Morgunblaðið - 01.03.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.03.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MARZ 1980 17 Baltasar við eitt þeirra verka sem á sýninKunni verða. l.jÓMn. Al. K.M. Baltasar og Pétur Behrens sýna á Kjarvalsstöðum BALTASAR ok Pótur Behrens opna málverkasýninjíar á Kjar- valsstöðum í dag. laugardaKÍnn 1. mars. kl. 14. Sýningarnar verða báðar opnar til 1G. mars n.k. A sýningu Baltasars verða 43— 44 myndir, sumar úr einkaeign. Myndirnar eru allar málaðar á síðustu 12—14 mánuðum. Þrjú ár eru nú liðin síðan Baltasar hélt síðustu málverkasýningu sína en ár er frá síðustu grafíksýningu listamannsins. „Það sem er mest áberandi á þessari sýningu eru verk sem ég hef unnið eftir ljóðum," sagði Baltasar í samtali við blaðamann Mbl. „A sýningunni eru einnig myndaraðir, t.d. um fanga, og nokkrar pólitískar myndir. Það má því segja að ég hafi hér lagt út á nýjar brautir auk þess sem inn á milli má sjá myndefni sem ég hef fengist við áður, svo sem hesta- og landslagsmyndir. Þær tengja sýn- inguna sarnan." Baltasar undirbýr nú grafíksýn- ingu sem haldin verður í Þýska- landi í apríl, en auk hans taka þátt í sýningunni þeir Leifur Breið- fjörð og Einar Hákonarson. Pétur Behrens er þýskur að uppruna en fluttist til Islands árið 1962 og gerðist íslenskur ríkis- borgari. Pétur hefur m.a. kennt við Myndlista- og handíðaskóla íslands og Myndlistaskólann í Reykjavík. Hann leggur nú stund á frjálsa myndlist. Viðfangsefnin á þessari sýningu eru öll sótt í umhverfið í Flóanum, þorpin við ströndina og hestamennsku. Á sýningunni eru um 45 verk, teikn- ingar, grafík, vatnslita- og olíu- myndir, málaðar á síðast liðnum tveimur árum. Pétur Behrens sýndi í fyrsta sinn myndir sínar á Selfossi 1976 og er þetta því önnur einkasýning hans á íslandi. Pétur Behrens ásamt einni mynda sinna. ^Br spurt og svarad I Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINSI Hér á eftir fara fyrstu spurningarn- ar og svörin við þeim, sem lesendur Mbl. hafa beint til þáttarins Spurt og svarað, — lesendaþjónustu Mbl. varð- andi skattamál. Af gefnu tilefni skal það tekið fram að þessi þjónusta er fólgin í því að lesendur hringja spurn- ingarnar inn í síma 10100 kl. 14.00 — 15.00 frá mánudegi til föstudags og síðan er svara leitað og þau birt í blaðinu. Björg- unarlaun Ásdis Jónasdóttir, Hagamel 44, Rvk, spurði hvernig telja ætti fram björgunarlaun til sjó- manna skv. nýju skattalögunum. Hvergi virðist vera tekin afstaða til þessa atriðis, — sbr. gömlu skattalögin. Svar: Björgunarlaun, eins og önnur starfstengd laun eru að fullu skattskyld og teljast í lið T 1 „ í framtali. Enginn frádráttur er sérstaklega leyfilegur vegna þessara tekna fremur en frá öðrum launum. Skattstjóra er heimilt að leyfa dreifingu á skattlagningu björgunarlauna sem áhafnir skipa, annarra en björgunarskipa, hljóta á fleiri en eitt ár. Innistæður á ávísanareikning Helga Weishappel, Vestur- götu 52, spurði hvort og þá hvernig gefa ætti upp innstæður á ávísanareikningum á skatta- framtalið. Svar: Innstæður á ávísana- reikningum eins og aðrar inni- stæður í bönkum, sparisjóðum og innlánsdeildum samvinnufé- laga, ber að telja fram í lið E 5 í framtali, vexti á árinu í vaxta- dálk og innstæðu í árslok, þ.m.t. óhafðir vextir í dálkinn „Fjár- hæð með vöxtum". Heildarvextir og heildareign skv. lið