Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 63. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1980
35
Síðari grein Z
og þær sem bárust gegnum skiln-
ingarvitin fimm og langt og inni-
legt lófatakið að aríunni lokinni
sýndi aö aðrir áhorfendur höfðu
fundið fyrir því sama.
I grísku goðafræðinni ekur
Díonýsos, guð víns, jarðargróða og
leiklistar, um heiminn og fyllir
dýrkendur sína heilagri brjálsemi.
Hátíðahöld þau, sem Grikkir
efndu til Díonýsosi til dýrðar og af
spratt leiklistin, voru tilraunir til
að særa fram guðinn, láta hann
taka sér bólfestu í líkama dýrk-
endanna og veita þeim guðdómlegt
frelsi. Þessar hátíðir lögðust að
vísu af fyrir u.þ.b. tveimur árþús-
undum og á Díonýsos trúir enginn
lengur. Ensannar það að guðinn
ferðist ekki lengur um veröldina,
ósýnilegur í vagni sínum, og fylg-
ist með því hvernig mennirnir
stundi þá helgiathöfn, sem hann
lét þeim eftir í arf? Er kannski
eini tilgangur allra þeirra fórna,
sem leikhúsið krefst og enginn
þekkir án þess að hafa lagt á
sjálfan sig að knýja guðinn til að
stöðva vagn sinn og líta í náð til
dýrkendanna? Sjálfsagt hrista
jarðbundnir lesendur höfuðið yfir
slíkum hindurvitnum — og þekkja
þá vonandi einhverjar betri skýr-
ingar á öllu saman.
Guðinn Díonýsos er duttlunga-
fullur guð og miskunnarlaus og
enginn veit með vissu með hvaða
fórnum megi gera honum til geðs.
Hann lætur sjaldan sjá sig nú
orðið og kannski geðjast honum
ekki alls kostar að hugarfari
þeirra sem hafa dýrkun hans með
hondum. Það eitt er víst að hann
verður aldrei fangaður í einhverju
gullnu búri, sem ríkir pólitíkusar,
gáfaðir leikstjórar og snjallir leik-
arar hafa smíðað í sameiningu,
því að guðir láta ekki kaupa sig,
það eina sem þeir spyrja um eru
fórnir. Þá stund, sem ég var
staddur í Berlín á síðastliðnu vori,
lét hann sér finnast fátt um þær
fórnir sem leikarar Peter Steins
og listamenn Peking-Óperunnar
færðu honum. En þegar austur-
þýsk leikkona, sem ég sá og heyrði
af hreinni tilviljun fara með
hlutverk Madam Butterfly, upp-
hóf raust sína stöðvaði guðinn
vagn sinn og drap niður fæti
örstutta stund.
Það eru ekki mörg bresku
sjónvarpsleikritin, eða fram-
haldsþættirnir, þar sem ekki er
minnst á, fyrr eða síðar, að fá
sér „góðan" bolla af tei, ..a nice
cup of tea". Tedrykkja virðist
vera óaðskiljanlegur þáttur
breskrar tilveru, og allra meina
bót, að mati þarlendra. Sam-
kvæmt nýlegum tölum drekkur
hver Breti 650 bolla af tei á ári.
Um magn drukkins te, hér á
landi, eru ekki handbærar tölur,
en ótrúlega margar tegundiraf
tei eru hér á boðstólum í, að
minnsta kosti, tveim stóru kjör-
búða borgarinnar. Það eru heilar
hillur af tepökkum, allskonar
blöndur, sum nöfnin ákaflega
framandi og sjálfsagt drykkur-
inn af þeim ólíkur því tei, sem
hjálpar dálkahöf. og fleirum til
að komast „í gang" morgunn
hvern.
Te-jurtin er sígræn, og vex í
hitabeltis- og heitu loftslagi. Þau
lönd, sem framleiða mest af tei
eru Indland, Shri Lanka (áður
Ceylon), Indonesia og Kína. Te-
jurtin getur orðið 30—40 feta há,
þegar hún vex villt, en í ræktun
er hún höfð 2—6 fet á hæð.
Fyrsta uppskeran fæst þegar
jurtin er fimm ára gömul og
heldur áfram að gefa af sér í
25-50 ár.
Hægt er að koma jurtinni til
með því að sá fyrir henni, en
venjulega er það gert með græðl-
ingum, sem fyrst eru hafðir í
gróðurreitum, en síðan plantað
út á ekrurnar.
