri burðargrind úr einföldun
en mögnuðum formum.
Einari hefur sjaldnast farist
það vel úr hendi að finna réttu
umgerð utan um myndir sínar,
rammar geta verið skakkir og
klúðurslegir en þó keyrir um
þverbak er kaupendur mynd-
anna láta ramma þær inn, sumir
hverjir, því að hinar gylltu
skrautumgerðir eru einatt í
hróplegu ósamræmi við einfald-
leiká og látleysi myndanna.
Óheppilegir rammar skemma
ekki beinlínis myndir, en þeir
geta átt mikinn þátt í því að
hinn rétti andblær og stemmn-
ing þeirra komi ekki til skila
með öllu. Ég hafði persónulega
mikla ánægju af heimsóknum á
þessa sýningu þrátt fyrir aug-
ljósa annmarka hennar sem yf-
irlitssýningar, — hinn stærsti er
ennþá óupptalinn en hann er sá,
að sýningin stendur alltof stutt
yfir.
Allt um það, Einar Baldvins-
son kemur til dyra svo sem hann
er klæddur og það virðir maður
og metur mikils. Ég óska að
lokum listamanninum margra
vinnudrjúgra ára framundan,
ásamt því, að menn eiga eftir að
sjá fleiri stórar sýningar frá
hans hendi í framtíðinni.
Bragi Ásgeirsson.
„Andorra á
Neskaupstað
A þnðjudaginn mun Leik-
félag Neskaupstaðar frum-
sýna leikritið Andorra í
Egilsbúð klukkan 20.30.
Leikstjóri er Magnús Guð-
mundsson, en þetta er í
fimmta sinn sem hann set-
ur upp verk fyir félagið.
Formaður félagsins er
Anna Margrét Jónsdóttir.
Andorra er eitt kunnasta
verk hins þekkta höfundar
Max Frisch, og í því fjallar
hann um hvert fordómar
geta leitt menn. Andorra á
ekkert skylt við samnefnt
smáríki, né nokkurt annað
smáríki, heldur býr hið
raunverulega í verkinu að-
eins í mönnunum sjálfum. I
leikritinu er maður hrakinn
út í dauðann vegna þess að
talið er að hann sé Gyðing-
ur, og hann talinn öðruvísi
en aðrir af þeim sökum. Að
lokum kemur þó í ljós, að
hann er alls ekki Gyðingur.
Með aðalhlutverkin í leik-
ritinu fara tveir ungir og
upprennandi leikarar á
Norðfirði, þau Þröstur
Rafnsson, sem leikur Andra,
og Hrefna Hjálmarsdóttir,
sem leikur Barblín. Leikfé-
lagið á 30 ára afmæli um
þessar mundir og er And-
orra 31. verkefni þess.
MMSMií iíiip 1 ^■*# <mA \
Leikarar Leikfélags Neskaupsstaðar, sem taka þátt í sýningunni á Andorra.