E 5 færast síðan á þann veg sem greinir á framtalseyðublaðinu. • • Ororkulíf- eyrir barna Runólfur Runólfsson, Heið- vangi 34, Hafnarfirði, spurði um hvar og hvernig telja bæri fram örorkulífeyri barna. Svar: Skv. lögum unt almanna- tryggingar virðist ekki um að ræða örorkulífeyrisgreiðslur til barna. Rétt til örorkulífeyris eiga þeir menn sem eru á aldrinum 16—17 ára. Örorku- styrk mun hins vegar heimilt að greiða vegna bæklunar eða van- þroska barns innan 16 ára ald- urs. Þessi örorkustyrkur er tengdur foreldri (um) eða for- ráðanda barnsins og telst með tekjum þess (eða þeirra) sem rétturinn er tengdur. Tekjur barna o.fl. Ólafur Jónsson, Háaleitis- braut 81, spurði í fyrsta lagi hvort telja beri fram tekjur barna undir 16 ára aldri sem annast blaðadreifingu, — áður hafi ekki borið að gera það. í öðru lagi hvort engin upphækk- un vegna vísitölu komi á hús- næðislán frá eldri tíð, t.d. í E-flokki, sem hafa engan stuðul. í þriðja lagi hvað varðar val framteljenda á frádráttarreglu, — eru framteljendur bundnir til frambúðar af vali sínu við gerð skattframtals 1980, — þ.e. gildir sú ákvörðun til frambúðar fyrir viðkomandi einstakling við gerð skattframtala næstu ára. í fjórða lagi vildi Ólafur fá nánari skýringar hvað varðar 35. dálk, í T.3, frádráttarlið A, á bls. 2 á skattframtali. Hver væru hugs- anlega laun skv. 5. tl. A-liðar 30. gr. laganna? í fimmta lági ef eiginkona tekur engin laun eða á séreignir, — er þá nauðsynlegt að fylla O út í hvern dálk á bls. 3 utan persónulegra upplýsinga og svo undirskriftar eiginkonu? -• Svör: Fyrsta spurning: Allar launatekjur barna undir 16 ára aldri ber að telja fram á skattframtali barns, þ.m.t. greiðslur fyrir að annast blaða- dreifingu. Önnur spurning: Eins og fram kemur í upplýs- ingum um verðgildi lána Hús- næðismálastofnunar ríkisins sem fylgdu leiðbeiningum ríkis- skattstjóra ber kvittun fyrir lánum eldri en frá 1974 og merkt lánaflokki E (eða öðrum bókstaf framar í stafrófinu) með sér raunverulegar eftirstöðvar láns- ins í árslok 1979 og er skráð á kvittuninni í reit sem merktur er „eftirstöðvar án vísitölu“. Upp- hækkun höfuðstóls vegna vísi- tölu (verðbóta) kemur því ekki til vegna þessara lána. Vísitölu- ákvæðum þessara lána var breytt með lögum nr. 72/1972. Þriðja spurning: Val á frádráttarreglu er bund- in við skattframtal hvers ein- staks árs. Ákvörðun um val í skattframtali 1980 gildir ekki til frambúðar, val skal ákvarðað við gerð skattframtals hvert ein- stakt ár. Fjórða spurning: Hér er um að ræða launatekj- ur sem greiddar eru embættis- mönnum, fulltrúum og öðrum starfsmönnum sem starfa hjá alþjóðastofnunum eða ríkja- samtökum, enda sé kveðið á um skattfrelsið í samningum sem Island er aðili að. Launatekjur þessar eins og aðrar launatekjur ber að telja til tekna í lið T 1 og með í samtölu í reit 21, en til frádráttar í reit 35. Fimmta spurning: Hafi eiginkonan (sama gildir um eiginmanninn) engar tekjur og engan rétt til frádráttar ber ekki að fylla út neina reiti, ekki einu sinni með 0, á þriðju síðu (eða annarri síðu) framtals. Per- sónulegar upplýsingar þurfa fram að koma eftir því sem við á og í öllum tilvikum ber báðum hjóna að undirrita framtalið. Fötlun og atvinnu- starfsemi Vilmundur Jónsson, Háholti 9, Akranesi spurði hvort maður, sem fallið hefur út af hinum almenna vinnumarkaði t.d. vegna