Venjulega er það aðeins brum-
ið, blómknappur og tvö efstu
laufin, sem tínd eru af, úr þeim
fæst besta teið. Gæði tesins
minnka eftir því, sem laufin eru
neðar af jurtinni, enda eldri og
ekki eins mjúk.
í mjög heitu loftslagi, eins og
Shri Lanka og Indonesiu, þar
sem er heitt allt árið, er upp-
skera fáanleg á 10 daga fresti.
Þar, sem er aðeins kaldara, svo
sem í Kína og Japan, fæst
uppskera tvisvar til fjórum sinn-
um á ári.
Áður fyrr voru það nær ein-
göngu konur, sem önnuðust söfn-
un telaufanna, það gæti þó hafa
breyst á seinni árum, og meðal-
afköst á dag 35 kg. af telaufum,
eða 9 kg. af tilbúnu tei. Telaufin
eru þurrkuð og gerð tilbúin til
neyslu á tvo mismunandi vegu,
eftir því á hvaða markað þau
fara. Yfirleitt kjósa vesturlanda-
búar dökkt te, en austurlanda-
búar ljóst (grænt) te. Mismunur
á meðferð er sá, að dökka teið
fæst með því að láta laufin
sölna, síðan eru þau brotin eða
kramin til að fá út úr þeim
safann, síðan geymd og látin
gerjast áður en þau eru þurrkuð.
Við grænt te, er laufið hinsvegar
þurrkað strax til að koma í veg
fyrir gerjun.
Tedrykkja
fyrr og nú
Samkvæmt fornum kínversk-
um sögnum hófst tedrykkja í
Kína um 2700 árum fyrir Kr. En
sagnir í Indlandi og Japan
herma að tedrykkja hefjist í
Indlandi fyrir 1900 árum.
		
K^^^^^^^^S^^^^K		ðfe^jf   m
CéJÍ^I^       ~ ^^SfeJ^SSsly^		él LaA^b<rt
—		-
Má bjóða þér
„góðan" bolla af tei?
Fyrstu rituðu heimildirnar um
te er að finna í kínverskum
ritum 350 e. Kr. Það er álitið að
Búddamunkar hafi hvatt til te-
drykkju í Asíu til að sporna við
áfengisdrykkju. Hollensk skip
fluttu fyrsta tefarminn til Evr-
ópu árið 1610. En fyrsti farmur-
inn kom til Bretlands, og ný-
lendnanna í Norður Ameríku,
um miðja sautjándu öld.
Eins og sjálfsagt margir muna
úr mannkynssögunni var tollur
lagður á te, í nýlendum Breta í
Atburðurinn í Boston gengur
síðan undir nafninu „The Boston
Tea Party" á enskri tungi, eða
teboðið í Boston.
Sunnudaginn 2. mars var
reyndar minnst á Boston og
teboðið í sjónvarpinu í þættinum
„Húsið á sléttunni", þegar verið
var að undirbúa hátíðahöldin 4.
júlí.
Síðdegistedrykkja
Upphaf síðdegistedrykkju er
rakið   til   Önnu   nokkurrar,
Norður Ameríku, ákaflega
óvinsæll og varð til þess að
landsmenn risu upp gegn ný-
lenduherrunum. Árið 1773 lágu
þrjú skip, með tefarm, í Boston.
Hópur manna tók sig saman,
klæddist indíánabúningum og
fóru um boð í skipin og vörpuðu
farminum í sjóinn, við mikinn
fögnuð hundrað borgarbúa, sem
fylgdust með aðförinni. Tjónið
var mikið, þá metið á £18.000, og
brugðust stjórnvöld ókvæða við,
gripið var til harkalegra aðgerða
gegn Boston-búum. En aðeins
þremur árum seinna, árið 1776
var lýst yfir sjálfstæði Banda-
ríkja Norður Ameríku.
sjöundu hertogaynju af Bedford,
ártalið ýmist talið á milli
1770—80 eða rétt eftir aldamótin
1800.
En Anna þessi hafði góða
matarlyst og varð svöng á milli
mála, þ.e. milli hádegis- og
kvöldverðar. Hún skipaði svo
fyrir að te og meðlæti skyldi
borið fram hvern eftirmiðdag.