fötlunar og til þess að starfa við eitthvað rekur eigið fyrirtæki, t.d. bílaverkstæði í eigin bílskúr, njóti einhverra skattívilnana, ef vottorð sér- fræðings fylgir um fötlun og takmarkaða starfsgetu. Svar: Af spurningunni verður ekki annað ráðið en að fyrir- spyrjandi hafi með höndum at- vinnurekstur. Honum ber því að gera efnahags- og rekstrarreikn- ing vegna þessa rekstrar. Hon- um ber einnig að reikna sér laun (endurgjald) við eigin atvinnu- rekstur (sem dragast frá sem rekstrarútgjöld við ákvörðun hreinna tekna af atvinnurekstr- inum), sbr. reit 24 á framtals- eyðublaði. Laun þessi (endur- gjald) skulu ekki reiknuð lægri en þau hefðu orðið ef starfið væri innt af hendi fyrir óskyldan eða ótengdan aðila. Þessa laun- afjárhæð ber framteljanda sjálf- um að meta. Ef um er að ræða sérstakar aðstæður sem hafa áhrif á þetta mat að mati framteljanda, svo sem aldur og heilsa, ber að koma upplýsingum þar um á framfæri við skattyf- irvöld. Rétt væri hjá fyrirspyrj- anda að láta vottorð sérfræðings fylgja um fötlun hans og tak- markaða starfsgetu. Enn fremur má benda fyrirspyrjanda á að hann getur sótt um ívilnun í tekjuskatti sínum ef veikindi hans hafa skert gjaldþol hans verulega. Fyrning bifreiða Jón Sturlaugsson, Skúlagötu 58, spurði varðandi auglýsingu um skattamat ríkisskattstjóra í Lögbirtingarblaðinu frá 8. febrúar s.l., lið nr. 3.4.0. — 1. mgr. um árlega fyrningu bif- reiða og annarra ökutækja, — hvort villa hafi slæðst inn í þann lið, ef mið væri tekið af fyrri skýringum í þessu efni. Ef þessi liður væri rétt orðaður, hvernig bæri þá að túlka hann. Svar: Hér er ekki um villu að ræða í skattmatinu. Ljóst er af matsreglunum að hámark árs- fyrningar bifreiðar er 385.000 kr., án tillits til kaupverðs (stofnverðs) bifreiðarinnar. Af öðrum ökutækjum en bifreiðum er hámark ársfyrningar 10% af kaupverði (stofnverði) þeirra. Fyrning ökutækis þ.m.t. bifreið- ar, sem notað er hluta úr ári reiknast hlutfallslega. Spariskírteini Kjartan Helgason, nnr. 9639—9642 spurði varðandi spariskírteini ríkissjóðs, — hvort þau væru framtalsskyld eða ekki. Á skírteinunum, sem undirrituð væru af fjármálaráð- herra, stæði að þau væru undan- þegin skattskyldu. En á skatt- framtali virtist vera gert ráð fyrir að þau væru talin fram til skatts. Svar: Spariskírteini ríkissjóðs eru framtalsskyld í lið E 5 á framtali. Verðbréf þessi ber að telja til eignar á nafnverði að viðbættum áföllnum vöxtum og verðbótum á höfuðstól. Upplýs- ingar um verðgildi spariskírt- eina ríkissjóðs til eignar í árslok 1979 fylgdu leiðbeiningum ríkis- skattstjóra. Hvort og að hve miklu leyti þessar eignir geta að lokum orðið skattfrjálsar ræðst af skuldastöðu framteljanda um áramót sbr. liðinn. „Ákvörðun eignarskattsstofns" á fjórðu síðu framtalseyðublaðsins. Vaxta- tekjur, þ.m.t. verðbætur á höfuð- stól og vexti spariskírteina ríkissjóðs, ber ekki að telja fram sem vaxtatekjur í lið E 5 fyrr en þær fást greiddar, annað hvort við innlausn eða sölu spariskírt- eina. Vaxtatekjur, þ.m.t. verðbætur á höfuðstól og vexti af innleyst- um eða seldum spariskírteinum ríkissjóðs á árinu 1979, ber að tilgreina að fullu í vaxtadálk liðar E 5 á framtali en innan sviga og skulu ekki teljast með í samtölu vaxtatekna í reit 12. Þessar vaxtatekjur eru skilyrð- islaust skattfrjálsar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.