Til að fleiri gætu notið góðgætis-
ins, og félagsskaparins vegna,
bauð hún ýmsum konum til sín í
síðdegiste. Er skemmst frá því
að segja, að síðdegistedrykkja
hefur verið fastur punktur í
breskri tilveru allar götu síðan
og fram á þennan dag.
Sum teboð eru þekktari og
minnisstæðari en önnur, má þar
nefna Brjálaða teboðið, í sögunni
um Lísu í Undralandi eftir
Bretann Lewis Carrol. Bókin
kom út árið 1865 og hefur
skemmt mörgum kynslóðum
barna, um allan heim, síðan.
Það er stundum sagt, í gamni
og alvöru, að breskt þjóðlíf
lamist dag hvern á mínútunni
klukkan fjögur, þá er tetími.
„High tea", eða stór-te, er borið
fram síðar á á deginum kl. 5—6,
auk venjulegs meðlætis er þá oft
hafður heitur réttur, og kemur
þá sú máltíð í staðinn fyrir
kvöldmat.
Það er nú orðið minna um
eiginlegar testofur en áður var,
en þær finnast þó enn.
Fyrstu testofuna opnaði kona
nokkur, Catherine Cranston að
nafni, í Glasgow. En þekktasta
testofan var „Willow Tree Tea
Room", sem opnuð var í Sauchie-
hall — stræti í Glasgow árið
1904. En svo mjög var vandað til
alls útbúnaðar testofunnar, að
frægur hönnuður sá um allt
innanstokks, allt frá innrétting-
um til skreytingar á matseðli.
Þessi testofa er til enn, er nú
hluti af stórverslun Dalys.
Mestu tedrykkju þjóðir heims
eru Bretar, Sovétmenn, Kínverj-
ar og Japanir. Bandaríkjamenn
eru líka allmiklir tedrykkju-
menn. ís-te, sem þykir góður
svaladrykkur í heitu loftslagi,
var kynnt á heimssýningunni í
St. Louis í Bandaríkjunum árið
1904.
Tepokar, gerðir úr efni, komu
fram á sjónarsviðið í New York
árið 1908.
Nú er svo komið að víða er stór
hluti teframleiðslunnar í hinum
handhægu tepokum úr pappírs-
grisju.
Te á breska
vísu
Það er ekki sama hvernig te er
lagað, segja Bretar. Teketill úr
málmi er ekki nothæfur, það á
að vera gler- eða leirketill. Byrj-
að er á, að fylla ketilinn með
sjóðandi heitu vatni til að hita
hann vel. Vatninu er síðan hellt
úr, telaufin eru sett í, ein teskeið
fyrir hvern drukkinn bolla, sum-
ir setja eina auka teskeið „fyrir"
ketilinn. Sjóðandi vatni er hellt
á, lokið sett á ketilinn, tehetta
yfir, og drykkurinn látinn
„trekkja" í 5 mín., áður en hellt
er í bollana. Sykur, mjólk og
sítróna er borið með.ásamt heitu
vatni í könnu.
Meðlæti með tei er brauð,
kökur og kex. Brauðið er venju-
lega litlar samlokur, t.d. með
agúrkum, ristað brauð með
marmelaði og hunangi. Svo má
nefna skonsur, „muffins",
„shortbread", brauðbúðing, te-
bollur og smákökur.
En það má mjög vel laga
„góðan" bolla af tei með því að
hella sjóðandi vatni yfir tepok-
ann í bollanum, láta „trekkja"
augnablik og drykkurinn er til-
búinn. Ef til vill ekki eins
fullkominn og hjá breskum, en
góður þó. En vilji menn hinsveg-
ar fá sér bolla, af öðru vísi tei,
með hægur vandi að reyna
eitthvað af mörgum tegundum,
sem á boðstólum eru. Það gæti
þá borið nafn eins og : Lapsang
Souchong, Assam, Kardomah,
Darjeeling, Keemun, Ceylon,
Earl Grey, Orange Pekoe auk
jasmin-tes, ginseng og sítrónu,
svo eitthvað sé nefnt. En til að
laga reglulega „breskt te", er
hægt að kaupa dós af „eftirmið-
dagstei" frá þeim nafntoguðu
„Jackson of Piccadilly", sem séð
hafa bresku hefðarfólki fyrir
góðmeti í marga mannsaldra.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48